Morgunblaðið - 17.07.2014, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.07.2014, Blaðsíða 2
FRÉTTASKÝRING Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Aðsókn á leiki í úrvalsdeild karla í fótbolta minnk- aði umtalsvert á meðan heimsmeistarakeppnin í knattspyrnu stóð yfir í Brasilíu. Þeir átján leikir í þremur umferðum sem leiknar voru í deildinni þegar keppnin stóð sem hæst drógu aðeins að sér 756 áhorfendur að meðaltali. Til samanburðar var meðalaðsókn á leiki á síðasta tímabili 1.057 manns á leik Þessi fækkun sem var á bilinu 15. júní til 2. júlí dregur meðalaðsóknina á leiki í deildinni á þessu tímabili niður í 972 áhorfendur á hvern leik að meðaltali. Leita þarf aftur til aldamóta til að finna lægri aðsóknartölur í deildinni, eða til ársins 2000 þegar meðalaðsóknin var 899 manns á leik. Sunnudagurinn 15. júní er sennilega „versti“ leikdagur í sögu deildarinnar á seinni árum. Þá mætti aðeins 731 áhorfandi að meðaltali á leikina sex sem þá fóru fram í deildinni. Tvær næstu um- ferðir voru litlu skárri. Fastari við sjónvarpið en 2010 Og þegar aðsóknin á þessar þrjár „HM- umferðir“ er borin saman við sambærilegar um- ferðir sumarið 2010, þegar heimsmeistarakeppnin fór fram í Suður-Afríku, kemur í ljós að íslenskir fótboltaáhugamenn virðast hafa gert mun meira af því að „fórna“ íslensku leikjunum í sumar en þeir gerðu fyrir fjórum árum. Þá datt meðalaðsókn á umferð mest niður í 892 manns á leik. Þegar Evrópukeppnin stóð yfir í Úkraínu og Póllandi fyrir tveimur árum voru tvær umferðir í deildinni sem rákust á leiki þar. Í annarri þeirra datt aðsókn niður í tæplega 800 manns á leik. „Þetta er búið að vera skelfilegt,“ sagði einn for- HM í Brasilíu bitnaði mjög á  Sunnudagurinn 15. júní versti leikdagur á seinni árum  Meðalaðsókn í efstu deild karla sú minnsta frá aldamótum  Undir þúsundið að meðaltali í fyrsta sinn frá 2002 Aðsókn hjá hverju liði 2013 og 2014 og tap/viðbót 2.000 1.800 1.600 1.400 1.200 1.000 800 600 400 200 0 1. 54 6 91 0 1. 23 8 1. 07 2 1. 0 45 1. 07 4 57 0 1. 11 9 68 2 68 0 1. 0 24 77 8 1. 86 3 1. 15 0 1. 49 6 1. 13 5 1. 0 61 1. 0 42 98 1 87 2 84 9 77 9 1. 0 96 * 90 7* * +247 -317 -213 -240 -63 -16 -147 -99 -72 -129 +32 -411 Breyting á milli ára KR FH Valur Breiðablik Fylkir Stjarnan ÍBV Keflavík Þór Fram Víkingur R. Fjölnir * Árið 2011 **Árið 2009 2013 2014 Áhorfendafjöldi að me á leik í deildinni frá aldamótum: 2000 1.400 1.300 1.200 1.100 1.000 900 800 899 200 1.08 2001: 1.076 2002: 996 2 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. JÚLÍ 2014 Pepsi-deild kvenna Breiðablik – ÍBV...................................... 4:2 Jóna Kristín Hauksdóttir 28., Fanndís Friðriksdóttir 78., 85., 90. – Shaneka Gord- on 21., Natasha Anasi 50. Staðan: Stjarnan 9 8 0 1 34:7 24 Breiðablik 9 6 1 2 27:8 19 Þór/KA 9 5 2 2 13:9 17 Fylkir 9 5 2 2 8:5 17 Selfoss 9 5 1 3 22:16 16 Valur 9 4 2 3 19:15 14 ÍBV 9 4 0 5 18:14 12 FH 9 2 2 5 7:30 8 Afturelding 9 1 0 8 6:29 3 ÍA 9 0 0 9 4:25 0 Markahæstar: Harpa Þorsteinsdóttir, Stjörnunni.......... 16 Fanndís Friðriksdóttir, Breiðabliki ...........7 Dagný Brynjarsdóttir, Selfossi.................. 7 Guðmunda Brynja Óladóttir, Selfossi ....... 7 Shaneka Gordon, ÍBV................................. 7 Aldís Kara Lúðvíksdóttir, Breiðabliki ...... 6 Telma Hjaltalín, Breiðabliki....................... 6 4. deild karla A Snæfell – Kári ........................................... 0:4 Hvíti riddarinn – Álftanes ....................... 1:3 Staðan: Kári 22, Álftanes 17, Hvíti riddarinn 15, Hörður Í. 10, Snæfell 8, Lumman 3, Kóng- arnir 0. 4. deild karla B Stokkseyri – KFS..................................... 1:3 Ísbjörninn – Augnablik............................ 0:1 KB – Stál-úlfur ......................................... 4:1 Mídas – Vængir Júpíters ......................... 2:4 Staðan: KFS 25, Vængir Júpiters 18, Augnablik 17, KB 16, Mídas 10, Stál-úlfur 7, Stokkseyri 6, Ísbjörninn 3. 4. deild karla C Skallagrímur – Elliði................................ 2:0 KFG – Örninn........................................... 4:1 Staðan: KFG 24, Skallagrímur 15, Léttir 12, Kor- mákur/Hvöt 12, Elliði 9, Örninn 6, Afríka 0. 4. deild karla D KH – Árborg............................................. 3:1 Kría – Skínandi......................................... 2:1 Staðan: KH 22, Þróttur V. 16, Kría 12, Vatnaliljur 11, Skínandi 7, Árborg 6, Máni 0. Meistaradeild Evrópu 2. umferð, fyrri leikir: Dinamo Tbilisi – Aktobe .......................... 0:1 Malmö – Ventspils.................................... 0:0 Ludogorets Razgrad – Dudelange ......... 4:0 Strömsgodset – Steaua Búkarest ........... 0:1 Legia Varsjá – St. Patrick’s Athletic...... 1:1 England Liverpool – Everton ................................ 1:0  Katrín Ómarsdóttir kom inn á sem vara- maður hjá Liverpool í leiknum. KNATTSPYRNA Evrópukeppni smáþjóða Leikið í Austurríki: A-RIÐILL: Gíbraltar – Malta.................................. 25:93  Ísland fékk 4 stig, Malta 2 stig en Gí- braltar ekkert. B-RIÐILL: Wales – Aserbaídsjan ......................... 69:67, Skotland – Austurríki .......................... 45:70  Austurríki fékk 6 stig, Skotland 4 stig, Wales 2 stig en Aserbaídsjan ekkert.  Í undanúrslitunum á morgun leikur Ís- land við Skotland og Austurríki mætir Möltu. KÖRFUBOLTI KNATTSPYRNA 1. deild kvenna: Schenker-völlur: Haukar – Grindavík..... 20 3. deild karla: SS Hvolsvelli: KFR – Berserkir ......... 19.30 Grundarfjörður: Grundarfjörður – Víðir 20 Í KVÖLD! FÓTBOLTI Andri Yrkill Valsson yrkill@mbl.is „Aron er flottur strákur, ég hef þekkt hann lengi og ég þjálfaði hann í yngri flokkum í Víkinni. Maður sá strax hæfileikana og snertingin við boltann hefur alltaf verið til staðar,“ sagði Ingvar Þór Kale, markvörður nýliða Víkings, þegar Morgunblaðið bað hann um að lýsa Aroni Elís Þránd- arsyni, samherja hans, sem blaðið valdi besta leikmanninn í fyrri umferð Pepsi-deildar karla. „Aron er náttúrlega mikilvægur innan vallar en ekki síður utan þar sem hann lætur í sér heyra í klefanum og svo er alltaf stutt í húmorinn,“ sagði Ingvar. Þrátt fyrir að meiðsli hafi tekið sinn toll var Aron Elís valinn bæði besti og efnilegasti leikmaður 1. deildarinnar í fyrra þegar Víkingur endurheimti sæti sitt í efstu deild eftir þriggja ára fjarveru. Hann skoraði fjórtán mörk í jafnmörgum leikjum í fyrra og hefur haldið uppteknum hætti í marka- skorun í sumar þrátt fyrir að hafa ver- ið að stíga upp úr meiðslum og verið frá framan af sumri. Blóðtaka ef hann færi núna „Hann var svolítið meiddur í upp- hafi móts en þegar hann hefur verið fullfrískur hefur hann verið alveg frá- bær. Leikur okkar er gjörbreyttur eftir að hann hefur komið heill inn í liðið og spilið fer mikið í gegnum hann,“ sagði Ingvar sem hefur fulla trú á að hann verði áfram í Víkinni, allavega til loka tímabilsins. „Ég held hann geri það. Við erum komnir í góða stöðu í deildinni og eins og hann hefur sagt sjálfur þá eru okk- ur allir vegir færir og við komnir í undanúrslitin í bikarnum að auki. Það eru spennandi tímar framundan í Vík- inni og ég hugsa að hann klári tímabil- ið. Það yrði gríðarleg blóðtaka ef hann færi núna í glugganum.“ Varnarhlutverkið mikilvægt Ingvar segir að þrátt fyrir að Aron sé duglegur bæði að skora og leggja upp fyrir félaga sína þá sé varnar- hlutverkið einn hans stærsti kostur. „Hann skorar bæði og leggur upp en það má ekki gleyma því að hann er mjög góður varnarlega líka. Hann bakkar vel til baka og hjálpar auk þess sem hann á sitt svæði í föstum leikatriðum þar sem við stillum hon- um fremstum upp. Þar er hann gríð- arlega mikilvægur upp á hæðina og duglegur að hreinsa frá,“ sagði Ingvar og hann segir hlutverk hans síst vera minna í vörninni. „Við höfum ekki fengið á okkur mörg mörk úr hornum og föstum leik- atriðum og það er mikið honum að þakka líka. Það gleymist svolítið í um- ræðunni og það er gríðarlega mikil- vægt að menn geti komið til baka og hjálpað. Það er stór ástæða fyrir því að við höfum ekki fengið á okkur mörg mörk, þrátt fyrir að vera nýliðar, og hann á stóran þátt í því.“ Minnir á Alfreð Ingvar er sjálfur uppalinn í Víkinni og sneri þangað aftur í fyrra eftir dvöl hjá Breiðabliki þar sem hann varð Ís- landsmeistari árið 2010. Þá lék lands- liðsframherjinn Alfreð Finnbogason með liðinu og finnst honum Aron líkj- ast honum á velli. „Þá var Alfreð einmitt duglegur að koma til baka og Aron minnir mig svo- lítið á hann, sérstaklega í varnarvinn- unni og hvernig hann gat hjálpað lið- Sá hæfileikana strax í yngri flokkunum  Ingvar Þór Kale segir að Aron sé mikilvægur fyrir Víking, innan vallar sem utan  Minnir á Alfreð Finnbogason  Lætur menn óspart heyra það ef hann er ósáttur Úrvalslið Morgunblaðsins úr umferðum 1-11 í Pepsi-deild karla 4-3-3 Jonas SandqvistKeflavík Elías Már Ómarsson Keflavík Jeppe Hansen Stjörnunni Haukur Heiðar Hauksson KR Hafsteinn Briem Fram Bjarni Ólafur Eiríksson Val Davíð Þór Viðarsson FH Kassim Doumbia FH Aron Elís Þrándarson Víkingi R. Pétur Viðarsson FH Gunnar Már Guðmundsson Fjölni Varamenn: Óskar Örn Hauksson KR Haraldur F. Guðmundss. Keflavík Magnús Már Lúðvíksson Val Bergsveinn Ólafsson Fjölni Igor Taskovic Víkingi R. Atli Guðnason FH Ögmundur Kristinsson Fram (mv) Sjö lið verða í úrvalsdeild karla í blaki á næstu leiktíð í stað sex eins og var í vetur. Fylkir bætist við frá síðustu leiktíð að því er fram kom í tilkynningu Blaksambands Íslands frá því í gær. Leikin verður tvöföld umferð í úrvalsdeild karla, en fjórföld í úr- valsdeild kvenna, þar sem verða áfram sex lið. Alls skráðu 85 lið sig til keppni fyrir komandi leiktíð, 23 karlalið og 62 kvennalið. Deilda- keppni Íslandsmótsins í blaki hefst um miðjan september. thorkell@mbl.is Fjölgun karla- liða í blaki

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.