Morgunblaðið - 31.03.2014, Síða 16
FRÉTTASKÝRING
Vilhjálmur A. Kjartansson
vilhjalmur@mbl.is
Í
velferðarnefnd Alþingis er
til umfjöllunar þingsálykt-
unartillaga, sem sækir
stuðning sinn til þingmanna
allra flokka, þess efnis að
Alþingi feli ríkisstjórn Íslands að
fylgja eftir vitundarvakningu um
málefni mænuskaða á alþjóðavett-
vangi. Undanfarin ár hefur Mænu-
skaðastofnun Íslands í samstarfi við
stjórnvöld og fjölmarga aðra unnið
mikið vakningarstarf á Íslandi og
víðar um nauðsyn þess að lækning
finnist við mænuskaða. Í greinar-
gerð með þingsályktunartillögunni
kemur fram að geysilegar framfarir
hafi orðið í læknavísindum í meðferð
á sjúkdómum eins og krabbameini,
hjartasjúkdómum o.fl. sjúkdómum
en á sama tíma hafi meðferð á
mænuskaða lítið breyst í áratugi.
Meðferð þeirra sem lamast vegna
skaða á mænu einskorðast að mestu
leyti við endurhæfingu til sjálfs-
bjargar í hjólastól.
Gerum lækningu
að veruleika
Ísland hefur undanfarin ár tal-
að máli mænuskaða hjá alþjóða-
stofnunum, félagasamtökum og ein-
staklingum. Evrópuráðið og
Norðurlandaráð hafa samþykkt
ályktanir um aðgerðir til að draga úr
skaðlegum afleiðingum mænuskaða
og gera lækningu að veruleika. Ög-
mundur Jónasson, þingmaður
Vinstri Grænna, er einn flutnings-
manna tillögunnar og segir hann það
vekja athygli sína hvað víðtækur
stuðningur er við málið á Alþingi og
hvað mikið starf hefur verið unnið af
Íslands hálfu í málaflokknum. „Ís-
land hefur fylgt þessu máli eftir hjá
alþjóðlegum stofnunum og Félag ís-
lenskra bifreiðaeigenda hefur tekið
málið upp hjá Alþjóðaaksturs-
íþróttasambandinu, FIA, en nær
helmingur þess fólks sem hlýtur
skaða á mænu og lamast er vegna
slysa í umferðinni.“
Miðlægur gagnagrunnur
Frá því þær Auður Guðjóns-
dóttir og Hrafnhildur G. Thorodd-
sen stofnuðu Mænuskaðastofnun Ís-
lands hefur mikið vatn runnið til
sjávar. Haldin hafa verið námskeið
og ráðstefnur hérlendis, m.a. ráð-
stefna með 25 brautryðjendum á
sviði rannsókna og meðferðar á
mænuskaða. Gífurlegum upplýs-
ingum hefur verið safnað saman um
tilraunameðferðir í einn miðlægan
gagnabanka og eru upplýsingar úr
honum aðgengilegar á fimm tungu-
málum. Í greinargerð þingsályktun-
artillögunnar segir að hátt í 40 þús-
und heilbrigðisstarfsmenn, lamað
fólk og aðstandendur þess, frá 160
löndum, afli sér upplýsinga úr
gagnabankanum mánaðarlega.
Framganga Íslendinga hefur
því tvímælalaust verið málaflokkn-
um mikið gagn.
Samstarf Norðurlanda
Árið 2010 lagði Íslandsdeild
Norðurlandaráðs fram tillögu á
þingi ráðsins þess efnis að Norð-
urlandaráð setti á fót sérfræð-
ingahóp til að skoða rannsóknir
og tilraunameðferðir á mænu-
skaða og skila tillögum til úr-
bóta. Ári síðar samþykkti
Norðurlandaráðsþingið tillög-
una í formi ályktunar um nor-
rænt samstarf um mænuskaða.
Nú hefur svo Norræna ráð-
herranefndin samþykkt
að koma á fót norræn-
um verkefnahópi
undir stjórn St.
Olavs sjúkrahúss-
ins í Þrándheimi í
Noregi.
Fyrsta skrefið
í átt að lækningu
Morgunblaðið/ÞÖK
Lækning Litlar framfarir hafa orðið í meðferð við mænuskaða á und-
anförnum áratugum en úrbót á að verða á því með hjálp Íslendinga.
16
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 31. MARS 2014
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Um 42 áreru liðinfrá því að
Nixon Banda-
ríkjaforseti fór í
sögulega heim-
sókn sína til
Rauða-Kína, og opnaði þar
með á aukin samskipti
ríkjanna tveggja, sem höfðu
vart talast við frá lokum kín-
verska borgarastríðsins 1949.
Atburðurinn er með réttu tal-
inn einn af þeim merkari í
sögu kalda stríðsins, þar sem
hann sýndi að Kínverjar
væru ekki tilbúnir til þess að
vera taglhnýtingar Sovétsins
í blindni, heldur vildu koma
ár sinni betur fyrir borð í al-
þjóðakerfi eftirstríðsáranna.
Bandaríkjamenn á móti gátu
nýtt sér ríginn á milli Sovét-
ríkjanna og Kína til þess að
bæta stöðu sína í kalda stríð-
inu.
En svo féll múrinn og
kalda stríðinu lauk. Upp-
gangur Kínverja síðan þá
hefur verið með ólíkindum,
og ljóst að veldi þeirra hefur
enn ekki náð hápunkti sínum.
Á sama tíma hefur grafið
undan stöðu Bandaríkjanna
jafnt og þétt. Þess vegna
hafa ýmsir spáð því síðustu
tuttugu árin að Kínverjar
muni taka fram úr Banda-
ríkjamönnum fyrr en varir.
Þó að líklega sé ýmislegt of-
sagt í þeim spádómum er því
þó ekki að neita að valda-
jafnvægið á milli þessara
tveggja ríkja hefur breyst
allnokkuð á síðustu árum,
Kínverjum í vil.
Kínverjar hafa með aukn-
um mætti látið meira til sín
taka á síðustu misserum en
áratugina á undan. Líklega
þurfa Bandaríkjamenn ekki
að óttast kín-
verskt hervald,
nema að því leyti
til sem það ógnar
þeim ríkjum Asíu
sem hafa leitað til
Bandaríkjanna
um að treysta öryggi sitt, og
helsta hættan á árekstri
ríkjanna tveggja liggur ein-
mitt þar. Mikilvægt er því að
Kínverjar fái ekki á tilfinn-
inguna að þeir geti komist
upp með viðlíka framgöngu
og sést hefur á Krímskaga.
Síðustu vikurnar hafa ýmis
orð verið látin falla um að
nýtt kalt stríð sé í uppsigl-
ingu á milli Rússlands og
vesturveldanna. Sé það virki-
lega svo geta Bandaríkja-
menn alls ekki treyst því að
tengslin við Kína verði með
sama hætti og í því gamla.
Með falli sovét-kommúnism-
ans féll ein helsta ástæðan
fyrir ríg Kínverja við Rússa.
Þeir hafa því ekki sömu
hvata og fyrr til þess að leita
sterkari tengsla við Vestur-
lönd, en um leið eru komnir
miklir hvatar til þess að
standa með Pútín. Þessa til-
hneigingu má nú þegar sjá í
viðbrögðum Kínverja við
Krímskagadeilunni.
Kínverjar eru því nú í
lykilstöðu til þess að nýta sér
ríginn á milli Vesturlanda og
Rússlands á komandi árum.
Hvort sem nýtt kalt stríð
verður að veruleika eða ekki
er ljóst að hvorki Bandaríkin
né önnur ríki á Vesturlöndum
geta óskað þess að Kínverjar
verði of nánir Pútín. Ef nýr
öxull í alþjóðamálum myndast
á milli Moskvu og Peking er
ekki víst að annar Nixon
muni finnast í bráð til þess
að brjóta hann upp.
Aukin óvissa ríkir
í samskiptum
risaveldisins og
stórveldanna}
Horft yfir Kyrrahafið
Lítil áherslahefur verið
lögð á það í
Reykjavík á þessu
kjörtímabili að
taka á þeim sóða-
skap og eigna-
spjöllum sem veggjakrot er.
Fyrir nokkrum árum var
kappkostað að hreinsa borgina
af krotinu og árangurinn var
verulegur.
Á þessu kjörtímabili hefur
verið stöðugt dregið úr við-
leitni borgarinnar til að
minnka veggjakrot og afleið-
ingarnar leyna sér ekki.
Óþrifnaðurinn og eignaspjöllin
fara hratt vaxandi á nýjan leik.
Nú er innan við tíunda hluta
þeirrar fjárhæðar varið í bar-
áttuna gegn veggjakrotinu
sem borgaryfirvöld vörðu í
hana fyrir nokkr-
um árum. Núver-
andi borgar-
yfirvöld virðast
enda ekki hafa sér-
stakar áhyggjur af
því þó að borgin
breyti um svip með auknu
veggjakroti.
Ef til vill þykir einhverjum,
til dæmis þeim sem telja til
fyrirmyndar að leyfa órækt að
taka við af snyrtilegum gras-
blettum borgarlandsins, sem
veggjakrot sé ekki sérstakt
vandamál. Vera kann að þetta
sé skýringin á áhugaleysi
borgaryfirvalda.
Borgarbúar, sem margir
hverjir hafa sjálfir orðið fórn-
arlömb krotaranna, eru þó án
efa áhugasamir um að tekið
verði á þessu af alvöru.
Núverandi borgar-
yfirvöld sýna lítinn
vilja til að draga úr
veggjakroti}
Sóðaskapur og eignaspjöll
Í
flestum blundar nettur lygari. Frek-
ar steiktur dagur er á morgun, 1.
apríl, dagur til að ljúga eða gabba
eins og lygin kallast á nærgætnara
tungumáli. Eini munurinn á deg-
inum á morgun og hinum 364 dögum ársins
er sá að á morgun er lygin aðeins augljósari.
Við getum líka platað á morgun sárasaklaus
í fasi, eins og það sé okkur framandi og fjar-
lægt að skrökva – komi hreinlega flatt upp á
okkur að það sé í alvörunni leyfilegt þennan
eina dag.
Þeir sem láta þannig eru bestu lygararnir.
Trúlega er óþarft að opna sérstaklega fyrir
lygar einn dag á ári. Við erum öll innan
þeirrar girðingar hvort sem er. Lygarnar
spanna víða tilveruna, einstaklingurinn lýg-
ur, almannarómur lýgur. Við segjumst ekki
vera heima, né á landinu eða jörðinni þegar einhver
sem okkur langar ekki að hitta hringir eða dinglar. Við
ljúgum til að vernda aðra. Segjum félögum okkar sem
voru haugafullir í gærkvöldi að þeir hafi bara verið
hressir meðan þeir voru martröð árshátíðarinnar.
Við bústum egóið og ljúgum því að hafa farið í saf-
aríferð eða gengið á Esjuna um hánótt. Við ljúgum að
fólki að við ljúgum ekki. Ófyrirleitin en vitur að því er
við teljum, lygin er okkar framlag til samfélagsins, til
að það fúnkeri.
Að þessu sögðu, og nú er þetta alls ekki út í bláinn,
því helstu fræðimenn sem hafa grandskoðað
þessi mál hafa staðfest þetta sem við öll
vissum, að 60% prósent okkar komast ekki í
gegnum 10 mínútna samtal án þess að
ljúga, ég sá einu sinni þátt um það á Dis-
covery Channel. (Ég lýg því, ég sá aldrei
umræddan þátt, en las mér til um hann.)
Það fræðafólk sagði jafnframt að óheið-
arleikinn væri okkar meðal við mörgu.
En að þessu sögðu þá þurfum við trúlega
engan aukatíma í listinni að ljúga og 1. apríl
verður því alltaf furðulegri og furðulegri
eftir því sem maður þrælar sér meira í
gegnum þessar pælingar.
Það er spurning fyrir hvern 1. apríl er og
hverjum hann kemur að gagni. Við erum öll
södd lygadaga okkar og þurfum ekki að fá
útrás á samborgurum okkar á morgun. Trú-
lega eru þó besservisserar þarna úti sem þurfa á degi
að halda til að hía á samborgara sína en þá mætti líka
íhuga að færa meiri metnað í lygarnar. Alvöru hlaupa-
apríl-lygi væri auðvitað að segja einhverjum að það sé
lík undir borðstofuborði, til dæmis í matarboði, og láta
fólk hlaupa út. Eða þvottabjörn, eða kóngulóabú, eða
kyrkislanga.
Kannski er bara stund og staður til að útrýma þess-
um degi og búa til dag sannleikans. Sannleikurinn er
erfiður. Ekki langar mig að heyra neitt satt. Þess
vegna er það áskorun. julia@mbl.is
Júlía Margrét
Alexandersdóttir
Pistill
Tímaskekkjan 1. apríl
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
Guðlaugur Þór Þórðarson,
þingmaður Sjálfstæðisflokks-
ins, er aðalflutningsmaður
þingsályktunartillögunnar sem
hann segir tækifæri til að vinna
markvisst að því að hleypa af
stokkunum átaki í þágu lækn-
ingar mænuskaða og Ísland
geti beitt pólitískum áhrifum á
alþjóðavísu til að svo megi
verða. „Mænuskaðastofnun Ís-
lands hefur þegar hafið und-
irbúning að samstarfi við fyr-
irtæki á frjálsum markaði sem
geta komið að stofnun
sjóðs til styrktar leit að
lækningu. Hér erum við
að tala um verulegar fjár-
hæðir sem kæmu þá frá
mjög fjársterkum aðilum
um allan heim,“ segir
Guðlaugur og vonar
hann að forusta Ís-
lands á al-
þjóðavettvangi
verði til þess að
laða að slíka
styrktaraðila.
Fjármagn frá
einkaaðilum
PÓLITÍSKUR STUÐNINGUR
Guðlaugur Þór
Þórðarson