Morgunblaðið - 26.03.2014, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 26.03.2014, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. MARS 2014 Nýherji hefur selt starfsemi félag- anna Applicon A/S og Applicon Sol- utions A/S í Danmörku. Kaupandinn er Ciber A/S í Danmörku, sem er hluti af Ciber Inc., og er samstæða fyrirtækja á sviði upplýsingatækni. Söluverð er trúnaðarmál, að því er segir í tilkynningu frá Nýherja. Greint var frá því í frétt hér á við- skiptasíðu Morgunblaðsins fyrr í þessum mánuði, að Nýherji hefði sett Applicon í Danmörku í söluferli. Í tilkynningu kemur fram að salan muni hafa óveruleg áhrif á niður- stöðu rekstrarreiknings Nýherja fyr- ir fyrsta ársfjórðung 2014 en muni treysta lausafjárstöðu félagsins og skerpa áherslur í starfsemi þess. Ciber í Danmörku mun taka yfir rekstur Applicon frá og með 1. apríl næstkomandi. Applicon félögin í Danmörku eru sérhæfð í sölu og ráð- gjöf sem tengist SAP viðskiptahug- búnaði og þróun tengdra hugbúnað- arlausna, en í tilkynningunni segir að tæplega fjörutíu manns starfi hjá fé- lögunum. Finnur Oddsson forstjóri Nýherja, segir í tilkynningu að salan á Appli- con félögunum í Danmörku tákni tímamót fyrir Nýherjasamstæðuna. „Við höfum nú dregið okkur út úr öll- um rekstri í Danmörku, en hann hef- ur ekki gengið sem skyldi síðustu ár. Ein meginskýringin er sú að lítil sem engin samlegðaráhrif voru á milli dönsku félaganna annars vegar og fé- laga Nýherja á Íslandi og í Svíþjóð hins vegar,“ er haft eftir Finni í fréttatilkynningu. Einbeita sér að rekstri Nýherja og TM Software „Við erum afar ánægð með kaup Ciber á starfsemi Applicon félaganna og teljum að í þeim felist margþættur ávinningur. Þjónustu- og lausna- framboð Applicon fellur vel að starf- semi Ciber og verður sameinað félag enn betur í stakk búið til að sinna þörfum kröfuharðra viðskiptavina. Við sjáum einnig tækifæri til sam- starfs milli Ciber og fyrirtækja Ný- herja þegar fram líða stundir, er jafn- framt haft eftir honum. Nú liggi fyrir að fyrirtækið geti betur einbeitt sér að rekstri Nýherja og TM Software á Íslandi og árang- ursríku samstarfi Applicon félaganna á Íslandi og í Svíþjóð. „Við væntum þess að það muni efla enn frekar þjónustu til viðskiptavina okkar og bæta afkomu samstæðunnar,“ er jafnframt haft eftir Finni í tilkynn- ingu. Nýherji selur Appli- con í Danmörku  Fyrirtækið dregur sig út úr öllum rekstri í Danmörku Morgunblaðið/Eggert Forstjórinn Finnur Oddsson segir að þau hjá Nýherja séu ánægð með kaup Ciber á starfsemi Applicon og að í þeim felist margþættur ávinningur. Trönuhrauni 8 | 220 Hafnarfirði | Sími 565 2885 stod@stod.is | www.stod.is | Opið kl. 8 - 17 virka daga • Ferðasokkarnir frá MEDI eru eingöngu seldir eftir ökklamáli EKKI skóstærð • Ferðasokkarnir frá MEDI henta vel fólki á ferð • Verð aðeins 3.980 kr. parið Ertu á leið í ferðalag? Ferðasokkarnir frá MEDI gefa réttan þrýsting við ökkla sem minnkar jafnt og þétt upp að hnjám. Þannig veita sokkarnir góðan og þægilegan stuðning, auka blóðflæði og minnka bjúgmyndun. Á HönnunarMars, fimmtudaginn 27. mars, gefur Íslands- póstur út fjögur frímerki tileinkuð íslenskum arkitektúr. Einnig koma út Evrópufrímerkin 2014, en þema þeirra er hljóðfæri og Norðurlandafrímerki þar semmyndefnið er siglingar. Fyrstadagsumslög fást stimpluð á pósthúsum um land allt. Einnig er hægt að panta þau hjá Frímerkjasölunni. Sími: 580 1050. Netfang: stamps@stamps.is Heimasíða: www.stamps.is facebook.com/icelandicstamps Safnaðu litlum listaverkum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.