Morgunblaðið - 31.03.2014, Page 15

Morgunblaðið - 31.03.2014, Page 15
FRÉTTIR 15Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 31. MARS 2014 Hann heitir BMW 320d xDrive GT og er nýjasti bíllinn í hinni nýju og frísklegu GT línu frá BMW. Hærri sæti og meira rými fyrir farþega og farangur eru einkennandi fyrir bílinn en sportlegir eiginleikar eru heldur ekki langt undan því 320d GT er búinn 184 hestafla dísilvél sem skilar 270 Nm í togi við einungis 1.250 sn/mín. xDrive fjórhjóladrifið gefur þessum sportlega bíl forskotið á Íslandi. E N N E M M / S ÍA / N M 6 18 0 5FJÓRHJÓLADRIF OG FALLEG HÖNNUN. BMW 320d xDrive Gran Turismo - 5,1 l/100 km* Verð frá 7.690.000 kr. Hrein akstursgleði BMW www.bmw.is BL Sævarhöfða 2, sími 525 8000*Miðað við uppgefnar viðmiðunartölur framleiðanda um eldsneytisnotkun í blönduðum akstri. Stöðug aukning hefur verið á neyslu mjólkurvara í Kína á meðan neyslan hefur verið að dragast saman á mik- ilvægum mörkuðum á borð við Bandaríkin. Frá árinu 2003 til 2013 jókst þannig sala á mjólk næstum fimmfalt á Kínamarkaði, sala á mjólkurblönduðum drykkjum jókst u.þ.b. þrettánfalt og jógúrtsalan nærri áttfalt. Businessweek greinir frá að kín- verskir neytendur hafi kolfallið fyrir drykkjarjógúrt, sem nýtur meiri hylli þar í landi en þykkari gerðin sem borða þarf með skeið. Er drykkjar- jógúrt nú 18% af allri neyslu á fljót- andi mjólkurvörum í Kína. Er því spáð að neysla á fljótandi mjólkurvörum muni aukast um 7% á þessu ári og skýrist bæði af fólks- fjölgun, breyttu byggðamystri og hækkandi tekjum almennings. Bandaríska landbúnaðarráðuneytið hefur gert skýrslu um þessa þróun og reiknar með að vaxandi eftirspurn í Kína muni hafa hækkandi áhrif á verð mjólkurvöru út úr hillum banda- rískra verslana. Árið 2013 voru 15% af bandarískri mjólkurframleislu seld úr landi en var 12% árið áður. Ostaútflutningur einn og sér jókst nærri um helming milli ára. Á sama tíma hafa þurrkar verið að hrella iðnaðinn á stöðum eins og Kaliforníu svo framboð er ekki með mesta móti. Útkoman af þessu er 21% hækkun á mjólkurverði í Bandaríkjunum á þessu ári. ai@mbl.is Jógúrtþyrstir Kínverjar hafa áhrif á mjólkurverð í Bandaríkjunum  Sala á mjólk og drykkjarjógurt í Kína hefur margfaldast und- anfarinn áratug  Útflutningur frá BNA eykst hratt milli ára AFP Eftirspurn Fólk að skoða úrvalið í kínverskri matvöruverslun. Neysla mjólkurvara hefur tekinn mikinn kipp í Kína. Þróunin er ekki síst merkileg fyrir þær sakir að sögulega er lítil hefð fyrir neyslu mjólkurvara í SA-Asíu. Síðasta vika var ekki góð fyrir banda- rísk hlutabréf. Varð töluverð lækkun á mörkuðum og þá einkum að netfyrir- tæki og líftæknifyrirtæki stóðu sig illa. Fréttastofa Bloomberg skýrir þró- un vikunnar með vaxandi spennu milli Úkraínu og Rússlands og að fjárfestar voru voru í söluskapi, innleysandi hagnað af viðskiptum síðustu vikna. Af hreyfingum vikunnar má m.a. nefna að King Digital Entertainemt, framleiðandi leiksins vinsæla Candy Crush, lækkaði um 20% á fyrstu þremur dögunum eftir að fyrirtækið var skráð á markað og Citigroup lækkaði um 5,7% eftir að hafa fallið á álagsprófi bandaríska seðlabankans. Netflix lækkaði um 12% vegna áhyggna markaðarins af harðnandi samkeppni frá Apple og Comcast og Facebook tók 11% dýfu eftir að til- kynnt var um kaup samfélagsvef- risans á sýndarveruleikafyrirtækinu Oculus VR fyrir heila tvo milljarða dala. Nasdaq vísitalan missti 2,8% í vik- unni, Dow Jones vísitalan léttist um 0,1% og Standard & Poor‘s féll um 0,5%. Milljörðum dala fátækari Bloomberg áætlar að fyrir auðmenn á borð við Mark Zuckerberg hafi liðin vika verið ákaflega dýr. Fréttaveitan reiknar það út að Zuckerberg hafi tap- að 3,1 milljörðum dala samtals frá mánudegi til föstudags. Zuckerberg er sem stendur 22. ríkasti maður heims og er eignasafn hans metið á 27 milljarða dala. Stofnendur Google, Sergey Brin og Larry Page eru sam- tals 3 milljörðum dala fátækari nú en þeir voru á mánudag fyrir viku, og Jeff Bezos stofnandi Amazon hefur sennilega tapað 1,9 milljörðum, en fyrirtækisins hlutabréf lækkuðu eftir að það tilkynnti lækkun á gjaldi fyrir gagnahýsingarþjónustu, degi eftir að Google tilkynnti sams konar lækkun. Ekki allir töpuðu fjárhæðum sem slaga hátt upp í fjárlög íslenska rík- isins. Vikan var ekki afleit fyrir Larry Ellison, stofnanda Oracle. Fyrirtækið jók markaðsvirði sitt um 5,5% í vik- unni og jók þar með stærð eignasafns Ellison um 1,7 milljarða dala, jafn- virði um 192 milljarða króna. ai@mbl.is Vantraust Hlutabréf í Facebook lækkuðu um 11% eftir kaup á Ocu- lus VR. Mark Zuckerberg forstj. Slæm vika fyrir Nasdaq  Netflix og Facebook lækkuðu og drógu tæknivísitöluna niður með sér

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.