Morgunblaðið - 05.06.2014, Síða 22

Morgunblaðið - 05.06.2014, Síða 22
22 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JÚNÍ 2014 „Einu sinni höfðu allir hlutir verðmiða. Eftir því sem hlut- unum fjölgar renna þeir saman í eina stóra heild. Við gerum okkur því sjaldnast grein fyrir verðmæti þeirra fyrr en eitthvað kemur fyrir.“ Þessi tilvitnun er af heimasíðu trygginga- félags, reyndar tryggingafélagsins míns og vísar til veraldlegra hluta. En þeir sem ekki hafa upplifað gera sér sjaldnast grein fyrir hversu gríðarleg verð- mæti felast í heilsunni, í því að vera hraustur. Nokkrum sinnum á ári fæ ég svo- lítið skemmtileg símtöl frá trygg- ingafélögunum á Íslandi, sem greinilega hafa ekki mínar heilsufarsupplýsingar hjá sér – og sem betur fer, enda á að hvíla leynd yfir þeim. Þau vilja endilega selja mér líf- og sjúkdómatrygginguar. Ég tek yfirleitt vel í það og leyfi sölumönnunum að rúlla svolítið áfram, bara til að eyða tíma og pen- ingum tryggingafélaganna sem ég veit af reynslu að vilja ekki tryggja mig nema með himinháum iðgjöld- um vegna þess að það að sýsla með mig eru áhættusöm viðskipti. Ég veiktist nefnilega fyrir 25 árum af tveimur langvinnum sjúkdómum. Enda sljákkar yfirleitt hressilega í söluræðunni þegar ég segi frá að- stæðum mínum. Eins hrifin og ég er af einka- framtakinu og einkafyrirtækjum verð ég bara að treysta því að gamla góða ríkið sjái fyrir mér og styðji mig þegar í harðbakkann slær. Hins vegar er annar vandi sem ég stend frammi fyrir. Þar sem búið er að leggja niður Ferðaskrifstofu rík- isins (hún var einkavædd) get ég ekki leitað til ríkisins, sem e.t.v. hefði viljað „baktryggja“ mig, því eins og þjóð veit er ís- lenska ríkið þekkt fyr- ir að vilja vera svona félagslegt og vel- ferðar. Þannig er að mér þykir eins og fleirum gaman að ferðast og það sem meira er, ég er bara svolítið eftir- sóttur ferðafélagi. Veikindi mín eru hins vegar þannig að það er erfitt að segja fyrir um þau fram í tímann. Jafnvel mánuður er langur tími hvað áætlanir varðar. Nú er það svo að ferðalög eru dýr og þegar maður pantar sér ferð er það yfirleitt með svolitlum fyr- irvara og að öllum líkindum er það þess vegna sem svokölluð forfall- atrygging er vinsæl. En hvorki tryggingafélagið mitt né nokkurt annað tryggingafélag vill selja mér forfallatryggingu, eða hún nær ekki yfir þá sjúkdóma sem eru mér helst fjötur um fót og gagnast mér því lítið. Annað er, að ætli ég að fara í ferðalag með annarri mann- eskju sem er mér óskyld og forfall- ist ég vegna veikinda, þá fær við- komandi ekki sitt fjárhagslega tjón bætt, að því er mér skilst vegna þess að hann er ekki ættingi. Óskyldur ferðafélagi minn, t.d. vin- kona mín, situr því uppi með ferð sem hún hefur engan áhuga á að fara ein í forfallist ég og situr uppi með fjárhagslegan skaða. Sem sagt, bæði er ég ótryggð og get í raun einungis ferðast með skyld- mennum eigi ferðafélagar mínir ekki að verða fyrir hugsanlegu fjár- hagslegu tjóni mín vegna. Mér finnst ekkert skrítið þótt óskyldir hugsi sig tvisvar um áður en þeir ákveða að fara í ferðalag með mér, því það hefur komið fyrir að ég hafi forfallast vegna veikinda og þessi staða komið upp og því er ég að vekja athygli á þessu. Mér finnst þetta skerðing á lífsgæðum – líka annarra því eins og ég hef sagt áð- ur er ég eftirsóttur ferðafélagi! Það á áreiðanlega við um fleiri lang- veika og fatlaða. Ég er alltaf að reyna að berjast við þá tilfinningu að finnast ég ekki annars flokks borgari vegna veik- inda sem ég svo sannarlega bað ekki um, að fá að vera með í sam- félaginu, en stundum rennur elf- urin bara upp í móti. Ég skil lögmál markaðarins og að rekstur trygg- ingafélaga snúist um að lágmarka áhættu og hámarka ágóða. Ég er hrifin af einkaframtakinu, þess vegna skora ég á tryggingafélögin að bæta við skilmála sína í forfall- atryggingu, bæði hvað varðar tryggingar sem varða þær sjúk- dómsgreiningar sem liggja fyrir hjá vátryggingaraðila og eins er varða óskylda ferðafélaga. Ég ætla ekki að láta mig dreyma um annað en að slíkar tryggingar verði seldar með álagi. Mannrétt- indi eru margþvælt hugtak en mér finnst það mannréttindi að geta tryggt mig eins og heilbrigt fólk fyrir hugsanlegum áföllum í lífinu – þótt ég sé veik og jafnvel þótt það væri með álagi frekar en bara alls ekki. Tryggingafélagið mitt er stolt af því að hafa aldrei í sögu sinni grætt eins mikið og á síðasta ári. Allir hlutir hafa verðmiða. Trygg- ing eins og þessi hlýtur að hafa það líka. Ég er nefnilega sammála tryggingafélaginu mínu um að: „Ferðalagið heppnast betur með öryggið í farteskinu.“ Veistu hvað þú átt? Eftir Unni H. Jóhannsdóttur Unnur H. Jóhannsdóttir Höfundur er kennari, blaðamaður og með diplóma í fötlunarfræði. » Langveiku og fötluðu fólki er mismunað í forfall- atryggingum trygginga- félaganna. Bjóða ætti upp á valmöguleika í tryggingum. Þú ert landsbyggðarmaður, ég er Reykvíkingur. Hér er ég alinn upp og ann borginni. Úr Bústaðahverfinu fórum við krakkarnir í bæinn til að ná í brotakex eða pappírsrenninga úr prentsmiðjunum. Sex ára þvældumst við í tímakennslu niður í Háaleiti, skammt frá þar sem Kringlan er nú. Enginn fylgdi okkur í vagninn og oft- ar en ekki gengum við heim að gatna- mótum Réttarholtsvegar. Við fórum niður í Öskjuhlíð, niður í Fossvoginn og Elliðaárdalinn. Þetta var um- hverfið þar sem við lifðum og hrærð- umst 365 daga á ári. Seinna fluttist ég til Kaupmannahafnar. Það var líka góður staður að vera á. Ég hjólaði upp á lestarstöð og var klukkutíma á leið til vinnu og svo var tilvalið að hjóla niður á strönd eftir vinnudag- inn. Persónulega þekkti ég engan Kaupmannahafnarbúa sem átti bíl, þó eru þarna bílar, bílaeignin fer sjálfsagt eftir hverfum. Ég þekkti þarna par, danska stúlku og íslensk- an strák. Þau höfðu reynt að búa í Reykjavík. Konan vildi það ekki. Bés- vítans umferðin. Þegar ég kom heim aftur var Graf- arvogurinn kominn í gagnið. Miðja borgarinnar var að færast austar, nú er hún komin í Kópavog. Borgin var orðin stressandi, hávaðasamt og illa lyktandi skrímsli. Nú þarf að aka börnum í skólann og tómstunda- starfið vegna hættulegrar umferðar. Eftir því sem bílarnir verða fleiri þá versna samgöngurnar og verða dýr- ari. Endurbætur á gatnakerfinu er aðeins rándýr tilflutningur á umferð- arhnútum. Í leikskólunum er börn- unum oft ekki hleypt út vegna meng- unar og þeim dögum fjölgar. Lítið er talað um þetta, það heitir þöggun. Svipað því og þegar fýlan úr þorps- Til Hjörleifs Eftir Baldur Ingva Jóhannsson Magn næring- arefna frá fiskeldi í sjó er umdeilt um- ræðuefni og aðferðir mismunandi við að reikna út magn los- unarefna frá fiskeldi. Tvö ráðuneyti í Nor- egi (sjávarútvegs – og umhverfisráðu- neyti) settu á stokk- ana sérfræðingahóp árið 2011 til að meta magn nær- ingarefna frá fiskeldi í sjó við Noreg og áhrif þeirra á lífríkið. Til að áætla losun köfnunarefna og fosfórs frá fiskeldi eru þrjár þekktar aðferðir: (1) „Olsen“-að- ferðin sem Yngvar Olsen hjá NTNU þróaði, (2) Ancylus-líkanið sem Anders Stigebrandt þróaði við Háskólann í Gautaborg og (3) Teotil-líkanið sem var þróað hjá NIVA í Noregi. Þessi þrjú líkön sýna mismun- andi losun næringarefna frá fisk- eldi. Munurinn endurspeglar ólík- ar forsendur og gögn sem notuð eru. Teotil byggir t.d. á umfangi köfnunarefnis og fosfórs í fiska- fóðri og innihaldi sömu efna í eld- isfiski. Þetta líkan tekur ekki tillit til uppleystra efnasambanda og metur aðeins heildarmagn köfn- unarefna og fosfórssambanda. Magn uppleystra efnasambanda sýnir að mikill munur er á út- reikningum með „Olsen“- aðferðinni og Ancylus-líkaninu. Þetta er fyrst og fremst vegna tveggja mismunandi aðferða við að reikna út fóðurnýtingu og fóð- urtap. Talið er að Ancylus-líkanið sé raunhæfasta verkfærið við að reikna losun frá fiskeldi í sjó. Sér- fræðingahópurinn telur réttast að nota Ancylus-líkanið, en mælir með endurskoðun á öðrum lík- önum og að þau verði leiðrétt í samræmi við réttar niðurstöður sem fram hafa komið í tilraunum. (Heimild: Riskikovurdering, norsk fiskeoppdrett 2013, sjá www.imr.no) Framleiðsla í fiskeldi í Noregi var um 1.300.000 tonn árið 2012. Árið 2012 var heildarlosun í norsku fiskeldi 44.000 tonn af köfnunarefni og 7.000 tonn af fos- fór, reiknað með Ancylus-líkaninu, sem gefur lægra gildi en hinar tvær aðferðirnar. Það sýnir að hvert tonn af framleiddum laxi skilur út 35 kg af köfnunarefni og 5 kg af fosfór. Þessi efni berast út í sjó á framleiðslutíma laxsins, sem er um tvö ár að meðaltali hér á landi. Fram- leiðslutíminn í Noregi er skemmri og því er varhugavert að yf- irfæra magntölur á losun milli landa að óathuguðu máli. Upplýsingar sem Orri Vigfússon, for- maður NASF, setur fram í grein í Morg- unblaðinu 2. júní 2014 eru því rangar, enda vitnar hann í úrelta heimild frá Norska umhverf- isráðuneytinu. Um það er ekki deilt að fiskeldi losar auðgunarefni í sjó alveg eins og milljónir tonna af sjávarfiskum sem gera allt sitt beint í sjóinn allt í kringum Ísland og „menga“. Mikilvægast er að meta burð- arþol einstakra fjarða og strand- svæða. Nú er að fara af stað rann- sóknaverkefni á burðarþoli fjarða. Á næstu árum verða gerðar svo- kallaðar burðarþolsrannsóknir í fjörðum landsins, hvernig losunin dreifist og hver raunveruleg áhrif verða. Búast má við því að losunin þynnist tiltölulega fljótt og áhrifin verði lítil ef framleiðslan er innan burðarþolsmarka, eins og staðfest hefur verið með fjölda mælinga og rannsóknum erlendis. Losun mengunar- efna frá fiskeldi í sjó Eftir Guðberg Rúnarsson Guðbergur Rúnarsson » Þynning losunar- efna frá fiskeldi í fjörðum landsins er mikilvæg spurning, en það kemur í ljós þegar farið verður að meta burðarþol fjarða. Höfundur er framkvæmdastjóri Landssambands fiskeldisstöðva. Atvinnublað alla sunnudaga ER ATVINNUAUGLÝSINGIN ÞÍN Á BESTA STAÐ? Sendu pöntun á augl@mbl.is eða hafðu samband í síma 569-1100 Allar auglýsingar birtast bæði í Mogganum og ámbl.is Skútuvogi 6 - Sími 568 6755 plankaparket Verðdæmi: 190 mm Eik Rustik burstuð mattlökkuð 7990.- m2

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.