Morgunblaðið - 10.04.2014, Blaðsíða 3
Á SELTJARNARNESI
Þorkell Gunnar Sigurbjörnss.
thorkell@mbl.is
Annað árið í röð er engin þörf á odda-
leikjum í 8-liða úrslitum úrslitakeppni
Íslandsmóts kvenna í handknattleik.
Öll einvígin fjögur fóru 2:0 þetta árið,
rétt eins og í fyrra þegar 8-liða úr-
slitakeppni var í fyrsta sinn á Ís-
landsmóti kvenna.
Grótta sló út Íslandsmeistara
Fram með naumum eins marks sigri
á Seltjarnarnesi í gærkvöld, 22:21, á
meðan deildarmeistarar Stjörnunnar
fleygðu HK úr keppni með sjö marka
sigri í Digranesi, 22:15.
Jafnasta einvígið í 8-liða úrslit-
unum þetta árið var án vafa einvígi
Fram og Gróttu, enda liðin sem end-
uðu í 4. og 5. sæti Olísdeildarinnar og
aðeins einu stigi munaði á þeim að
lokinni keppni í deildinni. Það fór
ekkert á milli mála í upphafi leiks lið-
anna í gærkvöld að mikið var í húfi og
talsverður taugatitringur virtist í
leikmönnum í byrjun. Um tíma mátti
jafnvel halda að úrslitin myndu ráð-
ast á því hvort liðið gerði færri tækni-
feila í leiknum.
Reynsla Anett Köbli gulls ígildi
Leikurinn var í járnum nær allan
tímann og úrslitin réðust ekki fyrr en
á lokaandartökum leiksins. Anett
Köbli var lengi í gang hjá Gróttu í
gær, en þegar á reyndi vó reynsla
hennar það þungt gegn hennar gamla
félagi, að hún var munurinn á lið-
unum í lokin. Anett skoraði öll þrjú
mörkin sín í leiknum á síðustu tólf
mínútunum auk þess að fiska tvö víti.
Hún sótti einmitt víti á síðustu mín-
útu leiksins og skoraði svo sjálf úr því
þegar 36 sekúndur lifðu leiks. Þetta
mark reyndist sigurmarkið því Íris
Björk Símonardóttir sem átti ágætan
leik í marki Gróttu varði svo skot
Marthe Sördal hjá Fram þegar 6 sek-
úndur voru eftir af leiknum. Þar með
voru úrslitin ljós og Grótta sendi þar
með Íslandsmeistarana í sumarfrí.
Þetta var síðasti leikur Fram-
kvenna undir stjórn Halldórs Jó-
hanns Sigfússonar sem söðlar nú um.
Líklegast verður næsti viðkomu-
staður hans Vestmannaeyjar, en hon-
um stendur til boða að þjálfa karlalið
ÍBV með Gunnari Magnússyni á
næstu leiktíð. Halldór segir þó að
fjölskylduhagir hans muni ráða því
hvort hann semji við ÍBV eður ei.
Fram missti sterka leikmenn síð-
asta sumar. Stella Sigurðardóttir,
Sunna Jónsdóttir og Birna Berg Har-
aldsdóttir eru þeirra á meðal, auk
þess sem Ásta Birna Gunnarsdóttir
hefur verið meidd.
HK gaf eftir í seinni hálfleik
Það tók Stjörnuna allan fyrri hálf-
leik að hrista HK af sér í leik liðanna
í gærkvöld. Stjarnan vann sjö marka
sigur en aðeins munaði þó tveimur
mörkum á liðunum í hálfleik, 11:9.
Þó Stjarnan sé deildarmeistari er
liðið án Hönnu G. Stefánsdóttur í úr-
slitakeppninni. Lið Gróttu styrkist
líka með hverjum leiknum og liðs-
heildin er öflug. Því má búast við
spennandi einvígi Stjörnunnar og
Gróttu í undanúrslitum.
Oddaleikir óþarfir
Morgunblaðið/Golli
Gleðitár Anett Köbli var frábær á lokamínútum leiks Gróttu og Fram í gærkvöld. Hún felldi gleðitár í fagnaðarlátunum.
Grótta sló út Íslandsmeistara Fram í handbolta Halldór Jóhann stýrði Fram í
síðasta sinn Stjarnan áfram eftir sigur á HK Grótta og Stjarnan mætast næst
ÍÞRÓTTIR 3
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. APRÍL 2014
Ragna Ing-ólfsdóttir,
margfaldur Ís-
landsmeistari í
badminton og
tvöfaldur ólymp-
íufari, hefur ver-
ið ráðin til starfa
hjá Íþrótta- og
Ólympíusam-
bandi Íslands. Ragna mun hafa
umsjón með kynningarmálum ÍSÍ,
heimasíðu og samfélagsmiðlum,
myndasafni, samskiptum við fjöl-
miðla og útgáfu fréttaefnis, svo
fátt eitt sé nefnt.
Sundkonan Ragnheiður Ragn-arsdóttir úr KR verður ekki
meðal keppenda á Íslandsmótinu í
50 metra laug sem hefst á morg-
un. Greint var frá því í gær að
hún væri skráð til leiks í 50 metra
skriðsundi eftir tæplega tveggja
ára hlé í keppnissundi. Ragnheið-
ur hefur hinsvegar dregið skrán-
inguna til baka og keppir ekki á
ÍM50 um helgina.
Opna breska meistaramótið ísundi fatlaðra fer fram dag-
ana 18.-21. apríl næstkomandi og
hefur Íþróttasamband fatlaðra
valið fjóra sundmenn til þátttöku í
mótinu fyrir Íslands hönd. Jón
Margeir Sverrisson, Fjölni, Kol-
brún Alda Stefánsdóttir, Firði/
SH, Thelma Björg Björnsdóttir,
ÍFR, og Aníta Ósk Hrafnsdóttir,
Firði/Breiðabliki, verða fulltrúar
Íslands á mótinu sem fram fer í
Glasgow.
Sherone Simpson, spretthlaup-ari frá Jamaíku, hefur verið
dæmd í 18 mánaða keppnisbann
eftir að ólögleg efni fundust í blóð-
sýni frá henni við lyfjaprófun.
Hún var í boðhlaupssveit Jamaíku
sem vann til gullverðlauna í 4x100
m hlaupi á Ólympíuleikunum í
Aþenu 2004 og í silfursveit Ja-
maíku í sömu grein í London 2012.
Þá vann hún til silfurverðlauna í
100 m hlaupi á ÓL í Peking 2008.
Sýni úr Simpson voru tekin 21.
júní í fyrra og tekur bannið gildi
frá þeim tíma. Hún má því keppa
á mótum sumarsins.
KylfingurinnÞórður
Rafn Giss-
urarson er á
meðal keppenda
á EPD-
mótaröðinni í
golfi sem fram
fer í Marokkó.
Þórður Rafn lék
fyrsta hringinn á 77 höggum eða 5
höggum yfir parinu en mótið er
hluti af þýsku EPD-atvinnu-
mannamótaröðinni. Tveir hringir
eru eftir af mótinu en keppendum
verður fækkað eftir tvo fyrstu
hringina og miðast niðurskurð-
urinn við fjögur högg yfir pari,
eins og staðan er núna.
Fólk folk@mbl.is
Íslenska landsliðið í handknattleik karla,
skipað leikmönnum 18 ára og yngri, dróst í
riðil með Svíþjóð, Serbíu og Sviss í loka-
keppni Evrópumeistaramótsins í þessum
aldursflokki sem fram fer í Póllandi frá 14.
til 28. ágúst í sumar. Íslenska landsliðið
var í fjórða og neðsta styrkleikaflokki þeg-
ar dregið var í riðlana í gær.
Einar Guðmundsson og Sigursteinn
Arndal þjálfa íslenska liðið sem vann
Grikkland, 38:25, og Moldóvu, 50:16, en
tapaði með tíu mörkum fyrir Svíum, 21:31,
í undankeppninni í Svíþjóð í janúar.
Í B-riðli verða: Spánn, Rússland, Danmörk og Makedónía.
Frakkar, Króatar, Rúmenar og Ungverjar verða í C-riðli og
Þjóðverjar, Hvít-Rússar, Pólverjar og Tékkar í D-riðli.
iben@mbl.is
Mæta Svíunum á EM
Einar
Guðmundsson
Markvörðurinn Hreiðar Levý Guðmundsson
átti stóran þátt í að tryggja norska liðinu
Nötteröy áframhaldandi sæti í norsku úrvals-
deildinni í handknattleik þegar það sigraði
Viking Stavanger, 24:20, í seinni umspilsleik
liðanna á heimavelli sínum í gærkvöld.
Viking hafði unnið fyrri leikinn í Stav-
anger, 27:24, og Nötteröy þurfti því fjögurra
marka sigur. Þriggja marka sigur hefði þýtt
aukaleik á hlutlausum velli. Undir lokin náði
Nötteröy þessu dýrmæta fjögurra marka for-
skoti og staðan var 24:20 frá því hálf þriðja
mínúta var eftir. Hreiðar varði í þrígang á lokakaflanum og var
hylltur sem hetja liðsins í leikslok. „Hreiðar bjargvættur!“
sagði í frétt netútgáfu Tönsbergs Blad sem var með beina
textalýsingu frá leiknum þar sem Hreiðari var hælt á hvert
reipi. vs@mbl.is
Hreiðar hetja Nötteröy
Hreiðar Levý
Guðmundsson
Digranes, 8-liða úrslit kvenna, annar
leikur, miðvikudag 9. apríl 2014.
Gangur leiksins: 2:0, 5:1, 8:8, 9:11,
10:11, 12:17, 14:17, 15:22.
Mörk HK: Valgerður Ýr Þorsteins-
dóttir 7/1, Arna Björk Almarsdóttir 2,
Fanney Þóra Þórsdóttir 1, Gerður Ar-
inbjarnar 1, Sóley Ívarsdóttir 1, Þór-
hildur Braga Þórðardóttir 1, María
Lovísa Breiðdal 1, Guðrún Erla Bjarna-
dóttir 1.
Varin skot: Ólöf Kolbrún Ragn-
arsdóttir 16.
Utan vallar: 4 mínútur
Mörk Stjörnunnar: Nataly Sæunn
Valencia 6, Jóna Margrét Ragn-
arsdóttir 4/2, Þórhildur Gunnarsdóttir
4, Sandra Sif Sigurjónsdóttir 3, Esther
Viktoría Ragnarsdóttir 2, Sólveig Lára
Kjærnested 2, Hildur Harðardóttir 1/1.
Varin skot: Florentina Stanciu 16.
Utan vallar: 8 mínútur.
Dómarar: Bjarki Bóasson og Gunnar
Óli Gústafsson.
Áhorfendur: 225.
Stjarnan vann einvígið 2:0 og mætir
Gróttu í undanúrslitum. Fyrstu leikir
undanúrslita verða 23. apríl.
HK – Stjarnan 15:22
Hertzhöllin Seltjarnarnesi, 8-liða úr-
slit kvenna, annar leikur, miðvikudag
9. apríl 2014.
Gangur leiksins: 1:0, 1:2, 5:5, 8:8,
8:10, 11:11, 12:13, 16:13, 16:16, 18:17,
21:21, 22:21.
Mörk Gróttu: Unnur Ómarsdóttir
5/4, Eva Björk Davíðsdóttir 5, Lene
Burmo 4, Anett Köbli 3/1, Guðný
Hjaltadóttir 3, Sóley Arnarsdóttir 2.
Varin skot: Íris Björk Símonardóttir
11.
Utan vallar: 4 mínútur.
Mörk Fram: Sigurbjörg Jóhannsdóttir
6/1, Marthe Sördal 5, Hekla Rún
Ámundadóttir 4, Steinunn Björns-
dóttir 2, Ragnheiður Júlíusdóttir 2,
Hildur Marín Andrésdóttir 1, María
Karlsdóttir 1.
Varin skot: Sunneva Einarsdóttir 2,
Hildur Gunnarsdóttir 1.
Utan vallar: 8 mínútur.
Dómarar: Gísli Hlynur Jóhannsson og
Hafsteinn Ingibergsson.
Áhorfendur: 419.
Grótta vann einvígið, 2:0 og er
komin í undanúrslit og mætir þar
Stjörnunni.
Grótta – Fram 22:21
Patrekur Jóhannesson og lærisveinar hans í Hauk-
um geta í kvöld tryggt sér sigur í Olís-deild karla í
handknattleik. Þeir taka þá á móti Akureyringum í
næstsíðustu umferðinni en fyrir hana eru Haukar
með þriggja stiga forskot á ÍBV á toppnum.
Vegna innbyrðis úrslita nægir Haukum jafntefli í
kvöld en þeir vinna deildina ef þeir enda jafnir
Eyjamönnum að stigum. Tapi Haukar og nái ÍBV
að sigra Val í Eyjum í kvöld verður hreinn úrslita-
leikur toppliðanna í lokaumferðinni.
Valsmenn eru komnir í undanúrslit eins og
Haukar og ÍBV en gætu misst þriðja sætið til Fram-
ara. Að sama skapi getur Fram enn misst fjórða sætið til FH eða ÍR.
Fram er með 20 stig, FH 17 og ÍR 16. Fram og ÍR mætast í kvöld og
vinni Framarar leikinn verða þeir komnir í undanúrslitin. Vinni ÍR,
verður allt galopið fyrir lokaumferðina. Þá gætu bæði FH og ÍR enn
farið niður fyrir Akureyri og í 7. sætið, umspilssætið. vs@mbl.is
Tryggja Haukar sér titilinn?
Patrekur
Jóhannesson