Morgunblaðið - 05.06.2014, Side 11
Morgunblaðið/Eggert
Einbeiting Skotfimi krefst mikillar nákvæmni, styrks og yfirvegunar. Bæði augu eru opin en leppur fyrir öðru.
vörðungu þá vöðva sem ég þarf að
nota þegar ég hleypi af. Það þarf
líka að dreifa líkamsþyngdinni jafnt
í báða fætur og passa upp á öndun-
ina.“ Aðeins má nota aðra höndina
þegar skotið er af byssunni og þar
sem Ásgeir er rétthentur þarf hann
að þjálfa hægri höndina vel. „En ég
varð að passa að æfa vinstri líka til
að koma í veg fyrir vöðvabólgu.“
Hann segir að í skotfimi séu ólíkar
stefnur og straumar, til dæmis
skjóti Rússar allt öðru vísi en Ís-
lendingar. „Þeir nota vöðvaaflið
miklu meira, þeir læsa öllum líkam-
anum í ákveðna stöðu. Mér skilst að
ég noti gamla sænska aðferð, sem
felst í því að ég er allur mjög slakur
þegar ég hleypi af.“
Skilningur vinnuveitenda
Undanfarin tólf ár hefur Ás-
geir æft markvisst með fagmönnum
og tekið þátt í
stórmótum. „Til
að byrja með
fór ég á eitt mót á ári
en núna er ég loksins farinn að
geta tekið fullan þátt á alþjóðlegum
vettvangi. Ég er að safna stigum til
að hækka mig á heimslistanum, en
til þess þarf að ná vissum árangri á
stórmótum. Ég fer á morgun til
Þýskalands á heimsbikarmót og
þaðan fer ég beint til Slóveníu á
annað heimsbikarmót og þriðja
slíka mótið fer ég á í Kína í júlí. Í
september fer ég svo á heimsmeist-
aramótið í Granada á Spáni, ásamt
öðrum Íslendingum, ungri stelpu
sem keppir í loftriffli og hagla-
byssumönnum,“ segir Ásgeir sem
keppti í skotfimi á Ólympíu-
leikunum í London 2012. Hann
starfar hjá Símafélaginu og segir
vinnuveitendur sína hafa sýnt sér
mikinn stuðning, bæði styrkt sig og
gefið sér svigrúm til að stunda
íþróttina af krafti.
Íslenskar konur skjóta líka
Ásgeir hefur æft með ítalska
landsliðinu undanfarna mánuði, far-
ið þrisvar í æfingabúðir með þeim
og fer aftur í ágúst. Þar á undan
æfði hann með finnska landsliðinu.
„Það skiptir miklu máli að æfa með
fagmönnum, við toppaðstæður
með toppfólki. Maður leggur
meira á sig og vill ekki vera síðri
en þeir. Í ítalska landsliðinu eru
einvörðungu atvinnumenn, bæði
karlar og konur,“ segir Ásgeir
og tekur fram að íslenskar
konur taki líka þátt í skot-
íþróttinni um allt land í
ýmsum félögum.
DAGLEGT LÍF 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JÚNÍ 2014
Tuttugasta öldin var tími mikilla
breytinga. Á Íslandi þróaðist sam-
félagið frá sjálfsþurftarbúskap til
tæknivædds markaðsbúskapar á
nokkrum áratugum. Eitt af megin-
einkennum 20. aldar er sífellt aukin
framleiðsla og neysla. Sýningin
NEYZLAN sem verður opnuð í dag
kl. 16 í Árbæjarsafni er tilraun til
þess að horfa til baka á sögu okkar
út frá sjónarhorni neyslumenningar
og öðlast þannig skilning á því
hvernig daglegt líf breyttist á lið-
inni öld og hvaða öfl það eru sem
þar hafa verið að verki – og eru
enn. Á sýningunni er litið inn á
heimilið og þaðan út í heim. Þótt
fólk fái sumu ráðið um eigið líf þá
markast ramminn um það af póli-
tískum og efnahagslegum aðstæð-
um, bæði heima og úti í heimi. Með
sýningunni er ætlunin að vekja fólk
til umhugsunar um eigin neyslu og
hvernig við umgöngumst þær auð-
lindir sem við nýtum til að fæða
okkur og klæða.
NEYZLAN – Reykjavík á 20. öld
Ljósmynd/Ónefndur franskur ferðamaður
Miðbær Iðandi mannlíf í Hafnarstræti í júlí 1910. Danskur fáni blaktir víða.
Til umhugsunar um eigin neyslu
Ljósmynd/Pétur Thomsen
Úrval Matvöruverslun við Réttarholtsveg 1 í Reykjavík 1961-1965.
Árið 1767 fékk hinn þrítugi
Yves-Joseph de Kerguelen
fyrirmæli frá Loðvíki kon-
ungi XV. um að sigla til Ís-
lands til að aðstoða fiski-
menn frá Norður--
Frakklandi, sem þar
stunduðu veiðar. Fyrstu
ferð sína fór hann á frei-
gátunni „La Folle“ en
seinna sneri hann svo til
Íslands á korvettunni „L’Hi-
rondelle“.
Bók hans Relation d’un
voyage dans la Mer du
Nord kom út árið 1771. Þar
greindi hann frá rann-
sóknum sínum og uppgötv-
unum í þessum tveimur Ís-
landsferðum, en um leið
frá ýmsu öðru eins og
samskiptum sínum á latínu
við forsvarsmann dönsku
verslunarinnar á Patreks-
firði og einnig við hinn ís-
lenska fræðimann og skáld,
Eggert Ólafsson. Skýrslur Kerguelens höfðu bæði hernaðarlega og vís-
indalega þýðingu. Auk þess að fela í sér nákvæmar upplýsingar um sjóferð-
irnar birtust þar greinargóðar upplýsingar um náttúrufar, dýralíf, jurtaríki,
loftslag og landafræði, um leið og greint var frá ýmsum siðum og háttum Ís-
lendinga á þessum tíma. Kerguelen gaf þannig mörgum löndum sínum og
erlendum lesendum tækifæri til að kynnast hinum margvíslegu töfrum og
sérkennum Íslands.
Í dag kl. 16 verður opnuð sýning um þennan franska landkönnuð í Þjóðar-
bókhlöðunni í Reykjavík. Á sýningunni er rakin saga fyrsta vísindaleiðangurs
Frakka til Íslands, en sá leiðangur er talinn marka upphaf vináttu Frakka og
Íslendinga. Sýningin rekur ferðir Yves-Josephs de Kerguelen til Íslands 1767
og 1768. Sýningin stendur til 30. júní í Þjóðarbókhlöðu. Eftir það verður hún
á Patreksfirði 4.-22. júlí og loks á Fáskrúðsfirði 26. júlí til 18. ágúst.
Hann kynnti heiminn fyrir töfr-
um og sérkennum Íslands
Kerguelen Upphaf vináttu Frakka og Frónbúa.
MIÐNÆTUROPNUN
í Optical Studio, Smáralind
20% afsláttur af
öllum vörum í dag
OPIÐ Í DAG, FIMMTUDAG, FRÁ KL. 10 – 24
Elsta íþrótta-
félag Íslands
SKOTFÉLAG REYKJAVÍKUR
Skotfimi er bæði
fyrir konur og karla.
Skotfélag Reykjavíkur var stofn-
að 1867 af íslenskum og dönsk-
um mönnum. Fyrstu skot-
æfingar félagsins fóru fram við
Tjörnina í Reykjavík. Umsækj-
endur þurfa að vera orðnir 15
ára til að geta hafið æfingar hjá
félaginu með skriflegu samþykki
foreldris/forsjáraðila. Unglingar
hafa látið að sér kveða með góð-
um árangri í loftbyssugreinum.
Skotfélag Reykjavíkur hefur átt
þrjá fulltrúa á Ólympíuleikum;
Carl J. Eiríksson í enskum riffli
1992, Alfreð Karl Alfreðsson í
Skeet 2000 og Ásgeir
Sigurgeirsson í frjálsri
skammbyssu og loft-
skammbyssu 2012.