Morgunblaðið - 05.06.2014, Side 21

Morgunblaðið - 05.06.2014, Side 21
21 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JÚNÍ 2014 Í Elliðaárdalnum Kona og barn nutu náttúrufegurðarinnar í Elliðaárdalnum í blíðviðrinu og ekki annað hægt en að taka mynd af herlegheitunum og jafnvel deila á samfélagsmiðlunum. Golli Ein sterkasta tilfinningin þeg- ar einstaklingur er órétti beittur er reiðitilfinning. Hún grípur ekki aðeins um sig í vitundinni, heldur skekur hún allan líkam- ann og afskræmir andlitið. Hún safnar úr undirvitundinni öllum ljótum orðum og vondum og býr til úr þeim hárbeitt vopn sem skal særa og skera í nafni rétt- látrar hefndar. Tæplega hefur nokkur gert reiðinni jafngóð skil og Jón Ví- dalín, sem segir hana „andskotans verkfæri“. Ef nánar er hugað að orðum Jóns, sem áttu að vera öllum til strangrar viðvörunar á þeim tíma, kemur flest í ljós sem staðfestir það að reiðin er slæm tilfinning, sem eitrar sálarlífið og ormétur persónuleikann. Slíkt getur orðið að svo stóru sálarmeini að það safnar sífellt í sig og sýkir út frá sér. Þótt reiðihafinn verði fyrst og fremst sjálfur þolandi stórtækra kvala geta þær brotist út úr vitundinni og orðið skaðvaldur hans í um- hverfinu og mannlegum samskiptum öllum – án minnsta tilefnis. Einstaklingur, sem hugsar vandlega ráð sitt þegar honum finnst gert á hlut sinn og yfirvegar tilefnið frá báðum hliðum, er ósjálf- rátt að búa gæfusamlegum viðbrögðum rúm í vitund sinni. Stór orð og meiðandi missa þannig mátt sinn og þorstinn til hefndar dvín, líkamleg viðbrögð verða mild og yfirbragð ró- legt. Skynsemin tekur smám saman að hreiðra um sig og virkni hennar fer að gæta í öllum athöfnum. Dómgreindin verður fær um að sinna sínu hlutverki – að yf- irvega orð og gerðir og koma því til skila sem þarf í þessu til- felli, án áreitni og niður- lægingar. Gjörðum hennar fylgir beinskeytt hreinskilni, blönduð skilningi og góðvilja. Innri líðan einstaklingsins virk- ar í samræmi við slík viðbrögð og skyggni hans á mikilvægi já- kvæðra, mannlegra samskipta eykst. Geranda tilefnisins deyfast vopn í höndum – og stundum eyðast. Eðlislæg góðvild, sem í byrjun lífs er hverjum og einum í brjóst borin, þótt bæði sé hægt að slæva hana og murka, kemur í ljós sem hvati að þroskavænlegu innra hegðunar- mynstri, sem aftur skilar sér út í þjóðfélagið til gæfu og léttleika í persónuleika ein- staklingsins. Á lífsferli hans verða það minningar um hið góða og glaða sem fyrstar skjóta upp kollinum, af því að honum hefur auðnast að virða þær og geyma þær best, til farsældar þegar litið er yfir farinn veg. Ritað 18. mars 1991 Eftir Jennu Jensdóttur Jenna Jensdóttir Höfundur er rithöfundur. Reiði »Reiðin er slæm tilfinning, sem eitrar sálarlífið og ormétur persónuleikann. Um þessar mundir fagnar Kiw- anisumdæmið Ísland Færeyjar því að 50 ár eru liðin frá því að fyrsti Kiwanisklúbburinn, Kiw- anisklúbburinn Hekla, var stofn- aður hérlendis. Megintilgangur Kiwanis endurspeglast í kjörorði hreyfingarinnar: „Hjálpum börn- um heimsins.“ Með það að leið- arljósi höfum við tekið höndum saman með stærstu barnahjálp- arsamtökum í heimi, UNICEF, í baráttunni gegn stífkrampa. Á árum áður var stífkrampi landlægur á með- al ungbarna á Íslandi og dánartíðnin geysilega há. Þökk sé bólusetningum að börn hér á landi þurfa ekki að óttast þennan skæða sjúkdóm lengur. Það má nefnilega koma í veg fyrir hvert einasta dauðsfall af hans völdum með bólusetn- ingu. Engu að síður er það því miður svo að á níu mínútna fresti deyr ungbarn eða nýbökuð móðir úr þessum kvalafulla sjúkdómi. Meirihluti þeirra býr í Afríku eða Suður- og Suðaustur- Asíu, á svæðum þar sem konur hafa lítinn eða engan aðgang að heilsugæslu og viðunandi fæð- ingarhjálp. Langalgengasta smitleiðin er í naf- lasár nýbura. Smitist barn deyr það undantekn- ingarlaust og jafnvel þó það fái meðferð eru yfirgnæfandi líkur á að það láti lífið. Með samstilltu átaki hjálparsamtaka, al- þjóðastofnana og heilbrigðisstarfsfólks hefur gríðarlegur árangur náðst í baráttunni gegn stífkrampa. Frá síðustu aldamótum hefur sjúk- dómnum til að mynda verið út- rýmt í 34 löndum. Á tuttugu árum hefur tekist að lækka dánartíðni nýbura af völdum stífkrampa um 90%. En betur má ef duga skal. Enn látast 160 börn daglega þrátt fyrir að lausnin við sjúkdómnum sé jafn einföld og ódýr sem raun ber vitni. Einn skammtur af bóluefni gegn stífkrampa kostar aðeins 70 krón- ur. Barn sem er bólusett þrisvar er varið fyrir lífstíð. Með öðrum orðum kostar það 210 krónur að verja barn fyrir þessum skelfilega sjúkdómi. Í tilefni af því að Kiwanis International og UNICEF hafa einsett sér að stöðva framgang þessa illvíga en ónauðsynlega sjúkdóms, bjóða Kiwanisumdæmið Ísland-Færeyjar og UNI- CEF á Íslandi íslenskum almenningi að taka þátt í þessari baráttu með okkur. Með því að senda sms-ið STOPP í númerið 1900 er hægt að styrkja verkefnið um 630 krónur, sem nemur níu bólusetningum, og bjarga þremur manns- lífum. Við hvetjum alla sem vettlingi geta valdið að hjálpa okkur að „hjálpa börnum heimsins“ með þessum hætti. Eftir Óskar Guðjónsson Óskar Guðjónsson Höfundur er stjórnarmaður í heimsstjórn Kiwanis International og verkefnisstjóri stífkrampaverkefnisins á Íslandi. Stöðvum stífkrampa! »Frá síðustu aldamótum hefur sjúkdómnum til að mynda verið útrýmt í 34 löndum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.