Morgunblaðið - 05.06.2014, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JÚNÍ 2014
Andríki er, eins og fleiri, undr-andi á óvæntum yfirlýsingum:
Ekki fór fram
hjá áhuga-
mönnum um
stjórnmál að
kosninga-
sjónvarp Rík-
isútvarpsins
var ekki upp á
marga fiska,
þótt það hafi
að vísu verið
betra en á Stöð 2, þar sem ekkert
kosningasjónvarp var.
Þegar kemur að umræðum umstöðu mála og breytingar milli
ára virðist fréttastofa Ríkisútvarps-
ins til dæmis merkilega óburðug og
ekki geta af eigin rammleik haldið
uppi skarplegri greiningu á hlut-
um. Þá var auðvitað furðulegt, svo
ekki sé meira sagt, að bjóða upp á
löng og yfirborðsleg viðtöl við grín-
ista, sem báru auðvitað með sér að
vera sóttir úr sömu áttinni, strax
eftir fyrstu tölur.
Vefur Ríkisútvarpsins mun hafalegið niðri mestalla kosninga-
nóttina, ef marka má samfelld orð
fréttamanna sjálfra um það í kosn-
ingasjónvarpinu. Nýr útvarpsstjóri
er auðvitað ekki ánægður með það
og boðar nú stóraukna áherslu á
vefinn og „nýmiðla“.
En hér er rétt að staldra alvar-
lega við.
Hvers vegna á ríkið að leggja
„stóraukna áherslu á nýmiðla“? Er
ekki nægilegt að ríkið haldi úti út-
varpssendingum og sjónvarpssend-
ingum?
Hvers vegna á að bæta við rík-isfjölmiðlun í „nýmiðlum“?
Hvað hefðu menn sagt ef ríkið
hefði hafið útgáfu dagblaðs?
Ætla núverandi stjórnvöld að
láta það viðgangast að ríkið hefji
stórfellda fjölmiðlun í „nýmiðl-
um“?“
Von að spurt sé
STAKSTEINAR
Veður víða um heim 4.6., kl. 18.00
Reykjavík 10 skýjað
Bolungarvík 12 léttskýjað
Akureyri 14 skýjað
Nuuk 3 léttskýjað
Þórshöfn 11 léttskýjað
Ósló 13 skýjað
Kaupmannahöfn 15 skýjað
Stokkhólmur 16 skýjað
Helsinki 23 heiðskírt
Lúxemborg 13 skýjað
Brussel 13 skýjað
Dublin 15 skýjað
Glasgow 13 skúrir
London 15 skýjað
París 12 skúrir
Amsterdam 16 léttskýjað
Hamborg 22 heiðskírt
Berlín 22 heiðskírt
Vín 22 léttskýjað
Moskva 27 heiðskírt
Algarve 22 heiðskírt
Madríd 27 léttskýjað
Barcelona 22 léttskýjað
Mallorca 25 heiðskírt
Róm 25 heiðskírt
Aþena 21 skýjað
Winnipeg 22 léttskýjað
Montreal 18 skýjað
New York 25 heiðskírt
Chicago 16 alskýjað
Orlando 27 heiðskírt
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
5. júní Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 3:13 23:41
ÍSAFJÖRÐUR 2:21 24:42
SIGLUFJÖRÐUR 2:01 24:29
DJÚPIVOGUR 2:31 23:21
Fjármála- og efnahagsráðuneytið
krefst þess fyrir Héraðsdómi Suð-
urlands að Landeigendafélagi
Geysis ehf. verði bannað að rukka
ferðamenn sem fara inn á Geysis-
svæðið. Jafnframt er þess krafist að
lögbann sem sýslumaður setti á
gjaldtöku félagsins í mars og apríl
verði staðfest.
Fyrirtaka var í málinu í gær. Var
því frestað til loka þessa mánaðar,
en búist er við að aðalmeðferð verði
í lok ágúst.
Ríkið á goshverina á Geysissvæð-
inu og er ásamt félagsmönnum
Landeigendafélagsins, sem stofnað
var haustið 2012, eigandi að landinu
umhverfis þá. Meðeigendur ríkisins
hófu gjaldtöku inn á svæðið í mars
síðastliðnum í óþökk ríkisins sem í
apríl fékk sett lögbann á aðgerð-
irnar.
Landeigendafélagið hefur ekki
viljað greina frá því hve margir
ferðamenn greiddu aðgangseyri í
þær þrjár vikur sem gjaldtakan stóð
yfir. Hver ferðamaður var krafinn
um 600 krónur fyrir að fara um
svæðið.
Rökin fyrir gjaldtökunni voru þau
að Geysissvæðið þyldi ekki þann
gríðarlega fjölda gesta sem sækja
það ár hvert. Sögðu talsmenn Land-
eigendafélagsins að svæðið lægi
undir skemmdum.
Samtök ferðaþjónustunnar voru
meðal þeirra sem lýstu sig and-
snúna gjaldtökunni. Talsmenn
þeirra sögðu fyrirvarann allt of
stuttan og vildu að Landeigenda-
félag Geysis tæki þátt í undirbún-
ingi að náttúrupassanum sem hefur
verið í bígerð í iðnaðarráðuneytinu.
Tilkynnt var í síðustu viku að
hverasvæðið við Geysi fengi úthlut-
aðar fimmtán milljónir króna úr
Framkvæmdasjóði ferðamanna-
staða til uppbyggingar og verndar-
aðgerða á ferðamannastöðum í sum-
ar. Féð er ætlað til framkvæmda á
stígum og öryggisgrindverkum.
Landeigendur í Reykjahlíð í Mý-
vatnssveit ætluðu að rukka ferða-
menn um 800 krónur fyrir að skoða
Dettifoss, Leirhnjúk og hverina
austan Námaskarðs, og átti gjald-
takan að hefjast 1. júní en ekkert
varð af því.
Morgunblaðið/Golli
Gjaldtaka Deilur urðu þegar Landeigendafélag Geysis rukkaði aðgangseyri.
Bannað verði að
rukka við Geysi
Ríkið stefnir Landeigendafélaginu
Áttu fullt af græjum sem liggja ótengdar?
Leyfðu okkur að aðstoða!
S: 444 9911 – hjalp@taeknisveitin.is – www.taeknisveitin.is
Tengjum heimabíóið
Setjum upp þráðlaust net
Standsetjum nýju tölvuna
Tengjum saman ólíkar græjur
Sjónvarpsmerki í öll sjónvörpin
Lagnavinna á heimilinu
...og margt, margt fleira!
Hvað gerum við?
TÆKNISVEITIN
til þjónustu reiðubúin!
Við komum til þín, veitum ráðgjöf, setjum tækin
upp, gerum við, leggjum lagnir, tengjum tækin
saman við önnur og fáum allt til að virka.
Svo færðu kennslu líka ef þörf er á því.