Morgunblaðið - 25.03.2014, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 25.03.2014, Blaðsíða 26
26 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. MARS 2014 Búsettur í Lundi í Svíþjóð, fjarri ættingjum og vinum, ætlarKjartan Kári Garðarsson Mýrdal ekki að gera of mikið úr af-mælisdegi sínum. „Ég er ekki mikið afmælisbarn og hef ekki skipulagt neitt sérstakt fyrir afmælisdaginn. Fyrst og fremst er ég að hugsa um námið sem tekur alltaf meiri tíma frá mér en ég áætla,“ segir Kjartan en hann er í meistaranámi í stærðfræði í Lundarháskóla. Árið 2008 fór Kjartan til Suðaustur-Afríkuríkisins Mósambík þar sem hann starfaði sem sjálfboðaliði á vegum samtakanna Alþjóðleg ungmennaskipti. „Í Mósambík var ég að vinna á endurhæfingar- heimili fyrir götustráka og sú reynsla hefur haft töluverð áhrif á mig. Ég sé veröldina í allt öðru ljósi eftir dvöl mína í Mósambík og hef fjarlægst aðeins efnishyggjuna og er þakklátari fyrir það sem ég á.“ Áður en Kjartan fór í sjálfboðastarf til Mósambík var hann kórfélagi í Hamrahlíðarkórnum en hann er talinn einn besti skóla- kór landsins. „Ég hef ekki sungið mikið síðan ég hætti í kórnum en mér hefur verið boðið að syngja með Íslendingakórnum hér í Lundi en ekki látið verða af því enn,“ segir Kjartan sem hefur nóg að gera í náminu auk þess að spila reglulega fótbolta. „Ég hef alltaf verið mikill útivistarmaður og hreyft mig mikið. Hér eru margir Íslend- ingar í námi, sérstaklega læknar í sérnámi og ég spila fótbolta tvisv- ar í viku með Íslendingum búsettum hér.“ Kjartan Kári Garðarsson Mýrdal 28 ára Afríka Kjartan Kári fór til Mósambík árið 2008 þar sem hann vann sem sjálfboðaliði á endurhæfingarheimili fyrir götustráka. Lífsglaður og söng- elskur fótboltakappi Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Selfoss Sóley Freyja fæddist 23. júlí kl. 11.10. Hún vó 3250 g og var 50 cm löng. Foreldrar hennar eru Kristrún Helga Jóhannsdóttir og Albert Rúts- son. Nýir borgarar Blönduós Björn Steinar fæddist 24. júlí kl. 17.26. Hann vó 5.260 g og var 59 cm langur. Foreldrar hans eru Anna Margret Sigurðardóttir og Sigurður Þorkelsson. G arðar er fæddur í Hafn- arfirði 25.3. 1943 en kom eins dags gamall að Hellisholtum í Hruna- mannahreppi og hefur átt þar heima síðan. Hann ólst upp við öll almenn sveitastörf þess tíma og var fjögur ár í barnaskóla. Garðar fór 16 ára í Tónlistarskóla Árnesinga og lærði þar á klarinett í þrjú ár. „Kennslan var nú ekki nema í hálftíma, tvisvar í viku. Hins vegar voru samgöngur strjálar á þessum árum. Ég varð að notast við ferðir mjólkurbílanna og gista á Selfossi í hverri ferð. Þess vegna fór heill sólar- hringur í hvern tíma. Síðan fór ég í framhaldsnám. Fyrst var ég einn vetur hjá Vilhjálmi Guð- jónssyni, og síðan tvo vetur hjá Gunn- ari Egilssyni.“ En samhliða tónlistarnáminu spil- aði Garðar á harmonikku. „Ég hef dáð hin seiðandi danslög harmonikkunnar frá því ég man eftir mér. Ég klökknaði oft þegar ég var krakki og heyrði góða harmonikku- Garðar Olgeirsson, bóndi og harmonikkuleikari – 70 ára Hellisholt í Hrunamannahreppi Óvíða er fallegra bæjarstæði og heimtröð en hjá Garðari og Önnu í Hellisholtum. Seiðandi harmonikku- tónlist í Hellisholtum Fjölskyldan Garðar og Anna, synir, tengdadætur, barnbörn og heimalningur. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Vagnhöfða 11 - 110 Reykjavík - www.ofnasmidja.is - ofnasmidja@ofnasmidja.is - sími 577 5177 Rafvirkjar og aðrir verktakar ath... Ø68 mm dósabor í steinvegg á tilboði út mars. - millistykki fyrir SDS borvélar fylgir með. Vantar tennur á ykkar dósabora? Viðgerðarþjónusta á notuðum dósaborum, kjarnaborum og sagarblöðum. 16.890,- Fullt verð kr. 21.113,- m/vsk

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.