Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.05.2014, Side 3

Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.05.2014, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. MAÍ 2014 3 Heilbrigðisstofnun Suðausturlands auglýsir eftir: Hjúkrunarstjóra á hjúkrunar- og dvalardeild• Ljósmóður á heilsugæslustöð• Hjúkrunarfræðing til afleysingar í 1 ár• Upplýsingar um störfin má finna á heimasíðu HSSA, www.hssa.is og í síma 470-8600. Umsóknarfrestur er 15.maí. Sveitarfélagið Hornafjörður / Hafnarbraut 27 / S: 4708000 / www.hornafjordur.is Spennandi stöður hjá Heilbrigðisstofnun Suðausturlands Hornafjörður er blómstrandi 2200 manna samfélag. Höfn, stærsti þéttbýlisstaðurinn er öflugur útgerðarbær. Í sveitarfélaginu eru tveir grunnskólar og tveir leikskólar. Framhaldskóli og rannsóknasetur Háskóla Íslands eru í Nýheimum Menningamiðstöð Hornafjarðar ásamt almenningsbókasafni, starfstöðvum Matís, Nýsköpunarmiðstöðvar, Austurbrú framhaldsfræðslu og Búnaðarsambandi Suðurlands. Fjölbreytt félagsstarf er í sveitarfélaginu, ný almenningssundlaug, íþróttahús, líkamsræktarstöð og knatthús. Samgöngur eru greiðar, beint flug er til Hafnar og Strætó getur til Hafnar frá Reykjavík. Árvakur óskar eftir að ráða starfsmann í mötuneyti. Í mötuneytinu er eldaður og framreiddur matur fyrir starfsfólks Árvakurs hf., sem gefur             fyrir hádegismat, þrifum í eldhúsi, uppvaski, þjónustu vegna funda og þess háttar. Eins er mikilvægt að viðkomandi geti leyst matráð af og þá eldað hádegismat fyrir allt að 100 manns. Um er að ræða 50% starf, frá 10:00-14:00 en viðkomandi þarf að vera tilbúinn í 100% starf þegar leysa þarf matráð af. Við leitum að starfsmanni sem hefur reynslu af ofangreindu, er snyrtilegur, þjónustulipur og              störf upp úr miðjummaí.               Ljósbjörg Guðmundsdóttir, starfsmannastjóri Árvakurs, í síma 569-1332. Umsóknarfrestur er til 12. maí 2014 Umsóknir er hægt að fylla út á mbl.is, neðst á forsíðu. Á umsóknar- eyðublaðinu skal velja almenn umsókn og tiltaka mötuneyti þegar spurt er um ástæðu umsóknar. Einnig er hægt að skila inn umsókn merktri starfsmannahaldi í afgreiðslu Morgunblaðsins að Hádegismóum 2. Starfsmaður í mötuneyti Steypubílstjórar/ dælumenn Vegna mikilla verkefna framundan er BM Vallá að leita að kraftmiklum, duglegum og samviskusömum starfsmönnum með meira- próf og tækjaréttindi til starfa hjá fyrirtækinu. Við erum að leita að steypubílstjórum og dælustjórum. Starfsmönnum sem geta unnið sjálfstætt, eru nákvæmir, hafa gaman af mikilli vinnu og geta unnið undir álagi. Bílstjórar eru í mörgum tilfellum í beinum samskiptum við viðskiptavini og þurfa því að hafa góða framkomu og þjónustulund. Verið að leita að starfsmönnum í sumaraf- leysingar með möguleika á lengri ráðningu. Unnið er eftir bónuskerfi sem gefur aukna tekjumöguleika. Allar nánari upplýsingar gefur Sigurður Árnason í síma 412 5100. Sendið umsóknir og fyrirspurnir á sigurdur@bmvalla.is Bíldshöfða 7 Samkeppnisfærni Íslands í samanburði við nágrannalönd okkar er afar slæm ef við horfum til þess að halda vel menntuðu fólki hér heima. Þetta sagði Kristján Þórður Snæbjarn- arson, for- maður Raf- iðnaðarsambands Íslands, sem flutti aðalræðuna 1. maí á baráttufundi verkalýðsfélag- anna á Akureyri. Geta unnið flest störf Í ávarpi sínu gat Kristján þess að íslenskir rafiðn- aðarmenn hefðu á síðustu ár- um mikið sótt í vinnu á Norð- urlöndum. Fái þar góð laun. Íslenskir rafvirkjar ásamt fólki í störfum af sama meiði séu eftirsóttir til vinnu í Nor- egi. Það fólk sé vel menntað og hafi jafnvel breiðari þekk- ingu á rafiðninni enda aðrir, því minni sérhæfing sé í námsleiðum hér heima en er- lendis. Útkoman sé því sú, að ís- lenskir rafiðnaðarmenn geta unnið allflest störf í faginu án þess að þurfa að auka við menntun sína. Vilji stjórnvöld fá þetta fólk aftur heim þurfi hins vegar að skapa jafnvægi í efnahagsmálum. Heimsmet handan við hornið „Stjórnvöld þurfa að grípa í taumana ef þau ætla sér að snúa skútunni við. Handan við hornið bíður okkar skuldaniðurfærsla. Heims- metið í skuldaleiðréttingum. Sem er væntanlega tilkomið sökum þess að við eigum ein- hverskonar heimsmet í verð- bólgu,“ sagði Kristján Þórður og hélt áfram: „Skuldaniðurfærslan mun skila sér í veski okkar flestra til skamms tíma. En verði ekkert að gert mun verðbólg- an auka skuldir okkar aftur og mögulega hraðar en ella. Leiðréttingin getur gengið til baka verði verðbólgan há aft- ur! Við verðum því vænt- anlega á svipuðum stað innan skamms tíma nái þjóðin ekki að styrkja gengi krónunnar.“ Forsendubrestur í húsaleigu Formaður Rafiðn- aðarsambands Íslands gerði stöðu fólks á húsaleigumark- aði að umtalsefni í Akureyr- arræðu sinni. Sagði þá sem lægstar hefðu tekjurnar ekki hafa bolmagn til að fjárfesta í íbúðum né heldur greiða him- inháa húsaleigu sem hefði í mörgum tilvikum hækkað um 29% á einu ári. Mæta yrði þessu fólki í aðstæðum sínum. „Þetta fólk verður fyrir for- sendubresti í dag líkt og í kringum 2009. 29% hækkun á einu ári er langt frá því að vera boðleg,“ sagði Kristján Þórður sem lagði áherslu á að komið yrði til móts við þetta fólk. Minnti þar á að Alþýðu- samband Íslands hefði kynnt lausnir í félagslega húsnæð- iskerfinu, sem væru enn í fullu gildi. sbs@mbl.is Morgunblaðið/Skapti Akureyri Kjarasamningar, stöðugleiki og húsnæðismál voru áberandi stef í barátturæðum á verkalýðsdeginum, 1. maí. Stöðugleika svo fólk snúi heim  Þröng á húsnæðismarkaði Kristján Þórður Snæbjarnarson Nýgerðum kjarasamningum aðildarfélaga Bandalags há- skólamanna við ríkið er fagnað í ályktun aðalfundar banda- lagsins sem haldinn var í vik- unni. Þar segir að í samn- ingnum hafi verið stigin afgerandi skref í leiðréttingu á þeirri kjararýrnun háskóla- menntaðra í opinberri þjón- ustu sem orðið hafi á und- angengnum árum. Þá séu þær leiðréttingar sem gerðar voru í kjarasamningum ríkisins við kennara í framhaldsskólum og háskólum fagnaðarefni. Í ályktun eru stjórnvöld hvött til þess, í yfirstandandi kjaraviðræðum milli ríkis og aðildarfélaga BHM, að það verði á óyggjandi hátt tekið til- lit til mik- ilvægis framlags fé- lagsmanna BHM á ís- lenskum vinnumark- aði. „Þekking er ekki að- eins einn af horn- steinum íslensks atvinnulífs heldur byggist öll framtíð- aruppbygging í landinu á öflun hennar, þróun og beitingu. Ís- land má ekki við því að missa þekkinguna úr landi,“ segir í ályktun. Formaður BHM er Guðlaug Kristjánsdóttir. sbs@mbl.is Afgerandi skref til leiðréttingar stigin Guðlaug Kristjánsdóttir  BHM fagnar nýjum samningum

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.