Barnablaðið

Aðalrit:

Barnablaðið - 02.08.2014, Blaðsíða 7

Barnablaðið - 02.08.2014, Blaðsíða 7
BARNABLAÐIÐ 7 LAUSN AFTAST Gott er að nota blýant til að leysa þessa þraut ef þú þarft að stroka út vitleysur. Stóri ferningurinn er búinn til úr fjórum minni ferningum. Í hverjum litlum ferningi eiga tölurnar frá 1 til 4 að koma fyrir. Eins eiga tölurnar 1–4 að koma fyrir í hverri línu, bæði lárétt og lóðrétt. Krakka–S udoku 3 3 1 2 2 4 1 2 Drátthagi blýanturinn Hversu margir ferningar? LAUSN AFTAST Reyndu að telja hversu margir ferningar eru á myndinni. Athugaðu að margir litlir ferningar geta skapað stærri ferninga. Gátur LAUSN AFTAST 1. Hvaða fjórir litir eru í regnboganum? 2. Barbie er fræg dúkka. Hvað heitir eiginmaður hennar? 3. Hvernig er spaðinn á litinn í venjulegum spilastokk? 4. Hvaða stelpa á heima á Sjónarhóli? 5. Hvað eru margir mánuðir í einu ári? 6. Í hvaða mánuði er verslunarmannahelgin? 7. Hvað heitir afkvæmi sela? 8. Á hvers konar trjám vaxa kókoshnetur? Taktu lítinn pappírsbút sem er á stærð við frímerki. Segðu vini þínum að þú getir auðveldlega stungið hendinni þinni í gegnum blaðið. Hann mun eflaust ekki trúa þér, en gerðu þá þetta: Brjóttu blaðið til helminga. Klipptu blaðið frá samanbrotnu hliðinni að hinni hliðinni en skildu um 3mm eftir. Klipptu svo frá hinni hliðinni líkt og myndin sýnir. Haltu áfram þar til þú hefur klippt allt blaðið á þennan hátt. Taktu þá blaðið í sundur og klipptu í brotið á blaðinu en skildu eina ræmu eftir á hvorum enda þar sem X-ið er merkt á myndinni. Taktu svo blaðið varlega í sundur og þá ertu þú komin með hring sem þú getur auðveldlega stungið hendinni í gegnum. Svindlað með pappír Litað eftir númerum

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/1075

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.