Morgunblaðið - 29.05.2014, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 29.05.2014, Blaðsíða 2
2 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. MAÍ 2014 HM Í BRASILÍU Sindri Sverrisson sindris@mbl.is Þrjátíu dagar til að fá alla heims- byggðina til að muna eftir manni um ókomin ár. Já, heimsmeistaramótið sem hefst í Brasilíu í næsta mánuði er ekki bara tækifæri til að landa stærsta titli sem í boði er í knatt- spyrnuheiminum heldur gefst mönn- um á að stimpla sig inn í hug og hjörtu fótboltafíkla um allan heim. Hverjir standa undir nafni? Hverjir slá óvænt í gegn? Hverjir valda öll- um vonbrigðum, hverjir verða skúrkarnir og hverjar verða hetj- urnar? Við þessum spurningum fást endanleg svör þegar líður á júl- ímánuð en þangað til er hægt að spá í spilin. Það þarf engan sérfræðing til að tippa á að menn á borð við Lionel Messi, Cristiano Ronaldo, Neymar, Arjen Robben, Andrés Iniesta og Luis Suárez hafi það sem til þarf til að verða stjörnur HM. Þeir eru allir í hópi stærstu knattspyrnustjarna heimsins. Í liðunum 32 sem keppa um titilinn er hins vegar urmull hæfileikaríkra leikmanna sem stolið gætu senunni, og komið þessum ágætu mönnum í skuggann. Morg- unblaðið rýndi í hugsanlega senu- þjófa mótsins.  Hverjir slá í gegn á HM í Brasilíu?  Fleiri koma til greina sem stjörnur keppninnar en Lionel Messi, Cristiano Ronaldo, Neymar, Arjen Robben, Andrés Iniesta og Luis Suárez Messi og senuþ Xavi Pascual, þjálfari Spánarmeistara Barcelona í hand- knattleik, hefur skrifað undir nýjan samning við félagið og er hann nú bundinn því til ársins 2017. Pascual tók við þjálfun Katalóníuliðsins árið 2009 og undir hans stjórn hefur liðið orðið Spánarmeistari síðustu fjögur árin en á nýliðnu tímabili vann liðið alla 30 deildarleiki sína. Þá gerði Pascual Börsunga að Evrópumeisturum árið 2011 og getur um komandi helgi endurtekið það en Barcelona mætir þýska liðinu Flensburg í undanúrslitum í Meist- aradeildinni í Köln á laugardaginn. Sigurliðið mætir sigurlið- inu úr rimmu Kiel og Veszprém þegar leikið verður til úrslita um Evrópumeistaratitilinn á sunnudaginn. Landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson ku vera búinn að semja við Barcelona og spilar því undir stjórn Pascuals á næstu leiktíð en líklegt er að Barcelona greini frá félagaskiptum Guðjón Vals í næstu viku. gummih@mbl.is Framlengdi við Börsunga Xavi Pascual Víkingarnir frá Norðurlöndum, Aron Jóhannsson frá Íslandi og Mikkel Diskerud frá Noregi, rsáu um markaskorun fyrir Bandaríkin þegar Bandaríkjamenn unnu 2:0-sigur á Aserba- ídsjan í fyrrinótt í vináttulandsleik í San Francisco. Leik- urinn er liður í undirbúningi Bandaríkjanna fyrir heims- meistaramótið í knattspyrnu sem hefst í Brasilíu í júní. „Ég held að við getum verið mjög ánægðir með þennan leik. Við höfum lagt ótrúlega hart að okkur á æfingum,“ var haft eftir Aroni á vefsíðu CBS í Bandaríkjunum eftir leikinn gegn Aserbaídsjan í fyrrinótt. Aron og Diskerud komu inn á sem varmamenn, Aron á 62. mínútu þegar enn var markalaust, en setti svo sannarlega svip sinn á leikinn og skoraði síðara mark leiksins með fallegum skalla. Banda- ríkin leika næst gegn Tyrklandi í New Jersey á sunnudag og svo gegn Nígeríu í Jacksonville í Flórída sex dögum síðar. Bandaríska liðið er svo með Gana, Portúgal og Þýskalandi í riðli á HM, sannkölluðum dauðariðli. thorkell@mbl.is Lagt á norðurlanda-ráðin Aron Jóhannsson Borgunarbikar kvenna 2.umferð: Þróttur R. – BÍ/Bolungarvík................... 3:0 Dregið til 16-liða úrslita í gær: KR – FH Breiðablik – Höttur Þróttur R. – ÍR Selfoss – ÍA Afturelding – Valur Álftanes – ÍBV Þór/KA – Fylkir Víkingur Ó. – Stjarnan  Leikirnir fara fram dagana 6. og 7. júlí. Evrópukeppni U19 karla Milliriðill á Írlandi: Írland – Ísland.......................................... 2:1 Sam Byrne 51., 60. – Ævar Ingi Jóhann- esson 67. Serbía – Tyrkland .................................... 1:1  Ísland mætir Serbíu á morgun og Tyrk- landi á mánudaginn. Sigurliðið í riðlinum kemst í átta liða úrslitakeppnina um Evr- ópumeistaratitilinn. Vináttulandsleikir Suður-Kórea – Túnis............................... 0:1 Zouhaier Dhaouadhi 45. Danmörk – Svíþjóð.................................. 1:0 Daniel Agger 90.(víti) Nígería – Skotland .................................. 2:2 Michael Uchebo 41., Uche Nwofor 90. – Charles Mulgrew 10., Azubuike Egwuekwe 52.(sjálfsm.) KNATTSPYRNA Þýskaland Umspil um sæti í A-deild: Koblenz/Weibern – Trier................... 30:27  Hildur Þorgeirsdóttir skoraði 4 mörk fyrir Koblenz/Weibern sem heldur sæti sínu í deildinni. Liðið á einn leik eftir gegn SG BBM Bietigheim á heimavelli næsta laugardag. Vináttulandsleikur karla Svíþjóð – Noregur ................................ 21:25 HANDBOLTI Úrslitakeppni NBA Vesturdeild, úrslit: Oklahoma City – San Antonio ........... 105:92  Staðan er 2:2 og fimmti leikurinn fer fram í San Antonio næstu nótt, sá sjötti í Oklahoma á laugardagskvöldið. Ef kemur til oddaleiks verður hann í San Antonio að- faranótt þriðjudags.  Indiana og Miami mættust í fimmta leik sínum í Indianapolis í nótt en fyrir hann var Miami með 3:1 forystu. Sjá mbl.is. KÖRFUBOLTI KNATTSPYRNA 4. deild karla: Helgafellsvöllur: KFS – Stokkseyri ........ 14 Hertzvöllur: Léttir – Kormákur/Hvöt .... 14 Fylkisvöllur: Elliði – Skallagrímur.......... 16 Bessastaðav.: Álftanes – Hvíti riddarinn 20 Norðurálsvöllur: Kári – Snæfell .............. 20 Egilshöll, úti: Vængir Júpíters – Mídas .. 20 Kórinn, úti: Stál-úlfur – KB...................... 20 Samsungvöllur: Skínandi – Kría.............. 20 Í KVÖLD! Þriðja heimsmeistarakeppni karla í knattspyrnu fór fram í Frakklandi 4.-19. júní árið 1938. Fimmtán þjóðir tóku þátt, tólf þeirra frá Evrópu. Austurríki vann sér keppnisrétt en hafði verið innlimað í Þýskaland þegar keppnin fór fram og því voru 15 lið í stað 16 í keppninni.  Ítalía varð heimsmeistari í annað skipti í röð og vann Ungverjaland, 4:2, í úrslitaleik í París að við- stöddum 45.124 áhorfendum.  Brasilía vann Svíþjóð, 4:2, í úr- slitaleik um bronsið í Bordeaux.  Frakkland, Sviss, Kúba og Tékkó- slóvakía féllu út í 8-liða úrslitum.  Leonídas (1913-2004) frá Brasilíu var markakóngur keppninnar með 7 mörk.  Úrúgvæ og Argentína neituðu að vera með í mótmælaskyni vegna þess að keppnin færi í annað sinn í röð fram í Evrópu. Brasilía, Kúba og Indónesía voru fulltrúar Ameríku og Asíu í keppninni. S A G A H M1938 Ítalía Staða: Markvörður Aldur: 22 Félagslið: Atlético Madrid Það er best að byrja á byrjuninni. Markverðir hafa oftar en ekki sveipað sig hetjuljóma á stórmótum enda er sviðið þeirra þegar að vítaspyrnukeppnum kem- ur. Courtois er lykilmaður í sterku liði Belga sem margir spá velgengni á mótinu. Þessi pollslaki tveggja metra kappi átti magnað tímabil með Spánarmeisturum Atlético Madrid og var rétt um 2 mínútum frá því að verða Evrópumeistari. Á leiðinni í úrslitaleikinn sló Atlético Chelsea út en Courtois hefur verið á láni hjá spænska liðinu frá Chelsea. Nú velta menn því fyrir sér hvort hann taki sæti Petr Cech sem hefur verið besti markvörður ensku úrvalsdeildarinnar. Thibaut Courtois, Belgíu Staða: Miðjumaður Aldur: 24 Félagslið: Dortmund Það væri hægt að nefna 6-7 miðjumenn úr þýska hópnum sem gætu stolið senunni á HM en við tippum helst á Reus. Þessi 24 ára miðjumað- ur Dortmundar leggur upp og skorar mörk í öllum regnbogans litum. Hann skoraði fimm mörk og lagði upp þrjú í sex leikjum í und- ankeppni HM, og setti 16 mörk í 30 deildarleikjum í vetur. Reus til- heyrir hinni nýju „gullkynslóð“ Þjóðverja sem margir telja að muni nú standa undir nafni og skila Þýskalandi titli eftir tvö brons og silfur í síðustu þremur mótum. Hann er stöðugt orðaður við mörg af stærstu félögum Evrópu og verði hann sjálfum sér líkur á HM munu þær radd- ir ekkert þagna. Marco Reus, Þýskalandi Staða: Miðjumaður Aldur: 24 Félagslið: Roma Bosníumenn eru mættir til leiks á HM í fyrsta sinn og til að þeim vegni vel þarf „litli prinsinn“ Pjanic að vera í stuði. Þessi 24 ára gamli fjöl- hæfi miðjumaður hefur slegið í gegn með Roma í vetur, verið einn besti leikmaður seríu A og sýnt hve mikilli sköpunargáfu hann býr yfir innan fótboltavallarins, auk þess að skora nokkur mörk sjálfur. Pjanic gat valið á milli þess að spila fyrir Lúx- emborg, Frakkland eða Bosníu en kaus að spila fyrir Bosníu sem hefur heldur betur reynst heilladrjúgt fyr- ir þjóðina. Edin Dzeko og Vedad Ib- isevic mega búast við draumasend- ingum í von sinni um að skjóta Bosníu sem lengst áfram. Miralem Pjanic, Bosníu Staða: Miðvörður Aldur: 28 Félagslið: Real Madrid Spænska blaðið AS sló því upp í vik- unni að með góðri frammistöðu á HM gæti Ramos hæglega hlotið út- nefningu sem besti knattspyrnu- maður heims fyrir árið 2014. Það er hárrétt en aðeins Fabio Cannavaro og Franz Beckenbauer hafa hlotið slíka útnefningu sem varnarmenn. Markið sem Ramos skoraði í upp- bótartíma gegn Atlético Madrid í úr- slitaleik Meistaradeildarinnar, og mörkin tvö gegn Bayern í undan- úrslitum, vega þungt en hann hefur vitaskuld fleira til brunns að bera. Ramos er sá Spánverji sem yngstur hefur náð 100 landsleikjum. Hann er á hátindi ferilsins og tilheyrir liði sem vel gæti varið titilinn sinn. Sergio Ramos, Spáni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.