Morgunblaðið - 26.03.2014, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 26.03.2014, Blaðsíða 21
FRÉTTIR 21Erlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. MARS 2014 Kristján Jónsson kjon@mbl.is Embættismenn og vísindamenn Loftslagsnefndar Sameinuðu þjóð- anna, IPCC, halda nú fund í Japan þar sem lögð verður síðasta hönd á orðalag næstu skýrslu um áhrif hlýnandi loftslags á jörðinni. Breski prófessorinn Richard Tol, aðalhöf- undur kafla um efnahagsleg áhrif hlýnunar, er svo ósáttur við síðustu drög að skýrslunni að hann hefur beðið um að nafn sitt verði fjarlægt úr henni, að sögn BBC. „Skilaboðin í fyrstu drögunum voru þau að með aðlögun og skyn- samlegri þróun væri vel hægt að bregðast við áhættunni en þá yrðum við að taka okkur á,“ sagði Tol í sam- tali við BBC. Nú væri algerlega búið að fjarlægja þessar niðurstöður úr drögunum; í þeim væri nú öll áhersl- an á dómsdagsspár um ægilegar af- leiðingar hlýnandi loftslags. Tol og fleiri gagnrýnendur segja að sumt í skýrslunni beri allt of mikinn keim af hræðsluáróðri, þeir nefna ummæli um áhrif á deilur og vopnuð átök. Tol nefnir sem dæmi að minnt sé á að fólk á stríðssvæðum sé berskjald- aðra fyrir loftslagsbreytingum en annað fólk sem sé vissulega rétt en sé samt „kjánaleg“ setning. Venju- legir Sýrlendingar hafi vafalaust meiri áhyggjur af efnavopnum en loftslagsbreytingum, segir Tol. Gagnrýnir hart skýrslu loftslagsnefndar SÞ Spá slæmum áhrifum » Skýrslan á að greina áhrif hlýrra loftslags á fólk, dýr og vistkerfi næstu öldina. » Búið er að leka hluta drag- anna. Þar er sagt að hlýnun muni hafa veruleg, neikvæð áhrif á efnahag, fæðuframboð og öryggismál. Mörg hundruð reiðir og grátandi vinir og ættingjar farþeganna í mal- asísku þotunni sem hvarf fyrir skömmu fóru inn í sendiráð Malasíu í Peking í gærmorgun, slógust við ör- yggisverði og kröfðust svara. Fólkið sagðist ekki hafa fengið að heyra all- an sannleikann um hvarf flugvélar- innar og örlög farþeganna. „Sonur minn, sonur minn, skilið mér syni mínum!“ æpti Wen Wanc- heng, 63 ára gamall maður í hópnum. Að baki honum veifuðu sumir ætt- ingjanna krepptum hnefa, aðrir drúptu höfði og snöktu. Flugfélagið, Malaysia Airlines, hefur boðið ætt- ingjum farþeganna skaðabætur en margir hafa gagnrýnt að ættingjum skyldi hafa verið sagt með sms-boð- um að þotan væri talin af. Enn er ekki vitað neitt um það hvað olli því að vélin breytti skyndi- lega um stefnu en hún var á leið til Peking frá Kuala Lumpur í Malasíu með alls 239 manns innanborðs. Engin boð bárust frá flugmönnunum um að eitthvað væri að. Leit að flak- inu hefur verið frestað vegna veðurs en talið er víst að þotan hafi brotlent á sunnanverðu Indlandshafi, vestan við Ástralíu. Talið er að leit að braki verði ekki hafin á ný fyrr en í dag. Mikill vindur var á svæðinu í gær, hellirigning og lágskýjað og var því talið hættulegt að halda áfram. Leitarsvæðið er stórt og afskekkt, þar er mikið haf- dýpi. Það minnkar vonir um að hægt verði að finna hinn svonefnda svarta kassa með upplýsingum sem gætu varpað ljósi á atburðinn. kjon@mbl.is Leit að braki haldið áfram  Ættingjar krefja Malasíumenn svara AFP Harmur Mótmæli ættingjanna í sendiráði Malasíu í Peking í gær. Öll þau mál sem Bretar hafa greitt atkvæði gegn í ráðherraráði ESB frá árinu 1996 hafa þrátt fyrir andstöðu þeirra verið samþykkt og í kjölfarið orðið að breskum lögum. Þetta kemur fram í niðurstöðum rannsóknar samtakanna Business for Britain sem birtar voru í gær. Fram kom á fréttavef breska við- skiptablaðsins City A.M. að sam- kvæmt niðurstöðum rannsóknarinn- ar hafi bresk stjórnvöld greitt atkvæði gegn 55 málum í ráðherra- ráðinu síðastliðin 18 ár. Urðu lög þrátt fyrir andstöðu Öll hafi þau hins vegar náð fram að ganga þrátt fyrir þá andstöðu og orðið að lögum í Bretlandi. Enn- fremur kemur fram í niðurstöðunum að atkvæðavægi Breta í ráðherra- ráðinu hafi farið minnkandi samhliða stækkun Evrópusambandsins. Þannig hafi það verið 17,2% árið 1973 þegar Bretland gekk í forvera sambandsins en 8,2% í fyrra. Árið 1973 hafði Bretland 10 atkvæði af 58 en í fyrra 29 atkvæði af 352. Samhliða hafi breskum þingsæt- um á Evrópuþinginu fækkað um helming undanfarin 35 ár. „Það er augljóst að áhrif Bret- lands innan Evrópusambandsins eru ekki eins mikil og margir vilja telja okkur trú um,“ er haft eftir Matthew Elliott, framkvæmdastjóra Business for Britain, á vefsíðu samtakanna. Þá kemur fram í niðurstöðum rann- sóknarinnar að atkvæðavægi Bret- lands á Evrópuþinginu hafi minnkað úr 20% 1973 í 9,5%. Árið 1979 var Bretland með 81 sæti á þinginu af 410 en í ár 73 sæti af 766. Innan framkvæmdastjórnar ESB hefur atkvæðavægið farið úr 15% í 4%. Þar hafði Bretland 2 fulltrúa ár- ið 1973 af alls 13 en í fyrra 1 fulltrúa af alls 28. Fram kemur í niðurstöð- unum að fulltrúar Bretlands hafi 2.800 sinnum sagt „já“ við atkvæða- greiðslu í ráðherraráðinu en 55 sinn- um „nei“. Voru öll 55 lögin samþykkt þrátt fyrir andstöðuna. Sýnir hverfandi áhrif Breta innan ESB  Ný rannsókn sýnir að andstaða Breta hefur engu skilað AP Frá Lundúnum Bretar hafa haft lítil áhrif á lagasetningu innan ESB. Áþreifanleg vellíðanEDDAHEILDVERSLUN Stofnsett 1932 Heildverslun með lín fyrir: • hótelið • gistiheimilið • bændagistinguna • veitingasalinn • heilsulindina • hjúkrunarheimilið • þvottahúsið • sérverslunina Gæði og glæsileiki Heildverslunin Edda hefur um áratuga skeið sérhæft sig sem innflytjandi á líni. Mörg af stærstu hótelum landsins jafnt sem minni nota allt lín frá okkur. Bjóðum einnig upp á lífrænt lín. Höfðabakka 9, 110 Reykjavík • Sími: 525 8210 eddaehf@eddaehf.is • www.eddaehf.is 82 ÁRA EDDA Heildverslun Draumur um góða nótt makes a difference F A G M E N N S K A A L L A L E I Ð Skeifan 3 E-F • 108 Reykjavík • Sími 581 2333 • rafver.is Vatnsdælur Neysluvatnsdælur, brunndælur, borholudælur Hentugar á heimilið, í garðinn, sumarhúsið eða bátinn GP 60 Garðdæla fyrir aukinn þrýsting BPP 4500 Dæla með þrýstikút og þrýstijafnara SPP 6D Inox Ryðfrí og öflug borholu- og brunndæla SDP 9500 Dæla - fyrir óhreint vatn SCD 12000 Dæla - fyrir ferskvatn. Stillanlegur vatnshæðarnemi S tillanlegur vatnshæ ðarnem i Skannaðu kóðann til að lesa skýrslu samtakanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.