Morgunblaðið - 05.06.2014, Síða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JÚNÍ 2014
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Enn mágreina eft-irskjálft-
ana af úrslitum ný-
liðinna kosninga til
Evrópuþingsins
þegar rýnt er í erlenda fjöl-
miðla (og suma innlenda). Má
segja að sú umfjöllun hafi ver-
ið öfgakennd í meira lagi, þar
sem þeir flokkar, sem helst
unnu á, eru stimplaðir sem
„öfga-hægri“ flokkar fyrir það
eitt að vilja stöðva samruna-
ferli Evrópusambandsins. Í
mörgum tilfellum fæst sá
stimpill frekar ódýrt, sér í lagi
þegar rýnt er í stefnuskrá
„öfga-hægri“ flokkanna, en
þar er hægt að sjá með eigin
augum að hjá mörgum þessara
flokka, sér í lagi þeirra á meg-
inlandi Evrópu, á flestallt það
sem ekki snýr að málefnum
ESB uppruna sinn frekar í
hugmyndum Karls Marx en
Adams Smith.
Slíkir öfgastimplar afvega-
leiða líka fólk frá því sem var
aðalatriði kosningaúrslitanna:
Hin skýru skilaboð fólksins í
Evrópu um að nú sé komið nóg
af samrunaferlinu, þar sem
þeir flokkar sem lengst vilja
ganga í þá átt fengu um 30%
atkvæða. En því fer að sama
skapi fjarri, að hin 70% til-
heyri flokkum sem einhuga
eru um það að lengra skuli
halda í átt að frekari samruna.
Í því sést að stórir hópar kjós-
enda hafa farið á kjörstað,
gagngert til þess
að senda þeim í
Brussel skilaboð
sem erfitt væri að
misskilja.
Í því samhengi
er forvitnilegt að sjá árangur
Breska sjálfstæðisflokksins,
UKIP, en hingað til hefur gott
gengi þess flokks einkum verið
talið vandamál fyrir Íhalds-
flokkinn. Að þessu sinni sótti
hann fylgi sitt þó ekki síður til
fólks sem áður hefur kennt sig
við Verkamannaflokkinn, þann
flokk sem lengst hefur viljað
ganga í átt að nánari samruna
Evrópu. Í sveitarstjórn-
arkosningunum, sem haldnar
voru samhliða Evrópuþings-
kosningunum, tapaði Verka-
mannaflokkurinn meirihluta
sínum í fjölda sveitarstjórna, á
meðan UKIP bætti við sig
meira en 100 nýjum sveitar-
stjórnarmönnum. Í Evrópu-
þingskosningunum þurfti
Verkamannaflokkurinn að
treysta á lokatölurnar frá
London til þess að rétt svo
skríða yfir Íhaldsflokkinn og
upp í annað sæti.
Talið er nú líklegt, að haldi
Verkamannaflokkurinn áfram
á sömu braut, muni það bein-
línis verða honum til trafala í
þingkosningunum að ári. Verði
sú raunin, skrifast það alfarið
á tregðu forystu þess flokks til
þess að hlusta á skilaboðin,
sem kjósendur sendu flokkn-
um um næstsíðustu helgi.
Flokkar Evrópu
verða að meðtaka
skilaboð kjósenda}
Óvinsælt samrunaferli
Evran hefurleikið evru-
svæðið grátt og
eru tölur um at-
vinnuleysi á svæð-
inu ólygnastar þar
um. Í fyrradag
voru sagðar fréttir
af atvinnuleysi á
evrusvæðinu og fram kom að
það hefði minnkað, en vandinn
er sá að það er sáralítið að
lækka og er enn svimandi hátt.
Í fyrra var það 12,0% en er nú
11,7%.
Þessar afleitu tölur, sem eru
miklum mun hærri en þær
hæstu sem sáust hér á landi
eftir fall bankanna, eru þó að-
eins meðaltöl og segja í besta
falli hálfa söguna.
Þegar einstök lönd eru skoð-
uð sést að jaðarríkin koma enn
verr út og Spánn og Grikkland
eru til að mynda með 25% at-
vinnuleysi eða meira.
En þar með er sagan ekki
heldur öll sögð. Þegar horft er
á atvinnuleysi eftir aldri kemur
í ljós að í einstökum ríkjum er
atvinnuleysi meðal ungmenna
þannig að helm-
ingur eða meira er
án atvinnu. Og ef
einstök svæði eru
skoðuð má sjá að
um tvö af hverjum
þremur ungmenn-
um búa við at-
vinnuleysi.
Eftir því sem atvinnuleysið á
evrusvæðinu hefur dregist á
langinn hefur dregið úr áróðr-
inum hér á landi fyrir upptöku
evrunnar. Nú eru fáir sem þora
að segja berum orðum að þeir
vilji taka upp evru, þeir skýla
sér þess í stað á bak við orða-
leppa og segjast „viðræðusinn-
ar“ en mega ekki til þess hugsa
að hugmyndin um aðild að
þessu atvinnuleysissambandi
verði slegin út af borðinu.
Enginn þarf að efast um að
með evruna í stað krónu hefði
atvinnuleysi hér á landi farið í
allt aðrar hæðir en raun varð á
og töluverðar líkur eru á að við
hefðum fremur skipað okkur í
hóp þeirra sem lakast standa
en hinna, sem nú eru í svip-
uðum sporum og við.
„Viðræðusinnar“
verða að svara því
hvort spænskt
atvinnuleysi
ungmenna er
ásættanlegt}
Atvinnuleysi á evrusvæðinu
N
ú þegar borgarstjórinn okkar,
hinn litríki Jón Gnarr, yfirgef-
ur senn hið pólitíska svið er
hann kvaddur með miklum
söknuði. Jón Gnarr var öðru-
vísi borgarstjóri en allir aðrir. Hann sýndi
stöðuga hugmyndaauðgi, kom þegnunum iðu-
lega á óvart og gladdi þá margoft. Hann
ávann sér vinsældir og virðingu og persónu-
fylgi hans var mikið sem sést best á því að án
hans sankaði Björt framtíð ekki að sér fylgi í
borginni í nýliðnum borgarstjórnarkosn-
ingum. Borgarbúar hefðu sannarlega streymt
á kjörstað til að endurkjósa Jón Gnarr.
Ólíkt öðrum stjórnmálamönnum kunni Jón
Gnarr að sprella og gerði mikið af því. Hann
kom samt ekki öllum landsmönnum í gott
skap því ýmsir urðu skelfingu lostnir vegna þess sem
þeim fannst vera alvöru- og ábyrgðarleysi hans í mik-
ilvægu embætti. Þeir skildu hann ekki og skilja hann
ekki enn. En þótt sprellið væri ríkur þáttur í fari borg-
arstjórans Jóns Gnarrs var annar þáttur enn meira
áberandi en það er hin mikla virðing sem hann ber fyrir
öllum manneskjum. Hann virðist svo líka kunna fjarska
vel að gleðjast yfir fjölbreytileika mannlífsins og þar má
sannarlega læra mikið af honum. Sem stjórnmálamaður
var hann einnig óvenjulegur að því leyti að hann þóttist
ekki skilja allt og kunna allt. Þess vegna setti hann sig
aldrei á háan hest og sumum fannst það skrýtið því þeir
töldu að borgarstjóri ætti að vera virðulegur. Jón Gnarr
var aldrei virðulegur borgarstjóri en samt
var fjarska auðvelt að bera virðingu fyrir
honum.
Á valdatíma sínum setti Jón Gnarr mann-
réttindamál í öndvegi, en stjórnmálamenn
hafa yfirleitt ekki sýnt ýkja mikinn áhuga á
þeim málaflokki og nánast litið á slík mál sem
hálfgert dútl sem lítil ástæða sé til að setja
kraft og orku í. Eftirmaður Jóns, Dagur B.
Eggertsson, er samt þeirrar gerðar að hann
hlýtur að teljast líklegur til að halda merki
forvera síns á lofti þegar kemur að mannrétt-
indamálum. Atburðir liðinna daga gefa til
kynna að ekki veiti af.
Það er óskandi að ný borgarstjórn gleymi
ekki Jóni Gnarr og áherslum hans heldur hafi
þær í heiðri. Enginn fer fram á það að Dagur
B. Eggertsson fari í kjól á Hinsegin dögum og veifi til
þegnanna (enda yrði það sennilega nokkuð hrollvekjandi
sjón), en virðing fyrir öllum íbúum, óháð trú þeirra og
húðlit, verður að vera áfram í forgrunni.
Tilkoma Jóns Gnarrs í pólitíkina er eitt það allra besta
sem gerst hefur í íslenskum stjórnmálum seinni ára.
Hann breytti ímynd stjórnmálanna og gerði þau mann-
eskjulegri og miklu skemmtilegri – og sannarlega veitti
ekki af. Jón Gnarr var, er og verður einstakur. Hann er
einn merkasti borgarstjóri sem Reykvíkingar hafa átt og
alveg örugglega sá sérstæðasti. Stjórnmálin í borginni
verða sannarlega mun daufari án hans.
kolbrun@mbl.is
Kolbrún
Bergþórsdóttir
Pistill
Óvenjulegi borgarstjórinn
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
FRÉTTASKÝRING
Agnes Bragadóttir
agnes@mbl.is
F
átt hefur verið meira
rætt í Reykjavík und-
anfarna daga en áform-
in um að fella 106 ára
gamlan silfurreyni við
Grettisgötu 17 og flytja húsið nær
götunni til þess að rýma fyrir hóteli.
Það var Ylfa Dögg Árnadóttir, korn-
ungur íbúi við Grettisgötu 13, sem
vakti athygli á málinu með því að
senda Reykjavíkurborg harðort bréf
þar sem áformunum var mótmælt og
hvatt til þess að horfið væri frá þeim.
Viðbrögðin létu ekki á sér
standa og nú hafa þúsundir manna
skrifað undir mótmæli gegn áform-
unum.
Eins og komið hefur fram í
Morgunblaðinu undanfarna daga fór
afskaplega lítið fyrir kynningu á
þessum áformum, sem fylgja
breyttu deiliskipulagi. Þau voru aug-
lýst í einum fjölmiðli, Fréttablaðinu,
á Þorláksmessu í fyrra og fóru því
væntanlega framhjá þorra manna.
Þórólfur Jónsson, garðyrkju-
stjóri Reykjavíkurborgar, sagði á
mbl.is í fyrradag að reglur borg-
arinnar um að það þyrfti sérstakt
leyfi til að fella tré eldri en sextíu ára
eða hærri en átta metra giltu ekki ef
deiliskipulag hefði verið samþykkt.
Aðeins tvö tré í borginni njóta
sérstakrar hverfisverndar, sem er
helsta tækið til að friða tré í Reykja-
vík. Það eru silfurreynirinn í Fóg-
etagarðinum og hlynur í sama garði.
Allir yrðu brjálaðir í Berlín
Brynjólfur Jónsson, fram-
kvæmdastjóri Skógræktarfélags Ís-
lands, er ómyrkur í máli þegar hann
er spurður álits á áformunum um að
fella silfurreyninn við Grettisgötu.
„Ég er nýkominn frá Berlín. Engum
myndi detta þetta í hug þar. Ef
áformað væri að fella tré á við silf-
urreyninn við Grettisgötu yrðu allir
brjálaðir í Berlín,“ segir Brynjólfur.
Brynjólfur segir ástæður þess
að tré eru friðuð m.a. þær að í gegn-
um tíðina hafi þau öðlast einhvern
þegnrétt, m.a. vegna sögu sinnar,
eða þá vegna þess að tréð sem um
ræðir sé markvert vegna líffræð-
innar, t.d. langlíft og sérstök tegund.
Þar að auki geti pólitík og viðhorf
hvers tíma haft áhrif á það hvort tré
eru friðuð eða ekki, sem geti verið
mismunandi eftir tíðaranda hverju
sinni.
„Oft hafa tré þurft að víkja, en
það eru sem betur fer einhver önnur
gildi í þjóðfélaginu en byggingar,“
segir Brynjólfur og rifjar upp þegar
álmur í Túngötunni var gerður að
tré ársins af Skógræktarfélagi Ís-
lands á tíunda áratug síðustu aldar.
„Þetta gerðum við nokkrum ár-
um áður en farið var að byggja heil-
mikið hótel við Túngötu. Þegar þessi
merkilegi álmur var kominn með
þennan status var tekið tillit til trés-
ins, sem stendur þarna enn, og bygg-
ingarnar voru í raun og veru hann-
aðar í kringum það.
Staðfestuleysi í borginni
Ég held að borgarkerfið sé
magnlaust hvað varðar trjágróður
og stefnufestu í þessum málum. Ef
einhverjum borgarstjóra dettur í
hug að fella aspir, þá er bara rokið í
að fella þær. Hér þarf að horfa
til áratuga en ekki hlaupa
upp til handa og fóta og
fórna trjágróðrinum
vegna þess að einhver
verktaki kemur og seg-
ist ætla að byggja hótel.
Það er hálfgrátlegt að
horfa upp á það hvað
mikið þekkingar- og
staðfestuleysi er í
þessum efnum
hér í borginni.“
Öðlast þegnrétt
vegna sögu sinnar
Morgunblaðið/Ómar
Hverfisvernd Silfurreynirinn í Fógetagarðinum, frá 1886, er annað tveggja
trjáa í Reykjavík sem njóta hverfisverndar. Hlynur í sama garði sömuleiðis.
Ákveðin tré, lundir og skógar
geta haft sérstakt gildi fyrir
samfélagið af ýmsum ástæð-
um. Í skógræktarskýrslu frá
árinu 2005 segir m.a.: „Það
geta verið stök tré sem geta
haft sérstaka sögulega þýð-
ingu. Dæmi um það gæti verið
silfurreynirinn við Aðalstræti
sem Schierbeck landlæknir
gróðursetti árið 1884 og er
elsta tré Reykjavíkur eða hrísl-
an úr ljóði Páls Ólafssonar
Hríslan og lækurinn í Hall-
ormsstaðarskógi. Einnig gæti
þetta ákvæði átt við tré með
einstöku erfðaefni sem sér-
stök ástæða væri talin til
að friða.“
Brynjólfur Jónsson
segir að silfurreynir geti
a.m.k. orðið 200 ára
gamall, þannig að silf-
urreynirinn við Grett-
isgötu 17 gæti átt eftir
heila öld, væri hann
látinn óáreittur.
Silfurreynir
frá 1884
ELSTA TRÉ REYKJAVÍKUR
Brynjólfur
Jónsson