Morgunblaðið - 25.03.2014, Side 17

Morgunblaðið - 25.03.2014, Side 17
FRÉTTIR 17Erlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. MARS 2014 Skráning í síma 560 1010 eða á mottaka@heilsuborg.is Heilsuborg ehf. • Faxafeni 14 108 • Reykjavík • Sími 560 1010www.heilsuborg.is JógaJógaJóga! Vekjum upp líkamsvitundina og uppskerum betri líkamsstöðu, aukinn styrk og betra jafnvægi til að takast á við daglegt amstur. Hefst 1. apríl Þri. og fim. kl. 12:00-13:00 Kennari: Gyða Dís Verð kr. 13.900.- Karl Blöndal kbl@mbl.is Dómstóll í héraðinu Minja í Egypta- landi dæmdi í gær til dauða 529 stuðningsmenn Mohameds Morsis, sem sviptur var embætti forseta 3. júlí í fyrra eftir ár í embætti. Réttar- höldin hófust á laugardag og hafði rétturinn aðeins komið saman tvisv- ar þegar dómur féll. Dómurinn á sér ekki fordæmi í landinu og segja sérfræðingar líklegt að honum verði hnekkt við áfrýjun. Réttarhöldin eru hluti af herferð gegn stuðningsmönnum Morsis. Þúsundir þeirra hafa verið hand- teknir og margir dregnir fyrir dóm. Stuðningsmennirnir voru dæmdir till dauða fyrir morð. Af hinum dæmdu eru 153 í haldi. Hinir voru dæmdir að sér fjarverandi og hefur ýmist verið sleppt úr fangelsi, ganga lausir gegn tryggingu eða eru í fel- um. Dómarnir hafa ekki öðlast gildi. Þeim var vísað til múftans, sérfræð- ings stjórnvalda og aðstoðarmanns dómstóla um lögmál kóransins og túlkun þeirra. Hingað til hefur hann staðfest dauðadóma, að því er kemur fram í fréttaskeyti frá AFP. Hægt er að áfrýja til æðsta dómstóls landsins. Mohamed Tousson, enn verjenda hinna ákærðu, sagði að dómarinn hefði keyrt dómsuppkvaðninguna í gegn með offorsi vegna þess að hann hefði reiðst kröfu annars verjanda um að hann viki. „Hann fullvissaði sig ekki einu sinni um að þeir hinna ákærðu, sem eru í haldi væru viðstaddir, fór að- eins að hinum 51. úr hópi þeirra,“ sagði Tousson. „Einn lögmannanna krafðist þess þá að hann viki. Hann varð mjög reiður og frestaði rétti fram að dómsuppkvaðningu.“ Í dag eiga að hefjast réttarhöld í Minja yfir 700 manns til viðbótar fyr- ir svipaðar sakir. Meðal hinna ákærðu þar er Mohamed Badie, æðsti trúarleiðsögu maður samtaka Morsis, Bræðralags múslima. Hinum ákærðu í báðum málum er gefið að sök að hafa myrt lögreglu- stjóra og reynt að myrða tvo til við- bótar í mótmælum eftir að Morsi var steypt. 529 stuðningsmenn Mohameds Morsis dæmdir til dauða  Dómarinn sagður hafa keyrt úr- skurð í gegn  Verður líklega hnekkt AFP Sorg Ættingi eins þeirra, sem í gær voru dæmdir til dauða fyrir morð í Minja, borg í samnefndu héraði í Egyptalandi, þerrar tár. Malasíska flug- félagið Malaysian Airlines sagði að- standendum þeirra, sem voru um borð í farþega- vélinni, sem hvarf 8. mars, að gera yrði ráð fyrir að hún hefði farið í sjóinn sunnarlega í Indlandshafi og vísaði til nýrrar greiningar gagna úr gervihnöttum. „Við vitum að engin orð, sem við eða nokkur annar segir, geta linað þjáningu ykkar,“ sagði í yfirlýsingu frá flugfélaginu. „Við munum halda áfram að veita ykkur aðstoð og stuðning.“ Einnig kom fram að leit yrði haldið áfram að vélinni og rann- sókn á afdrifum hennar. Forsætisráðherra Malasíu, Najib Razak, sagði á blaðamannafundi í gær að það tæki sig sárt að tilkynna að „samkvæmt þessum nýju upplýs- ingum endaði flug MH370 í suður- hluta Indlandshafs“. Hin nýja greining er frá gervi- hnattafyrirtækinu Inmarsat, sem nam síðustu rafrænu merki vélar- innar. Telja víst að vélin hafi hrapað Najib Razak á blaðamannafundi.  Ný greining gervi- hnattaupplýsinga Bandaríkjamenn lýstu í gær yfir áhyggjum af liðsflutningum rúss- neska hersins við landamæri Úkra- ínu og sögðust hafa áhyggjur af því að staðan gæti versnað. Fréttastofan AFP hafði eftir bandarískum herfor- ingja í gær að Rússar söfnuðu áfram liði við úkraínsku landamærin. Úkraínustjórn kallaði í gær her sinn burt frá Krímskaga. Rússar réðust í gær til uppgöngu í eitt síð- asta úkraínska herskipið, sem þeir höfðu ekki náð á sitt vald, og á laugardag tóku þeir stöð flughersins skammt frá Simferopol. Liðsflutning- ar vekja ugg Mikið uppnám er í röðum franskra sósíalista eftir að þeir guldu afhroð í fyrri umferð sveitarstjórnarkosning- anna í Frakklandi um helgina. Litið er á úrslitin sem áfall fyrir François Hollande forseta. Hægri miðflokkurinn UMP fékk 47% atkvæða og Sósíalistaflokkur- inn og bandamenn hans 38%. Mesta athygli vakti fylgi Þjóðfylkingarinn- ar, sem rekur andóf gegn Evrópu- sambandinu og vill stemma stigu við innflytjendum. Flokknum var spáð 0,9% fylgi, en hann fékk 5%. Jean- Marie Le Pen stofnaði flokkinn og dóttir hans, Marine, leiðir hann nú. Lítil kosningaþátttaka, 38,72%, þykir einnig áfellisdómur yfir ráða- mönnum. „François Hollande verður að draga lærdóm af kosningaúrslitum, sem greinilega var beint gegn hon- um,“ sagði í vinstra blaðinu Libera- tion. Niðurstaðan væri löðrungur í andlit honum. Vinstri menn mynd- uðu í gær kosningabandalag. AFP Sigurreifur Florian Filippot, einn af frambjóðendum Þjóðfylkingarinnar, kemur til fundar í gær. Flokknum vegnaði margfalt betur en spáð var. Franskir vinstri menn í uppnámi Egypsk yfirvöld hafa gengið hart fram gegn Bræðralagi múslíma eftir að Mohamed Morsi var steypt af stóli. Þúsundir manna hafa ver- ið handteknar og þar á meðal eru nánast allir pólitískir forustumenn þeirra. Samkvæmt upplýsingum frá mannréttindasamtökunum Am- nesty International hafa 1.400 manns látið lífið þegar öryggis- sveitir hafa látið til skarar skríða gegn mótmæl- endum úr röð- um Bræðralags- ins. Réttað er yfir Morsi í þremur málum, meðal annars fyrir að hvetja til morðs mót- mælenda fyrir utan forsetahöllina þegar hann var við völd. 1.400 manns hafa látið lífið AÐFÖR AÐ BRÆÐRALAGI MÚSLÍMA Mohamed Morsi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.