Morgunblaðið - 29.05.2014, Page 4
4 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. MAÍ 2014
Ívar Benediktsson
iben@mbl.is
Ramune Pekarskyte, landsliðskona í
handknattleik, hefur skrifað undir
samning við franska efstudeildar-
liðið Le Havre. Hún gengur til liðs
við félagið í sumar eftir eins árs dvöl
hjá SönderjyskE í Danmörku.
„Ég er ekki lengur 21 árs og því
skrifaði ég undir eins árs samning
með möguleika á að bæta öðru ári
við ef vel gengur,“ sagði Ramune
glöð í bragði í samtali við Morgun-
blaðið í gær þar sem hún var í óða
önn að pakka niður föggum sínum
og búslóð í Danmörku og búa undir
flutning til Frakklands.
„Mér líst mjög vel á að prófa eitt-
hvað nýtt og geta einbeitt mér alveg
að handboltanum, þurfa ekkert að
vinna með,“ sagði Ramune.
Ramune, sem er 33 ára gömul, lék
þar áður um þriggja ára skeið með
Levanger í Noregi en þar áður í sex
ár með Haukum. Hún varð íslenskur
ríkisborgarari fyrir tveimur árum og
hefur síðan leikið með íslenska
landsliðinu, alls 19 landsleiki.
„Le Havre verður með gott lið á
næsta ári. Stefnan hefur verið sett á
að taka þátt í Evrópukeppninni svo
það er spennandi keppnistímabil
framundan í Frakklandi,“ segir
Ramune, sem verður fyrsta íslenska
handknattleikskonan til þess að
leika í efstu deild í Frakklandi.
Le Havre er með eitt sterkasta
handknattleiksliðið í Frakklandi í
kvennaflokki. Liðið hafnaði í fjórða
sæti í deildinni í vor en féll naumlega
úr leik fyrir meistaraliðinu Metz í
undanúrslitum um franska meist-
aratitilinn með minnsta mun. Le
Havre mætir Fleury í brons-
verðlaunin í úrslitakeppninni.
Ramune er í íslenska landsliðinu
sem hefur æfingar eftir næstu helgi
til undirbúnings fyrir leikina við
Finna og Slóvaka í undankeppni EM
sem fara fram rétt fyrir og um miðj-
an næsta mánuð.
„Nú er ég að klára að pakka niður
í Danmörku áður en ég kem heim til
Íslands á sunnudaginn til æfinga
fyrir landsleikina. Það verður gaman
að koma heim og hitta stelpurnar,“
sagði Ramune Pekarskyte.
Úrslita landsleikjanna, sem fram
fara 11. júní ytra við Finna og í
Laugardalshöllinni 15. júní við Sló-
vaka, ráða því hvort íslenska lands-
liðið tekur þátt í lokakeppni Evr-
ópumeistaramótsins í desember.
Morgunblaðið/Golli
Flytur Stórskyttan Ramune Pekarskyte flytur til Frakklands í frá Dan-
mörku í sumar. Hún leikur með Le Havre næsta árið hið minnsta.
Ramune flytur frá Danmörku
til Le Havre í Frakklandi
Spennandi að prófa eitthvað nýtt Varð í fjórða sæti deildarinnar í vor
HANDBOLTI
Ívar Benediktsson
iben@mbl.is
„Nú má segja að hnéið hafi sagt stopp.
Ekki verður hjá því komist að gangast
undir aðgerð til þess að lagfæra það,“
sagði Aron Rafn Eðvarðsson, lands-
liðsmarkvörður í handknattleik, sem
hefur neyðst til þess að draga sig út úr
íslenska landsliðinu í handknattleik
vegna meiðsla. Liðþófi í hné er bilað
og þarfnast lagfæringar.
Þar af leiðandi verður Aron Rafn
ekki með íslenska landsliðinu í leikj-
unum við Bosníu í undankeppni
heimsmeistaramótsins 7. og 15. júní.
„Það er hrikalega leiðinlegt að
missa af þessum leikjum við Bosníu en
ég veit að strákarnir eiga eftir að klára
það verkefni með sóma þótt Bosn-
íumenn séu svo sannarlega sýnd veiði
en ekki gefin,“ sagði Aron Rafn.
Liðþófinn sem um ræðir hefur gert
Aroni Rafni grammt í geði síðan um
áramótin og ekki batnað við mikið
leikjaálag. Hann gekkst undir ítarlega
skoðun hjá Brynjólfi Jónssyni bækl-
unarlækni í vikunni og dómur hans féll
í gær. Þar með dró Aron Rafn sig út úr
landsliðshópnum.
Aron Rafn fer í aðgerð á vegum
lækna sænska liðsins Guif á þriðju-
dagsmorgun.
Aron Kristjánsson, landsliðsþjálfari
valdi 29 leikmenn til æfinga fyrir við-
ureignirnar þrjár sem framundan eru
við Portúgal á sunnudag, mánudag og
þriðjudag. Af þeim munu 26 leikmenn
taka þátt í leikjunum því auk Arons
Rafns koma Aron Pálmarsson og Guð-
jón Valur Sigurðsson, leikmenn þýska
meistaraliðsins Kiel, ekki til móts við
landsliðið fyrr en eftir helgina þegar
þeir hafa lokið keppnistímabilinu. Kiel
tekur þátt í úrslitahelgi Meist-
aradeildar Evrópu í Köln á laugardag
og sunnudag.
Valdi fjóra vegna óvissunnar
Spurður hvort hann ætlaði að kalla
inn fjórða markvörðinn í hópinn í stað
Arons Rafns sagði Aron landsliðs-
þjálfari í samtali við Morgunblaðið í
gær það ekki standa til. „Þegar ég
valdi hópinn vissi ég að það gæti orðið
tvísýnt með Aron Rafn. Þar af leið-
andi valdi ég fjóra markverði,“ sagði
Aron. Markverðirnir þrír sem eftir
standa eru Björgvin Páll Gústavsson,
aðalmarkvörður landsiðsins und-
anfarin ár, Daníel Freyr Andrésson,
markvörður FH, og Sveinbjörn Pét-
ursson, markvörður þýska 2. deildar
liðsins EHV Aue. „Sveinbjörn er í
fínu standi eftir að hafa leikið mikið
með EHV Aue í vetur. Hann og Daní-
el verða til taks með Björgvini,“ sagði
landsliðsþjálfarinn.
Hreiðar Levý einnig meiddur
Aron Rafn er ekki eini íslenski
handknattleiksmarkvörðurin sem á í
meiðslum í hnjám um þessar mundir.
Hreiðar Levý Guðmundsson, sem
lengi var annar markvörður íslenska
landsliðsins, hefur einnig glímt við
liðþófameiðsli allt keppnistímabilið
sem er nýlokið.
„Hreiðar er ekki kostur fyrir okkur
þótt við vildum vegna meiðsla,“ sagði
Aron landsliðsþjálfari.
Hreiðar Levý hefur undanfarin
þrjú ár leikið með Nötteröy í norsku
úrvalsdeildinni. Samningur hans við
félagið er að renna út. Óvíst er hvað
tekur við hjá Hreiðari, hvort hann
rær á önnur mið eða verður um kyrrt
í Noregi en hann átti stærsta þátt í að
Nötteröy hélt sæti sínu í norsku úr-
valsdeildinni í vor. Hreiðar átti stór-
leik í síðari umspilsleik liðsins um
sæti í úrvalsdeildinni.
Uppi hefur verið orðrómur um að
forráðamenn Akureyrar handbolta-
félags renni hýru auga til Hreiðars en
ekkert hefur fengist staðfest í þeim
efnum.
Landsliðið hefur forgang
„Ég einbeiti mér þessa stundina að
íslenska landsliðinu enda nóg um að
vera á næstunni,“ sagði Aron Krist-
jánsson landsliðsþjálfari, spurður
hvort hann hafi tekið ákvörðun um
hvort hann þjálfi áfram KIF Kolding
Köbenhavn eins og hann hefur gert
síðan í byrjun febrúar. Undir stjórn
Arons varð liðið bæði danskur meist-
ari og bikarmeistari í vor. For-
ráðamenn KIF Kolding Köbenhavn
vilja ólmir halda Aroni. Félagið hefur
gert Aroni tilboð um að þjálfa liðið
áfram samhliða þjálfun íslenska
landsliðsins. „Ég geri upp hug minn
eftir törnina með landsliðinu eftir
miðjan júní,“ sagði Aron Kristjánsson
og hélt spilunum þétt að sér.
Aron Rafn er úr leik
Meiðsli setja strik í reikninginn hjá einum markverði landsliðsins Tekur ekki
þátt í leikjunum mikilvægu við Bosníu í undankeppni HM 7. og 15. júní
Morgunblaðið/Eva Björk
Forföll Aron Rafn Eðvarðsson á góðri stundu með Björgvini Páli Gústavssyni og fleiri samherjum í íslenska lands-
liðinu. Hann verður fjarri góðu gamni í leikjunum við Bosníu þar sem landsliðið spilar um að komast á HM í Katar.
Fólk skiptist í tvær fylk-
ingar fyrir um ári þegar Fjöln-
ismaðurinn Aron Jóhannsson
frá Grafarvogi í Reykjavík
ákvað að nýta sér það að vera
fæddur í Bandaríkjunum og
gefa kost á sér í bandaríska
landsliðið í knattspyrnu.
Margir Íslendingar skildu
ákvörðun hans vel, því það
væru meiri möguleikar fyrir Ar-
on að komast fyrstur Íslend-
inga í lokakeppni heimsmeist-
aramótsins í knattspyrnu með
landsliði Bandaríkjanna en Ís-
landi. Aðrir hristu höfuðið og
töldu Aron vera að svíkja land
sitt og þjóð.
Ég var einn þeirra sem
hefðu frekar viljað sjá Aron
velja íslenska landsliðið frekar
en það bandaríska, þó ég
gengi aldrei svo langt að ásaka
piltinn um nein svik. Enda er
það fulllangt gengið. Hins veg-
ar getur maður ekki verið ann-
að en spenntur fyrir hans hönd
nú þegar HM í Brasilíu er
handan við hornið.
Aron skoraði fallegt mark
með skalla í vináttulandsleik
Bandaríkjanna og Aserbaídsjan
í fyrrakvöld. Eftir að hafa horft
á markið aftur og aftur fylltist
ég sífellt meira stolti. Aron er
og verður Íslendingur þó hann
leiki fyrir bandaríska lands-
liðið.
Það er ríkt í okkur Íslend-
ingum að fylgjast spennt með
gengi félagsliða í enska bolt-
anum eða stórliða í Evrópu
sem innihalda íslenska leik-
menn. Fyrir mig verður það
eins með HM í sumar. Ég mun
fylgjast enn frekar með Banda-
ríkjunum og halda sérstaklega
með Aroni. Það er ekki hægt
annað en að halda með eina
Íslendingnum sem spilar á HM
í Brasilíu.
BAKVÖRÐUR
Þorkell Gunnar
Sigurbjörnsson
thorkell@mbl.is
Líkur er á að Jón
Heiðar Gunn-
arsson, línumað-
urinn sterki hjá
ÍR, yfirgefi liðið
á næstunni og
gangi til liðs við
FH. Þetta hefur
Morgunblaðið
samkvæmt heim-
ildum. Sömu
heimildir herma
að viðræður hafi átt sér stað á milli
Jóns Heiðars og FH-inga upp á síð-
kastið sem enn hafa ekki leitt til
niðurstöðu á annan hvorn veginn.
Jón Heiðar þekkir til í Kaplakrika
eftir að hafa leikið með FH leiktíð-
ina 2009-2010.
Guðni eltir Bjarka
Los virðist vera á leikmannahópi
ÍR. Í gær ákvað Guðni Már Krist-
insson, leikstjórnandi liðsins, að
ganga til liðs við HK og elta fyrr-
verandi þjálfara ÍR-liðsins, Bjarka
Sigurðsson og Guðmund Helga
Pálsson, aðstoðarmann Bjarka.
Þá er uppi orðrómur þess efnis
að markvörðurinn Kristófer Fann-
ar Guðmundsson hafi hugsað sér til
hreyfings sem og varnarmaðurinn
sterki, Ingimundur Ingimundarson
og Akureyringar hafi gjóað til hans
augunum. Hvorugt hefur þó verið
staðfest. iben@mbl.is
Jón Heiðar
horfir til
Hafnarfjarðar
Jón Heiðar
Gunnarsson