Morgunblaðið - 05.06.2014, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 05.06.2014, Qupperneq 19
FRÉTTIR 19Erlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JÚNÍ 2014 Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is Tugþúsundir söfnuðust saman í Hong Kong í gær til að minnast þeirra sem létust þegar kínverski herinn réðst gegn námsmönnum á Ti- ananmen-torgi í Peking 4. júní 1989, þegar þeir kröfðust lýðræðisumbóta í friðsamlegum mótmælum. Um var að ræða einu stóru minningarathöfnina sem haldin var í Kína en þarlend stjórnvöld láta sem atburðurinn hafi aldrei átt sér stað og hafa gripið til ýmissa aðgerða síðustu daga og vikur til að koma í veg fyrir uppákomur á 25 ára afmælinu. Í Hong Kong voru ljósin slökkt og viðstaddir héldu logandi kertum á lofti til að minnast hroðaverkanna. Nöfn þeirra sem létust á Tiananmen- torgi; Torgi hins himneska friðar, voru lesin upp en samkvæmt upplýs- ingum skipuleggjenda hlýddu 180 þúsund manns á. Viðstaddir lutu höfði í virðingarskyni þegar mynd- bandsupptökur af atburðinum voru sýndar á stórum skjám. „Það verður að greypa þennan við- burð í hjarta hvers manns. Við meg- um ekki láta tímann tæra þetta,“ sagði Anna Lau, 19 ára námsmaður. „Leyfum Xi Jinping að sjá kerta- ljósin,“ sagði Lee Cheuk-Yan, einn skipuleggjendanna, um kínverska forsetann. „Ég veit ekki hvað kín- verska stjórnin óttast, þegar hún bannar alla umræðu um 4. júní. En í Hong Kong munum við berjast þar til yfir lýkur,“ sagði hann. Allt að þúsund myrtir Í Taipei, höfuðborg Taívan, ávörp- uðu útlægir kínverskir andófsmenn og vitni að fjöldamorðinu um 500 manns sem safnast höfðu saman. Forseti Taívan, Ma Ying-jeou, sagði í tilefni dagsins að um væri að ræða „gríðarlegt sögulegt sár“ og kallaði eftir því að stjórnvöld í Peking gerðu yfirbót til að tryggja að slíkur harm- leikur myndi aldrei endurtaka sig. Hundruð óvopnaðra borgara, allt að þúsund samkvæmt óstaðfestum tölum, voru myrt í aðgerðum yfir- valda 3.-4. júní 1989, þegar fótgöngu- liðar og skriðdrekar freistuðu þess að binda enda á friðsamleg mótmæli námsmanna. Þúsundir lögreglu- manna og öryggisgæsluliða hafa stað- ið vörð í Peking í vikunni til að koma í veg fyrir óþægilegar uppákomur og umkringdi fjöldi lögreglubifreiða Ti- ananmen-torg í gær. Var blaðamanni AFP fyrirskipað að eyða myndum af áflogum milli lögreglu og óþolinmóðra vegfarenda á torginu í gærmorgun. Erlendum fréttamiðlum hótað Sýnt var frá mótmælunum og að- gerðum yfirvalda út um allan heim en með þeim ávann kommúnistastjórnin sér vanþóknun vesturveldanna. Með- al viðstaddra við minningarathöfnina í Hong Kong í gær voru margir frá meginlandinu. „Ég kom hingað til að taka þátt í þessari vöku, af því að við höfum eng- in réttindi né frelsi í Kína – ég þarf að koma til Hong Kong til að tjá skoð- anir mínar,“ sagði hinn 35 ára gamli verkfræðingur Huang Waicheng í samtali við AFP. Hann sagði fáa Kín- verja hafa vitneskju um það sem gerðist á Tiananmen-torgi. Mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna, Navi Pillay, kallaði eftir því á þriðjudag að stjórnvöld í Kína gerðu grein fyrir atburðum dagsins 4. júní 1989. Þau hafa hins vegar unnið að því að ritskoða alla umræðu um harmleikinn á samfélags- og leitar- síðum og handtekið fjölda aðgerða- sinna og skyldmenni fórnarlambanna síðustu vikur. Þá hefur fjöldi erlendra fréttamiðla fengið viðvörun frá lögreglu- yfirvöldum varðandi fréttasöfnun í tengslum við 25 ára afmælið og m.a. verið hótað „alvarlegum afleiðingum“ á borð við afturköllun vegabréfsárit- ana. Voðaverkanna minnst í Hong Kong  Í gær voru 25 ár liðin frá því að hundruð námsmanna voru myrt á Tiananmen-torgi  Stjórnvöld í Kína þegja og ritskoða alla umræðu  „Það verður að greypa þennan viðburð í hjarta hvers manns“ AFP Samstaða Stjórnmálaleiðtogar í Taipei héldu á myndum af pólitískum föng- um í Kína en forsetinn, Ma Ying-jeou, sagði atburðinn stórt „sögulegt sár“. AFP Héldu kertum á lofti Allt að 200 þúsund manns söfnuðust saman í Hong Kong til að minnast atburðanna á Tian- anmen-torgi. Grafarþögn ríkir um fjöldamorð kínverska hersins á stúdentum af hálfu þarlendra stjórnvalda. Fjöldamorð » Minningarathöfnin í Hong Kong var sú eina sem efnt var til í Kína en stjórnvöld virðast staðráðin í því að þagga málið í hel. » Þau hafa m.a. ritskoðað alla umræðu á samfélagsmiðlum og lokað á leitarorð sem tengj- ast atburðinum. » Stjórnvöld í Washington hvöttu Kínverja í gær til að tryggja öllum íbúum landsins þau réttindi og frelsi sem þeir ættu tilkall til. » CNN sagði frá því í gær að samkvæmt skjölum sem Bandaríkjastjórn gerði opinber í tilefni afmælisins hefðu her- menn sem kallaðir voru til Pek- ing til að taka þátt í aðgerð- unum hlegið þegar þeir skutu á varnarlausa mótmælendurna. Aðildarríki Sameinuðu þjóðanna hófu í gær nýja umferð loftslagsvið- ræðna. Connie Hedegaard, fram- kvæmdastjóri loftslagsmála hjá Evr- ópusambandinu, sagði afar áríðandi að ríki heims gripu til aukinna að- gerða fyrir 2020 en útlit er fyrir að Evrópusambandsríkjunum muni takast að minnka losun gróðurhúsa- lofttegunda um 24% fyrir 2020, frá því sem var 1990. Sambandið hafði sett sér það markmið að minnka los- unina um 20% fyrir þann tíma. Dugir ekki til Bandaríkjastjórn kynnti á mánu- dag metnaðarfullar tillögur sem miða að því að minnka losun koltví- sýrings fá kolaknúnum raforkuver- um um 30% fyrir 2030, frá því sem var 2005. Áætlunin hefur sætt harðri gagnrýni heima fyrir en gangi hún eftir dugir hún samt ekki til að uppfylla losunarmiðvið sem Bandaríkjamenn settu sér 2010, að sögn þýskra sérfræðinga. Unnið er að nýju samkomulagi um loftslagsaðgerðir sem vonandi verður undirritað á næsta ári en sérfræðingarnir segja að til að tak- marka hlýnun jarðar við tvær gráð- ur þurfi losun gróðurhúsalofteg- unda að vera komin niður í núll milli 2060 og 2080. AFP Flóð Herða þarf aðgerðir til að takmarka hlýnun jarðar við tvær gráður. Ríki heims þurfa að herða róðurinn 20% afsláttur v/Laugalæk • sími 553 3755 af öllum yfirhöfnum Ríkissaksóknari Þýskalands til- kynnti í gær að hann hefði hafið rannsókn á meintum njósnum bandarísku þjóðaröryggisstofn- unarinnar um farsíma Angelu Merkel kanslara. Saksóknarinn Harald Range sagði að rannsóknin beindist að ónefndum aðilum og hann hefði ákveðið gegn því að rannsaka meintar njósnir um þýska ríkisborgara almennt. Sérstakri þingnefnd hefur verið komið á fót til að meta umfang njósna Bandaríkjamanna um þýska stjórnmálamenn og borgara en Bar- ack Obama Bandaríkjaforseti sagði í janúar að hann hefði stöðvað hler- anir á leiðtogum vinveittra ríkja og sett magnnjósnum NSA takmörk. ÞÝSKALAND Rannsakar njósnir um síma Merkel

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.