Morgunblaðið - 10.04.2014, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 10.04.2014, Blaðsíða 4
FÓTBOLTI Ívar Benediktsson iben@mbl.is „Við búum okkur undir að verða meira með boltann og æfum með það í huga að við þurfum að sýna þol- inmæði, leika vel og skapa okkur færi,“ segir Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari Íslands í kvenna- knattspyrnu, um væntanlega við- ureign Möltu og Íslands í und- ankeppni heimsmeistaramótsins á Centenary-leikvangi á Möltu í dag. Malta rekur lestina í riðlinum án stiga eftir fjóra leiki og hefur fengið á sig 21 mark í leikjunum án þess að hafa náð að svara fyrir sig. Íslenska landsliðið vann landslið Ísraels um liðna helgi, 1:0, og færðist þar með upp í annað sæti riðilsins. Freyr segir að áfram verði byggt á góðum leikjum og úrslitum lands- liðsins í síðustu leikjum. „Við verðum að halda áfram að byggja ofan á það sem hefur verið gert í síðustu leikjum. Eftir sigurinn á Ísrael höfum við unnið fjóra leiki í röð og ætlum að halda sigurgöng- unni áfram. Það er engin spurning,“ sagði Freyr í samtali við Morg- unblaðið í gær. Viljum vera áfram á sigurbraut „Það er algjörlega nauðsynlegt fyrir okkur að klára þetta verkefni á Möltu með sóma og með sigri til þess að halda þeirri stöðu sem við erum komin í í riðlinum. Fyrir leikinn við Ísrael var talað um að sigur í þeim leik væri skyldu- sigur. Ég var nú ekki alveg sammála því en hinsvegar er alveg ljóst að það er skylduverkefni fyrir okkur að vinna Möltu. Hér eru þrjú stig sem við eigum að fara með heim,“ segir Freyr en Ísland hefur aldrei mætt Möltu áður í A-landsleik kvenna. Ólíkt síðustu leikjum þar sem ís- lenska landsliðið hefur leikið gegn andstæðingum sem fyrirfram hafa verið álitnir sterkari eða jafnsterkir íslenska liðinu þá er Malta með mun veikara lið en það íslenska. Freyr segir að nú muni reyna á íslenska landsliðið þannig að það þori og vilji vera í leiðtogahlutverki í leiknum. „Nú verðum við að þora að sýna að við erum með betra liðið með því að koma með beint bak til leiks og þora að „keyra“ á andstæðinginn,“ segir Freyr. Munu verjast aftarlega Freyr segir að í ljósi undangeng- inna leikja Möltu-liðsins sé hætt við að leikmenn liðsins verjist aftarlega á leikvellinum og gefi fá færi á sér. Eftir 11:0 tap fyrir Sviss á dögunum er hætt við að Möltu-liðið reyni allt til þess að halda marki sínu hreinu með öllum tiltækum ráðum. Fyrir vikið muni leikmenn Möltu ekki hætta sér mikið fram á leikvöllinn til sóknar, að minnsta kosti ekki til að byrja með. „Ég á ekki von á öðru en að það verði nánast lagt rútu fyrir framan vítateiginn. Við verðum að finna leið- ir framhjá eða í gegnum þá hindrun. Það verður bara góð æfing fyrir lið mitt. Leikmenn verða að sýna gæði í leik sínum. Ég tel okkur vera á góðri leið með búa okkur undir góðan leik,“ segir Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna í knatt- spyrnu. Er leið framhjá rútunni?  Eftir fjóra sigurleiki í röð sækir íslenska landsliðið botnlið Möltu heim í undan- keppni HM  Malta steinlá fyrir Sviss á dögunum  Getur kostað þolinmæði Ljósmynd/KSÍ Malta Freyr Alexandersson ræðir við leikmenn Íslands á keppnisvellinum á Möltu, Centenary Stadium, en hann er í bænum Attard á miðri Miðjarðarhafseyjunni og við hliðina á þjóðarleikvanginum Ta’ Qali. Undankeppni HM » Sviss er í efsta sæti riðilsins með fullt hús stiga, 15, eftir 5 leiki. Sviss mætir Danmörku í dag á heimavelli. » Ísland er í öðru sæti með 6 stig eftir 3 leiki. Ísrael hefur 6 stig eftir 4 leiki og Danir 4 stig að loknum 3 leikjum. » Serbía er með 4 stig úr 5 leikjum og Malta er án stiga eftir 4 leiki. 4 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. APRÍL 2014 Á morgun hefst miðasala fyr- ir Evrópumótið í hópfimleikum sem verður haldið í Laugardals- höll í haust. Íslensku landsliðin unnu til tvennra gullverðlauna á síðasta EM og auk þess að kvennalandslið Íslands sé tvö- faldur Evrópumeistari er það líka margfaldur Norðurlandameistari í hópfimleikum. Í ljósi þess hve Ísland stend- ur framarlega í hópfimleikum er svolítið svekkjandi að ekkert heimsmeistaramót sé í greininni. Ástæðan fyrir því er þó einföld. Til að Alþjóðafimleikasambandið standi fyrir HM í einhverri teg- und fimleika þarf að vera keppt í þeirri tegund fimleika hjá öllum álfusamböndunum. Sem stendur er Evrópska fimleikasambandið eina sambandið sem stendur fyrir mótum í hópfimleikum. Um leið er ljóst að við munum ekki eignast íslenska ólympíu- fara í hópfimleikum í bráð, því fyrst ekkert HM er í hópfim- leikum verður ekki keppt í þeim heldur á Ólympíuleikum. Á Ólympíuleikunum í Ríó 2016 verður þó sérstök fim- leikasýning eða fimleika-gala að lokinni keppni í öllum tegundum fimleika á leikunum. Ég velti því fyrir mér hvort hópfimleikar gætu farið sem sýningargrein inn í galasýninguna í Ríó 2016. Þannig gætum við fengið okkar besta hópfimleikafólk á Ólymp- íuleika eftir krókaleiðum. Rétt eins og við áttum glímumenn á leikunum 1908 og 1912 þar sem glíman var sýningargrein. Hins vegar þekki ég ekki reglurnar. Kannski þurfa þeir sem leika listir sínar í fim- leikasýningunni í Ríó einnig að hafa lágmark inn á leikina. Von- andi samt ekki, því þá gæti opn- ast leið fyrir íslenskt hópfim- leikafólk. BAKVÖRÐUR Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson thorkell@mbl.is PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA: Fyrir kl. 16, mánudaginn 28. apríl. NÁNARI UPPLÝSINGAR: Katrín Theódórsdóttir kata@mbl.is Sími: 569-1105 Morgunblaðið gefur út glæsilegt sérblað um Íslandsmótið Pepsí-deild karla í knattspyrnu 2.maí. Farið verður um víðan völl og fróðlegar upplýsingar um liðin sem leika sumarið 2014. –– Meira fyrir lesendur SÉRBLAÐ ÍSLANDSMÓTIÐ PEPSÍ-DEILD KARLA Í KNATTSPYRNU 2014 Páskaegg úr 65% lífrænu súkkulaði sem kemur allt af ekrunni Madirofolo, af eyjunni Madagskar MOSFELLSBAKARÍ Háholti 13-15 Mosfellsbæ | Háaleitisbraut 58-60 Reykjavík s. 566 6145 | mosfellsbakari.is Nýjung! Áfram verðum við með „Dulcey blond“ súkkulaðið sem er flauelsmjúkt með karamellubragði ásamt 33% gæða belgísku súkkulaði. Eggin eru fyllt með hand- gerðu konfekti og málshætti og fást hjá okkur á Háaleitis- braut 58-60 í Reykjavík og í Háholti 13-15 í Mosfellsbæ.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.