Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.05.2014, Page 5

Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.05.2014, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. MAÍ 2014 5 Ímorgunsárið leggur kaffiilm yfirEyrina á Akureyri. Það er í rauða-bítið sem karlarnir í Nýju kaffi-brennslunni mæta á vaktina og með- al fyrstu verka dagsins er að vigta baunirnar í ofninn. Baunirnar, sem eru fluttar inn til dæmis frá Brasilíu og Kól- umbíu, fara í 100 kg skömmtum í brennsluvélina og framleiðslan yfir daginn er tvö til fjögur tonn. „Akureyringar eru tryggir viðskiptavinir okkar. Vænn skammtur af framleiðslunni er alltaf seld- ur hér í bæ þótt mest fari auðvitað í versl- anir syðra,“ segir Helgi Örlygsson fram- kvæmdastjóri. Löng hefð og mikil reynsla Nýja kaffibrennslan á sér langa sögu. Fyrirtækið er í dag í eigu Esjubergs hf. í Reykjavík. Kaffibrennsla O. Johnson og Kaaber var stofnuð árið 1924. Nokkrum árum seinna eða 1931 stofnaði Stefán Árnason á Akureyri sína kaffibrennslu, sem KEA og Sambandið svo eignuðust og ráku í áratugi. Þessara tveggja fyrirtækja í millum var hörð samkeppni í áratugi, en það var svo um aldamótin sem fyrirtækin sameinuðust og fluttist þá öll kaffivinnsla norður. Kom þar til að löng hefð og mikil reynsla var fyrir hendi nyrðra og verk- smiðjan þar í góðu standi. „Þetta hefur verið farsæll rekstur og okkur hefur gengið vel,“ segir Helgi Ör- lygsson. Í litlum bolla Vörumerkjatryggð er þekkt hugtak í markaðsfræðum. Hún er hins vegar ekkert nýmæli, Akureyringar voru tryggir alltaf Bragakaffinu en kaffi frá Kaaber ráðandi syðra. Nú eru hins vegar báðar þessar teg- undir framleiddar nyrðra, svo og Rúbín- kaffið vinsæla. Einnig Diletto-kaffi fyrir verslanir Bónuss og Íslandskaffi fyrir Kaupás. Eru þá ýmsar afurðir ótaldar. „Maður er alltaf að dreypa á kaffi og leita hins rétta bragðs. Fæ mér því oft tíu dropa í lítinn bolla, hvort sem það er hér í vinnunni eða heima,“ segir Helgi sem hef- ur starfað hjá Nýju kaffibrennslunni og fyrirrennara þess í fjörutíu ár. Á þó mikið í land svo hann nái Helga Ármanni Al- freðssyni sem hefur starfað hjá fyrirtæk- inu í tæp 67 ár og er enn að. Systurfélagið sér um söluna Nýja kaffibrennslan sinnir framleiðslu. Systurfélagið O. Johnson & Kaaber sér al- farið um sölu og dreifingu sunnan heiða, sem fellur vel að annarri starfsemi, það er heildsölu á matvöru og öðrum nauðsynjum sem fást í búðum um allt land. sbs@mbl.is Bragð Arnar Eyfjörð Helgason framleiðslustjóri mælir hita- stig á kaffi fyrir smökkun. Vandað er til allra verka. Bolli Ýmsum finnst kaffið bragðist best sé bollinn lítill. Slíkt má þó einu gilda, því ætíð hressir sopinn er stundum sagt. Handavinna Arnar Eyfjörð Helgason framleiðslustjóri, til hægri, og Úlfar Steingrímsson raða kaffipokum í kassa Smakk Kaffi og kaffi er sitthvor hluturinn og samanburður því mikilvægur svo algjört úrvalskaffi renni á könnuna. Innflutningur Kaffibaunirnar koma í sekkjum sem þeir Arnar Eyfjörð Helgason og Hermann Kristjánsson handlanga í hús. Lagfæringar Hermann Kristjánsson sem starfar við ýmsar viðgerðir á verkstæðinu, bæði á vélbúnaði og kaffidælum. Framleiða allt að fjögur kaffitonn á dag Kaffikarlar Helgi Ármann Alfreðsson brennslustjóri, til vinstri sem hefur unnið hjá fyrirtækinu í 67 ár. Til hægri er Helgi Örlygsson fram- kvæmdastjóri Nýju kaffibrennslunnar sem hefur unnið hjá fyrirtækinu í 40 ár og á því talsvert í land að ná Helga hvað starfsaldur varðar. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Úrval Ýmsar baunategundir sem bíða smökkunar og þess að verða síðar brenndar og malaðar svo úr megi brugga kaffi. Framleiðsla Nýju kaffi- brennslunnar og því þarf talsvert úrval bauna, sem koma frá ýmsum löndum, til þess að geta sem best svarað ólíkum óskum viðskiptavinanna. Innlit í atvinnulífið Nýja kaffibrennslan

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.