Morgunblaðið - 08.04.2014, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 08.04.2014, Blaðsíða 1
KÖRFUBOLTI Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson thorkell@mbl.is Það liðu 14 ár milli Íslandsmeistaratitla hjá Öldu Leif Jónsdóttur, en hún varð Íslandsmeistari kvenna í körfubolta með Snæfelli á sunnudag. Alda varð síðast meistari með Íþróttafélagi stúd- enta, ÍS, árið 2000. „Þessi vetur hefur verið frekar erfiður fyrir mig persónulega. Ég fór í aðgerð á báðum hnjám og að ná að koma til baka og vera með liðinu í lokin var æðislegt. Að ljúka leiktíðinni sem meistari var svo auðvitað það sem mig langaði klárlega til að gera,“ sagði Alda Leif Jónsdóttir, 35 ára reynslubolti í liði Snæfells sem varð Ís- landsmeistari kvenna í körfubolta í Stykkishólmi á sunnudagskvöld. Frá því Alda varð Íslandsmeistari síðast hefur hún átt þrjú börn og lent í meiðslum, en það hefur þó aldrei komið til greina að hætta í körfubolt- anum á þessum tíma. „Áhuginn er ennþá til stað- ar. Þegar ég meiddi mig síðast þá vildi ég ekki hætta. Ég vildi leggja skóna á hilluna á mínum eigin forsendum – ekki þurfa að hætta vegna meiðsla,“ segir Alda Leif sem hefur þó ekki ákveð- ið hvort skórnir séu komnir upp í hillu eða hvort hún leiki áfram á næstu leiktíð. Ekki búin að ákveða hvort hún heldur áfram „Ég hefði ekki viljað fara í marga leiki í viðbót. Það hefði ekki verið gott fyrir skrokkinn. En ég hef ekkert ákveðið með framhaldið. Nú sé ég bara hvernig ég kem út úr þessu öllu saman og ákveð mig bara í rólegheitunum hvort ég spila einn vetur í viðbót eða ekki,“ segir Alda sem leikið hefur með Snæfelli síðustu ár. Hún hóf þó ferilinn með Val, en hefur lengst af leikið með ÍS, að frátöldum ein- um vetri í Keflavík og svo sitt á hvoru árinu í Dan- mörku og Hollandi. Alda segir andrúmsloftið í Stykkishólmi hafa verið ótrúlegt í kringum úrslitakeppnina og er gríðarlega þakklát fyrir stuðninginn. „Ég átti bara bágt með mig eftir að titillinn var í höfn. Þetta var bara geggjað. Fólkið hérna í bænum hefur verið svo ótrúlegt. Mætingin á leikinn var frábær – ég held að svona góð mæting hafi ekki sést á kvennaleik áður. Stuðningurinn var ótrú- legur frá fólkinu, og allir í kringum liðið stóðu sig svo vel,“ sagði Alda sem neitar því þó ekki að úr- slitakeppnin hafi þó ekki verið neinn dans á rós- um. Snæfell missti Chynnu Brown, bandaríska leik- manninn sinn, í meiðsli í miðri úrslitakeppni og fyrir vikið lék hún lítið í leikjunum gegn Val í und- anúrslitum og Haukum í úrslitunum. „Það var mikið sjokk þegar við misstum erlenda leikmann- inn í meiðsli. Þá fór maður einhvern veginn strax að hugsa að nú væri öll vinnan í vetur fyrir bí, fyrst hún yrði ekki með á lokakaflanum. Við hugs- uðum kannski fullmikið um það fyrst eftir að hún meiddist. En svo ákváðum við bara að hætta að hugsa um hana. Ef hún spilaði væri það bara frá- bært, en við gætum ekkert breytt því ef hún yrði ekki með. Eftir þetta fórum við bara að einbeita okkur að því að við gætum klárað þetta Íslands- mót með titli án hennar. Hún var samt með okkur í öllu og mætti á allar æfingar, þó hún hefði ekki getað verið með. En hún var auðvitað mjög svekkt að missa eiginlega bara af úrslitakeppninni,“ sagði Alda Leif sem átti þó auðvelt með að setja sig í spor Chynnu Brown, því Alda meiddist sjálf rétt áður en úrslitakeppnin hófst í fyrra. Átti þrjú börn milli titla  14 ár liðu milli Íslandsmeistaratitla hjá Öldu Leif Jónsdóttur  Erfiðum vetri hennar lauk með titli  Sjokk að missa Brown  Þakklát fyrir stuðninginn Djásnið Alda Leif Jónsdóttir með allt djásnið sitt. Börnin sín þrjú, Elínu Eygló, Jón Breka og Dagnýju Köru ásamt bikurunum fyrir að verða Íslandsmeistari kvenna í körfubolta með Snæfelli á sunnudag. ÞRIÐJUDAGUR 8. APRÍL 2014 ÍÞRÓTTIR Evrópukeppnin Ísland verður í öðrum styrkleikaflokki þegar dregið er í riðla fyrir EM 2016 á föstudaginn. Mikilvægt að ná langt í keppninni í Póllandi til að eiga möguleika á Ólympíuleikum. 4 Íþróttir mbl.is Gylfi Þór Sig- urðsson og fé- lagar í Totten- ham létu fullyrðingar Sky Sports um að knattspyrnu- stjórinn Tim Sherwood yrði látinn fara í sum- ar ekki hafa nein áhrif á sig í gær- kvöld, þegar þeir völtuðu yfir Sun- derland, 5:1. Sherwood gerði samn- ing til sumarsins 2015, þegar hann tók við af André Villas-Boas í vetur, en verður ekki treyst til að halda áfram eftir þetta tímabil, samkvæmt frétt Sky. Litlu virðist skipta þó að honum takist að stýra Tottenham til 6. sætis, og þar með í forkeppni Evr- ópudeildarinnar á kostnað Eng- landsmeistara Manchester United. Sunderland komst yfir snemma leiks í gær eftir slæm varnarmistök Vlads Chiriches, en mörk frá Gylfa, Christian Eriksen, Harry Kane og tvö frá Emmanuel Adebayor tryggðu Tottenham sigur. Gylfi skoraði lokamarkið í uppbótartíma, eftir að hafa komið inná 10 mínútum fyrr. Gylfi hefur þar með skorað fimm mörk í úrvalsdeildinni í vetur og er fjórði markahæstur hjá Tottenham, sem tókst loksins að losna við mínus- táknið framan af markatölu sinni. sindris@mbl.is Gylfi batt slaufuna á „kveðjugjöf“ Gylfi Þór Sigurðsson Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson thorkell@mbl.is Magnús Stefánsson frá Fagra- skógi, leikmaður ÍBV í Olísdeild karla í handknattleik, mun ekki leika neitt í bráð með liðinu á Ís- landsmótinu. Magnús meiddist illa í öxl í deildarleik gegn ÍR í lok síð- asta mánaðar og hefur verið með mikla verki síðan. „Ég er bara langt frá því að vera góður. Ég fer í skoðun á morgun [í dag] hjá axlar- bæklunarskurðlækni sem tekur stöðuna á þessu,“ sagði Magnús þegar Morgunblaðið ræddi við hann í gær. Meiðslin líta þó ekki vel út hjá Magnúsi. „Það lítur allt út fyrir það að liðband í öxl, sem heldur herðablaðinu niðri við axlarliðinn, sé slitið. Ég fékk talsverða byltu í leiknum gegn ÍR, og í henni hefur liðbandið slitnað. Það er hins veg- ar ekki ljóst hvort ég þarf aðgerð eða ekki,“ segir Magnús sem neit- ar að trúa því að tímabilinu sé lok- ið hjá honum, þó hann spili klár- lega ekki síðustu tvo deildarleikina með Eyjamönnum. Útilokar ekki að spila „Það er svo langt síðan maður hefur verið í svona miklu dauða- færi að taka titilinn. Maður hefur oft komist í fjögurra liða úrslit. Ég finn bara hvað býr í liðinu og mér finnst við eiga virkilega möguleika á því að verða Íslandsmeistarar. Þannig að það væri sérstaklega sárt að vera frá út leiktíðina. Ég mun allavega ekki útiloka það að spila aftur á þessari leiktíð nema læknirinn segi mér það á morgun [í dag],“ sagði Magnús Stefánsson með keppnisskapið í lagi þó öxlin sé það greinilega ekki. Magnús ekki í úrslitakeppninni?  Langt frá því að vera orðinn góður eftir að hafa meiðst í öxl í leik gegn ÍR 8. apríl 1966 Íslenska karlalandsliðið í körfu- knattleik burstar Norðmenn, 74:39, í fyrsta leik sínum á Norð- urlandamótinu í Kaupmannahöfn. Þorsteinn Hall- grímsson skorar 16 stig, Einar Matt- híasson 15 og Kol- beinn 15 fyrir íslenska liðið. 8. apríl 1977 Ísland sigrar Lúxemborg, 106:88, í síðasta leik sínum í C- keppni Evrópumóts karla í körfuknattleik í Hampstead á Englandi og hafnar í fimmta sæti með þrjá sigra og tvö töp. Jón Sigurðsson og Pétur Guðmunds- son eru báðir valdir í úrvalslið keppninnar. 8. apríl 2000 Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu nær óvæntu jafn- tefli, 0:0, gegn heimsmeisturum Bandaríkjanna í vináttulandsleik í Charlotte. Þessum úrslitum nær liðið með öguðum varnarleik og frábærri markvarsla Þóru B. Helgadóttur. Á ÞESSUM DEGI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.