Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.04.2014, Síða 4

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.04.2014, Síða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. APRÍL 2014 Skipstjóri / Vélstjóri Dögun ehf. leitar að skipstjóra og yfirvélstjóra á rækjuskipið RÖST SK-17. Leitað er að skipstjóra með reynslu af togveiðum, helst á rækju. Vélstjóri þarf að vera með a.m.k. VS-III ré9ndi og með reynslu :l sjós, helst sem yfirvélstjóri. Áhugasamir vinsamlegast sendið umsóknir, með upplýsingum um menntun og fyrri störf, með tölvupós: :l: hjalmar@dogun.is og olafur@dogun.is. Nánari upplýsingar veita Hjálmar Vilhjálmsson og Ólafur Óskarsson í síma 588-7666. Dögun ehf. var stofnað árið 1983. Fyrirtækið stundar rækjuvinnslu og útgerð, og er með aðsetur á Sauðárkróki. DÖGUN Leikskólinn Örk á Hvolsvelli auglýsir eftir aðstoðar- leikskólastjóra og leikskólakennurum í 100% stöðu við leikskólann Örk á Hvolsvelli. Um er að ræða framtíðarstarf og sumarafleysingu. Leikskólinn Örk er 4 deilda leikskóli þar sem starfa 95 börn og 28 kennarar og starfsmenn. Uppeldisstefna Arkarinnar byggir á hugmyndafræði hugsmíðahyggju. Verkefni: Staðgengill leikskólastjóra. Starfar eftir starfslýsingu. Menntun: Leikskólakennaramenntun áskilin. Framhaldsmenntun í stjórnun og/eða reynsla af stjórnun. Hæfni: Kennarar og starfsmenn leikskólans þurfa að búa yfir færni í mannlegum samskiptum, sýna frumkvæði, sjálfstæði og hafa metnað fyrir starfi sínu og vera tilbúnir að vinna að uppeldi og menntun barna á leikskólaaldri í samræmi við námskrá og í nánu samstarfi við stjórnendur leikskólans. Ef ekki fæst fagfólk til starfa er áhugasömum sem hafa hug á því að starfa með börnum hvattir til að sækja um starf í leikskólanum. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Félags leikskólakennara. Umsóknarfrestur er til 23. apríl nk. Hægt er að sækja um á heimasíðu leikskólans http://www.leikskolinn.is/ork. Nánari upplýsingar um starfið veitir Árný Jóna Sigurðardóttir leikskólastjóri í síma 488 4270 eða með tölvupósti á leikskoli@hvolsvollur. Prentmet er framsækin prentsmiðja með höfuðstöðvar að Lynghálsi 1 í Reykjavík og útibú á Akranesi og Selfossi Prentmet ehf. óskar eftir öflugum sölumanni til starfa. Meðal verkefna er eftirfarandi: - Fyrirtækjaheimsóknir. - Taka á móti viðskiptavinum. - Ráðgjöf til viðskiptavina. - Afla nýrra viðskiptavina. Þekking og hæfni: - Reynsla og þekking á prentverki. - Reynsla og þekking á sölumennsku. - Jákvæðni, metnaður og fagmennska. - Frumkvæði og dugnaður. - Heiðarleiki. Við mat á umsóknum verður tekið sérstakt tillit til reynslu og þekkingar umsækjenda. Prentmet býður upp á hágæða prentun þar sem hraði, gæði og persónuleg þjónusta fara vel saman í framleiðslunni. Lögð er rík áhersla á að starfsfólki líði vel á vinnustað. Nánari upplýsingar um starfið veitir framkvæmdastjóri mannauðssviðs, ingasteina@prentmet.is, s. 856 0601. Atvinnuumsókn er á prentmet.is/um-okkur/atvinnuumsokn. Umsóknarfrestur er til 16. apríl n.k. Öflugur sölumaður óskast  Ert þú að leita að fjölbreyttu og spennandi framtíðarstarfi? Hefur þú lokið háskólaprófi? (B.A./B.S./B.Ed.) Við Menntavísindasvið Háskóla Íslands er boðið upp á tveggja ára meistaranám sem veitir þér starfsréttindi að námi loknu » Leikskólakennari Menntunarfræði leikskóla M.Ed. er tveggja ára 120 eininga nám og ætlað þeim sem lokið hafa B.A./B.S./B.Ed. prófi. Hægt er að velja á milli stað- og fjarnáms en skyldumæting er í staðlotur og vettvangsnám. » Grunnskólakennari Kennslufræði grunnskóla er 120e meistaranám í náms- og kennslufræði og er ætlað þeim sem hafa lokið bakkalárgráðu (B.A./B.S./B.Ed.) sem felur í sér að minnsta kosti 120e í kennslugrein grunnskóla. Gráðan veitir einnig heimild til að kenna viðkomandi grein í fyrstu áföngum framhaldsskóla. Hægt er að velja á milli stað- og fjarnáms en skyldumæting er í staðlotur og vettvangsnám. » Framhaldsskólakennari Námið er ætlað þeim sem vilja afla sér réttinda til að kenna sérgrein sína í framhaldsskóla og heim- ildar til að kenna hana á unglingastigi í grunnskóla. Í náminu fléttast saman bóklegt nám og starfs- þjálfun á vettvangi. Gráðan veitir heimild til að kenna í framhaldsskóla. Námið veitir réttindi til að kenna sérgrein í framhaldsskóla og heimild til að kenna hana á unglingastigi í grunnskóla. Kjarnanámskeið eru kennd í staðnámi en að öðru leyti er val milli stað- og fjarnáms. Við inntöku í framhaldsnám á meistarastigi gildir sú meginregla að umsækjandi hafi lokið fyrstu háskólagráðu (B.A./B.S./B.Ed.). Kennsla á þessum námsleiðum fer fram á íslensku og er kennt í staðnámi og fjarnámi. Umsóknarfrestur er til 15. apríl Sótt er um á heimasíðu Háskóla Íslands www.hi.is » Nánari upplýsingar veitir Sigríður Pétursdóttir deildarstjóri Kennaradeildar við Menntavísindasvið Háskóla Íslands í síma 525 5917 eða í tölvupósti kennaradeild@hi.is Vélamaður – bílstjóri Malbikunarstöðin Höfði h/f óskar eftir: 1. Vélamanni á malbikunarvél 2. Bílstjóra á trailer Upplýsingar veitir verkstjóri í síma 693 5870 milli kl. 7.30 og 17.00 virka daga. www. radum. i s radum@radum. i s S ím i 519 6770

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.