Morgunblaðið - 17.07.2014, Blaðsíða 1
HANDBOLTI
Þorkell Gunnar Sigurbjörnss.
thorkell@mbl.is
Handknattleikssamband Íslands,
HSÍ, lítur svo á að þær breytingar
sem Alþjóðahandboltasambandið,
IHF, hafi gert á reglum um móta-
fyrirkomulag eigi ekki að taka gildi
fyrr en næsta keppni á vegum IHF
hefst. Því krefst HSÍ þess að Ís-
landi verði úthlutað því sæti sem
Þýskaland fékk óvænt í síðustu
viku á HM 2015 í Katar og þess er
jafnframt krafist að EHF beiti sér
fyrir því og svör fáist í lok dagsins
í dag.
Það tók IHF rúma viku að svara
fyrirspurnum um hvernig staðið
hefði verið að breytingum á móta-
fyrirkomulagi sambandsins og
hvernig það atvikaðist að Ástralía
fékk ekki keppnisrétt á heims-
meistaramóti karla í Katar á næsta
ári, heldur hafi Þýskalandi verið
úthlutað sætinu.
Langþráð svör IHF eru á þá leið
að reglum um mótafyrirkomulag
hafi í raun verið breytt þann 30.
maí en breytingin hafi svo end-
anlega verið staðfest í Zagreb 8.
júlí. HSÍ brást strax við með
fréttatilkynningu þar sem segir
meðal annars:
Breytingin var ekki
gerð 30. maí
„Við höfum fengið það staðfest af
fulltrúum í Council IHF að enginn
fundur var haldinn þann 30. maí.
Hins vegar virðist sem tölvupóstur
hafi verið sendur til fulltrúa og
óskað eftir heimild til að vinna að
breytingu á reglugerð. Það er því
ljóst að ákvörðunin var ekki tekin
30. maí eins og fullyrt er, heldur
var það gert 8. júlí.“
IHF heldur því jafnframt fram
að bæði Ástralíu og Nýja-Sjálandi
hafi verið gert ljóst strax í apríl að
sæti Eyjaálfu á HM 2015 yrði gefið
öðrum. Hins vegar hafi IHF ekki
viljað gera þetta opinbert áður en
leikir í forkeppni fyrir HM í öðrum
heimsálfum yrðu leiknir. IHF við-
urkennir í raun þar með að sam-
bandið hafi ætlað að bíða átekta og
sjá hvort þjóð eins og Þýskaland
kæmist á HM í gegnum forkeppni.
HSÍ krefst svara í lok dags
IHF segist hafa breytt reglugerð um mótafyrirkomulag 30. maí en HSÍ segir
það af og frá HSÍ krefst þess að Ísland taki sæti Þýskalands á HM í Katar
SKÍÐI
Andri Yrkill Valsson
yrkill@mbl.is
„Það var farið að taka mikið á andlegu hliðina að
vera alltaf lamin niður í jörðina eftir að hafa unnið
eins og brjálæðingur að koma sér til baka, aftur og
aftur,“ sagði María Guðmundsdóttir í samtali við
Morgunblaðið um þá ákvörðun sína að hætta
keppni á skíðum, einungis 21 árs gömul.
María hefur verið ein fremsta skíðakona landsins
í alpagreinum undanfarin ár og var kjörin skíða-
kona ársins tvö ár í röð, síðast í fyrra. Hún hefur
unnið fjölda titla hér heima og keppt mikið erlendis
en hefur lent í miklum meiðslum á sínum ferli.
Tvisvar hefur hún meiðst alvarlega á hægra hné,
fyrir tveimur árum og nú aftur í vetur sem kom í
veg fyrir þátttöku hennar á vetrarólympíuleik-
unum í Sotsjí. Hún segir endurhæfinguna hafa
gengið ágætlega en meiðslin hafi einfaldlega tekið
of stóran toll af ferlinum.
„Endurhæfingin gengur ágætlega þannig séð en
mun taka tíma. Þetta eru mjög erfið meiðsli og allt-
af að koma eitthvað nýtt í ljós. Stundum er mér illt
á einum stað en svo fer að braka annars staðar dag-
inn eftir, svo dagamunurinn er mikill. Það var mjög
mikið áfall að missa af vetrarólympíuleikunum ofan
á allt saman og ég held að ég hafi ekki alveg áttað
mig á því strax. En þegar ég átti að fara að taka
ákvörðun um framhaldið hvað ferilinn varðar þá
var þetta allt saman mjög erfitt,“ sagði María, sem
auk þess hefur verið að glíma við brjósklos í baki
síðustu ár sem hún finnur reglulega fyrir.
Ekki náð heilu tímabili í mörg ár
María hefur verið búsett í Noregi undanfarin ár
og verið við nám í skíðamenntaskóla í Geilo, þaðan
sem hún útskrifaðist fyrir tveimur árum. Fjöl-
skylda hennar flutti með henni út og er enn búsett
þar en sjálf kom hún heim í vor og settist að í sínum
heimabæ, Akureyri. Hún segist hafa tekið end-
anlega ákvörðun í síðustu viku að hætta keppni og
meiðslin voru þar stærsti áhrifavaldurinn ásamt
nokkrum samvirkandi þáttum.
„Ég er búin að vera svakalega óheppin og það
tekur á hausinn. Ég hef ekki náð heilu keppn-
istímabili eftir að ég byrjaði í menntaskóla, alltaf
misst úr allavega mánuð vegna meiðsla. Það er
einnig svakalega dýrt að vera í þessu og sér-
staklega á því stigi sem ég keppti, það spilar því
margt inn í þetta þó meiðslin séu þar efst á blaði,“
sagði María.
Framhaldið er óráðið
María vill koma sérstökum þökkum til allra sem
stutt hafa við bakið á henni í gegnum tíðina; stuðn-
ings- og styrktaraðilum, skíðasambandinu og sér-
staklega fjölskyldu sinni, sem hafi veitt sér ómet-
anlegan stuðning. Hún er farin að huga að
framhaldinu nú þegar hún þarf ekki að vera með
hugann við fjáraflanir og allt sem fylgir skíðunum.
Hvað varðar ákvörðunina hefur hún sætt sig við
hlutina eins og staðan var orðin.
„Næst á dagskrá hjá mér er að ákveða hvað tek-
ur við, ég ætla mér í háskóla en veit ekki hvort ég
fer núna í haust eða eftir ár eða hvernig sem það
fer. Ég hef ekkert neglt niður endanlega enda er ég
svo nýlega búin að taka þessa lokaákvörðun. Þetta
er skref sem ég þurfti að stíga og þrátt fyrir að
þetta sé ennþá erfitt og suma daga mjög viðkvæmt
þá hef ég sætt mig við það,“ sagði María Guð-
mundsdóttir í samtali við Morgunblaðið.
Erfiðasta sem ég hef gert
María Guðmundsdóttir segir að þrálát meiðsli hafi valdið því að hún hætti
keppni á skíðum Hefur sætt sig við hlutina og hugar nú að næstu skrefum
Ljósmynd/Auðunn Níelsson
Hætt María Guðmundsdóttir ákvað að hætta skíðaiðkun aðeins 21 árs þar sem meiðsli voru farin að
reyna of mikið á hana líkamlega og andlega. Hún hefur meiðst tvisvar illa á hægra hné á ferli sínum.
FIMMTUDAGUR 17. JÚLÍ 2014
ÍÞRÓTTIR
Frábær Víkingurinn Aron Elís Þrándarson er besti leikmaður fyrri umferðar í Pepsi-deild karla í knatt-
spyrnu að mati Morgunblaðsins. Aron er jafnframt efstur í einkunnagjöf Morgunblaðsins. 2-3
Íþróttir
mbl.is
FH og Stjarnan
verða í eldlín-
unni í dag í 2.
umferð for-
keppni Evr-
ópudeildar
UEFA. FH mætir
hvítrússneska fé-
laginu FC Nem-
an Grodno kl. 17
og Stjarnan mæt-
ir skoska úr-
valdsdeildarliðinu Mortherwell og
hefst sá leikur kl. 18.45 en báðir
leikir fara fram ytra.
Möguleikar FH-inga að komast
áfram verða að teljast meiri en
Stjörnunnar þrátt fyrir langt ferða-
lag FH til Hvíta-Rússlands.
Knattspyrnustjóri Motherwell,
Stuart McCall tjáði sig um leikinn í
gær á blaðamannafundi. „Eftir að
hafa séð Stjörnuna spila vitum við
að þetta verður mjög erfiður leikur.
Fólk telur að við séum sig-
urstranglegri en þeir, en þeir eru
sannarlega engir aukvisar. Stjarn-
an er vel þjálfað og agað lið sem er í
góðu formi,“ sagði McCall. Ljóst er
að Rúnar Páll Sigmundsson og hans
menn í Stjörnunni eiga erfitt verk-
efni fyrir höndum.
peturhreins@mbl.is
FH og Stjarn-
an í eldlínunni
í Evrópu í dag
Rúnar Páll
Sigmundsson
17. júlí 1980
Íslenska karlalandsliðið í knatt-
spyrnu nær óvæntu jafntefli
gegn Svíum í vináttulandsleik í
Halmstad, 1:1. Guðmundur Þor-
björnsson jafnar metin á 87. mín-
útu eftir glæsilegan undirbúning
Ásgeirs Sigurvinssonar. Svíarnir
höfðu náð forystu sex mínútum
áður.
17. júlí 1991
Arnór Guðjohnsen skorar fjögur
mörk þegar Ísland sigrar Tyrk-
land, 5:1, í vináttulandsleik í
knattspyrnu á
Laugardalsvell-
inum. Arnór er þar
með aðeins annar
frá upphafi, á eftir
Ríkharði Jónssyni,
til að skora fjögur
mörk í leik með
karlalandsliði Íslands. Sigurður
Grétarsson skorar fyrsta mark
leiksins og síðan tekur Arnór við.
17. júlí 2004
Þórey Edda Elísdóttir setur Ís-
lands- og Norðurlandamet í
stangarstökki kvenna þegar hún
stekkur yfir 4,60 metra á móti í
Madríd, þar sem hún hafnar í
öðru sæti á eftir heimsmethaf-
anum Svetlönu Feofanovu. Þór-
ey bætir eigið met um sex senti-
metra og þetta Íslandsmet
hennar stendur enn.
Á ÞESSUM DEGI