Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.03.2014, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.03.2014, Blaðsíða 20
Þ egar tiltekin borg elur af sér eitt sigursælasta fótboltalið enskrar knattspyrnu og vinsælustu popphljómsveit allra tíma getur það verið vandkvæðum bundið að vekja á sér athygli fyrir nokkuð annað. Enda er það svo að framangreind atriði eru líkast til það fyrsta sem nær allir nefna er borgina ber á góma. Það er út af fyrir sig líka skiljanlegt og borgin dregur töluverðan dám af þessum óskabörnum sínum; með reglulegu millibili ber eitthvað fyrir augu sem minnir gesti og gangandi á þá staðreynd að hér eru heimahagar þessara stórstjarna í heimi tónlistar og íþrótta. Miðbær Liverpool og ekki síður hafnarsvæðið er einkar skemmtilegt að skoða. Við höfnina mætast nútíminn og fortíðin og fjöldinn allur af verslunum og veitingastöðum bíður þess að þjónusta gesti og gangandi. Við Albert Docks er líka upphafspunktur Magical Mys- tery Tour, skoðunarferðar með rútu þar sem ferðalangar fá um tveggja tíma reisu um öll þau kennileiti sem tengjast æsku og spilamennsku Bítl- anna, vítt og breitt um borgina. En fyrir þá sem hvorki hafa áhuga á knattraki né Bítlamúsík má samt vel mæla með heimsókn til Liverpool því þar má verja góðum tíma við allt það sem alla jafna heillar í heim- sóknum til erlendra borga. Verslun, söfn, veitingahús, sjarmerandi gamall miðbær og saga sem býr í hverjum krók og kima. Við öðru er enda ekki að búast því borgin á sér sögu sem nær aftur til ársins 1207. Þá er tals- vert að finna af merkilegum arkitektúr í borginni sem gaman er að skoða og margar byggingar þar friðaðar bæði og með varanlegan sess á minja- skrám. Engu að síður er það svo að þeir sem hafa gaman af Bítlunum og þeirri ríku fótboltahefð sem býr í Liverpool fá mest út úr heimsókn til borg- arinnar enda bera þeir sannkallaða pílagrímsferð út úr reisunni með öllu tilheyrandi. Þeir sem ekki tilheyra framangreindum meirihlutahópum geta þó alltaf splæst í geisladisk með John, Paul, George og Ringo – eða í rauða treyju með nafninu Gerrard á bakinu. Meira þarf ekki til. LÍFIÐ ER LJÚFT Í LIVERPOOL Boltinn, Bítlarnir og ótalmargt fleira HAFNARBORGIN LIVERPOOL ER AÐ SÖNNU ÞEKKTUST FYRIR HIÐ RAUÐKLÆDDA OG SIGURSÆLA FÓTBOLTALIÐ OG BÍTLANA FJÓRA. EN BORGIN LUMAR Á ÝMSU ÖÐRU. Jón Agnar Ólason jonagnar@mbl.is 20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2.3. 2014 Ferðalög og flakk Steikarstaðurinn Faz- enda á horni Exchange Street og Tithebarn Street er ómissandi fyrir þá sem vilja upplifa önd- vegiskjöt uns kjötsvitinn drýpur af þeim. Fyrir fast verð, 29 pund, má borða uns maginn getur ekki meir, en gæðin eru engu að síður eins og best gerist. Carluccio’s við Met Quarter er fyrirtaks staður fyrir þá sem kjósa ítalsk-ættaðan matseðil; sér í lagi er ravioli-ið þeirra fyrirtak. Ef ein- hvern langar í tilgerð- arlausan sveitamat skal bent á Flanagan’s Apple við Mathew Street, þar sem á borðum eru réttir eins og Cumberland Sau- sage Swirl og annað í þeim dúr. ÚT AÐ BORÐA Í seinna stríði fengu íbúar Liver- pool sinn skerf af loftárásum Þjóðverja árið 1941 og fórust alls um 2500 í þeim hildarleik. Meðal þeirra bygginga sem skemmdust er kirkja heilags Lúkasar. Ekki var gert við kirkj- una eftir stríðið heldur stendur hún í dag, í raun bara útveggir án þaks og turn, sem minn- ismerki um þá sem týndu lífi í loftárásunum. Kirkjan er í got- neskum stíl og sandsteinninn sem hún er byggð úr hefur tek- ið talsvert dökkan lit gegnum árin, en kirkjan var reist á ár- unum 1811 til 1832. Þar eru haldnar margs konar sýningar og viðburðir yfir sumartímann. KIRKJA HEILAGS LÚKASAR Heimavöllur Liverpool FC er stuðn- ingsmönnum liðsins hið helgasta vé og ekki að ósekju. Óvíða er stemningin meiri eða andrúmsloftið magn- aðra. Utan vallar er gest- um nauðsynlegt að votta styttunni af Bill Shankly virðingu, sömuleiðis minn- ismerkinu um stuðn- ingsmennina 96 sem fór- ust í hinu hörmulega slysi á Hillsborough-vellinum í Sheffield þann 15. apríl 1989. Ekki má gleyma Paisley-hliðinu, fremst á meðfylgjandi mynd, sem nefnt var svo til heiðurs Bob Paisley en hann var stjóri liðsins frá ’74 til ’83, sá eini í sög- unni sem unnið hefur Evrópukeppni meistaraliða þrisvar sinnum. ANFIELD
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.