Morgunblaðið - 17.07.2014, Blaðsíða 4
HANDBOLTI
Ívar Benediktsson
iben@mbl.is
„Þegar ég kom heim fyrir tveimur
árum var það eingöngu vegna
meiðslanna. Ég vildi fá tíma til þess
að jafna mig á þeim. Markmiðið var
alltaf að komast út í atvinnu-
mennsku á nýjan leik þegar ég væri
tilbúinn. Mér þótti rétti tíminn vera
kominn,“ segir Sigurbergur Sveins-
son handknattleiksmaður, sem ný-
verið gekk til liðs við nýliða í þýsku
1. deildinni, HC Erlangen, eftir
tveggja ára veru hjá bikarmeist-
urum Hauka.
Sigurbergur flutti út í síðustu viku
og hóf æfingar um leið. „Liðið var
byrjað að æfa þegar ég kom og því
var ekkert annað sem beið mín en að
fara á fulla ferð í æfingar,“ sagði
Sigurbergur í gær. Hann býr ennþá
á hóteli en á von á því að flytjast í
íbúð í næstu viku.
Sigurbergur er uppalinn Hauka-
maður en fór út og lék með Rhein-
land fyrir fjórum árum og skipti síð-
an yfir til Hannover-Burgdorf eftir
að fyrrnefnda liðið fór í þrot. Eftir
það lék Sigurbergur eitt ár með Ba-
sel í Sviss en erfið hnémeiðsli settu
stórt strik í reikninginn keppnis-
tímabilið 2011/2012 í Sviss. Sig-
urbergur kom heim að því loknu og
hefur síðan verið einn allra besti
leikmaður Íslandsmótsins og lék
m.a. stórt hlutverk hjá Haukum á
síðustu leiktíð þar sem liðið varð bik-
armeistari, deildarmeistari og
deildabikarmeistari en varð að sætta
sig við tap fyrir ÍBV í úrslitum Ís-
landsmótsins eftir fimm hörkuleiki.
Mikil uppbygging
HC Erlangen er í Suður-
Þýskalandi, skammt norður af
Nürnberg. Mikil uppbygging hefur
átt sér stað hjá félaginu á síðustu ár-
um og er talsverður metnaður innan
félagsins um þessar mundir að sögn
Sigurbergs en handboltalið félagsins
er nú í fyrsta skipti í efstu deild.
„Það ver mikill metnaður innan
félagsins og meðal annars kom nýr
leikmaður til félagsins í gær sem
leikið hefur hjá Barcelona tvö síð-
ustu keppnistímabil, Martin Stra-
novsky,“ segir Sigurbergur.
Forveri Guðjóns Vals
Þess má geta að Stranovsky fékk
ekki nýjan samning hjá Barcelona
vegna þess að rýmka þurfti til hjá fé-
laginu við komu Guðjóns Vals Sig-
urðssonar þar sem á Spáni gilda
strangar reglur um hámarksfjölda
leikmanna sem ekki hafa spænskt
ríkisfang. „Mér sýnist vel staðið að
öllu hérna og metnaður til þess að
halda sæti í deildinni. Mér líst bara
mjög vel á allt hér við fyrstu sýn,“
segir Sigurbergur.
Alls verða 19 lið í þýsku 1. deild-
inni á næsta keppnistímabili í stað
18 undanfarin ár. Vegna fjölgunar-
innar falla fjögur lið úr deildinni
næsta ár í stað þriggja. Þar af leið-
andi verður samkeppnin enn meiri
en áður við að forðast fall sem hefur
oftar en ekki verið örlög nýliða í
deildinni á síðustu árum.
Tími á meiri áskorun
Sigurbergur segir skiptin til Er-
langen hafa átt sér nokkurn aðdrag-
anda. Hann hafi verið í þreifingum
við félög í Evrópu. „Þegar Erlangen
kom upp á yfirborðið fór ég út og leit
á aðstæður og leist vel á. Þannig að
ég er mjög sáttur við þessa nið-
urstöðu.
Ég veit betur nú hvað ég er að
fara út í. Auk þess fannst mér vera
kominn tími til þess að takast á við
aðra og meiri áskorun en að leika
heima úr því að ég hafði jafnað mig á
meiðslunum. Nú fæ ég tækifæri til
þess að leika í sterkari deild og bæta
mig sem handboltamaður,“ segir
Sigurbergur Sveinsson.
Markmiðið var að fara út
Sigurbergur þekkir betur nú en fyrir fjórum árum hvað bíður hans í atvinnu-
mennsku Metnaður ríkir hjá Erlangen sem verður í fyrsta sinn í efstu deild
Morgunblaðið/Kristinn
Atvinnumaður Sigurbergur Sveinsson handboltamaður úr Haukum er á leiðinni í atvinnumennsku í annað skipti.
Sigurbergur telur sig nú vera betur í stakk búinn til þess að vera atvinnumaður erlendis, en áður.
4 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. JÚLÍ 2014
Breiðablik og ÍBV áttust við í Kópa-
voginum í síðasta leik 9. umferðar
Pepsi-deildar kvenna í knattspyrnu
og lauk leiknum með 4:2 sigri Blika.
Telma Þrastardóttir, framherji
Breiðabliks, var ekki á markaskón-
um í gærkvöldi en hún hefði átt að
vera búin að skora tvö mörk á fyrstu
fimm mínútum leiksins þegar hún
slapp ein í gegn í tvígang.
Fyrsta mark leiksins kom á 24.
mínútu og var þar að verki hin
bandaríska Shaneka Gordon með
sínu sjöunda marki í sumar fyrir
ÍBV. Blikar voru ekki lengi að jafna
metin því fimm mínútum síðar skor-
aði Jóna Kristín Hauksdóttir með
hnitmiðuðu skoti fyrir utan teig.
Natasha Anasi, annar af tveimur
nýjum leikmönnum Eyjakvenna
kom inn á í hálfleik og var ekki búin
að vera inni á vellinum í fimm mín-
útur þegar hún hafði komið ÍBV yfir
í annað skiptið í leiknum eftir að
hafa sloppið ein inn fyrir vörn Blika.
Anasi komst ágætlega frá leiknum
og mun verða mikill liðsstyrkur fyrir
komandi baráttu Eyjakvenna í
deildinni.
Það byrjaði að hellirigna í Kópa-
vogi þegar 30 mínútur voru eftir og
allt virtist stefna í sigur ÍBV.
Fanndís Friðriksdóttir var hins veg-
ar á öðru máli og kom Blikakonum
til bjargar. Hún skoraði jöfn-
unarmarkið á 76. mínútu, nánast
upp á eigin spýtur þegar hún labbaði
framhjá varnarmönnum ÍBV og
kláraði færið á nærhornið með föstu
skoti. Fanndís var aftur á ferðinni
fjórum mínútum síðar og aftur varð
nærhornið fyrir valinu en hún fékk
ansi mikinn tíma til að athafna sig og
vörn ÍBV virtist steinsofandi.
Skoraði frá hornfána
Fjórða og síðasta mark leiksins
skoraði hún svo úr aukaspyrnu sem
var staðsett þar sem hornspyrnur
eru teknar. Það hefði kannski verið
flottara fyrir Fanndísi að geta sagst
hafa skorað úr hornspyrnu en því
miður er staðreyndin önnur. Sigur
Blika var gríðarlega mikilvægur í og
heldur þeim á lífi í toppbaráttunni.
Hann kemur þeim í 2. sæti og í 19
stig, fimm stigum á eftir toppliði
Stjörnunnar. Staða ÍBV er óbreytt
eftir tapið. Liðið siglir lygnan sjó í 7.
sæti með 12 stig.
Morgunblaðið/Eggert
Þrenna Fanndís Friðriksdóttur spilaði frábærlega fyrir Breiðablik í gær og
skoraði þrennu. Hér er hún í baráttu við Söru Rós Einarsdóttir ÍBV.
Fanndís hélt
Blikum á lífi
Mikilvægur sigur Breiðabliks á ÍBV
Ég er líklega ekki sá eini sem
þjáist af einhvers konar HM-
fráhvarfseinkennum eftir þessa
knattspyrnuveislu undanfarnar
vikur. Þær eru alltaf blendnar til-
finningarnar þegar ég horfi á
leiki á seinni stigum mótsins.
Það svipar til rússíbanareiðar
sem maður veit að er alveg að
fara að klárast. En það kemur
annað HM eftir þetta HM og við
getum allavega glaðst yfir því að
það er nú bara 1.421 dagur þar til
HM 2018 í Rússlandi hefst.
En örvæntum ekki. Það er
nóg um að vera hér á landi. Ís-
lenski fótboltinn heldur áfram að
rúlla. Það er alltaf skemmtilega
öðruvísi að mæta á völlinn, fá sér
kaffi og jafnvel eina „slæsu“ í
hálfleik ef vel liggur á manni og
ræða við mann og annan. Svo
virðist líka knattspyrnan sem lið-
in bjóða upp á vera að batna líkt
og gerist iðulega þegar líður á
sumarið. Boltinn er sannarlega
farinn að rúlla betur og glæsi-
mörk orðin algengari.
Kannski er HM samt ekki
svo fjarri okkur. KR-ingar spiluðu
gegn skoska stórliðinu Celtic í
fyrradag og þar voru þrír liðs-
manna Skotanna tiltölulega ný-
komnir heim frá HM Í Brasilíu.
Einn þeirra var Nígeríumaðurinn
Efe Ambrose en hann var í byrj-
unarliði í öllum leikjum liðsins
sem komst í 16-liða úrslit keppn-
innar og atti meðal annars kappi
við besta leikmann heims, Arg-
entínumanninn Lionel Messi. Í
fyrradag var hann hins vegar í
baráttunni við KR-inginn Kjartan
Henry Finnbogason.
Það eru margir sem fussa
og sveia þegar þeir skipta frá HM
yfir á íslenska boltann en
kannski er hann ekki svo slæmur.
Naumt tap KR þar sem sigur-
mark Celtic kom sex mínútum
fyrir leikslok er til marks um það.
Svekktur blaðamaður í Kanada
skrifaði í gær um lélegt gengi
karlalandsliðsins þar í landi en
liðið situr í 110. sæti styrk-
leikalista FIFA. Þar sitja Íslend-
ingar í 52. sæti þrátt fyrir að
skráðir iðkendur séu 40 sinnum
færri (21.508) en í Kanada
(865.712). Já, staðan gæti verið
mun verri.
BAKVÖRÐUR
Pétur Hreinsson
peturhreins@mbl.is
Jóhann Laxdal
gekk í raðir
Stjörnunnar í
Garðabæ í Pepsi-
deild karla í
knattspyrnu í
gær. Jóhann
kemur frá
norska félaginu
Ull/Kisa sem er í
næstneðsta sæti
næstefstu deild-
ar Noregs, en þangað fór hann frá
Stjörnunni síðasta vetur.
„Liðinu gengur ekki nógu vel en
ég veit sjálfur að ég get gert miklu
betur en ég hef sýnt hérna. Það er
því bara fínt að koma heim aftur og
byrja frá grunni,“ sagði Jóhann við
Morgunblaðið í gær.
„Ég ætla að sýna að þótt ég sé
kannski ekki orðinn miklu betri
leikmaður er ég orðinn þroskaðri
og tilbúinn að takast á við hlutina.“
yrkill@mbl.is
Kemur
þroskaðri
frá Noregi
Jóhann
Laxdal