Morgunblaðið - 31.03.2014, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 31.03.2014, Blaðsíða 24
24 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 31. MARS 2014 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Varastu öll gylliboð, sem eiga að færa þér hamingju og auðæfi í einu vetfangi. Vertu þvert á móti víðsýn/n og vingjarnleg/ur – þá mun þér ganga flest í haginn. 20. apríl - 20. maí  Naut Leikgleði er mikilvægur þáttur snilligáf- unnar. Segðu eitthvað. Mundu að ekkert er dýrmætara í heimi hér en heilsan. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Gæðadagur er í vændum og þú leggur þitt af mörkum með snilligáfu þinni. Notaðu tímann til að byggja þig upp. Frítími þýðir skemmtun sem byggir mann upp. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Heimurinn hefur upp á ýmislegt að bjóða; ævintýri handan hornsins. Gættu þess þó að þú gangir ekki of nærri þér í þeim efn- um, heilsan á að vera í fyrsta sæti þessa dag- ana og þú veist það. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Nú verður þú að taka þig saman í andlit- inu og fara vandlega í gegnum fjármálin. Gættu þess bara að ofmetnast ekki, því dramb er falli næst. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Skoðanaágreiningur kemur hugs- anlega upp á milli þín og einhvers nákomins í dag. Sumum finnst það frábært, öðrum hræðilegt. 23. sept. - 22. okt.  Vog Eitthvað nýtt bíður þín við hvert fótmál. Ef þú hefur gaman af vinnunni þarftu aldrei að láta þig hafa það að fara í vinnuna heldur gerirðu það með glöðu geði. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Forvitni þín leiðir þig á ókunnar slóðir þar sem óvænt verkefni bíða þín. En þér er óhætt að treysta eðlisávísun þinni í bland við hæfilegan skammt af raunsæi. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Það gengur ekki alltaf upp að halda öllu fyrir sig. Aðeins með góðum sam- skiptum áttu möguleika á því að ná tilskildum árangri. 22. des. - 19. janúar Steingeit Farðu ekki of geyst í hlutina þótt þér finnist þú fær í flestan sjó. Rödd hjartans þarf að fá að njóta sín; það er nóg af hinu í heiminum. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Ástríðurnar sem ólga innra með þér gera þig bæði lifandi og svolítið stjórn- lausa/n. Hikaðu ekki við að leita til vina þinna eftir aðstoð þegar þú þarft á að halda, þeir eru allt í kringum þig. 19. feb. - 20. mars Fiskar Nú er gott tækifæri til að skoða sam- skipti þín við aðra. Tímasetningin er stórkost- leg. Láttu sem ekkert sé þótt einhver mótbyr verði. Allt fer vel. Sigrún Haraldsdóttir birti myndaf fósturgeitinni sinni Tösku frá Háafelli. Jón Gissurarson stóðst ekki mátið: Allvel þetta um ég veit, ykkur það nú kynni. Þessi litla ljúfa geit líkist fóstru sinni. Sigrún brást auðvitað skjótt við: Geitin er víst þver og þrá, þrjósk og samningstreg, hefur augu heið og blá, hornótt eins og ég. Bjarna Stefáni Konráðssyni líst ekki á blikuna frekar en öðrum áhangendum Manchester United: Ég man við vorum „men“ gegn „boys“ en maður núna þegir, því undir þessum auma Moyes við erum hræðilegir. Bjarki Karlsson áttar sig á vand- anum sem er við að glíma: Bændur sem í basli bera um gæftir von neita nýju drasli, nota Ferguson. Annars heyrði Bjarki af því að verið væri að deila út netmyntinni auroracoin til Íslendinga: Í gær var ég bágstaddur, blankur og staur, hjá bönkunum svartválistaður en nú er ég vellríkur, voldugur gaur og veinandi sjúklega glaður – það er sko ekki neitt þvaður – því þrjátíu og einn komma átta AUR ókunnur færði mér maður. Helgi Björnsson er vongóður eða hvað? Hér verða ekki blankheit í bæ, í búðirnar mun ég spana. Það verður gaman þegar ég fæ þykjustupeningana. Limruskáldið Anton Helgi Jóns- son bregður á leik í limru: Við umberum fáráðlingsfíra samt finnst manni erfitt að skýra hví orðin er rútína að einrækta pútína sem einmenningsheimsveldum stýra. Pétur Blöndal pebl@mbl.is Vísnahorn Af limru, Ferguson og þykjustupeningum Í klípu „ÞETTA ER VISSULEGA DRAPPLITAÐ, EN KANNSKI AÐEINS UM OF. HELDURÐU AÐ ÞAÐ VERÐI ÞREYTANDI TIL LENGDAR?“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „HVERNIG ÁTTI ÉG AÐ GISKA Á RÉTTA STÆRÐ Í GEGNUM SÍMA?“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... þessi sérstaka tilfinning þegar þið eruð saman. MAMMA, Á ÖLLUM ÞESSUM ÁRUM SEM PABBI HEFUR FARIÐ TIL ENGLANDS AÐ RÆNA OG RUPLA ... ... HEFURÐU EINHVERN- TÍMANN ÓSKAÐ ÞESS AÐ HANN KÆMI MEÐ EITTHVAÐ SÉRSTAKT TIL BAKA? JÁ, MINNI MATARLYST. GÓÐAN DAG, HERRA FÚLL. ÉG ER SVO GLAÐUR Í DAG AÐ ÞÚ GETUR ENGAN VEGINN SPILLT ÞVÍ! ER ÞETTA BRAUÐRISTIN? INNISKÓRNIR ÞÍNIR ERU TILBÚNIR. Víkverji er B-manneskja. Á þvíleikur enginn vafi. Það þýðir að á morgnana segja líkami hans og sál honum að hann eigi að vera sofandi, en upp úr kvöldmat kemur alla jafna yfir hann mikið sköpunar- og vinnu- stuð sem nær hámarki um miðnætti. Að minnsta kosti þá daga sem hann hefur sofið frameftir. Og Víkverji er síður en svo einn á báti hvað þetta varðar. Fólk hefur skipt sér í A- og B-fylkingar lengur en Víkverji hefur dregið andann. x x x Það er undarlegt að þessir tveirþjóðflokkar skuli búa í sama landi, þurfa að fara eftir sömu reglum og, upp til hópa, sækja nám og vinnu á sama tíma. Víkverja datt í hug, á sínum yngri árum, að sniðugast væri að tvínýta alla innviði þjóðfélagsins, og spara þannig stóra fjármuni, bæði hjá hin- um opinbera og í einkageiranum. Þá myndu vinnustaðir, mennta- stofnanir og aðrir staðir fyllast af A-fólki snemma á hverjum morgni – A-kennarar myndu kenna A-nem- endum, A-starfsfólk sinnti verk- efnum fyrir A-viðskiptavini undir stjórn A-yfirmanna og þar frameftir götunum. Að loknum átta tíma vinnudegi færi A-fólkið heim og B-fólkið kæmi í staðinn. Settist í sömu sæti og fengist við sömu verk, bara á öðrum tíma sól- arhrings. x x x Með þessu minnkaði þörfin fyriralla yfirbyggingu um helming, þar sem vinnustaðir, stofnanir og skólar stæðu ekki lengur tóm megnið af sólarhringnum. En líklega myndi þetta leiða til eins konar aðskilnaðarstefnu, þar sem sumir staðir væru bara fyrir A- fólk, eða aðeins B-fólk mætti sækja um ákveðin störf. Og aðskilnaðarstefna er kannski ekki akkúrat það sem íslenskt sam- félag þarf í dag. Því leggur Víkverji frekar til að klukkan verði færð aftur um eina eða tvær klukkustundir, yfir vetrartím- ann, til að þessir tveir hópar A- og B- fólks mætist í miðjunni. Það myndi bæta andlega líðan, framleiðni og þar með hagvöxt. víkverji@mbl.is Víkverji Því að Drottinn er góður, miskunn hans varir að eilífu og trúfesti hans frá kyni til kyns. (Sálmarnir 100:5) Aukablað alla þriðjudagaHeilsuborg ehf. • Faxafeni 14 108 • Reykjavík • Sími 560 1010www.heilsuborg.is ZumbaKvennaleikfimi Zumba Dansaðu þig í formmeð einföldum sporum, skemmtilegri tónlist og góðum félagsskap. Jafnt fyrir byrjendur sem lengra komna. • Þriðjud. og fimmtud. kl. 16:30 • Þjálfari: Hjördís - 4 vikur • Hefst 1. apríl. • Verð kr. 13.900 (2x í viku) Kven Góð leik sem vilja betur. Fj styrktaræ • Mánud og föst • Þjálfari: íþróttaf • Hefst 3 • Verð k (3x í vik naleikfimi fimi fyrir allar konur styrkja sig og líða ölbreyttar fingar. 4 vikur. ., miðvikud. ud. kl. 16:30 ræðingur 1. mars. r. 15.900 u) Skráning í síma 560 1010 eða á mottaka@heilsuborg.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.