Barnablaðið

Aðalrit:

Barnablaðið - 19.04.2014, Blaðsíða 7

Barnablaðið - 19.04.2014, Blaðsíða 7
BARNABLAÐIÐ 7 Drátthagi blýanturinn Eitt brot vantar í þetta girnilega páskaegg. Sérð þú hvert af þeim fjórum sem úr er að velja passar til að loka gatinu á því? Lausn aftast. Margir þekkja köngulærnar ógnvænlegu, tarantúlur. Samkvæmt gamalli þjóðtrú var bit tarantúlunnar banvænt. Á suma átti eitur hennar að virka þannig að væri maður bitinn, brysti maður í óðan dans – svo óðan að á endanum félli maður dáinn niður, þ.e. dáinn úr þreytu. Þetta er hins vegar ekki rétt. Bit köngu- lóarinnar er ekki verra en býflugnabit. Út af þessu er samt „tarantúla“ líka nafn á hröðum, æstum dansi, sem þekktur er um allan heim. Sniðugur orðaleikur, sem hægt er að spila í bæði bíl og veislu, er leikurinn „Amma fór... og...“. Einn þátttakandi tekur sig þá til og byrjar á því að segja sem dæmi; „Amma fór út í búð og keypti... kíló hveiti“. Næsti maður endurtekur síðan það sem sá á undan sagði og bætir við; „Amma fór út í búð og keypti... eitt kíló hveiti og súra sítrónu“. Síðan taka þátttakendur við koll af kolli og endurtaka alltaf allt það sem sá á undan sagði, auk þess að bæta einu atriði við. Sá fyrsti til að gleyma einhverju þarf að hefja nýja runu, eins og til dæmis með; „Amma fór niður á strönd og... veiddi sér fisk.“ Hinir endurtaka síðan leikinn eins og áður sagði. Athugið að ef þátttakendur eru margir er líka hægt fækka þeim smám saman, eftir því sem þeim fipast, og þeir detta þá út. Þannig stendur einn leikmaður á endanum eftir og er þá sigurvegari. Kolbeinn kanína er hér kominn langt á leið með að mála fjölda páskaeggja. Hjálpaðu honum að finna leiðina að körfunni með síðasta eggið. Völundarhús Týnd egg Hábeinn héri er svo kátur yfir því að páskarnir eru handan hornsins. Í öllum galsanum hefur hann týnt þónokkrum páskaeggjum úr körfunni sinni. Sérð þú hvað eggin eru mörg? Lausn aftast. Litaðu eftir stöfunum B = Br = GR = O = P = V = Y = Hvaða brot passar? Um tarantúlu Orðaleikur

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/1075

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.