Morgunblaðið - 25.03.2014, Síða 27

Morgunblaðið - 25.03.2014, Síða 27
tónlist í útvarpinu. Tíu ára fékk ég mína fyrstu harmonikku og byrjaði auðvitað strax að fikta. Reyndi að spila eftir eyranu og pikka upp eina og eina laglínu eftir einum eða tveimur körl- um hér í sveitinni. En sumarið 1960 hljóp á snærið hjá mér. Karl Jónatansson harmonikku- leikari var þá sundlaugarvörður á Flúðum sumarlangt. Hann hefur ætl- að að taka sér frí frá kennslunni. En ég byrjaði auðvitað að suða í honum og hann lét mig frá níðþung lög. Hefur kannski búist við að ég gæfist upp. En ég þrælaði mér í gegnum þetta og lærði hjá honum í sex ár.“ Garðar hugði á framhaldsnám er- lendis, en þá veiktist faðir hans. Hann tók þá við búinu og hefur verið bóndi í Hellisholtum frá 1976. „Ég lék nú samt töluvert fyrir dansi í Reykjavík á sjöunda áratugnum, með Hljómsveit Óskars Cortes í Ingólfs- café og síðan með Hljómsveit Ágústs Guðmundssonar. En þetta var langt að fara, 100 km akstur í bæinn og síð- an aftur austur að dansleik loknum. Um 1970 hætti ég svo í hljómsveitar- bransanum í bænum. Ég spila samt alltaf svolítið á dansleikjum Harm- onikufélags Selfoss og með Félagi harmonikuunnenda í Reykjavík. Auk þess hef ég lengi safnað harmoniku- tónlist og á líklega nokkur þúsund lög til að hlusta á þegar næði gefst.“ Garðar hefur kennt við Tónlistar- skóla Árnesinga á síðustu árum. Hann hefur leikið inn á tvær 12 laga plötur og gefið út tvo geisladiska, þann seinni í desember sl. „Klarinettið er hins vegar farið að rykfalla. Það hentar ekki vel að spila einn á klarinett uppi í sveit.“ Fjölskylda Eiginkona Garðars er Anna E. Ip- sen, f. 20.2. 1948, hjúkrunarstjóri í Laugarási. Foreldrar hennar: Carl Christian August Ipsen, f. 7.11. 1908, d. 20.7. 1969, vélvirki, og Guðrún Bjarnadóttir Ipsen, f. 8.7. 1911, d. 28.7. 2001, húsfreyja. Börn Garðars og Önnu eru Karl Ol- geir, f. 9.4. 1970, búsettur í Noregi, kvæntur Astri Fossmo, f. 26.7. 1972. og eiga þau tvo syni, Hákon og Mart- in; Ásgeir Eyþór, f. 12.1. 1972, búsett- ur á Hauganesi, kvæntur Gerðu Jó- hannesdóttur, f. 12.12. 1974, og eru þeirra börn Rúnar Smári, Dagný og Sindri. Foreldrar Garðars voru Olgeir Guð- jónsson, f. 2.12. 1911, d. 20.4. 1976, bóndi í Hellisholtum, og Svanborg Guðmundsdóttir, f. 7.7. 1908, d. 18.8. 1981, húsfreyja. Úr frændgarði Garðars Olgeirssonar Garðar Olgeirsson Jóhanna Bergsteinsdóttir húsfr. í Stóru-Mástungu Kolbeinn Eiríksson b. í Stóru-Mástungu Guðfinna Kolbeinsdóttir húsfr. í Dalbæ Guðmundur Guðmundsson b. í Dalbæ í Hrunam.hr. Svanborg Guðmundsdóttir húsfr. í Hellisholtum (kjörmóðir) Guðlaug Sigurðardóttir húsfr. á Löngumýri Guðmundur Guðmundsson b. á Löngumýri á Skeiðum Þuríður Grímsdóttir húsfr. í Grímsfjósum Jón Adolfsson b. í Grímsfjósum á Stokkseyri Kristjana Jónsdóttir húsfr. í Auðsholti Guðjón Jónsson b. í Auðsholti í Biskupstungum Olgeir Guðjónsson b. í Hellisholtum í Hrunam.hr. (kjörfaðir) Sesselja Guðnadóttir húsfr. á Syðra-Seli Jón Jónsson b. á Syðra-Seli í Hrunam.hr. Í léttri sveiflu Helgi Kristjánsson, Papa Jazz, Garðar og Hreinn Vilhjálmsson. ÍSLENDINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. MARS 2014 Salvör Nordal varði í desember sl. doktorsritgerð sína, sem heitir Privacy as a social concept, við heimspeki- deild háskólans í Calgary í Kanada. Eins og heiti ritgerðarinnar gefur til kynna fjallar hún um friðhelgi einka- lífsins eða persónuvernd. Þar eru færð rök fyrir því að hugtakið „privacy“ sé fyrst og fremst mótað af samfélags- legum gildum og liggi til grundvallar í samskiptum fólks og samskiptum ein- staklinga við stofnanir. Hefðbundið er að skilja hugtakið sem neikvæð rétt- indi og vísi einkum til þess sem fólk vill halda út af fyrir sig og sé einkamál. Í ritgerðinni er þessi skilningur gagn- rýndur og því haldið fram að friðhelgi lúti að því hvernig við deilum upplýs- ingum og svæði með öðrum, því sé vænlegra að huga að persónuvernd og vernd friðhelgi út frá skyldum eða því hvernig fólk virðir upplýsingar og svæði annarra. Í þessu samhengi er fjallað um bæði fullkomnar og ófullkomnar skyldur og tengsl skyldna við traust. Í ritgerðinni er fjallað um margvísleg dæmi þar sem reynir mjög á rétt fólks til friðhelgi einkalífsins eins og vandamál tengd lífsýnasöfnum og erfðaupplýsingum. Salvör er fædd. 21.11. 1962. Hún lauk BA-prófi í heimspeki frá HÍ 1989 og M.Phil- prófi í heimspeki frá University of Stirling í Skotlandi 1992. Salvör hefur gegnt starfi forstöðumanns Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands frá 2001. Hún hefur gegnt fjölmörgum trúnaðarstörfum á síðustu árum, hún var meðal annars formaður stjórnlagaráðs og var skipuð af Alþingi í starfshóp um siðfræði og starfshætti sem starfaði með Rannsóknarnefnd Alþingis árin 2009 og 2010. Salvör á tvo drengi, Pál fæddan 1997 og Jóhannes fæddan 2002. Foreldrar Salvarar: Jóhannes Nordal, f. 11.5. 1924, fyrrv. seðlabankastjóri, og Dóra Guðjónsdóttir, f. 28.2. 1928, húsmóðir og píanóleikari. Doktor Salvör Nordal 95 ára Samúel Jóhann Elíasson 85 ára Hedwig Elísabet Meyer Margrét Eiríksdóttir 80 ára Ingunn Guðmundsdóttir Samúel Alfreðsson 75 ára Björn Þórðarson Friðjón Pálsson 70 ára Guðmundur Guðjónsson Rafn Gunnarsson Wilfredo Burabod 60 ára Arnór Arnórsson Elín Mjöll Jónasdóttir Guðmunda Helen Þórisdóttir Jón Lárus Ingvason Ólafía Jóna Eiríksdóttir Pétur Kúld Kjartansson Unnsteinn Jónsson Yngvi Þór Stefánsson Þóra Ragnarsdóttir Örn Leós Stefánsson 50 ára Berglind Finnbogadóttir Einar Ólafsson Guðmundur Egill Sigurðsson Halldór Magnússon Jón Guðmann Þórisson Kristín Heiða Kristinsdóttir Rungnapa Channakorn Sólveig Jónsdóttir Þórarinn Steingrímsson Þórarinn Vignir Ólafsson Þórður Úlfar Ragnarsson 40 ára Agnieszka Darnowska Árný Lilja Garðarsdóttir Dariusz Slodowy Erla Jónsdóttir Fríða Kristinsdóttir Guðbjörg Erlín Guðmundsdóttir Hanna Sigurrós Ásmundsdóttir Íris Dögg Gísladóttir Magdalena Katarzyna Pokorska Magnús Baldur Kristjánsson María Ásdís Stefánsdóttir Sigurjón Jónsson Sigurjón Magnús Skúlason Svana Margrét Davíðsdóttir 30 ára Anna Hlíf Árnadóttir Auðbergur Þór Óskarsson Damian Sebastian Hadera Gunnar Már Jónsson Haukur Sigurbjörnsson Helga Þóra Eysteinsdóttir Hjalti Sigurbjörnsson Hrafnhildur Eyjólfsdóttir Ragna Gerður Jóelsdóttir Swati Nitin Kunjir Þórdís Jóna Guðjónsdóttir Til hamingju með daginn 30 ára Sylvía býr í Njarð- vík, lauk stúdentsprófi frá FS og er að hefja störf á áhafnavakt Icelandair. Sonur: Sigurður Karl Guðmundsson, f. 2010. Foreldrar: Sigurður Guðnason, f. 1960, starfs- maður hjá TM í Reykja- nesbæ, og Sonja Karls- dóttir, f. 1965, hársnyrtir. Stjúpmóðir: Margrét Sander, f. 1959, fram- kvæmdastjóri hjá Deloitte í Reykjanesbæ. Sylvía Rós Sigurðardóttir 30 ára Brynjar ólst upp í Reykjavík, lauk sveins- prófi í múrverki frá Iðn- skólanum í Reykjavík og rekur eigið verktakafyrir- tæki. Maki: Elísa Óðinsdóttir, f. 1989, háskólanemi. Börn: Bjarki, f. 2002, og Karen Líf, f. 2007. Foreldrar: Kolbrún Birg- isdóttir, f. 1967, húsfreyja, og Ólafur Marinósson, f. 1963, húsasmíðameistari í Noregi. Brynjar Þór Ólafsson 30 ára Erlendsína ólst upp í Keflavík og er nú dagmóðir. Maki: Örvar Snær Birkis- son, f. 1989, nemi í flug- virkjun. Synir: Atli Aiden, f. 2005, og Birkir Snær, f. 2010. Foreldrar: Lovísa Ósk Er- lendsdóttir, f. 1965, vinn- ur á leikskóla, og Garðar Garðarsson, f. 1960, framkvæmdastj. Stjúp- faðir: Hallvarður Þ. Jóns- son pípulagningamaður. Erlendsína Ýr Garðarsdóttir Skráðu þig í iPad-áskrift á www.mbl.is/mogginn/ipad/ Ertu þreytt á að vera þreytt? Getur verið að þig vanti járn? Magnaðar járn- og bætiefnablöndur úr lífrænt ræktuðum jurtum Nánari upplýsingar á www.heilsa.is Fæst í apótekum og heilsuvöruverslunum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.