Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.03.2014, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.03.2014, Blaðsíða 32
O kkur langaði að hafa þetta þemaískt – tengja matseldina eitthvað við Spamalot sem þessi hópur er að sýna saman núna,“ segir leikarinn Friðrik Friðriksson sem fór fyrir matseldinni ásamt Erni Árnasyni í Þjóðleikhúsinu í vik- unni. Leikarar er sýna Spamalot, verk úr hinni bresku fyndni Monty Python, þessa dagana á Stóra sviðinu, snæddu saman önd og dýrindis meðlæti og eftirrétti ásamt leikstjóranum Hilmi Snæ Guðnasyni. Uppátækjasamur og fjörugur hópurinn lagði dúk á hringborð á Stóra sviðinu og snæddi þar í ró og næði en þeir Friðrik og Örn elduðu í Þjóðleikhússkjallaranum. „Í sýningunni er talað um andapate svo að þar var smá tenging til að hafa andabringur því hin tengingin er héri, og okkur leist ekkert á þá uppskrift. Þá er kókoshneta notuð til að gera hófhljóð svo ákveðið var að gera kókoseftirrétt. Við Örn erum báðir miklir mat- gæðingar og þóttum hæfastir til starfsins og vorum hvor öðrum innan handar við að þróa réttina.“ Maturinn féll vel í kramið enda segir Friðrik hópinn allan vera mikla sælkera. „Það voru allir rosalega ánægðir með þetta og sáttir við að fá svona fínan mat fyrir sýningu á miðvikudagskvöldið. Jú, við hittumst stundum leikararnir utan vinnu í matarboðum en þegar mað- ur er alltaf að leika á kvöldin er kannski minna um það. Til dæmis eru mánudagskvöld lambalærissunnudagar hjá mér og konunni minni því við erum alltaf að vinna í leikhúsinu á sunnudögum.“ Friðrik viðurkennir að eiga nokkur tromp uppi í erminni þegar kemur að eigin matarboðum. Til dæmis geri hann mjög góðar ítalskar kjötbollur, lambafillet, marokkóskan kjúkling og Gunnar Hansson vinur hans og leikari er vitlaus í svínarif sem Friðrik býður stundum upp á. Andabringur eru ekki oft á borðum hjá honum en hann áréttar að þar skipti öllu máli að öndin, eins og hann orðar það; „fái aðeins rétt að kynnast pönnunni“. Yfirkokkarnir Friðrik Friðriksson og Örn Árnason eru þekktir matgæðingar í Þjóðleikhúsinu og voru því fengnir til þess að elda ofan í hópinn. DÝRINDIS KVÖLDVERÐUR Á STÓRA SVIÐINU Leikarar snæða önd og ís MEÐ ÞÁ FRIÐRIK FRIÐRIKSSON OG ÖRN ÁRNASON Í FAR- ARBRODDI ELDAMENNSKUNNAR, PRÓFUÐU LEIKARAR OG LEIKSTJÓRI SPAMALOT AÐ SNÆÐA DÝRINDIS KVÖLDVERÐ Á STÓRA SVIÐI ÞJÓÐLEIKHÚSSINS. Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is 32 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2.3. 2014 Matur og drykkir Allir saddir og sáttir. Leik- ararnir eru þó vanari að fá sér aðeins léttari máltíð fyrir sýningar en andabringur. 1 andabringa á hvern gest salt og pipar eftir smekk. Skerið rákir í 1 cm teninga í fitu- hliðina án þess að skera alla leið niður í vöðvann. Saltið og piprið og steikið í 5-7 mínútur á skinnhliðinni án þess að nota feiti, það kemur næg feiti af bringunum. Snúið bring- unni við og steikið þá hlið 1-2 mín- útur. Setjið bringurnar á ofnplötu og hitið við 180°C í ofni í 5 mín- útur. Friðrik bendir á að gott sé að eiga andafituna, geyma í ísskáp og nota til steikingar næstu vikur og nota til dæmis í að gera rétt sem finnst á internetinu og kallast „Per- fect roast potatoes“. HASSELBACK 1 stór bökunarkartafla á mann salt og pipar 100 g smjör 1 dl ólífuolía sjávarsalt eftir smekk Skerið botninn rétt undan kart- öflunni svo hún standi sjálf. Ekki skræla. Leggið kínverska prjóna, sleifar eða annað slíkt sitt hvorum megin við kartöflurnar. Takið vel beittan hníf og skerið niður í kart- öfluna með hálfs sentimetra milli- bili. Prjónarnir varna því að hníf- urinn fari alla leið í gegnum kartöfluna, sem hann á ekki að gera. Hitið smjör og ólífuolíu sam- an og penslið kartöflurnar vel. Salt- ið og bakið í ofni við 190°C í 45 mínútur. Penslið kartöflurnar með smjörblöndunni öðru hverju með- an þær bakast. KIRSUBERJASÓSA 250 ml rauðvín 250 ml vatn kjötkraftur eftir smekk 1 rósmarínkvistur kirsuber, annaðhvort fersk, niðursoðin eða veidd upp úr kirsuberjasultu Sjóðið rauðvínið niður, vatni og krafti bætt saman við ásamt rósm- arín og berjum sem veidd voru úr Den gamle fabrik kirsuberjasultu. Þykkt með maísenamjöli. Andabringur og meðlæti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.