Morgunblaðið - 10.04.2014, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.04.2014, Blaðsíða 2
2 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. APRÍL 2014 HM Í ÍSHOKKÍ Sindri Sverrisson Belgrad Þótt Eistland standi sannarlega enn stalli ofar en Ísland í íshokkíheim- inum er sá stallur alltaf að minnka. Bilið á milli liðanna er í raun orðið það lítið að ekki þarf nema smáskammt af heppni til að brúa það, ef marka má viðureign þjóðanna í fyrstu umferð A- riðils 2. deildar HM hér í Belgrad. Eistlendingar voru fyrirfram álitnir sterkasta þjóð mótsins og það er ekk- ert skrýtið. Þeir telja sig vera 1. deild- ar þjóð, enda langflestir atvinnumenn, og eftir að hafa fallið í fyrra ætla þeir sér einfaldlega beint upp aftur. Ísland hefur ekki verið nein fyrirstaða fyrir þá í gegnum tíðina en nú var raunin önnur, þótt Eistland hafi vissulega farið með sigur af hólmi að lokum, 4:1. Eistland hefur unnið fyrri viður- eignir þjóðanna með miklum yfirburð- um, fyrst 16:1 og svo með fimm marka mun í síðustu tveimur leikjum, 6:1 og 7:2. Leikurinn í gær var hins vegar jafn og spennandi langt fram í loka- leikhlutann. Eistlendingar sóttu stíft að íslenska markinu í fyrsta leikhlutanum og í raun leist manni ekkert á blikuna á þeim kafla. Dennis Hedström sýndi hins vegar enn á ný hversu góður markvörður hann er og sá við mörg- um góðum skottilraunum. Eina mark Eistlands í fyrsta leikhluta kom úr skoti sem hann var grátlega nærri því að verja. Minni þjóðir mega vara sig Ísland jafnaði metin með afar lag- legu marki frá eina atvinnumanni sín- um, Emil Alengård, sem afgreiddi pökkinn í hornið eftir góðan undir- búning Robins Hedström. Leikur ís- lenska liðsins lofaði mjög góðu á þess- um kafla en Eistland nýtti sér brottvísun og komst fljótt yfir á nýjan leik og bætti við þriðja markinu úr skyndisókn. Í lokaþriðjungnum var jafnræði með liðunum en Eistlend- ingar bættu við fjórða markinu áður en yfir lauk. Hin skæða aðalsóknarlína Íslands, skipuð Emil, Robin og Jóni Benedikt Gíslasyni, sýndi á köflum í leiknum í gær hvílíkum usla hún getur valdið gegn svo sterkum andstæðingi. Megi minni þjóðir mótsins vara sig. Varn- arvinna íslenska liðsins var jafnframt til sóma og Dennis maður leiksins í markinu eins og stundum áður í gegn- um árin. Í hefndarhug gegn Belgum Þótt þriggja marka tap sé aldrei eitthvað til að hrópa húrra yfir gefur leikur Íslands góð fyrirheit um að það sé ekki bara í nösunum á mönnum að ætla að ná verðlaunum. Til þess þarf liðið að jafna eða toppa sinn besta ár- angur í sögunni, og fyrsta skrefið er að ná fram hefndum gegn Belgum sem skelltu Íslandi í fyrsta leik á HM í fyrra, einnig 4:1. sindris@mbl.is Þarf lítið til að brúa bilið Ljósmynd/IIHF Sókn Jón Benedikt Gíslason og Andri Helgason sækja að Mark Rajevski markverði Eista í leiknum í Belgrad í gær. Ingvar Jónsson (25) og Aleksandr Ossipov fylgjast með. Íslenska liðið veitti Eistum harða keppni allan tímann.  Tap gegn „bestu“ þjóðinni, Eistlandi, í fyrsta leik á HM í Belgrad  Emil með eina mark Íslands sem veitti Eistum keppni í fyrsta sinn  Mæta Belgum í dag HM í Serbíu » Ísland er í riðli með Eistlandi, Belgíu, Serbíu, Ísrael og Ástr- alíu. Næsti leikur Íslands er gegn Belgíu í dag kl. 14.30 að ís- lenskum tíma. » Ein þjóð kemst upp í 1. deild en þar spilaði Eistland í fyrra. » Emil Alengård skoraði mark Íslands eftir sendingu frá Robin Hedström. Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Bayern München, Atlético Madríd, Chelsea og Real Madríd. Eitt þess- arra fjögurra liða verður Evr- ópumeistari í knattspyrnu í vor. Tvö þau fyrrnefndu bættust í hópinn í gærkvöld þegar þau slógu út Man- chester United og Barcelona. Real Madríd getur unnið keppnina í 10. skipti, Bayern í sjötta skipti og Chelsea í annað sinn. Atlético Madr- íd er hinsvegar nýliðinn í þessum hópi en í ár eru einmitt 40 ár síðan liðið lék sinn fyrsta og eina úrslita- leik til þessa um Evrópumeistaratit- ilinn. Það var einmitt gegn Bayern München, sem þá burstaði Atlético 4:0 í úrslitaleik í Brussel. Þegar dregið verður til undanúrslitanna á morgun getur sú staða komið upp að Bayern og Atlético eigi möguleika á að endurtaka leikinn, fjórum ára- tugum síðar. Að þessu sinni fer úr- slitaleikurinn fram í Lissabon, laug- ardaginn 24. maí. Fjórfaldir meistarar Barcelona lutu í gras í Madríd þar sem Atlético vann seinni leik liðanna, 1:0, og ein- vígið þar með 2:1 samanlagt. Þetta er í fyrsta sinn í sjö ár sem Katalón- íuliðið kemst ekki í undanúrslit Meistaradeildarinnar. Koke skoraði markið strax á 6. mínútu og leikmenn Atlético gátu hæglega gert fleiri mörk í kjölfarið því þeir áttu þrjú skot í stöng og slá á fyrstu 20 mínútunum. Barcelona var mun meira með boltann en var ekki sannfærandi. Katalónarnir fengu þó sín færi og þeir Neymar og Lionel Messi hefðu hæglega getað jafnað metin og knúið fram fram- lengingu. Heldur betur stórt kvöld fyrir Atlético og andlegur styrkur fyrir liðið í slagnum við Barcelona og Real Madríd um spænska meist- aratitilinn. Sú barátta gæti hæglega endað með úrslitaleik Barcelona og Atlético á Camp Nou í lokaumferð- inni. Draumamark Evra dugði skammt Bayern þurfti heldur betur að hafa fyrir því að brjóta niður Man- chester United sem lengi vel gaf fá færi á sér, rétt eins og í fyrri við- ureigninni á Old Trafford. Síðan virtist ævintýri í uppsigl- ingu fyrir David Moyes og hans menn þegar Patrice Evra skoraði sannkallað draumamark á 58. mín- útu. Hann þrumaði boltanum af 20 m færi beint uppí markvinkil Bæjara. En sælan var stutt því 22 sek- úndum eftir að Bayern hóf leikinn á miðju hafði Mario Mandzukic jafnað metin, 1:1. Framlengingu hefði þurft ef það hefðu verið lokatölurnar en leik- menn Bayern voru komnir á bragð- ið. Arjen Robben fór illa með vörn United, fyrst lagði hann upp mark fyrir Thomas Müller og innsiglaði svo sigurinn sjálfur, 3:1, eftir dæmi- gerðan sprett þvert fyrir framan vítateig enska liðsins. Þar með er ljóst að Manchester United verður ekki með í Meist- aradeildinni næsta vetur, nema eitt- hvað ótrúlegt gerist á lokaspretti úrvalsdeildarinnar. Tekur vonandi bara eitt ár „Nú einbeiti ég mér að því að koma liðinu aftur í þessa keppni. Vonandi mun sú uppbygging aðeins taka eitt ár,“ sagði David Moyes við fréttamenn eftir leikinn. Hann viðurkenndi að það hefði verið ákveðin áhætta að tefla Wayne Rooney fram meiddum í kvöld en Rooney fékk kvalastillandi sprautu til að geta spilað. „Mér fannst þetta stundum há honum í leiknum, að hann næði ekki nógu góðum spyrn- um, en hann er okkur svo geysilega dýrmætur,“ sagði Moyes. Endurtekið efni frá árinu 1974? AFP Kátir Koke, David Villa og Filipe Luis fagna á Vicente Calderon leikvanginum í Madríd. Þeir eru komnir með Atlético í undanúrslit Meistaradeildarinnar.  Atlético og Bayern gætu mæst á ný í úrslitaleik Meistaradeildarinnar Meistaradeild Evrópu 8-liða úrslit, seinni leikir: Bayern München – Manch. Utd ............. 3:1 Mario Mandzukic 59., Thomas Müller 68., Arjen Robben 76. – Patrice Evra 58.  Bayern München í undanúrslit, 4:2 sam- anlagt. Atlético Madríd – Barcelona.................. 1:0 Koke 6.  Atlético í undanúrslit, 2:1 samanlagt. UEFA-mót U17 karla Leikið í Belfast: Norður-Írland – Ísland............................ 1:0 Wales – Færeyjar..................................... 2:0  Wales er með 6 stig, Norður-Írland 6, Ís- land 0 og Færeyjar 0. Ísland og Færeyjar mætast á morgun. KNATTSPYRNA Olís-deild kvenna 8-liða úrslit, annar leikur: Grótta – Fram................................... 22:21  Grótta í undanúrslit, 2:0. HK – Stjarnan................................... 15:22  Stjarnan í undanúrslit, 2:0. Þýskaland Minden – Hamburg.......................... 28:34  Vignir Svavarsson skoraði ekki fyrir Minden. B-deild: Aue – Hildesheim............................. 29:30  Árni Þór Sigtryggsson skoraði 7 mörk fyrir Aue en Bjarki Már Gunnarsson og Sigtryggur Rúnarsson skoruðu ekki. Sveinbjörn Pétursson ver mark Aue og Rúnar Sigtryggsson þjálfar liðið. Frakkland St. Raphael – Chambéry ................. 28:27  Arnór Atlason skoraði 2 mörk fyrir St. Raphael. Noregur 8-liða úrslit karla, riðlakeppni: Bodö – Arendal ............................... 33:21  Einar Ingi Hrafnsson leikur með Ar- endal. Umspil karla, annar leikur: Nötteröy – Viking Stavanger......... 24:20  Hreiðar Levý Guðmundsson ver mark Nötteröy.  Nötteröy vann 48:47 samanlagt og heldur sæti sínu í úrvalsdeildinni. 8-liða úrslit, riðlakeppni: Stabæk – Vipers Kristiansand ....... 33:23  Þórey Rósa Stefánsdóttir skoraði 1 mark fyrir Vipers sem hefur lokið keppni. Danmörk Úrslitakeppnin: SönderjyskE – KIF Kolding ........... 24:23  Aron Kristjánsson þjálfar KIF. HANDBOLTI NBA-deildin Atlanta – Detroit ................................ 95:102 Minnesota – San Antonio................... 110:91 Miami – Brooklyn................................. 87:88 Utah – Dallas ........................................ 83:95 Sacramento – Oklahoma City ........... 92:107 LA Lakers – Houston ...................... 130:145 KÖRFUBOLTI KÖRFUKNATTLEIKUR Undanúrslit karla, þriðji leikur: DHL-höllin: KR – Stjarnan (2:0) ........ 19.15 1. deild kvenna, annar úrslitaleikur: Dalhús: Fjölnir – Breiðablik (0:1) ....... 19.15 HANDKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, Olís-deildin: Framhús: Fram – ÍR............................ 19.30 Schenkerhöll: Haukar – Akureyri ...... 19.30 Kaplakriki: FH – HK ........................... 19.30 Vestmannaeyjar: ÍBV – Valur ............ 19.30 KNATTSPYRNA Deildabikar karla, Lengjubikarinn: Selfossvöllur: Selfoss – Valur................... 19 Í KVÖLD! HM karla 2. deild, A-riðill, í Belgrad: Ísland – Eistland ...................................... 1:4 Ísrael – Ástralía ............................... (frl.) 4:3 Belgía – Serbía.......................................... 8:3 Staðan: Belgía 1 1 0 0 0 8:3 3 Eistland 1 1 0 0 0 4:1 3 Ísrael 1 0 1 0 0 4:3 2 Ástralía 1 0 0 1 0 3:4 1 Ísland 1 0 0 0 1 1:4 0 Serbía 1 0 0 0 1 3:8 0  Ísland mætir Belgíu klukkan 14.30 í dag. Leiknum verður lýst beint á mbl.is. 

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.