Morgunblaðið - 31.03.2014, Side 32

Morgunblaðið - 31.03.2014, Side 32
MÁNUDAGUR 31. MARS 90. DAGUR ÁRSINS 2014 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 425 ÁSKRIFT 4680 HELGARÁSKRIFT 2900 PDF Á MBL.IS 4470 I-PAD ÁSKRIFT 4470 1. Bara nokkur kíló í viðbót 2. Liverpool í toppsætið eftir … 3. Tvítugur með stungusár í … 4. Hóf að teikna í atvinnuleysi »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Hljómsveitin Momentum heldur í víking nú í apríl. Sveitinni var boðið að spila á tónlistarhátíðinni Road- burn í Hollandi en hátíðin mun einnig standa fyrir frumflutningi á nýjustu plötu sveitarinnar „The Freak is Alive“. Af þessu tilefni heldur Mom- entum tónleika á Gamla Gauknum 5. apríl ásamt fleiri sveitum. Momentum á tónlist- arhátíð í Hollandi  Hinn heims- þekkti ítalski pí- anóleikari Domen- ico Codispoti spilar á tónleika- röðinni Þriðju- dagsklassík í Garðabæ á morg- un ásamt þeim Sigrúnu Eðvalds- dóttur fiðluleikara og Bryndísi Höllu Gylfadóttur sellóleikara. Ingibjörg Guðjónsdóttir er listrænn stjórnandi. Codispoti leikur á Þriðjudagsklassík  Bylgja Dís Gunnarsdóttir sópran kemur fram á hádeg- istónleikum í Hafnarborg ásamt Antoníu Hevesi píanóleikara á morgun klukkan 12. Yfirskrift tón- leikanna er Ástin er dauðans alvara og á efnisskránni eru þekktar aríur eftir Verdi og Pucc- ini. Syngur um ástina sem er dauðans alvara Á þriðjudag Austlæg átt, víða 3-8 m/s og bjartviðri en 8-13 m/s og súld syðst. Hiti 2 til 10 stig, mildast á Suðvesturlandi. Á miðvikud. og fimmtud. Suðaustan 8-13 m/s og lítilsháttar væta. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Austlæg átt 8-18 m/s. Skýjað á Suðurlandi. Hiti 3 til 12 stig að deginum, hlýjast á Suðvesturlandi en víða næt- urfrost í innsveitum fyrir norðan. VEÐUR „Það er sérstaklega gaman að standa uppi sem sigur- vegari þegar keppnin er svona hörð. Þannig að þetta er alveg frábært,“ sagði Norma Dögg Róbertsdóttir við Morgunblaðið en hún varð um helgina Íslandsmeistari í fjölþraut kvenna í fimleikum í fyrsta skipti. Ármann rauf 18 ára einokun Gerplu á Íslandsmeistaratitlinum í fjölþraut karla þegar Bjarki Ásgeirsson sigraði. »2 Norma og Bjarki Íslandsmeistarar Luis Suárez skoraði eitt af mörkum Liverpool þegar liðið skaust á topp ensku úrvalsdeildarinnar í knatt- spyrnu með stórsigri gegn Totten- ham í gær, 4:0. Suárez sló þar með met Robbies Fowlers yfir fjölda marka á einu tímabili í ensku úr- valsdeildinni en Úrúgvæinn frá- bæri hefur nú skorað 29 mörk. Liverpool er með tveggja stiga forskot á toppnum. »6 Suárez bætti met og Liverpool á toppinn Rafn Kumar Bonifacius vann pabba sinn, Raj Bonifacius, í úr- slitum Íslandsmótsins innanhúss í tennis sem lauk í Tennishöllinni í Kópavogi í gær. Í kvennaflokki fagnaði Anna Soffía Grönholm sigri en hún hafði betur á móti Hjördísi Rósu Guðmundsdóttur í úrslitaleiknum sem var jafn og mjög spennandi. »7 Hafði betur á móti föður sínum í úrslitum ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Rauður símaklefi í Lundúnastíln- um, sem setja má niður til dæmis í opnum skrifstofurýmum, var meðal margra áhugaverðra gripa sem ís- lenskir iðnframleiðendur sýndu á Hönnunarmars í Hörpu um helg- ina. „Við finnum aukinn skilning á því að taka á vandamálum sem snúa að hljóðvist á vinnustöðum. Sannarlega eru mörg rök fyrir því að fólk starfi í opnum rýmum, með því verður til aðhald frá samstarfs- fólki og stjórnun og flæði upplýs- inga betra. En eins og öðru fylgja þessu hins vegar ákveðin óþægindi, til dæmis vegna hávaða og kliðs,“ segir Eyjólfur Eyjólfsson, fram- kvæmdastjóri Axis, í samtali við Morgunblðið. Næði fyrir mikilvæg símtöl Hjá Axis, sem er við Smiðjuveg- inn í Kópavogi, einbeita menn sér að húsgagnaframleiðslu. „Mark- aðurinn er að taka við sér. Um- skiptin urðu um mitt síðasta ár og sérstaklega er sala á skrifstofu- húsgögnum að aukast. Kaupendur leggja í dag mikla áherslu á að notagildi húsgagnanna sé sem mest,“ segir Eyjólfur. Axis er í samstarfi við Sturlu Má Jónsson innanhússarkitekt sem hannaði sófann Einrúm sem kom á markað á síðasta ári. Hátt þil klætt hljóðdeyfandi ullarefni fylgir sóf- anum og útkoman verður einskonar skel þar sem fólk getur tyllt sér inn þurfi það næðisstund, berist því til dæmis mikilvægt símtal. Sérstakri usb- innstungu vegna raf- hleðslu símtækja er komið fyrir í sófanum – og sami háttur er hafður á með síma- klefana. Þeir eru einn fermetri að flatarmáli, rauð- málaðir og í milliklæðningu er hljóðeinangrandi glerull. Notagildi og skemmtileg hönnun „Við sameinum notagildi og skemmtilega hönnun með símaklef- unum. Teikningar Sturlu eru flott- ar og smíðin, sem við lukum fyrir nokkrum dögum, var ánægjulegt verkefni. Svo förum við með þetta í sölu á næstunni og eins og viðtök- urnar hafa verið er ég bjartsýnn,“ segir Eyjólfur sem á Hönnunar- mars kynnti ýmsa aðra muni sem dregið geta úr hljóði og óþæg- indum af þess völdum. Lausnir í því sambandi hafa raunar verið einn helsti þátturinn í þróunarstarfi Ax- is síðustu misserin. Lundúnastíll á skrifstofurnar  Hönnun og hljóð  Símaklef- ar á sýningu Morgunblaðið/Kristinn Hönnunarmars Eyjólfur Eyjólfsson hjá Axis í símaklefanum sem vakti mikla athygli Hörpugesta um helgina. Mikill fjöldi hönnuða og framleið- enda tók þátt í Hönnunarmars að þessu sinni. Afurðir þeirra eru af ýmsum toga, þar má til dæmis nefna húsgögn, skartgripi, skó, sælgæti, föt, matvæli og svo framvegis. Í einni deiglu hafa ólíkar stefnur og straumar mæst og er fjölbreytnin eitt af því sem gerir hátíðina svo áhuga- verða. „Hátíðin, sem fyrst var haldin fyrir sex árum, hefur blásið alveg nýju lífi í íslenska hönnun og framleiðslu. Fyrir hrun var fólk spennt fyrir flottum merkjum og hvað varan kostaði skipti marga litlu máli. Nú eru viðhorfin breytt og mun jákvæðari gagnvart ís- lenskri hönnun og framleiðslu og fólk spáir meira í peninginn en áð- ur var raunin,“ segir Eyjólfur Eyj- ólfsson. Fólk spáir meira í peninginn FJÖLBREYTTAR AFURÐIR HÖNNUÐA OG FRAMLEIÐENDA Sköpun Spáð í spilin.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.