Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.03.2014, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.03.2014, Blaðsíða 18
Þótt ótrúlegt megi virðast sýnist manni vorið vera á næsta leiti hér á Freder- iksberg – það er jú bara febrúar! Síðustu dagar hafa verið svo mildir, hitamæl- irinn sýnir plús-gráður, gul og hvít blóm eru byrjuð að spretta víða og trén að grænka! Það er því ekki hægt að þvertaka fyrir að maður sé kominn í smá „vorfíling“. Göngutúrar um götur hverfisins eru ófáir þessa dagana, enda um að gera að njóta veðurblíðunnar. Oftar en ekki enda þeir í Frederiksberg Have, enda er sá garður með þeim fallegri. Þar sem hann liggur svo nálægt dýragarðinum í Kaupmannahöfn fengum við smá ókeypis „forsýningu“ á fílunum þar á dög- unum – en þeir voru allir komnir út eftir veturinn. Maður getur hæglega litið á þá sem enn einn vorboðann, rétt eins og það að búið er að opna allar Parad- is-ísbúðirnar á ný (en þær eru lokaðar yfir vetrarmánuðina). Við þangað! Bestu kveðjur, Erla Dögg, Morten & Lilja Margrét Gul og hvít lítil blómin, sem stinga orðið víða upp kolli eins og sjá má, eru skýrt merki þess að vorið sé á næsta leiti í Danaveldi. Fjölskyldan kann vel við hverfið sitt og ekki síst garðinn góða. Vorboðarnir víða í hverfinu Telja má fílana með vorboðunum. PÓSTKORT F RÁ FREDERIK SBERG Í rómversk-kaþólskum löndum hefur löngum verið hefð fyrir að gera vel við sig í hvívetna áður en langafasta gengur í garð, 40 dögum fyrir páska. Þrátt fyrir að lúterskur siður hafi fyrir löngu verið tekinn upp hér á landi, má segja að enn eimi eftir af af þessari hefð, þótt trúarlega tengingin farist ef- laust fyrir víða. Bolludagur og sprengidagur gefa í öllu falli klár tilefni til að borða á sig gat (eða þar til „maður springur“), sem er gott ef fasta fylgir. Í dag hafa mörg hver hátíðhöldin í aðdraganda föstunnar öðlast miklar vin- sældir ferðamanna, enda mikið sjónarspil. Laða þau til sín fjölda fólks ár hvert. Eftirtaldir viðburðir eru allir þess virði að sækja fyrir ferðaþyrsta á þessum tíma árs, og fleiri til: – Ríó de Janeiro, Brasilíu – Vafalaust þekktasta kjötkveðjuhátíð í heimi. Sjónarspilið er stórkostlegt, með litríkum viðburðum á borð við skrúðgöngur, tónlist, skemmtun og dans. Hátíðin nær hámarki á sunnudags- og mánudags- kvöldinu, þegar nemendur stærstu sambaskólanna tólf, þramma eftir hinum 75 þúsund sæta Sambódromo-leikvangi (sex skólar hvort kvöld). Fyrr um helgina feta nemendur smærri dansskóla sama veg, fyrir framan dómnefnd – í von um að fá að skemmta með þeim „stóru“. 28. febrúar til 3. mars. – Feneyjar, Ítalíu – Karnivalið í Feneyjum er hið elsta og sögufrægasta sem menn þekkja. Kveða heimildir frá 11. öld um slík hátíðahöld í borginni. Grím- urnar, sem þátttakendur bera, eru einkennandi fyrir hátíðina. Minna þær á forna tíma, en þær voru bannaðar með öllu undir lok 18. aldar, rétt eins og karnivalið í heild. Heldri Feneyjabúar héldu þó áfram að brúka grímur og halda hátíðina heima við. Karnivalið ruddi sér smám saman leið til baka og var að lok- um formlega endurvakið árið 1979. 15. febrúar - 3. mars – Nice, Frakklandi – Karnivalið í frönsku borginni Nice, við Miðjarðarhafið, er fyrir margt löngu orðið sögufrægt fyrir litadýrð, fagra vagna, blóm og fjör. Ár hvert er valið eitt þema. Í ár var það „Konungur matargerðarlistarinnar“. 14. febrúar-4. mars – Köln, Þýskalandi – Mikil hefð er fyrir karnivali í hinum germönsku löndum, en þar kallast hátíðahöldin oftar en ekki Fasnacht. Börn og fullorðnir klæðast þá búningum og gera sér glaðan dag. Víða er fimmtudagurinn fyrir hátíðahöldin tileinkaður konum, sem taka þá völdin, og setja þar með hátíðahöldin. 27. febr- úar-3. mars – New Orleans, Bandaríkjunum – Í New Orleans er einnig blásið til mikilla hátíðahalda á þessum tíma árs en þau má rekja til tíðar Frakka á svæðinu. Há- tíðahöldin ná hámarki á „Feita þriðjudeginum“ (fr. Mardi Gras) eins og víðar. Skrúðgöngurnar hafa reyndar ekki komist inn í franska hverfi borgarinnar frá 1972, sökum stærðar, en fara eins nálægt því og komist er. 15. febrúar-4. mars. FAGNAÐ FYRIR FÖSTU UM VÍÐA VERÖLD Karnival í ýms- um myndum KJÖTKVEÐJUHÁTÍÐIR FARA VÍÐA FRAM NÚ UM HELGINA. ÞÓTT GRUNNUR ÞEIRRA MARGRA SÉ TRÚARLEGS EÐLIS, FER MISMIKIÐ FYRIR ÞEIRRI TENGINGU. Í DAG EINKENNAST HÁ- TÍÐAHÖLDIN MIKLU FREKAR AF GLEÐI, SKRAUTI OG SKEMMT- UN, OG MAT OG DRYKK Í RÍFLEGU MAGNI. Gunnhildur Ásta Guðmundsdóttir gunnhildur@mbl.is Kynjaverur af ýmsum toga fara á kreik á kjötkveðjuhátíðum. Frá Sambódromo-leikvanginum í Ríó de Janeiro. Kjötkveðjuhátíðin þar í borg er án vafa þekktust slíkra hátíða. Sjónarspilið er óvíða mikilfenglegra. Grímuklæddir gestir í Feneyjum. „Konungur matargerð- arlistarinnar“ er þema karnivalsins í Nice í ár. AFP Í Köln setja konurnar karnivalið á fimmtudegi. Ferðalög og flakk Keppt í pönnukökuhlaupi *Fyrir þá sem eiga leið til Bretlands í vikunni er ekki úr vegiað fagna „pönnukökudeginum“ þar, sem ber upp á sprengi-dag hér. Er þá til siðs að gæða sér á ótal pönnukökum.Víða um borgir og bæi fara fram svokölluð „pönnuköku-hlaup“, þ.e. kapphlaup liða með pönnukökur á pönnummeðan á hlaupinu stendur. Er sem dæmi keppt í slíkuhlaupi við þinghúsið, til styrktar góðu málefni og etja þar kappi þingmenn og fjölmiðar. Nánari upplýsingar: www.timeout.com.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.