Barnablaðið

Aðalrit:

Barnablaðið - 02.08.2014, Blaðsíða 4

Barnablaðið - 02.08.2014, Blaðsíða 4
BARNABLAÐIÐ4 Ester Indriðadóttir er 15 ára stelpa sem undanfarið hefur verið að undirbúa sig fyrir Unglingalandsmót Ungmennafélags Íslands en þar mun hún keppa í bogfimi. Ester segir fólk stundum verða svolítið hissa þegar hún segist æfa bogfimi en hún mælir hiklaust með íþróttinni sem er skemmtileg að hennar mati. Ester er ein af fjölmörgum krökkum sem keppa á Unglingalandsmóti UMFÍ í ár en keppnisgreinar mótsins eru fjölbreyttar. Hvenær byrjaðir þú að æfa bogfimi? Ég hef verið að fikta við þetta í 1-2 ár. Af hverju byrjaðir þú að æfa bogfimi? Það var vegna þess að pabbi minn byrjaði að æfa bogfimi fyrir mörgum árum og hann leyfði mér að prófa, út frá því smitaðist áhuginn. Er þetta ekki ný keppnisgrein á Unglingalandsmóti UMFÍ? ? Jú. Hefur þú æft einhverjar aðrar íþróttir? Já, ég hef æft skíði og fótbolta. Hefur þú keppt áður á Unglingalandsmóti UMFÍ? Nei. Er þetta erfið íþrótt? Í byrjun getur þetta verið erfitt fyrir suma en þetta er fljótt að lærast með æfingunni. Mælir þú með þessu fyrir börn og unglinga? Já, hiklaust. Út á hvað gengur íþróttin og hvernig æfir maður sig? Að hitta í miðjuna er alltaf takmarkið, maður dregur bogann og miðar. Því þarf maður að æfa stöðugleika og einbeitingu. Hverjir keppa á Unglingalandsmóti UMFÍ? Það eru krakkar og unglingar á aldrinum 11-18 ára. Það er keppt í golfi, körfubolta, fótbolta, frjálsum íþróttum, strandblaki, hestaíþróttum, bogfimi, siglingum, sundi, tölvuleikjum, glímu, upplestri, motocross, stafsetningu og skák. Tekur langan tíma að undirbúa sig undir svona mót? Já, það getur tekið langan tíma. Verður fólk ekki svolítið hissa þegar þú segist æfa bogfimi?? Jú, sumir verða frekar hissa en öðrum finnst það bara töff. Eru einhverjar íþróttagreinar á landsmótinu sem þú ætlar að fylgjast með? Nei, ég hef meiri áhuga á afþreyingunni. Fyrir börn og unglinga sem langar til að prófa bogfimi, hvar geta þau prófað? Það eru nokkur félög á landinu þar sem ætti að vera hægt að heimsækja og fá að prófa og æfa. Svo er það Bogfimisetrið, þangað geta allir komið og fengið að prófa en það er á Akureyri og í Kópavogi. Hægt er að nálgast allar upplýsingar um bogfimi á www.archery.is. Ste Bogfimi er spennandi og flott íþrótt „Að hitta í miðjuna er alltaf takmarkið.“

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/1075

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.