Morgunblaðið

Date
  • previous monthApril 2014next month
    MoTuWeThFrSaSu
    31123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    2829301234
    567891011

Morgunblaðið - 08.04.2014, Page 3

Morgunblaðið - 08.04.2014, Page 3
Í NJARÐVÍK Kristján Jónsson kris@mbl.is Íslands- og bikarmeistararnir frá Grindavík svöruðu fyrir sig gegn Njarðvík í undanúrslitum Dominos- deildar karla í körfuknattleik í gær- kvöldi. Grindvíkingar héldu til Njarð- víkur og tókst að temja ljónin í sjálfri Ljónagryfjunni eins og hið sögufræga Íþróttahús í Njarðvík er kallað í dag- legu tali. Grindavík sigraði 95:73 og jafnaði þar með metin, 1:1, í rimmunni. Njarðvík kom nokkuð á óvart með því að vinna fyrsta leikinn í Grindavík en heimaleikjarétturinn er nú aftur í höndum Grindvíkinga. Næsti leikur verður í Grindavík en vinna þarf þrjá leiki til þess að komast í úrslitarimm- una um Íslandsmeistaratitilinn. Stuðningsmenn liðanna fylltu Ljónagryfjuna í gærkvöldi og rúmlega helmingur þeirra vildi sjá ljónatemj- ara verða ljónunum að bráð. Ljóna- temjurunum stjórnaði Sverrir Þór Sverrisson sem þekkir hvern krók og kima í Ljónagryfjunni enda lék hann með Njarðvík um tíma bæði í körfu- bolta og einnig í fótbolta. Sverrir fékk sína menn upp á tábergið í gærkvöldi og Grindvíkingar léku eins og hand- höfum beggja stóru titlanna sæmir. Þótt Grindavík hafi verið sig- urstranglegra liðið fyrir rimmuna þá var almennt ekki talið að það væri neitt áhlaupaverk að temja ljónin í Ljónagryfjunni því Njarðvík hafði unnið sjö leiki í röð. Hitti í fyrstu fimm þristunum Leikurinn varð því miður aldrei verulega spennandi. Strax í fyrsta leikhluta náði Grindavík ágætri for- ystu og eftir það tókst Njarðvík ekki að minnka muninn niður í minna en sex stig. Lewis Clinch jr. var vægast sagt heitur fyrir Grindavík í fyrri hálf- leik því þá skoraði hann 25 stig og hitti úr fimm af fimm þriggja stiga skotum sínum. Á hinn bóginn var Elvar Frið- riksson ískaldur hjá Njarðvík en hann og Logi Gunnarsson mynda eitt eitr- aðasta bakvarðapar deildarinnar. Eiga þeir talsvert inni miðað við þennan leik en voru þó ávallt ákveðnir og áræðnir í sínum aðgerðum og munu varla eiga fleiri svona leiki í rimmunni. Sókn- arleikur Njarðvíkinga var oft og tíðum ómarkviss, sérstaklega í fyrri hálfleik, en í þeim síðari reyndu þeir oftar að leita að auðveldari skotum undir körf- unni. Tracy Smith nýtur sín ágætlega í slíkri stöðu og skoraði alls 29 stig. Grindvíkingar höfðu betur í frá- kastabaráttunni og Ómar Örn Sæv- arsson átti til að mynda skínandi góð- an leik með 19 fráköst og 18 stig. Þá fékk Grindavík gott framlag af vara- mannabekknum frá Njarðvíkingnum Daníel Geir Guðmundssyni sem skor- aði 8 stig að þessu sinni. Ólíkur reynsluheimur Fyrir hönd okkar sem viljum fá langa og spennandi rimmu, þá óttast ég að þessi leikur hafi slegið leikmenn Njarðvíkur út af laginu. Reynslu- heimur þeirra er annar en leikmanna Grindavíkur sem hafa landað titlinum síðustu tvö árin. Auk þess hefði verið ákjósanlegt fyrir UMFN að komast í 2:0 á heimavelli því breiddin á að heita meiri í leikmannahópi UMFG. Það ætti því að vera vatn á myllu Grinda- víkur ef leikirnir verða margir. Spurn- ingin er hvort Njarðvíkingum tekst að sleika sárin í tæka tíð fyrir næsta leik og komast aftur á sigurbraut. Til þess hafa þeir fremur nauman tíma. Ljónin tamin í Ljóna- gryfjunni í Njarðvík Morgunblaðið/Golli Tröllatvenna Lewis Clinch fór á kostum í Njarðvík í gærkvöld og náði tröllatvennu; skoraði 29 stig og tók 12 fráköst.  Meistararnir frá Grindavík bundu enda á sjö leikja sigurgöngu Njarðvíkinga Íslenska karlalandsliðið í íshokkí heldur í dag frá Svíþjóð til Serbíu þar sem það mætir sterku liði Eistlands á morgun í fyrsta leik sínum í A-riðli 2. deildar HM þetta árið. Ísland lék einu æfingaleiki sína fyrir mótið í Svíþjóð um helgina og tapaði þá gegn Helsingborg, 5:0, og svo gegn Tyringe, 5:3. Tim Brit- hén landsliðsþjálfari segir ljóst að þessi lið séu líklega sterkari en þau sem Ísland mætir á HM, en Helsingborg var nálægt því að komast upp í B-deild í vor og Tyringe vann D-deildina. „Ég er pínulítið hissa á að sjá hvað við erum góðir. Þetta lítur mjög vel út. Við mættum þarna tveimur liðum sem eru betri en þau sem við mætum á HM. Eistland á til að mynda sex leik- menn sem leika í sömu deild og Tyringe,“ sagði Brithén við Morgunblaðið. „Leikmenn Helsingborgar voru mjög fljótir og við áttum erf- itt með að ráða við það en lékum þétta vörn sem virkaði vel gegn þeim, þrátt fyrir að við fengjum mikið af brottvísunum. Það var 0:0 eftir fyrsta leikhluta en svo 2:0 eftir annan, og 5:0 í lokin. Við höfðum ekki orku til að halda út en þetta var mjög góður leikur hjá okkur,“ sagði Brithén um fyrri leikinn. „Tyringe er einnig mjög gott lið. Leik- mennirnir voru ekki eins fljótir og hjá Hels- ingborg en spiluðu mjög vel á milli sín. Þeir skoruðu þrjú mörk þegar þeir voru manni fleiri, eftir heimskulegar brottvísanir hjá okkur, og svoleiðis gengur auðvitað ekki á HM. Heilt yfir stóð liðið sig hins vegar mjög vel,“ sagði Brithén. Morgunblaðið og mbl.is munu fjalla ítarlega um HM frá Bel- grad í Serbíu næstu daga. Mótið stendur yfir dagana 9.-15. apr- íl. sindris@mbl.is Tveir tapleikir en mjög jákvæð teikn á lofti Tim Brithén ÍÞRÓTTIR 3 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. APRÍL 2014 Viðar ÖrnKjart- ansson, fram- herji Vålerenga, er í liði umferð- arinnar eftir aðra umferð norsku úrvalsdeild- arinnar í knatt- spyrnu hjá net- miðlinum altomfotball.no. Viðar skoraði tvívegis í 3:1 sigri Óslóarliðs- ins á Bodö/Glimt á sunnudaginn og er einn af sex leikmönnum sem hafa gert tvö mörk í fyrstu tveimur um- ferðum deildarinnar. Jón Daði Böðvarsson hjá Viking er einn af hinum fimm.    Danski landsliðsmarkvörðurinnNiklas Landin, sem einnig er markvörður hjá þýska handknatt- leiksliðinu Rhein-Neckar Löwen, sem Guðmundur Þórður Guð- mundsson þjálfar, meiddist á hné í kappleik á fjögurra þjóða móti í handknattleik í Danmörku um helgina. Þessi meiðsli koma á versta tíma því framundan eru mikilvægir leikir hjá Rhein-Neckar Löwen.    Frjálsíþrótta-konan Fjóla Signý Hannes- dóttir hefur sam- ið við sænska fé- lagið Falu IK um að keppa fyrir þess hönd á sænska meistara- mótinu í sumar. Þar með má hún ekki keppa nema sem gestur á Íslandsmótinu utan- húss í sumar en samkvæmt reglum sænska frjálsíþróttasambandsins má sá sem keppir fyrir sænskt félag á mótinu ekki vera landsmeistari í öðru landi. Fjóla er fyrirliði kvenna- liðs HSK og má keppa í bikarkeppni FRÍ en hún hefur verið í fremstu röð hér á landi bæði í grindahlaupi og hástökki.    Enska knattspyrnufélagið South-ampton staðfesti í gær að framherjinn Jay Rodriguez hefði slitið krossband í hné í leik liðsins gegn Manchester City í úrvalsdeild- inni á laugardaginn. Þetta er mikið áfall fyrir Southampton og ekki síð- ur fyrir Rodriguez sjálfan sem komst í enska landsliðshópinn í vet- ur og var talinn eiga góða möguleika á að fara með enska liðinu á HM í Brasilíu í sumar. Rodriguez er 24 ára gamall og hefur skorað 15 mörk í 33 leikjum Southampton í úrvalsdeildinni í vet- ur.    Ástralinn Matt Jones vanndramatískan og mikilvægan sigur á opna Houston-mótinu í golfi í fyrrakvöld þegar hann sigraði Matt Kuchar frá Bandaríkjunum á fyrstu holu í bráðabana, en þeir höfðu end- að jafnir og efstir. Jones setti kúluna niður af 40 metra færi, tryggði sér sigurinn og jafnframt keppnisrétt á Masters í fyrsta skipti. Fólk folk@mbl.is Dortmund gæti hafa fengið líflínu í einvígi sínu við Real Madrid, í formi meiðsla Cristiano Ronaldo sem ólíklegt er að taki þátt í seinni leik liðanna í Dort- mund í kvöld, í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evr- ópu í knattspyrnu. Ronaldo varð að draga sig í hlé eftir 20 mínútna æfingu í gær vegna hnémeiðslanna sem hafa plagað hann síðustu vikur. Þetta er vatn á myllu Dortmund sem þarf að vinna upp 3:0 forskot en liðið hefur þar að auki end- urheimt framherjann magnaða Robert Lewan- dowski. José Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, segir að það kæmi engum á óvart þó liðið félli úr leik í kvöld, eftir að hafa tapað 3:1 gegn PSG í Frakklandi í síðustu viku. Allir búist við því að frönsku meistararnir láti kné fylgja kviði og komist áfram í undan- úrslitin. Leikir kvöldsins hefjast kl. 18.45. sindris@mbl.is Vonarglæta hjá Dortmund Cristiano Ronaldo Njarðvík, undanúrslit karla, annar leikur, mánudag 7. apríl 2014. Gangur leiksins: 0:6, 4:9, 7:15, 13:25, 23:29, 23:32, 27:38, 36:47, 42:49, 44:53, 48:61, 55:72, 61:79, 66:86, 69:90, 73:95. Njarðvík: Tracy Smith Jr. 29/12 frá- köst, Elvar Már Friðriksson 12/4 frá- köst, Logi Gunnarsson 9/7 stoð- sendingar, Maciej Stanislav Baginski 9, Hjörtur Hrafn Einarsson 8/4 frá- köst, Óli Ragnar Alexandersson 2, Ólafur Helgi Jónsson 2, Egill Jón- asson 2. Fráköst: 23 í vörn, 10 í sókn. Grindavík: Earnest Lewis Clinch Jr. 34, Ómar Örn Sævarsson 18/19 frá- köst, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 14/18 fráköst, Jóhann Árni Ólafsson 10, Ólafur Ólafsson 8/6 fráköst, Daníel Guðni Guðmundsson 8, Hin- rik Guðbjartsson 3. Fráköst: 29 í vörn, 20 í sókn. Dómarar: Leifur S. Garðarsson, Björgvin Rúnarsson og Eggert Þór Aðalsteinsson.  Staðan er 1:1 og næsti leikur er í Grindavík á föstudag. Njarðvík – Grindavík 73:95

x

Morgunblaðið

Publication Type:
Collection:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Language:
Volumes:
111
Issues:
55869
Registered Articles:
3
Published:
1913-present
Available till:
31.12.2024
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Locations:
Editor:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-present)
Haraldur Johannessen (2009-present)
Publisher:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-present)
Keyword:
Description:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Sponsor:
Supplements:

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue: Íþróttir (08.04.2014)
https://timarit.is/issue/373157

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.

Íþróttir (08.04.2014)

Actions: