Morgunblaðið - 29.05.2014, Side 1

Morgunblaðið - 29.05.2014, Side 1
FIMMTUDAGUR 29. MAÍ 2014 ÍÞRÓTTIR Handknattleikur Landsliðsmarkvörðurinn Aron Rafn Eðvarðsson neyddist til þess að draga sig út úr lands- liðshópnum í gær vegna meiðsla. Hann gengst undir aðgerð á hné í Eskilstuna í Svíþjóð á þriðjudaginn 4 Íþróttir mbl.is BIKARINN Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Þátttöku FH í bikarkeppni karla í fótbolta lauk á KR-vellinum í gær- kvöld þegar stórveldin tvö mættust þar í 32ja liða úrslitum keppninnar. Baldur Sigurðsson skoraði sig- urmark KR-inga, 1:0, með fínum skalla á 38. mínútu eftir góða fyr- irgjöf frá Gary Martin. Sjöunda markið sem Baldur skorar gegn FH á síðustu árum. Jón Ragnar Jónsson, hægri bak- vörður FH, fékk rauða spjaldið á 80. mínútu fyrir að brjóta illa á Baldri. Sex mörk Stjörnunnar Stjarnan lék Selfyssinga grátt í Garðabænum og vann auðveldan sig- ur á 1. deildarliðinu, 6:0. Baldvin Sturluson og Ólafur Karl Finsen skoruðu á fyrstu 15 mínútunum og í seinni hálfleik gerðu þeir sitt markið hvor, ásamt því að Michael Præst og Atli Freyr Ottesen komust líka á blað. Luka Jagacic, króatíski leik- maðurinn hjá Selfyssingum, fékk rauða spjaldið á 77. mínútu og verður í banni í næsta leik þeirra í 1. deild- inni sem er gegn HK næsta mánu- dagskvöld.  Fjölnir lenti í basli með 2. deildarlið Dalvíkur/Reynis í Egilshöllinni en sigraði 1:0. Christopher Tsonis skor- aði sigurmarkið skömmu fyrir hlé.  BÍ/Bolungarvík vann 2. deildarlið Fjarðabyggðar, 4:2, á Ísafirði. Dan- inn Mark Tubæk skoraði tvö fyrstu mörkin og þeir Andri Rúnar Bjarna- son og Kýpurbúinn Andreras Pachip- is bættu við mörkum. Hákon Þór Sóf- usson og Víkingur Pálmason skoruðu fyrir Fjarðabyggð, fyrsta og síðasta mark leiksins.  ÍR vann Aftureldingu í víta- spyrnukeppni eftir 1:1 jafntefli.  Leikir Víkings R. – Grindavíkur, KFG – Þróttar R. og Augnabliks – Keflavíkur hófust það seint að þeim var ekki lokið þegar blaðið fór í prentun. Ljóst var þó að Keflavík og Þróttur færu áfram. Allt um það á mbl.is. Morgunblaðið/Ómar Sterkur KR-ingurinn Farid Zato stekkur manna hæst og skallar boltann í viðureign KR og FH í Frostaskjólinu. KR er komið í 16-liða úrslit keppninnar. KR sendi FH út úr bikarnum Morgunblaðið/Ómar Barningur Þorri Geir Rúnarsson og Elton Livramento, sóknarmaður frá Grænhöfðaeyjum, í baráttu um boltann í leik Stjörnunnar og Selfoss.  Baldur Sigurðsson var FH enn erf- iður  Jón Ragnar fékk rauða spjaldið Ísak Rafnsson, stórskytta úr FH og varnarjaxl, hefur ákveðið að spila áfram með FH. „Ég er ekki búinn að skrifa undir en það er samt ljóst að ég spila áfram með FH. Ég mun gera tveggja ára samning en fái ég tilboð frá útlönd- um eftir næsta tímabil þá mun FH ekki standa í vegi fyrir mér að fara. Það voru lið hér heima sem buðu mér samning en ég hef tekið þá ákvörðun að halda kyrru fyrir og vonandi næ ég að vinna titil áður en ég fer eitthvað annað,“ sagði Ísak við Morgunblaðið í gær. Ísak skoð- aði aðstæður hjá þýska liðinu Cob- urg fyrr í þessum mánuði en erlend félög hafa verið að fylgjast með leikmanninum. „Stefnan hjá mér er að komast út og það hefur verið markmið mitt lengi. Nú er bara að ná góðu tímabili og að ég fái að njóta mín í sókninni. Ég er ekki tilbúinn, 22 ára gamall, að spila bara sem varnarmaður,“ sagði Ísak. gummih@mbl.is Ísak ætlar að vera um kyrrt hjá FH-ingum Ísak Rafnsson 29. maí 1990 Kristján Arason er Evrópumeist- ari bikarhafa í handknattleik með spænska fé- laginu Teka og verður þar með fyrstur Íslendinga til að vinna Evr- ópumeistaratitil í flokkaíþrótt. Teka sigrar Drott frá Svíþjóð, 23:18, í seinni úrslita- leiknum á sínum heimavelli og vinnur einvígið með þremur mörkum samanlagt. Kristján skorar 4 mörk í leiknum. 29. maí 1999 Örn Arnarson er sigursælasti keppandi Smáþjóðaleikanna í Liechtenstein en hann sigrar í öllum sjö greinum sínum í sund- keppni leikanna. Um leið tekur hann þátt í að setja þrjú Íslands- met í boðsundsgreinunum með sveitum Íslands. Íslensku kepp- endurnir vinna 44 gull af 72 á leikunum. 29. maí 2010 Kvennalandslið Íslands í hand- knattleik tryggir sér sæti í loka- keppni Evrópumótsins í fyrsta sinn. Liðið bíður lægri hlut í Austurríki, 26:23, en heimaliðið þurfti fimm marka sigur til að komast áfram á kostnað Íslands. Hrafnhildur Skúladóttir skorar 8 mörk í leiknum. Á ÞESSUM DEGI

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.