Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.05.2014, Qupperneq 6

Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.05.2014, Qupperneq 6
6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. MAÍ 2014 Raðauglýsingar Fundir/Mannfagnaðir Reykjavík, maí 2014 Aðalfundur Vörubílstjórafélagsins Þróttar verður haldinn í húsi félagsins að Sævarhöfða 12 miðviku- daginn 14. maí nk. og hefst kl. 20.00. Dagskrá aðalfundar skv. 27. gr. laga Vörubílstjórafélagsins Þróttar. Stjórnin. Aðalsafnaðarfundur Kársnessóknar 2014 Aðalsafnaðarfundur Kársnessóknar verður sunnudaginn 11. maí 2014. Fundurinn hefst klukkan 12.00 í safnaðarheimilinu Borgum. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Sóknarnefnd Kársnessóknar. Tilboð/útboð 15612 – Kortlagning auðlinda í ferðaþjónustu Ríkiskaup, fyrir hönd Ferðamálastofu, óska eftir tilboðum í kortlagningu á auðlindum ferðaþjón- ustunnar sem aðdráttarafls fyrir ferðamenn á landsvísu. Lokaafurð verkefnisins er gagna- grunnur sem nýst getur hagsmunaaðilum við þróun og uppbyggingu í ferðaþjónustu. Verkefnið er fjórskipt:  Í fyrsta hluta skal lista upp stök (t.d. staði eða náttúrufyrirbæri) eftir þematengdum korta- þekjum.  Í öðrum hluta skal meta aðdráttarafl, aðgengi og eignarhald í samvinnu við rýnihópa.  Í þriðja hluta skal m.a. skrá lýsingar og hnit hvers staks sem fengið hafa matseinkunn 2 eða 3 í meðferð rýnihóps.  Í fjórða hluta skal stýra yfirferð gagna, skrá viðeigandi breytingar og skila afurð verkefnis með skráningu í gagnagrunn. Markmið útboðsins er að fá sem flestar lýsingar/fullunnin stök skráð í gagnagrunn fyrir ráðstöfunarfjárhæð. Afhendingartími afurðar er 1. nóvember 2014. Valkostur um áframhaldandi vinnu/verk/aukaverk í kjölfar þessa verks er hugsanlegur en þó valkvæður af hendi kaupanda. Gerðar eru þær kröfur til bjóðenda að þeir hafi háskólagráðu sem nýtist til verksins, mjög góða íslenskukunnáttu í ræðu og riti, staðgóða þekkingu á ferðamennsku, sögu, menningu og náttúru landsins, stundi fagleg vinnubrögð við heimildarleit og framsetningu efnis, geti greint aðalatriði frá aukaatriðum, séu jákvæðir og liprir í samskiptum og hafi góða almenna tölvukunnáttu. Hægt er að nálgast útboðsgögn á vefsvæði útboðsins á www.rikiskaup.is miðvikudaginn 7. maí 2014.Tilboð verða opnuð í húsakynnum Ríkiskaupa þriðjudaginn 20. maí 2014 kl. 14.00 að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. Bækur til sölu Skýrsla Lærða skólans í Reykjavík 1846–1886, Skýrsla Mennta- skólans í Reykjavík 1887–1995, Skýrsla MA 1930–1977, Ársrit Laugaskóla 1.–10. ár, Menntamál 1.–42. árg. Almanak Ólafs Þorgeirssonar 1895–1955 lp., Almanak Þjóðvinafélgsins 1875– 2004, Læknablaðið 1915–1932,Tímarit Verkfræðingafélags Íslands 1.–21. árg., Íslensk myndlist 1–2, Sýslumannaævir 1–5, Reykjaætt 1–5, Ættir Austur-Húnvetninga 1–4, MA-stúdentar 1–5, Bíldudalsminning, Hornstrendingabók 1–3, Ódáðahraun 1–3. Allar bækurnar innbundnar og í góðu standi. Upplýsingar í síma 898 9475. Umsókn um leyfi til makrílveiða árið 2014. Fiskistofa auglýsir eftir umsóknum um leyfi til makrílveiða á árinu 2014. Umsóknareyðublað um leyfi til veiða á makríl árið 2014 má nálgast á vef Fiskistofu, fiskistofa.is. Þar má einnig sjá reglugerð nr. 376/2014 um stjórn makrílveiða íslenskra skipa árið 2014. Athygli er vakin á að umsóknarfrestur um leyfi til veiða samkvæmt 2. tölulið 1. máls- greinar 2. greinar reglugerðarinnar er til og með 16. maí 2014. Fiskistofa. Tilkynningar Til sölu Sólar, borð, speglar, matadiskar og margt fleira.Tilvalið fyrir bændagistingar og sumarhótel. Einnig eru til sölu tveir flyglar, annar þeirra er mikið notaður en hinn í mjög góðu ásigkomulagi Upplýsingar í síma 533 1100 / 777 1424 eða á netfangið egill@eva.is Til sölu *Nýtt í auglýsingu 15638 Hjólaskófla fyrir Isavia. Ríkiskaup, fyrir hönd Isavia, óska eftir tilboðum í nýja/ónotaða hjólaskóflu á bilinu 25–27 tonn að stærð og með a.m.k. 280 hestafla vél, án skóflu, tilbúna til notkunar og afhendingar fyrir 1. sept- ember 2014. Kaupandi óskar eftir, sem valkvæðum möguleikum, að kaupa aðra hjólaskóflu fyrir 1.5. 2015, með afhendingu innan 4 mánaða. Nánari lýsing á hjólaskóflu og búnaði hennar er í útboðsgögnum sem eru aðgengileg á vef Ríkiskaupa, www.rikiskaup.is. Tilboð verða opnuð 15. maí 2014 kl. 14.00 hjá Ríkiskaupum. *15647 Sand-, salt- og pækildreifarar fyrir Vegagerðina. Ríkiskaup, fyrir hönd Vegagerð- innar, óska eftir tilboðum í fjóra nýja 7 m³ sand-, salt- og pækildreifara, með u.þ.b. 3.000 lítra pækiltönkum tilbúnum til notkunar og afhend- ingar fyrir 15. september 2014. Nánari upplýsingar er að finna í útboðsgögnum sem verða aðgengi- leg á vef Ríkiskaupa, www.rikiskaup.is. Tilboð verða opnuð 23. maí 2014 kl. 14.00 hjá Ríkiskaupum. *15640 Blóðskilunarþykkni o.fl., Landspítala Ríkiskaup, fyrir hönd Landspítala, óska eftir tilboðum í blóðskilunarþykkni, bíkarbónat til blóðskilunar og hreinsiefni fyrir blóðskilunarvélar, fyrir skilunardeild LSH. Nánari upplýsingar er að finna í útboðsgögnum sem verða aðgengileg á vef Ríkiskaupa, www.rikiskaup.is.Tilboð verða opnuð 19. júní 2014 kl. 11.00 hjá Ríkiskaupum. Ellefu íþróttamenn fengu á dögunum úthlutaðar þrjár milljónir króna í afreksstyrki úr Samfélagssjóði Lands- bankans. Fjórir íþróttamenn fengu 400 þúsund króna styrk, en þeir eru allir í fremstu röð. Sjö, sem kallaðir eru afreksmenn framtíð- arinnar, fengu 200 þúsund krónur í styrk hver. Þetta er í annað sinn sem Landsbank- inn veitir afreksstyrki undir þessum formerkjum og bár- ust nú 177 umsóknir um þá. Markmið styrkjanna er að styðja við bakið á afreksfólki sem iðkar einstaklings- eða paraíþróttir, segir í frétt frá Landsbankanum. Er þar tek- ið fram að styrkirnir dreifast vel milli íþróttagreina og fé- laga. „Við leggjum áherslu á að styðja þá sem þegar hafa náð langt en einnig ungt og efnilegt íþróttafólk. Með því viljum við reyna að gera fleir- um kleift að ná afburðaár- angri á sínu sviði,“ segir í fréttatilkynningu, haft eftir Steinþóri Pálssyni, banka- stjóra Landsbankans. Júdó og skíði Þau sem afreksstyrkina fengu eru Guðmundur Sverr- isson, spjótkastari í ÍR, Helga María Vilhjálmsdóttir, skíðakona í ÍR, Kári Gunn- arsson, badmintonmaður í TBR, og Sævar Birgisson, skíðagöngumaður í Skíða- félagi Ólafsfjarðar. Af þeim sem afreksstyrkina hlutu má nefna Önnu Sólveigu Snorra- dóttur, kylfing úr Golf- klúbbnum Keili, Egil Blöndal, júdómann í Ungmennafélagi Selfoss, og Emil Tuma Víg- lundsson, hjólreiðamann í Hjólreiðafélagi Reykjavíkur. sbs@mbl.is Eljusemi Afreksfólkið við úthlutun styrkja Landsbankans. Íþróttamenn efldir til afreka  Spjótkastari og kylfingur Kjaranefnd Félags eldri borgara í Reykjavík telur að afnema eigi skerðingu tryggingabóta aldraðra hjá TR vegna greiðslna úr líf- eyrissjóði. Í ályktun segir að þegar lífeyrissjóðirnir voru stofnaðir um 1970 hafi verið gert ráð fyrir því að þeir yrðu viðbót við almanna- tryggingar, það er að sjóð- irnir myndu ekki skerða líf- eyri aldraðra frá almannatryggingum. Í dag sé skerðingin hins vegar orðin svo mikil að óánægjan ógni lífeyrissjóðunum og tryggingakerfinu. „Enda þótt ákvörðun um skerðingu tryggingabóta aldraðra hafi verið tekin af alþingi og stjórnvöldum láta margir lífeyrisþegar óánægju sína bitna á lífeyr- issjóðunum,“ segir í ályktun. Mikið ranglæti Í ályktun benda eldri borgarar í Reykjavík á að einhleypur lífeyrisþegi, sem hafi 70 þús. kr. í lífeyri frá lífeyrissjóði á mánuði, sæti 63 þús. kr. skerðingu á mánuði hjá Trygg- ingastofnun. Sá sem aldrei hefur borgað neitt í lífeyr- issjóð fái svipaða upphæð greidda frá almannatrygg- ingum og sjóðþeginn fær úr lífeyrissjóði og frá Trygg- ingastofnun. Þetta sé mikið ranglæti sem kjaranefnd skorar á ríkisstjórnina að leiðrétta, í tveimur til þrem- ur áföngum ef ekki vill bet- ur. sbs@mbl.is Morgunblaðið/Árni Sæberg Spilað Dansinn dunar hjá eldri borgurum sem vilja bætt kjör. Skerðing ógnar lífeyriskerfinu  Eldri borgarar vilja breyttar bætur  Ríkisstjórn leiðrétti

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.