Morgunblaðið - 26.03.2014, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 26.03.2014, Blaðsíða 16
SKOÐANAKÖNNUN REYKJAVÍK MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. MARS 2014 BAKSVIÐ Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Samfylkingin er stærsti stjórn- málaflokkurinn í Reykjavík sam- kvæmt nýrri skoðanakönnun Fé- lagsvísindastofnunar Háskóla Íslands fyrir Morgunblaðið. Fengi flokkurinn fimm fulltrúa kjörna ef kosið væri nú til borgarstjórnar. Meirihlutinn heldur velli. Sjálf- stæðisflokkurinn tapar fylgi og fær aðeins fjóra borgarfulltrúa. Framsóknarflokkurinn og nýtt framboð Dögunar eru úti í kuld- anum og komast vart á blað. Sveifla til Samfylkingar Könnunin sýnir verulega fylgis- sveiflu til Samfylkingarinnar. Stuðningur við flokkinn mælist nú 28%. Í síðustu könnun var fylgið 23,5% og í kosningunum árið 2010 fékk flokkurinn 19,1% atkvæða og þrjá menn kjörna. Nú fengi Sam- fylkingin fimm borgarfulltrúa sem fyrr segir. Björt framtíð, arftaki Besta flokksins í borgarstjórn, er næst- stærsti flokkurinn með 24,8% fylgi. Munurinn á henni og Sjálfstæðisflokknum sem mælist með 24,4% fylgi er þó innan skekkjumarka. Björt framtíð fengi samkvæmt þessu fjóra borgarfulltrúa kjörna. Besti flokkurinn hefur hins vegar sex fulltrúa í borgarstjórn. Miðað við síðustu könnun hefur Björt fram- tíð bætt við sig fylgi, en í febrúar mældist fylgi hennar í Reykjavík 21%. Tap Sjálfstæðisflokksins Sjálfstæðisflokkurinn er með 24,4% fylgi í könnuninni og fengi fjóra borgarfulltrúa. Það er tals- vert minna fylgi en í síðustu könn- un Félagsvísindastofnunar þegar flokkurinn mældist með 28,4%. Í borgarstjórnarkosningunum árið 2010 fékk flokkurinn 33,6% at- kvæða og fimm menn kjörna. Fylgi Pírata og Vinstri hreyf- ingarinnar – græns framboðs er mjög svipað. Fylgi Pírata mælist 9,1% sem dugir fyrir einum borg- arfulltrúa. Fylgi VG er 8,6% sem einnig dugir fyrir borgarfulltrúa. Fylgi beggja flokknna hefur minnkað frá síðustu könnun í febrúar. Þá mældust Píratar með 11,7% og VG með 9,1%. Framsókn og Dögun úti Önnur framboð komast vart á blað. Fylgi Dögunar, sem nýlega tilkynnti um framboð, er 2,8%. Fylgi Framsóknarflokksins er 2% en var 2,9% í febrúar. 0,3% segj- ast vilja kjósa annan flokk. Enginn svarenda nefnir Alþýðu- fylkinguna, en þess ber að geta að framboð hennar var ekki tilkynnt áður en könnuninni var lokið. Svarhlutfall 60% Könnun Félagsvísindastofnunar var gerð dagana 17. til 23. mars. Spurt var: Ef borgarstjórnarkosn- ingar væru haldnar á morgun, hvaða flokk eða lista myndir þú kjósa? Tvær leiðir voru notaðar til að ná til kjósenda. Annars vegar var hringt í 404 manna tilviljunar- úrtak úr kjörskrá meðal fólks á aldrinum 18 ára og eldri. Hins vegar var send netkönnun til 1.596 manna úrtaks úr netpanel Fé- lagsvísindastofnunar. Alls fengust 1.154 svör frá svarendum á aldr- inum 18 til 90 ára og var svarhlut- fallið 60%. Vigtaður svarendafjöldi var sömuleiðis 1.154. Þetta eru svipaðar heimtur og verið hafa í fyrri könnunum Fé- lagsvísindastofnunar fyrir Morg- unblaðið í Reykjavík. Ungir styðja Samfylkinguna Þegar rýnt er í könnunina og skoðað hvernig þættir eins kyn, aldur, menntun og tekjur hafa áhrif á svör þátttakenda sjást nokkrar breytingar frá fyrri könn- unum. Einna merkilegast má þykja að ungir kjósendur á aldr- inum 18 til 29 ára ætla nú flestir að kjósa Samfylkinguna (25%). Pí- ratar sem áður höfðu 27% fylgi í þessum aldurshópi hafa nú aðeins stuðning 11%. Þá hefur fylgi Sjálf- stæðisflokksins meðal ungu kjós- endanna einnig minnkað, fer úr 19% í 17%. Sem fyrr er Sjálfstæð- isflokkurinn sterkastur meðal elstu kjósendanna, 60 ára og eldri, en þar er fylgið 38%. Fleiri konur styðja Pírata Þegar kynjahlutföll eru skoðuð vekur athygli að nú eiga Píratar í Reykjavík mun meira fylgi meðal kvenna en karla, 11% kvenna Fylgissveifla til Samfylkingar  Ný könnun á fylgi flokka í Reykjavík  Samfylkingin með fimm menn  Björt framtíð með fjóra fulltrúa  Sjálfstæðisflokkurinn tapar enn fylgi  Píratar og VG með einn borgarfulltrúa hvor Ann an flok k eð a lis ta ? Bjö rt f ram tíð *Fylgi Besta flokksins í kosningum 2010. Besti flokkurinn sameinaðist nýlega Bjartri framtíð. Fra ms ókn arfl . Vin stri -græ n Píra tar Sam fylk ing Sjá lfst æð isfl. Fylgi stjórnmálaflokka samkvæmt könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið 17.-23. mars 2014 vegna sveitarstjórnarkosninga 31. maí 2014 Dög un Svör alls: 1.154 Svarhlutfall: 60% Nefndu einhvern flokk: 883 Veit ekki: 111 Skila auðu/ógildu: 57 Ætla ekki að kjósa: 24 Vilja ekki svara: 79 Fjöldi borgarfulltrúa: Væri gengið til kosninga nú Eftir síðustu kosningar Fylgi skv. könnun 18.-23. feb. Niðurstöður kosninga 2010 Fylgi skv. könnun 15.-23. jan. Fylgi skv. könnun 17.-23.mars 28,0% 24,8% 24,4% 9,1% 8,6% 2,8% 2,0% 0,3% 5 4 4 1 13 6 5 1 19 ,1 % 21 ,8 % 34 ,7 % * 29 ,3 % 21 ,0 % 33 ,6 % 25 ,0 % 28 ,4 % 10 ,5 % 11 ,7 % 7, 1% 8, 2% 9, 1% 0, 6% 2, 7% 2, 8% 2, 9% 2, 7% 1, 1% 3 ,4 % 23 ,5 % „Ég er afar þakklátur fyrir þennan stuðnig við meirihlutann og okkur í Samfylkingunni. Þetta er góð hvatn- ing inn í kosningabaráttuna,“ sagði Dagur B. Eggertsson, oddviti Sam- fylkingarinnar, þegar Morgunblaðið leitaði álits hans á hinni nýju könnun Félagsvísindastofnunar. Könnunin sýndi að hans mati að borgarbúar teldu löngu tímabært að það kæmist á vinnufriður í borginni og festa í stjórn hennar. „Ég held líka að áhersla okkur á húsnæðismálin sé að slá í gegn,“ sagði hann. Dagur kvaðst ekki hafa hugmynd um hvort ESB-málið hefði áhrif, en það gæti vel verið að þeir væru ekki margir sem vildu fá núverandi ríkisstjórn inn í ráðhúsið. „Ég verð víst að segja það sama og síðast: Við sjálfstæðismenn þurf- um að gera betur,“ sagði Halldór Halldórsson, oddviti sjálfstæð- ismanna, um könnunina. Hann benti á að aðeins hluti af stefnuskrá Sjálf- stæðisflokksins fyrir kosningarnar væri kominn fram „Við erum með mjög metnaðarfulla stefnuskrá í undirbúningi sem ég trúi að kjós- endum muni falla vel í geð. Við höf- um fram að þessu aðeins kynnt einn þátt hennar sem er stefnan í hús- næðismálum.“ Halldór sagðist sannfærður um að kjósendur vildu sjá breytingar í borginni, hér hefði verið vinstri stjórn nær samfellt frá 1994 og borgaryfirvöld fyrir skömmu fengið falleinkunn í könnun á viðhorfi borg- arbúa til þjónustu borgarinnar. Halldór sagðist telja að ESB-málið hefði einhver áhrif á fylgistap Sjálf- stæðisflokksins, en réði ekki úrslit- um. „Við erum að hugsa um borg- armálin í þessum kosningum og látum öðrum eftir að fjalla um lands- málin.“ Dagur: „Er afar þakklátur“  „Sjálfstæðismenn þurfa að gera betur“ Dagur B. Eggertsson Halldór Halldórsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.