Morgunblaðið - 21.07.2014, Síða 7

Morgunblaðið - 21.07.2014, Síða 7
ÍÞRÓTTIR 7 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. JÚLÍ 2014 Áskrifendur Morgunblaðsins eru sjálfkrafa meðlimir í Moggaklúbbnum og njóta ýmissa fríðinda og tilboða. Hægt er að fylgjast með hvað er í boði hverju sinni á moggaklubburinn.is og fá tilboðin send í tölvupósti með því að skrá sig á póstlistann. Hafðu samband í síma 569 1100 eða askrift@mbl.is hafi Moggaklúbbskortið ekki borist þér. VÍKINGUR R.-FJÖLNIR Á VÍKINGSVELLI 21. JÚLÍ KL. 19:15 Fyrstu 50 áskrifendurnir fá tvo miða á leikinn. Mættu á völlinn og framvísaðu Moggaklúbbskortinu við innganginn til að fá miða. FÁÐU ÞÉR ÁSKRIFT Á EÐA Í SÍMA Pepsi-deild kvenna Valur – Þór/KA ....................................... 1:1 Elín metta Jensen 64. – Andrea Mist Páls- dóttir 90. Rautt spjald: Mist Edvardsdóttir (Val) 30. Staðan: Stjarnan 9 8 0 1 34:7 24 Breiðablik 9 6 1 2 27:8 19 Þór/KA 10 5 3 2 14:10 18 Fylkir 9 5 2 2 8:5 17 Selfoss 9 5 1 3 22:16 16 Valur 10 4 3 3 20:16 15 ÍBV 9 4 0 5 18:14 12 FH 9 2 2 5 7:30 8 Afturelding 9 1 0 8 6:29 3 ÍA 9 0 0 9 4:25 0 1. deild kvenna A Fjölnir – Hamrarnir................................. 4:0 Haukar – BÍ/Bolungarvík ....................... 4:0 Staðan: HK/Víkingur 10 8 1 1 37:5 25 Fjölnir 8 7 0 1 21:3 21 Grindavík 9 6 1 2 19:9 19 Haukar 10 5 1 4 24:16 16 Tindastóll 10 4 3 3 16:20 15 Víkingur Ó. 10 4 2 4 12:17 14 BÍ/Bolungarvík 10 2 1 7 3:26 7 Hamrarnir 9 2 0 7 6:22 6 Keflavík 10 0 1 9 5:25 1 1. deild kvenna B Þróttur R. – Völsungur............................ 7:0 Fjarðabyggð – Fram................................ 0:0 ÍR – Sindri................................................. 0:0 Staðan: KR 9 9 0 0 30:7 27 Höttur 9 5 4 0 27:5 19 Þróttur R. 9 6 1 2 20:6 19 Álftanes 11 6 1 4 19:12 19 Fram 9 5 1 3 19:12 16 ÍR 9 2 2 5 6:15 8 Fjarðabyggð 8 1 1 6 7:26 4 Völsungur 9 1 0 8 9:26 3 Sindri 9 1 0 8 4:32 3 England Bristol – Liverpool .................................. 1:3  Katrín Ómarsdóttir var í byrjunarliði Liverpool og skoraði annað mark liðsins. Henni var skipt af velli í síðari hálfleik. KNATTSPYRNA Valur og Þór/KA gerðu 1:1 jafntefli í fyrsta leik 10. umferðar í Pepsi-deild kvenna í gær en Valskonur fengu á sig jöfnunarmarkið í uppbótartíma. Mist Edvardsdóttir í Val fékk að líta rauða spjaldið eftir einungis 30. mín- útna leik en það var hins vegar Valskonan Elín Metta Jensen sem skoraði fyrsta mark leiksins. Tíu talsins virtust Valskonur ætla að innbyrða stigin þrjú en Andrea Mist Pálsdóttir, 15 ára dóttir Páls Viðar Gíslasonar, þjálf- ara karlaliðs Þórs, var á öðru máli þegar hún jafnaði metin í uppbótartíma. Bæði lið gengu svekkt af velli í gær. Gengi Valskvenna hefur verið langt fyrir neðan væntingar í sumar. Þær sitja áfram í 6. sæti deildarinnar með 15 stig. Þór/KA þurfti nauðsynlega á sigri að halda í baráttunni í efri hluta deildarinnar en er áfram í 3. sætinu eftir gærdaginn. peturhreins@mbl.is Valskonur enn í vanda Harka Arna Sif Ásgrímsdóttir, fyrirliði Þórs/KA og Rakel Logadóttir, fyr- irliði Vals, í baráttu um boltann. Lára Einarsdóttir fylgist með. Morgunblaðið/Eggert SUND Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson thorkell@mbl.is Anton Sveinn McKee úr Sundfélag- inu Ægi náði um helgina fjórtánda besta tíma ársins í heiminum í 200 metra bringusundi karla og tvíbætti Íslandsmetið í greininni á L.A. boðs- mótinu í sundi í Bandaríkjunum. Anton synti á tímanum 2:10,72 mín. í A-úrslitum sem dugði honum til sig- urs. Þar með bætti hann Íslandsmet sitt sem hafði staðið í nokkrar klukkustundir eða síðan í undanrás- unum, en þá synti hann á 2:12,23 mín. Þá bætti hann einnig Íslandsmet sitt í 400 metra skriðsundi á mótinu um 31 hundraðshluta úr sekúndu þegar hann synti á 3:54,67 mín. og hafnaði í fjórða sæti í þeirri grein á mótinu. „Maður er búinn að æfa vel í allt sumar og það er gaman að það sé að skila sér,“ sagði Anton Sveinn þegar Morgunblaðið heyrði í honum í gær. Anton ákvað að fara ekki á Evrópumótið í sundi í sumar þrátt fyrir að hafa þátttökurétt á því, og einbeita sér frekar að því að æfa vel í Bandaríkjunum og keppa á mótum þar. „Ég er samt kominn með lág- mark fyrir HM næsta sumar í 200 m bringusundinu eftir þetta mót. Ég veit reyndar ekki hvort mótið er við- urkennt af Alþjóða sundsambandinu þannig lágmarkið sé gilt fyrir HM eða hvort ég þarf að koma heim til Ís- lands og ná því þar. En ég veit alla- vega á hvaða tíma ég get synt þessa grein núna,“ sagði Anton. Allt spurning um áherslur Anton var áður meira í þolsunds- greinum og á Íslandsmet í 800 m og 1.500 m skriðsundum en einbeitir sér nú meira að styttri greinum. „Ég held að ég sé nú hættur að synda 1.500 metrana en úthaldið er samt í fínu lagi. Þetta er bara spurning um áherslur. Maður heldur kannski í 400 metrana í eitt til tvö ár í viðbót, en svo einbeitir maður sér bara að bringu- sundinu fyrst árangurinn er orðinn svona,“ sagði Anton Sveinn sem telur árangur sinn um helgina staðfestingu á því að hann eigi fullt erindi í undan- úrslit hið minnsta á stærstu sundmót- unum. Morgunblaðið/Golli Í miklum ham Anton Sveinn McKee virðist vera í góðu formi og tvíbætti Ís- landsmetið í 200 m bringusundi og bætti metið í 400 m skriðsundi. Anton á uppleið  Tvíbætti Íslandsmetið í 200 m bringusundi  14. besti tími heims í ár Dregið var í gærkvöld í riðla fyrir heims- meistaramót karla í handknattleik sem verður haldið í Katar í janúar á næsta ári. Tveir ís- lenskir þjálfarar verða á mótinu, þeir Guð- mundur Guðmundsson sem stýrir Danmörku og Patrekur Jóhannesson þjálfari Austur- ríkis. Danir verða í riðli með Þýskalandi sem fékk óvænt keppnisrétt á HM þrátt fyrir að hafa mistekist að vinna sér hann í gegnum for- keppnina í Evrópu og þykir ákvörðun Alþjóða handboltasambandsins að hleypa Þýskalandi á HM afar umdeild. Önnur lið með Þýskalandi og Danmörku í D-riðli mótsins verða Rúss- land, Argentína, Barein og svo Pólverjar sem slógu einmitt Þýskaland út í forkeppni HM. Patrekur og Austurríkismenn leika í B-riðli HM í Katar með Króatíu, Makedóníu, Túnis, Íran og svo Bosníu Hersegóvínu sem sló ein- mitt Ísland út í forkeppninni. thorkell@mbl.is Guðmundur mætir Þjóðverjunum á HM í Katar Danmörk Guðmundur Guð- mundsson stýrir Dönum. Austurríki Patrekur Jó- hannesson stýrir Austurríki HM 2015 í handbolta » A-riðill Spánn Slóvenía Katar Hvíta-Rússland Brasilía Síle » B-riðill Króatía Bosnía Her- egóvína Makedónía Austurríki Túnis Íran » C-riðill Frakkland Svíþjóð Alsír Tékkland Egyptaland Sam. arabísku furstadæmin » D-riðill Danmörk Pólland Rússland Argentína Barein Þýskaland

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.