Morgunblaðið - 25.03.2014, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 25.03.2014, Qupperneq 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. MARS 2014 ✝ Einar Þór Ein-arsson fæddist 29. mars 1962. Hans lést á líknar- deild Landspítal- ans í Kópavogi 13. mars 2014. Einar Þór var sonur hjónanna Einars Halldórs Gústafssonar brunavarðar, f. 6.2. 1938, og Sól- veigar Maríu Gunnlaugsdóttur húsmóður, f. 29.9. 1939. Systur Einars Þórs eru tvær; Sigríður Einarsdóttir flugstjóri, f. 17.2. 1958, börn hennar eru Sóley María og Einar Páll, og Sigur- rós Einarsdóttir þjónustu- fulltrúi, f. 20.10. 1960, eigin- maður hennar er Smári Hauksson múrarameistari, f. 22.3. 1961 og dætur þeirra eru Lilja og Linda. Dóttir Einars Þórs og Theo- dóru Stellu Hafsteinsdóttur er Steinunn tuttugu hamingjurík ár. Fyrstu fjögur árin ólst Ein- ar Þór upp á Bjarnarstíg 11 en flutti þaðan árið 1966 á Kleppsveg 140 og síðar í Blá- skóga 13. Hann stundaði grunnskólanám í Langholts- skóla og síðan húsasmíðanám við Fjölbrautaskólann í Breið- holti. Árið 1984 hóf Einar Þór störf sem slökkviliðsmaður hjá Slökkviliði Reykjavíkur og starfaði þar til ársins 1991 þegar hann réð sig til Stöðvar 2, nú 365 miðla. Þar starfaði Einar Þór sem útsendinga- stjóri í 23 ár eða þar til hann lést. Einar Þór hafði yndi af fjalla- og veiðiferðum og átti fjölskyldan saman ófáar úti- legurnar vítt og breitt um landið. Einar Þór var einnig formaður í Félagi sumarhúsa- eiganda að Minna-Mosfelli þar sem þau hjónin voru að reisa sér sumarhús. Einar Þór, Steinunn og syn- ir hafa átt heimili í Melgerði 19 á Kársnesinu í Kópavogi síðan 1995. Útför Einars Þórs fer fram í Bústaðakirkju í dag, 25. mars 2014, kl. 15. Ágústa Ósk, f. 21.7. 1982, sam- býlismaður henn- ar er Einar Hró- bjartur Jónsson, f. 16.8. 1980, saman eiga þau börnin Ásgeir Atla, f. 11.1. 2010, og Karenu Örnu, 16.11. 2012. Einar Þór var kvæntur Stein- unni Þórhallsdóttur, f. 16.10. 1966, dóttur hjónanna Þór- halls Halldórssonar, f. 21.10. 1918, og Sigrúnar Sturludótt- ur, f. 18.4. 1929. Steinunn hóf störf á auglýsingadeild Bylgj- unnar árið 1988 og starfar enn við auglýsingar hjá 365 miðlum. Synir þeirra eru Steinar Þór, f. 20.10. 1997, nemandi í Menntaskólanum í Kópavogi, og Fannar Þór, f. 20.4. 2000, nemandi í Kárs- nesskóla. Saman áttu þau Elsku pabbi. Ég er ennþá að reyna að átta mig á því að þú sért farinn. Þetta sýnir manni hvað maður er lítill og hefur litla stjórn í þessum heimi. Ég get þó huggað mig við að þú ert á góðum stað, kominn með allan þinn fyrri styrk og ert örugglega farinn að laga og breyta einhverju þarna uppi. Þrátt fyrir að hafa ekki verið mikið hjá þér sem krakki á ég fullt af yndislegum minningum sem ég mun varðveita og segja börnunum mínum frá. Sjúkrabíla- og slökkvistöðvarminningar, Frostafoldin á röndótta gorma- beddanum, vikuferðalagið okkar sem endaði með afmælisveislu með allri familíunni og margar fleiri yndislegar minningar. Ég man ennþá svo vel eftir deginum þegar þú kynntir mig fyrir nýju kærustunni. Ég féll strax fyrir henni. Enda ekki annað hægt. Þú hafðir náð þér í gullmola af stærstu gerð, hana Steinu þína. Þið voruð sköpuð hvort fyrir ann- að. Það var líka svo gaman að fylgjast með þér með strákunum. Þið voruð svo miklir vinir. Þú lagðir þig sko fram við að vera góður pabbi og mér sárnar að hugsa til þess að fá ekki að sjá þig meira í afahlutverkinu. Því þar stóðstu þig sko líka vel. Ásgeir Atli elskaði að koma og fá að leika í ævintýragarðinum í Melgerði og þú varst ekki lengi að laga og græja hjólin og allt það dót sem prinsinn vildi leika með. Þú varst líka alltaf duglegur að hjálpa þín- um og fengum við Einar svo sann- arlega að njóta góðs af því þegar við fluttum suður. Það þurfti „að- eins“ að negla og saga í íbúðinni okkar og þú varst ekki lengi að bjóða fram aðstoð þína. Gerðir og græjaðir eldhús og glugga á með- an við fjölskyldan vorum ennþá fyrir austan. Mér fannst samband okkar styrkjast með hverju ári. Við ákváðum í sameiningu að í hvert skipti sem við hugsuðum hvort um annað tækjum við upp símann og hringdum, þótt það væri ekki nema til að segja hæ. Við vorum þó misgóð að heyra í símanum, tek það á mig. Síðasta vikan í lífi þínu var erf- ið en mér þótti einstaklega vænt um að geta verið svona mikið hjá þér. Minningar um góðan mann, yndislegan pabba og frábæran afa lifa áfram. Hvíldu í friði elsku pabbi. Þín dóttir, Ágústa Ósk. Elsku bróðir margar góðar minningar á ég um þig, ótal marg- ar hafa komið upp í huga mér und- anfarna daga, því við höfum ým- islegt skemmtilegt brallað saman um ævina.. Þú varst ekki hár í loftinu þeg- ar ég dró þig út í alls konar vit- leysu eins og þegar við bjuggum á Bjarnastígnum þá vöknuðum við á undan foreldrum okkar og lædd- umst fram í eldhús og fórum að hræra saman hveiti og sykur á eldhúsgólfinu þú 1 og hálfs árs og ég 3ja ára. Þetta gerðum við nokkrum sinnum eða þangað til krækja var sett á hurðina, þú varst mjög rólegt barn en alltaf tilbúinn að elta mig í því sem mér datt í hug. Þegar við fluttum svo á Klepps- veginn þá kynntist þú Hákoni sem bjó á hæðinni fyrir neðan okkur og urðuð þið strax miklir mátar og hélst þessi góði vinskapur þar til Hákon lést þann 25.mars fyrir ná- kvæmlega 9 árum síðan. Á Kleppsveginum voru margir krakkar og gaman að alast þar upp, skipsskrokkarnir í fjörunni heilluðu okkur mikið og vorum við oft að kanna þá með tilheyrandi hættum, einnig heillaði Viðey sem við sáum út um gluggann á íbúð- inni okkar og fórum við oft þangað með nesti. Ég sé þig ljóslifandi fyrir mér á hjólinu þínu í allri drullunni í kringum blokkina, því í nýbyggðu hverfi var allt ófrá- gengið, þar varst þú í essinu þínu, búinn að búa til langa hjólastíga sem þið vinirnir hjóluðu eftir, svo fékkst þú nýtt hjól frá Ameríku og þá varst þú lang flottastur. Í nokkur ár tókuð þú og fleiri strákar að ykkur að safna í ára- mótabrennu það var ykkur mikið kappsmál að hafa hana sem stærsta og hæg voru heimatökin því pabbi var að vinna á sendibíla- stöð og losað allt ruslið sem átti að fara á haugana á brennuna, mikill tími fór líka í að passa að ekki væri kveikt í brennunni fyrir áramótin. Á unglinsárunum man ég vel eftir þér á skellinöðrunni þinni sem þú þeystir á um hverfið, þetta hjólaáhugamál endurvaktir þú fyrir nokkrum árum með sonum þínum þegar þið fenguð ykkur all- ir motokrosshjól. Þegar við Smári fórum að búa tengdust þið fljótt góðum vináttu- böndum því þið áttuð sameigin- legt áhugamál báðir með mikla bíladellu, vinskapur ykkar hefur alltaf verið mikill, það voru ekki svo ófá símtölin sem þið áttu við hvern annan þegar þið þurftuð að skiptast á skoðunum um þessi mál og fleiri, eins og silungsveiði eða stjórnmál, þið voruð oft eins og verstu kjaftakerlingar. Elsku bróðir þú varst svo dug- legur í baráttu þinni við þennan illvíga sjúkdóm og sýndir mikið æðruleysi þegar þú fékkst þær fréttir aftur og aftur að krabba- meinið væri komið á nýja staði . Þetta var búinn að vera langur og strangur tími fyrir þig, Steinunni og börnin þín, og foreldra okkar sem tóku það mjög nærri sér að horfa á drenginn sinn svona veik- an, en þú varst orðinn svo þreytt- ur undir lokin að þú gast einfald- lega ekki meir. Elsku bróðir takk fyrir allar skemmtilegu stundirn- ar sem við áttum saman, ég veit að þú ert komin til Hákons æskuvin- ar þíns og þið hafið það gott í Sumarlandinu. Þín systir. Sigurrós(Rósa). Elskulegur bróðir minn er fall- inn frá, langt um aldur fram, eftir hetjulega baráttu við illvígan sjúkdóm. Í veikindum sínum sýndi hann mikið æðruleysi og hugrekki við að prófa ýmsar óhefðbundnar leiðir samfara hefð- bundnum til að reyna að sigrast á veikindum sínum. Um tíma urðu jákvæð umskipti þegar æxlin höfðu minnkað og vonin um bata jókst til muna. En skyndilega ágerðust veikindin og tóku yfir. Við systkinin ólumst upp við sundin blá þar sem mikið var um nýbyggingar á 7. áratugnum. Leikvöllurinn var blokkir í bygg- ingu, Kleppstúnið og fjaran þar fyrir neðan með tveimur skips- flökum. Það má teljast heppni að krakkaskarinn skyldi komast svo til óslasaður í gegnum æskuárin með allar þessar nýbyggingar óvarðar. Minnisstætt er mér þeg- ar ég var að vega salt á móti bróð- ur mínum á einhverjum planka og hann datt af. Hann fékk ryðgaðan nagla í lófann og stóra systir þurfti að draga naglann út til að losa hann frá spýtunni. Við kom- um bæði grátandi heim þannig að móðir okkar vissi ekki í fyrstu hvort okkar hafði slasast. Einar Þór óx úr grasi, æfði fót- bolta með Þrótti og nam húsa- smíði. Bróðir minn var handlaginn og hjálpsamur vinum og fjöl- skyldu. Mér er það minnisstætt að þegar ég fluttist að heiman og vantaði rúm fannst honum það lít- ið mál að smíða rúm fyrir systur. Það voru eiginlega forréttindi að eiga bróður sem var smiður og hægt var að leita til með ýmis vandamál. Eftir nokkur ár í húsasmíði lá leiðin inn fyrir dyr Slökkvistöðvar Reykjavíkur þar sem hann vann sem brunavörður í nokkur ár áður en hann var ráðinn til Stöðvar 2 þar sem hann vann sem útsend- ingarstjóri í rúm 20 ár og eign- aðist marga góða starfsfélaga og vini. Stuttu eftir að Einar Þór hóf störf á Stöð 2 kynntist hann ást- inni sinni, Steinunni Þórhallsdótt- ur, sem vann á Bylgjunni. Þau eignuðust tvo syni, Steinar Þór og Fannar Þór, en fyrir átti hann dótturina Ágústu Ósk. Þau bjuggu sér heimili í Melgerði 19 þar sem þau lögðu mikla vinnu í endurbætur og gerðu að fallegu og hlýlegu heimili. Þau nutu þess að ferðast um landið og var ferð í Veiðivötnin árlegur viðburður. Þau áttu sér þann draum að smíða sér sumarbústað á landi sínu við Minna-Mosfell. Um Jónsmessuna í fyrra, þegar bróðir minn greind- ist með krabbamein, var allt bygg- ingarefni í bústaðinn tilbúið til af- hendingar. Af veikum mætti reyndi bróðir minn að hefja bygg- ingu bústaðarins. Vinir og ætt- ingjar brugðust skjótt við og tóku saman höndum við að reisa bú- staðinn með þeim til að láta draum þeirra rætast. Bróður mínum fannst mikilvægt að hafa þetta gæluverkefni til að vinna að í veik- indum sínum og verður seint full- þökkuð öll sú aðstoð sem bróðir minn og mágkona fengu. Elsku foreldrar, Steina, Stein- ar Þór, Fannar Þór og Ágústa Ósk, megi guð og englarnir vera með ykkur. Missir ykkar er mikill. Góðar minningar um góðan son, eiginmann og föður munu lifa að eilífu. Elsku bróðir, hvíl í friði. Takk fyrir allt. Sigríður Einarsdóttir. Nú er veikindastríði Einars Þórs mágs míns lokið eftir níu mánaða þrotlausa baráttu við krabbameinið. Hinn 13. júní í fyrra greindist Einar Þór fyrst með krabbamein sem lagði hann svo að velli hinn 13. mars síðastliðinn. Þetta var mikil þraut fyrir hann og fjöl- skyldu hans. Steina systir var hans ómetanlega, trausta stoð og stytta og einbeitt blés hún voninni í fjölskyldu og vini, allt fram til síðasta dags. Nú tekur við nýr kafli í lífi hennar og fjölskyldunnar. Stórir atburðir eru framundan þar sem yngsti sonurinn, Fannar Þór, verður fermdur hinn 13. apríl næstkomandi og það styttist í bíl- prófið hjá þeim eldri, Steinari Þór. Drengirnir þeirra Einar Þórs og Steinu eru einstakir og afar vel gerðir og eiga bestu mömmu í heimi sem er vakin og sofin yfir framtíð þeirra. Við fjölskyldan munum öll leggja okkur fram um að vera einnig til staðar fyrir þau. Einar Þór og Steina voru frá því þau kynntust fyrst fyrir tutt- ugu árum miklir vinir. Á heimili þeirra hjóna á Kársnesinu nostr- aði Einar Þór öllum stundum við húsið og garðinn enda þúsund- þjalasmiður. Ófáar voru ferðir fjölskyldunnar í útilegurnar þar sem þau drifu sig oft með litlum fyrirvara út í náttúruna, fyrst í fellihýsinu og síðar í sérútbúnu húsbílunum sem Einar Þór inn- réttaði enda afar verklaginn og laghentur. Einnig voru veiðiferð- irnar sem Einar Þór og Steina fóru með vinum sínum í Veiðivötn fastur punktur á hverju ári og mikill spenningur fylgdi þeim. Fyrir nokkrum árum festu þau hjónin svo kaup á landi á Minna- Mosfelli í Grímsnesi þar sem draumurinn var að byggja nota- lega sumarhúsið. Fyrir ári fjár- festu þau í gestahúsi sem átti að rísa sem fyrsta skref að mun stærra framtíðartakmarki. Þar var Einar Þór í essinu sínu sem formaður á sumarhúsasvæðinu og lét til sín taka í öllum framkvæmd- um og skipulagi. Við fjölskyldan vottum elsku Steinu, Fannari Þór, Steinari Þór og Ágústu Ósk okkar dýpstu sam- úð og treystum því að þið leitið til okkar! Megi minningin um Einar Þór lifa með okkur öllum. Auður Þórhallsdóttir. Einar Þór EinarssonKær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓN SNORRI ÞORLEIFSSON, Hörðalandi 18, Reykjavík, lést föstudaginn 21. mars. Útförin verður gerð frá Hallgrímskirkju föstudaginn 28. mars kl. 11.00. Arndís Jónsdóttir, Arnaldur Valgarðsson, Ragnheiður Jónsdóttir, Sigurgeir Steingrímsson, Sigrún Jónsdóttir, Stefán Magnússon, Björk Jónsdóttir, Kjartan Jóhannsson, Sturla Þór Jónsson, Einar Örn Jónsson, Birna Ósk Hansdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Jóhanna Jónsdóttir, Bo Hedegaard Knudsen, ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, GEIR ÞORSTEINSSON húsasmíðameistari, lést á hjartadeild Landspítalans við Hring- braut föstudaginn 21. mars. Eygerður Bjarnadóttir, Þorsteinn Geirsson, Ragnheiður Gunnarsdóttir, Örn Geirsson, Steinunn Hreinsdóttir, Kristín Sigríður Geirsdóttir, Ársæll Þorleifsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginkona, móðir, tengdamóðir og amma, BIRNA GUÐMUNDSDÓTTIR þroskaþjálfi, lést á gjörgæsludeild Landspítalans þriðjudaginn 18. mars. Útför fer fram frá Árbæjarkirkju fimmtu- daginn 27. mars kl. 13.00. Eyjólfur Óskar Eyjólfsson, Sigurveig Stella Eyjólfsdóttir, Andreas Christian Færseth, Eyjólfur Ragnar Eyjólfsson, Sigurbjörg Eyjólfsdóttir, Kjartan Hrafn Matthíasson og barnabörn. ✝ Móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, ÞYRI RAGNHEIÐUR SIGURBJÖRNSDÓTTIR, Sigtúni 31, Patreksfirði, lést fimmtudaginn 13. mars. Útför hennar fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn 28. mars kl. 13.30. Helena Björk Gunnarsdóttir, Bjarni Jóhannesson, Gunnar Örn Gunnarsson, Linda Björk Gísladóttir, Brynjólfur Gunnarsson, Anna Birna Sæmundsdóttir, ömmubörn og langömmubarn. ✝ Móðir okkar, tengdamóðir, systir, amma og langamma, SVAVA HÖGNADÓTTIR frá Syðra-Fjalli, Hraunbæ 36, lést föstudaginn 14. mars. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Helga Friðriksdóttir, Hrefna Kristín Hannesdóttir, Arnar Andrésson Þorkell Gunnarsson, Jórunn Ingibjörg Kjartansdóttir, Ólöf Högnadóttir, Eysteinn Hreinsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.