Barnablaðið

Aðalrit:

Barnablaðið - 19.04.2014, Blaðsíða 6

Barnablaðið - 19.04.2014, Blaðsíða 6
BARNABLAÐIÐ6 Nafn: Góa Björnsdóttir Aldur: 6 ára Ég á heima: í Singapúr Fjölskyldan mín: Eyvör litla systir, Kristín Björg mamma og Björn pabbi Skóli og bekkur: Ruby room í Montessori for Children (forskóli). Einn kennarinn minn heitir Kamakshi og hún talar ensku og hinn heitir Xiao Rong og hún talar kínversku Uppáhaldsnámsgreinar: Að skrifa sögur og teikna Áhugamálin mín eru: Föndur, dans og þykjustunnileikir með þykjustunni-gæludýrum. Uppáhaldsmaturinn minn hér er: Sushi og prata (sem er indverskt brauð). Manstu eftir einhverjum sið sem er öðruvísi í Singapúr en á Íslandi: Á Singapore National day (þjóðhátíðardag Singapúr) klæða allir sig í rauð föt. Á kínverska nýárinu fá allir krakkar að vaka lengi og fá pening í umslagi. Svo kemur ljón og dansar ljónadans. Á moon festival (tunglhátíð) kemur tunglkonan og er voðalega flott. En jóla- eða páskasið sem er öðruvísi? Á jólunum í Singapúr er ekki snjór. Það er bara sól og krakkar fara í sund. Í sumar...: Það er alltaf sumar í Singapúr. Ég keypti plöntu til að hafa á svölunum með granateplum á. Ég fór á Lótushótelið í Desaru í Malasíu – þar voru skemmtilegar vatnsrennibrautir. Uppáhalds í Singapúr: Að fara í keilu og á skauta í inniskautasvelli. Uppáhalds á Íslandi: Að leika í snjónum og hitta fjölskylduna mína Eitthvað að lokum? Ég bjó til peningaveski úr pappír sem ég nota. Krakkakynning Alltaf sumar í Singapúr Góa og Eyvör litla systir. 1. Betri er einn fugl í hendi ... A ... vill verða heiður himinn. 2. Enginn dettur ... B ... en brókin ekki. 3. Sá hlær best ... C ... lengra en til jarðar. 4. Enginn er eins blindur ... D ... en tveir í skógi. 5. Á eftir dimmum skýjum ... E ... sem síðast hlær. 6. Báðar verða hendur hreinni ... F ... og sá sem vill ekki sjá. 7. Barnið vex ... G ... af fögrum orðum. 8. Enginn fitnar ... H... ef hvor þvær aðra. 1. Byrjið á að mála sleifina gula. 2. Þegar sleifin er orðin þurr er hægt að líma á hana augu og fjaðrir. 3. Að endingu er nettur goggur klipptur út úr appelsínugulu blaði, þ.e. tígull, brotinn saman og neðri hlutinn límdur á sleifarandlitið. Tengdu tölurnar Botnaðu málshættina Páskaföndur Það er lítið mál að föndra annaðhvort svona páskaunga úr pappa- diskum eða sleif. Nema þið gerið bara bæði! Það sem þarf: 2 stk pappadiskar Appelsínugul A4 blöð Gul málning Fjaðrir Sleif Lím/heftari Skæri Penni/blýantur Fönduraugu (líka hægt að teikna bara á eða klippa út úr svörtu og hvítu blaði). Flott er að láta sleifina standa í fallegri flösku - endilega festið líka band í diskafuglinn og hengið upp eins og óróa. Pappaungi 1. Byrjið á að mála pappadiskana gula (eða notið gula diska). 2. Klippið tvo 2-3 cm breiða borða af appelsínugula blaðinu (eftir langhlið þess) og brjótið saman, sik-sak. Leggið næst annan lófann, með útglennta fingur, á afganginn af blaðinu og teiknið útlínurnar. Passið að plássið passi fyrir tvær hendur. Klippið út og eins tvær hjartalaga klær. Á endanum klippið þið út tígul fyrir gogginn og brjótið saman. 3. Festið hendur („vængi“) og fætur á milli diskanna tvegga - heftið þá saman. Límið líka „klærnar“ neðst á fæturna. 4. Festið að lokum augu og gott á ungann. Sleifarfugl Hér þarf að eiga trésleif til viðbótar fyrri efnivið.

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/1075

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.