Morgunblaðið - 25.03.2014, Síða 24

Morgunblaðið - 25.03.2014, Síða 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. MARS 2014 ✝ Björg Ingvars-dóttir fæddist 31. maí 1926 á Smyrlabergi í Torfalækjarhreppi. Hún lést á Heil- brigðisstofnun Suð- urnesja 15. mars 2014. Foreldrar henn- ar voru Ingvar Stefán Pálsson, bóndi á Balaskarði í Laxárdal í Austur-Húnavatns- sýslu, f. 1895, d. 1968 og Signý Benediktsdóttir, húsfreyja, f. 1900, d. 1991. Systkini Bjargar eru Ástmar, f. 1923, d. 1977, Elsa, f. 1932, d. 2007 og Geir- laug, f. 1932. Björg giftist 31. maí 1958 Guðmundi Þ. Þor- 1989. 2) Benedikt Ástmar, f. 1960, eiginkona hans er Helena Gunnarsdóttir, f. 1964 og börn þeirra eru Gunnar, f. 1995 og Signý, f. 1999. Sonur Benedikts er Guðmundur Snorri, f. 1981 og sambýliskona hans er Santa Pikalova, f. 1988. Dóttir Guð- mundar Snorra er Amelía Björg, f. 2008. Björg ólst upp á Balaskarði, naut þeirrar kennslu sem bauðst í farskóla í sveit á þeim tíma en var síðar að auki einn vetur í Kvennaskól- anum á Blönduósi. Næstu ár var hún iðulega á Balaskarði að sumri en vann að vetri ýmis störf í Reykjavík eða fór á vertíð í Garði. Heimilishald og barna- uppeldi hvíldi síðan á herðum sjómannskonu drjúga tíð en eft- ir að drengirnir komust á legg vann Björg ýmis störf verka- kvenna í Keflavík til starfsloka. Útför Bjargar verður gerð frá Keflavíkurkirkju í dag, 25. mars 2014, og hefst athöfnin kl. 13. valdssyni, stýri- manni og skipstjóra í Keflavík, f. 1926, d. 2011. Foreldrar hans voru Þorvald- ur Ólafsson, f. 1883, d. 1949 og Andrea Guðnadóttir, hús- freyja, f. 1892, d. 1962. Þau Björg og Guðmundur hófu búskap sinn árið 1958 í Lyngholti 17 í Keflavík, bjuggu þar í 50 ár en síðan á Njarðarvöllum 6 í Njarð- vík. Börn Bjargar og Guð- mundar eru : 1) Andrés Ingvar, f. 1957, eiginkona hans er Berg- ljót Kristinsdóttir, f. 1962 og börn þeirra eru Benedikt Reyn- ir, f. 1987 og Andrea Björk, f. Elskuleg tengdamóðir mín, Björg Ingvarsdóttir, hefur kvatt þennan heim. Margar og góðar minningar fara um hugann þegar ég horfi til baka og er mér efst í huga innilegt þakklæti fyrir að hafa átt hana að, þessa mætu konu. Hún var af þeirri kynslóð sem vann verk sín í hljóði og var einstaklega hógvær en var í hjarta sínu ávallt staðföst og með sterkar skoðanir. Björgu var margt til lista lagt og allt sem hún tók sér fyrir hendur gerði hún óaðfinnanlega. Björg var einstak- lega fróð og vel lesin enda bóklest- ur hennar mesta yndi. Hún var stálminnug og kunni ógrynni ljóða. Hún naut þess að vera innan um fólk og það var alltaf gaman að koma til hennar og ræða við hana um lífið og tilveruna. Nær alla sína búskapartíð bjuggu Björg og Guðmundur í Lyngholti 17. Á hæðinni fyrir neð- an bjuggu Steinunn, Þórhallur og börn þeirra og myndaðist mikill vinskapur á milli þessara tveggja fjölskyldna sem hélst alla tíð. Eft- ir að tengdafaðir minn lést var fjölskylda Steinunnar sérstaklega dugleg að líta til Bjargar og erum við þeim þakklát fyrir tryggðina, slíkur vinskapur er ómetanlegur. Nú síðustu ár bjuggu þær Stein- unn á sömu hæð á Njarðarvöllum og gaf það Björgu mikið. Þær hafa nú báðar kvatt þennan heim með hálfsmánaðar millibili og ég veit að þær vaka yfir okkur á góðum og friðsælum stað. Ég kveð tengdamóður mína með hlýju og söknuði. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem) Helena Gunnarsdóttir. Elsku amma í Keflavík. Takk fyrir allar góðu minningarnar og góðu stundirnar sem við áttum saman. Þú tókst alltaf svo vel á móti okkur með bestu vöfflum og pönnukökum sem til eru og köld- um epladjús til að drekka með. Það var alltaf yndislegt að koma í laufabrauð og á annan í jólum þar sem allir spiluðu saman fimm-upp og áttu góðar stundir saman. Þú sagðir okkur margar skemmtileg- ar sögur úr sveitinni og frá ferða- lögum og sýndir okkur myndir og þú mundir það alltaf eins og það hefði gerst í gær. Elsku amma, takk fyrir alla þá hlýju og kærleika sem þú sýndir okkur alltaf og allan þann stuðn- ing sem þú veittir okkur í öllu sem við gerðum. Þú verður alltaf fyr- irmynd okkar og við munum alltaf hugsa til þín. Þín barnabörn, Gunnar og Signý. Í dag kveð ég Björgu Ingv- arsdóttur, konu sem hefur fylgt mér allt mitt líf. Árið 1958 fluttu Björg og Guðmundur maður hennar á Lyngholt 17, efri hæð, sem þau festu kaup á af föður- bróður mínum sem hann byggði ásamt föður mínum og hófu þau þar búskap. Sambúðin á Lyng- holti 17 var einstök. Þar voru fjór- ir drengir, tveir á hvorri hæð. Ég og Andrés jafngamlir og Benni ári eldri en bróðir minn Lárus. Margt var brallað á æskuheimilum okk- ar, t.d. var farið í cowboy-leiki og fjallgöngu, þar sem labbað var meðfram veggjum svo við dyttum ekki fram af. Einnig voru mörg börn í götunni okkar og alltaf nóg að gera fyrir alla. Sagt er að maður leiti aftur á þá staði þar sem maður á góð æskuár og árið 1996 flutti ég aftur í Lyng- holtið ásamt eiginkonu minni og börnum. Foreldrar mínir höfðu flutt burt frá Lyngholti árið 1982 en þegar ég flutti aftur í götuna bjuggu Björg og Gummi enn þar og þá voru löngu burt fluttir synir þeirra. Þá fóru ferðir mínar í Lyngholt 17 til Björgu minnar að verða fleiri aftur, þær ferðir sem höfðu dvínað þegar ég var í burtu. Björg var ljúf kona sem mér fannst alltaf gott að koma til. Ég kom og drakk kaffi með þeim hjónum margar helgar eftir að ég flutti á móti þeim í Lyngholtið og þar til þau fluttu á Nesvelli. Á Nesvöllum sameinuðust Björg og móðir mín Steinunn aftur, er hún móðir mín flutti þangað í septem- ber 2011. Þær urðu samferða í gegnum lífið, allt frá því að vera í Lyngholti til Nesvalla. Móðir mín lést 2. mars 2014 og Björg 15. mars 2014. Vil ég þakka sonum Bjargar, Andrési og Benna, fyrir samfylgdina í gegnum æskuárin og eru þetta ógleymanlegar minn- ingar um liðna tíma sem ég hugsa oft um. Er ég var hjá Björgu minni, fjórum dögum fyrir andlát henn- ar, töluðum við mikið saman. Ég sagði við hana að ég minntist þess ekki að okkur Andrési hefði orðið sundurorða. Sagði hún þá: „Jú, einu sinni,“ þá hafði hún heyrt eitthvert brölt inni í herbergi Andrésar og kom hún inn til að at- huga málin. Hafði þá beddi færst frá vegg og lágum við Andrés á gólfinu milli bedda og veggjar. Björg spurði hvað komið hefði fyrir. Þá varð fátt um svör og sagði hún að það væri best að Guðjón færi heim til sín á neðri hæð hússins. Andrés sagði þá við Björgu móður sína er ég var far- inn: „Ég ætla aldrei að leika við Gaua aftur.“ Klukkutími leið er Andrés kom til móður sinnar og sagði: „Ég ætla að fara til Gaua að leika.“ Þessi dæmisaga lýsir því hvernig æskuárin voru í Lyng- holtinu, full af leik og góðum vin- um. Samvinna Steinunnar móður minnar og Bjargar var einstök, kannski vegna þess að þær voru báðar ungar stúlkur úr sveit. Minning um hjartahlýja og góða konu mun lifa. Guðjón Þórhallsson. Björg Ingvarsdóttir Karl Guðmunds- son, leikari og vinur minn, var jarðsung- inn mánudaginn 17. mars sl. Við kynnt- umst í erfisdrykkju 2007. Hann hafði ekki heyrt allt sem prestur- inn sagði í stólnum og úr varð að hann bauð mér leiðsögn í fram- sögu. Það var ekki hægt að hafna slíku boði og í tvö ár hitti ég hann vikulega á heimili hans. Það voru virkilegar ánægjustundir. Við skröfuðum og skeggræddum, Kalli kenndi mér tjáningu og upp- hitunaræfingar leikara. Hann flutti mér ljóð svo unun var á að hlýða. Síðan hlýddi hann mér yfir hvert ljóðið á fætur öðru en mest hlýddi hann mér þó yfir Gunnars- hólma. Hann skoraði mig á hólm að læra það utanbókar og það gekk eftir. Langa kvæðið flutti ég reiprennandi um skeið. Kalli hafði hins vegar vit á að halda sinni kunnáttu við. Einhverjum árum seinna þegar ellikerling var farin að sækja illa á hann gátum við allt- af mæst í Gunnarshólma. Þar var hann heima þó að ég væri orðin honum ókunnug. Kalli var öðling- ur, alltaf ljúfur, mikil tilfinninga- Karl Jóhann Guðmundsson ✝ Karl JóhannGuðmundsson fæddist 28. ágúst 1924. Hann lést 3. mars 2014. Útför Karls fór fram 17. mars 2014. vera og viðkvæmur að leikara sið, frá- bær þýðandi og naskur á góðan texta. Stundum greip hann til sagna- gáfunnar og líkti óaðfinnanlega eftir fólki. Hann varð reyndar frægur fyrr á tíð fyrir að herma afbragðsvel eftir stjórnmálamönnum og fleirum. Fyrst sá ég hann í leik- ritinu Saumastofunni. Hommalegi klæðskerinn sem gerði hann frægan lifði einhvern veginn sínu lífi í ímynd hans út á við. Hann sagðist hins vegar ekki skilja í því af hverju fólk hefði orðið svona hrifið af þessum karakter. Karl Guðmundsson er allur, ég þakka honum ljúfa samfylgd og góðar minningar um mætan mann og bið Guð að veita honum sinn frið og varðveita hann í sínu eilífa ljósi. Fjölskyldu hans og vinum votta ég innilega samúð og bið Guð að hugga þau og blessa. Bára Friðriksdóttir. Fallinn er frá einn litríkasti leikari Leikfélags Reykjavíkur, Karl Guðmundsson eða Kalli Gúmm, eins og hann var ævinlega kallaður. Kalli var leikfélagsmað- ur út í gegn og er óaðskiljanlegur hluti af sögu félagsins á seinni hluta síðustu aldar. Hlutverk Karls Guðmundsson- ar á löngum ferli eru mörg og eft- irminnileg. Hann var einstakur gamanleikari og skapaði margar óborganlegar persónur – auk þess sem hann var framúrskarandi eft- irherma. Fyrsta hlutverk Karls hjá Leikfélagi Reykjavíkur var Whit í Músum og mönnum í Iðnó 1953. Margir minnast hans í hlut- verki nafna síns, Kalla, í Sauma- stofu Kjartans Ragnarssonar sem sló svo rækilega í gegn í Iðnó á áttunda áratugnum. Eins var Karl frábær í Djöflaeyjunni sem sýnd var í Skemmunni vestur á Melum á níunda áratugnum og sömuleiðis í Þrúgum reiðinnar í Borgarleik- húsinu 1992. Kalli elskaði texta, hann hafði djúpan skilning á texta – sem var augljóst öllum sem unnu með hon- um í leikhúsinu og hann var mik- ilsvirtur þýðandi. Margir muna eftir Kalla á reiðhjólinu sínu þylj- andi texta þar sem hann hjólaði um borgina. Eins muna margir samstarfsmanna eftir útkrotuðum handritum Kalla þar sem hann hafði undirstrikað, merkt áherslur og athugasemdir á spáss- íuna. Kalli var brosmildur og hlýr, honum þótti vænt um fólk og dáð- ist að fólki. Hann var hvetjandi og hrósaði óspart, ekki síst þegar hann kom í leikhúsið á efri árum og dásamaði unga leikhúsfólkið út í eitt. Á sama tíma var Kalli sjálfur fram úr hófi hógvær. Karl Guðmundsson var mikil manneskja og með þeim skemmti- legri. Í hópi lék hann oft á als oddi, hann hló dátt og sagði sögur. Hann átti það til að vera utan við sig og fallegar gamansögurnar af Kalla eru óteljandi. Við erum þakklát Kalla Gúmm fyrir allt sem hann gaf Leikfélagi Reykjavíkur, samstarfsfólki, áhorfendum – og okkur hvoru um sig. Minningin um góðan og skemmtilegan mann lifir. Magnús Geir Þórðarson, fráfarandi leikhússtjóri Borgarleikhússins, Kristín Eysteinsdóttir, verðandi leik- hússtjóri Borgarleikhússins. Stundum er það þannig í lífinu að maður hittir fólk sem maður getur engan veginn gleymt, sem manni þykir vænt um um leið og maður sér það. Einn slíkra var Kalli. Ég kynntist honum ekki bara í gegnum manninn minn, Ævar R. Kvaran leikara, heldur líka þegar ég lék dvergvaxið hlut- verk í Iðnó í denn. Það var eitt- hvað einstaklega fallegt í augun- um á þessum manni, ekki bara liturinn á þeim heldur það sem endurvarpaði góðu innræti hans. Samúðarkveðja til allra sem tengdust Kalla og voru svo heppn- ir að fá að elska hann og kynnast honum. Að eilífðarströnd umvafin elsku, frjáls ert farin ferðina löngu. Í englaveröld andinn lúinn, í föðurfaðmi friðsæll hvílir. Takk fyrir tímann og tryggðarþelið í mörgum mætum minningum sem lifa. Með vinarkveðju, Jóna Rúna Kvaran. Elsku Elvar minn, amma Hrefna saknar þín svo mikið. Það er ósanngjarnt að ég þurfi að sitja hér og skrifa minningar um barnabarnið mitt, en glaðværa og bjarta brosið hans var svo fallegt. Elvar Örn söng svo vel og hann var pínulítill þegar hann söng fyrir mig jólalög- in fyrst og kunni alla textana svo vel. Einnig minnist ég vel hversu mikill afastrákur hann var og allt- af þegar afi Jenni, eða afi bank Elvar Örn Baldursson ✝ Elvar Örn Bald-ursson fæddist 12. nóvember 1982. Hann lést 1. mars 2014. Útför Elvars fór fram 12. mars 2014. eins og hann kallaði hann, byrjaði að smíða fékk Elvar líka hamar til að vera eins. Ullar- sokkarnir sem ég hef prjónað fyrir þig und- anfarin ár þurftu að vera stórir því þeir þurftu að halda hita á stórum og myndarleg- um manni eins og hann Elvar minn var. Ég vissi vel að sokk- arnir nýttust vel á meðan hann var að vinna á sjónum, því duglegur sjómaður var Elvar Örn. Litla telpan þín hún Teresa Sól var augasteinninn þinn enda myndar- leg og falleg. Við biðjum góðan Guð að geyma þig og varðveita. Amma Hrefna og Sigurður (Sissi). Mín gamla vin- kona, Edda, hefur kvatt jarðvistina og gengur nú á Guðs vegum. Okkar kynni hófust hjá MS-félaginu. Við vorum þrjár vinkonur sem allar höfðu fengið þá sjúkdóms- greiningu. Við fundum ánægju og létti með því að hittast og ræða málin. Það gerðum við á Lyng- haganum meðan Edda hélt þar heimili. Það var blómum prýtt og svo varð hún amma nöfnu sinnar. Litla ömmustelpa fæddist í sept- ember eins og afmælisgjöf til ömmu. Hún flutti á Sjálfsbjarg- Edda S. Erlendsdóttir ✝ Edda S. Er-lendsdóttir fæddist 25. sept- ember 1947. Hún lést 2. mars 2014. Úför Eddu var gerð 12. mars 2014. arheimilið Hátúni 12 og seldi íbúðina sína svo Erlendur og Steingrímur gætu notið góðs af. Það var svo gaman að hitta Eddu á rafmagns- hjólastólnum, gott að komast um bæði úti og inni. Við bjuggum báðar í Hátúni 12, sem er dvalarstaður þeirra sem búa við það mikla fötlun að þeir þurfa þá þjónustu sem þar er veitt. Stöð- ugt eftirlit og þjónusta frá hjúkr- unarfræðingum, sjúkraliðum og fleirum, fullt fæði og sjúkraþjálf- un. Ég kveð vinkonu mína með þakklæti fyrir allar góðar sam- verustundir. Ég sendi sonum hennar, systur og öllum öðrum sem sjá að baki vinkonu eða frænku mínar bestu kveðjur. Hafdís Hannesdóttir. ✝ Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför okkar ástkæra eiginmanns, föður, tengdaföður, afa og langafa, KARLS ÓMARS JÓNSSONAR verkfræðings. Ólöf Stefánsdóttir, Stefán Karlsson, Sigurborg Ragnarsdóttir, Kristín Karlsdóttir, Guðmundur I. Sverrisson, Björn Karlsson, Rebekka Silvía Ragnarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu mér samúð og vinarhug við andlát og útför elskulegrar móður minnar, SVÖVU GUNNARSDÓTTUR frá Steinsstöðum, Akranesi. Sérstakar þakkir til starfsfólks Höfða, dvalar- og hjúkrunarheimilis, fyrir góða umönnun og umhyggju. Kær kveðja. Gunnar Jónsson. ✝ Elskulegur faðir okkar og bróðir, ELLERT KRISTINN HALLDÓRSSON frá Tjaldanesi, lést mánudaginn 10. mars. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Fyrir hönd aðstandenda, Ragnhildur, Hrafnhildur og Fanney Ellertsdætur og Ólafur Halldórsson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.