Morgunblaðið - 08.04.2014, Blaðsíða 3
Í NJARÐVÍK
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Íslands- og bikarmeistararnir frá
Grindavík svöruðu fyrir sig gegn
Njarðvík í undanúrslitum Dominos-
deildar karla í körfuknattleik í gær-
kvöldi. Grindvíkingar héldu til Njarð-
víkur og tókst að temja ljónin í sjálfri
Ljónagryfjunni eins og hið sögufræga
Íþróttahús í Njarðvík er kallað í dag-
legu tali. Grindavík sigraði 95:73 og
jafnaði þar með metin, 1:1, í rimmunni.
Njarðvík kom nokkuð á óvart með því
að vinna fyrsta leikinn í Grindavík en
heimaleikjarétturinn er nú aftur í
höndum Grindvíkinga. Næsti leikur
verður í Grindavík en vinna þarf þrjá
leiki til þess að komast í úrslitarimm-
una um Íslandsmeistaratitilinn.
Stuðningsmenn liðanna fylltu
Ljónagryfjuna í gærkvöldi og rúmlega
helmingur þeirra vildi sjá ljónatemj-
ara verða ljónunum að bráð. Ljóna-
temjurunum stjórnaði Sverrir Þór
Sverrisson sem þekkir hvern krók og
kima í Ljónagryfjunni enda lék hann
með Njarðvík um tíma bæði í körfu-
bolta og einnig í fótbolta. Sverrir fékk
sína menn upp á tábergið í gærkvöldi
og Grindvíkingar léku eins og hand-
höfum beggja stóru titlanna sæmir.
Þótt Grindavík hafi verið sig-
urstranglegra liðið fyrir rimmuna þá
var almennt ekki talið að það væri
neitt áhlaupaverk að temja ljónin í
Ljónagryfjunni því Njarðvík hafði
unnið sjö leiki í röð.
Hitti í fyrstu fimm þristunum
Leikurinn varð því miður aldrei
verulega spennandi. Strax í fyrsta
leikhluta náði Grindavík ágætri for-
ystu og eftir það tókst Njarðvík ekki
að minnka muninn niður í minna en
sex stig. Lewis Clinch jr. var vægast
sagt heitur fyrir Grindavík í fyrri hálf-
leik því þá skoraði hann 25 stig og hitti
úr fimm af fimm þriggja stiga skotum
sínum.
Á hinn bóginn var Elvar Frið-
riksson ískaldur hjá Njarðvík en hann
og Logi Gunnarsson mynda eitt eitr-
aðasta bakvarðapar deildarinnar. Eiga
þeir talsvert inni miðað við þennan leik
en voru þó ávallt ákveðnir og áræðnir í
sínum aðgerðum og munu varla eiga
fleiri svona leiki í rimmunni. Sókn-
arleikur Njarðvíkinga var oft og tíðum
ómarkviss, sérstaklega í fyrri hálfleik,
en í þeim síðari reyndu þeir oftar að
leita að auðveldari skotum undir körf-
unni. Tracy Smith nýtur sín ágætlega í
slíkri stöðu og skoraði alls 29 stig.
Grindvíkingar höfðu betur í frá-
kastabaráttunni og Ómar Örn Sæv-
arsson átti til að mynda skínandi góð-
an leik með 19 fráköst og 18 stig. Þá
fékk Grindavík gott framlag af vara-
mannabekknum frá Njarðvíkingnum
Daníel Geir Guðmundssyni sem skor-
aði 8 stig að þessu sinni.
Ólíkur reynsluheimur
Fyrir hönd okkar sem viljum fá
langa og spennandi rimmu, þá óttast
ég að þessi leikur hafi slegið leikmenn
Njarðvíkur út af laginu. Reynslu-
heimur þeirra er annar en leikmanna
Grindavíkur sem hafa landað titlinum
síðustu tvö árin. Auk þess hefði verið
ákjósanlegt fyrir UMFN að komast í
2:0 á heimavelli því breiddin á að heita
meiri í leikmannahópi UMFG. Það
ætti því að vera vatn á myllu Grinda-
víkur ef leikirnir verða margir. Spurn-
ingin er hvort Njarðvíkingum tekst að
sleika sárin í tæka tíð fyrir næsta leik
og komast aftur á sigurbraut. Til þess
hafa þeir fremur nauman tíma.
Ljónin tamin í Ljóna-
gryfjunni í Njarðvík
Morgunblaðið/Golli
Tröllatvenna Lewis Clinch fór á kostum í Njarðvík í gærkvöld og náði tröllatvennu; skoraði 29 stig og tók 12 fráköst.
Meistararnir frá Grindavík bundu enda á sjö leikja sigurgöngu Njarðvíkinga
Íslenska karlalandsliðið í íshokkí heldur í dag frá Svíþjóð til
Serbíu þar sem það mætir sterku liði Eistlands á morgun í
fyrsta leik sínum í A-riðli 2. deildar HM þetta árið. Ísland lék
einu æfingaleiki sína fyrir mótið í Svíþjóð um helgina og tapaði
þá gegn Helsingborg, 5:0, og svo gegn Tyringe, 5:3. Tim Brit-
hén landsliðsþjálfari segir ljóst að þessi lið séu líklega sterkari
en þau sem Ísland mætir á HM, en Helsingborg var nálægt því
að komast upp í B-deild í vor og Tyringe vann D-deildina.
„Ég er pínulítið hissa á að sjá hvað við erum góðir. Þetta lítur
mjög vel út. Við mættum þarna tveimur liðum sem eru betri en
þau sem við mætum á HM. Eistland á til að mynda sex leik-
menn sem leika í sömu deild og Tyringe,“ sagði Brithén við
Morgunblaðið.
„Leikmenn Helsingborgar voru mjög fljótir og við áttum erf-
itt með að ráða við það en lékum þétta vörn sem virkaði vel
gegn þeim, þrátt fyrir að við fengjum mikið af brottvísunum.
Það var 0:0 eftir fyrsta leikhluta en svo 2:0
eftir annan, og 5:0 í lokin. Við höfðum ekki
orku til að halda út en þetta var mjög góður
leikur hjá okkur,“ sagði Brithén um fyrri
leikinn.
„Tyringe er einnig mjög gott lið. Leik-
mennirnir voru ekki eins fljótir og hjá Hels-
ingborg en spiluðu mjög vel á milli sín. Þeir
skoruðu þrjú mörk þegar þeir voru manni
fleiri, eftir heimskulegar brottvísanir hjá
okkur, og svoleiðis gengur auðvitað ekki á
HM. Heilt yfir stóð liðið sig hins vegar mjög
vel,“ sagði Brithén.
Morgunblaðið og mbl.is munu fjalla ítarlega um HM frá Bel-
grad í Serbíu næstu daga. Mótið stendur yfir dagana 9.-15. apr-
íl. sindris@mbl.is
Tveir tapleikir en mjög jákvæð teikn á lofti
Tim
Brithén
ÍÞRÓTTIR 3
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. APRÍL 2014
Viðar ÖrnKjart-
ansson, fram-
herji Vålerenga,
er í liði umferð-
arinnar eftir aðra
umferð norsku
úrvalsdeild-
arinnar í knatt-
spyrnu hjá net-
miðlinum altomfotball.no. Viðar
skoraði tvívegis í 3:1 sigri Óslóarliðs-
ins á Bodö/Glimt á sunnudaginn og
er einn af sex leikmönnum sem hafa
gert tvö mörk í fyrstu tveimur um-
ferðum deildarinnar. Jón Daði
Böðvarsson hjá Viking er einn af
hinum fimm.
Danski landsliðsmarkvörðurinnNiklas Landin, sem einnig er
markvörður hjá þýska handknatt-
leiksliðinu Rhein-Neckar Löwen,
sem Guðmundur Þórður Guð-
mundsson þjálfar, meiddist á hné í
kappleik á fjögurra þjóða móti í
handknattleik í Danmörku um
helgina. Þessi meiðsli koma á versta
tíma því framundan eru mikilvægir
leikir hjá Rhein-Neckar Löwen.
Frjálsíþrótta-konan Fjóla
Signý Hannes-
dóttir hefur sam-
ið við sænska fé-
lagið Falu IK um
að keppa fyrir
þess hönd á
sænska meistara-
mótinu í sumar.
Þar með má hún ekki keppa nema
sem gestur á Íslandsmótinu utan-
húss í sumar en samkvæmt reglum
sænska frjálsíþróttasambandsins
má sá sem keppir fyrir sænskt félag
á mótinu ekki vera landsmeistari í
öðru landi. Fjóla er fyrirliði kvenna-
liðs HSK og má keppa í bikarkeppni
FRÍ en hún hefur verið í fremstu röð
hér á landi bæði í grindahlaupi og
hástökki.
Enska knattspyrnufélagið South-ampton staðfesti í gær að
framherjinn Jay Rodriguez hefði
slitið krossband í hné í leik liðsins
gegn Manchester City í úrvalsdeild-
inni á laugardaginn. Þetta er mikið
áfall fyrir Southampton og ekki síð-
ur fyrir Rodriguez sjálfan sem
komst í enska landsliðshópinn í vet-
ur og var talinn eiga góða möguleika
á að fara með enska liðinu á HM í
Brasilíu í sumar.
Rodriguez er 24 ára gamall og
hefur skorað 15 mörk í 33 leikjum
Southampton í úrvalsdeildinni í vet-
ur.
Ástralinn Matt Jones vanndramatískan og mikilvægan
sigur á opna Houston-mótinu í golfi í
fyrrakvöld þegar hann sigraði Matt
Kuchar frá Bandaríkjunum á fyrstu
holu í bráðabana, en þeir höfðu end-
að jafnir og efstir. Jones setti kúluna
niður af 40 metra færi, tryggði sér
sigurinn og jafnframt keppnisrétt á
Masters í fyrsta skipti.
Fólk folk@mbl.is
Dortmund gæti hafa fengið líflínu í einvígi sínu við
Real Madrid, í formi meiðsla Cristiano Ronaldo sem
ólíklegt er að taki þátt í seinni leik liðanna í Dort-
mund í kvöld, í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evr-
ópu í knattspyrnu. Ronaldo varð að draga sig í hlé
eftir 20 mínútna æfingu í gær vegna hnémeiðslanna
sem hafa plagað hann síðustu vikur.
Þetta er vatn á myllu Dortmund sem þarf að
vinna upp 3:0 forskot en liðið hefur þar að auki end-
urheimt framherjann magnaða Robert Lewan-
dowski.
José Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, segir
að það kæmi engum á óvart þó liðið félli úr leik í kvöld, eftir að hafa
tapað 3:1 gegn PSG í Frakklandi í síðustu viku. Allir búist við því að
frönsku meistararnir láti kné fylgja kviði og komist áfram í undan-
úrslitin. Leikir kvöldsins hefjast kl. 18.45. sindris@mbl.is
Vonarglæta hjá Dortmund
Cristiano
Ronaldo
Njarðvík, undanúrslit karla, annar
leikur, mánudag 7. apríl 2014.
Gangur leiksins: 0:6, 4:9, 7:15,
13:25, 23:29, 23:32, 27:38, 36:47,
42:49, 44:53, 48:61, 55:72, 61:79,
66:86, 69:90, 73:95.
Njarðvík: Tracy Smith Jr. 29/12 frá-
köst, Elvar Már Friðriksson 12/4 frá-
köst, Logi Gunnarsson 9/7 stoð-
sendingar, Maciej Stanislav Baginski
9, Hjörtur Hrafn Einarsson 8/4 frá-
köst, Óli Ragnar Alexandersson 2,
Ólafur Helgi Jónsson 2, Egill Jón-
asson 2.
Fráköst: 23 í vörn, 10 í sókn.
Grindavík: Earnest Lewis Clinch Jr.
34, Ómar Örn Sævarsson 18/19 frá-
köst, Sigurður Gunnar Þorsteinsson
14/18 fráköst, Jóhann Árni Ólafsson
10, Ólafur Ólafsson 8/6 fráköst,
Daníel Guðni Guðmundsson 8, Hin-
rik Guðbjartsson 3.
Fráköst: 29 í vörn, 20 í sókn.
Dómarar: Leifur S. Garðarsson,
Björgvin Rúnarsson og Eggert Þór
Aðalsteinsson.
Staðan er 1:1 og næsti leikur er í
Grindavík á föstudag.
Njarðvík – Grindavík 73:95