Morgunblaðið - 05.06.2014, Side 26

Morgunblaðið - 05.06.2014, Side 26
26 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JÚNÍ 2014 ✝ Guðrún Sigríð-ur Halldórs- dóttir fæddist í Hafnarfirði 13. desember 1923. Hún lést á sjúkra- deild Hrafnistu í Hafnarfirði 29. maí 2014. Foreldrar henn- ar voru Halldór Teitsson sjómaður, f. 16.7. 1886, d. 26.1. 1967, og Ingibjörg Jóns- dóttir húsmóðir, f. 3.12. 1891, d. 20.3. 1954. Systkini Guðrúnar voru Jón f. 1918, d. 1997, Vil- borg, f. 1920, d. 2009, Elías f. 1922, d. 1990, Þorbjörg, f. 1926, d. 1985, og Þorgrímur, f. 1927, d. 2008. Guðrún giftist eiginmanni sínum Gunnlaugi Jónssyni tré- smíðameistara 11. október 1947. Gunnlaugur fæddist 20. nóvember 1920, hann lést 29. Rúnar, Gunnlaugur, Guðrún Ósk og Sunneva. 5) Leifur, f. 1958, maki Jóhanna Valgeirs- dóttir sem er látin, börn þeirra eru tvö, Guðlaugur og Freydís. 6) Hugrún Steinunn, f. 1964, maki Sigurður Kristjánsson, börn þeirra eru þrjú, Kristján Rúnar, Alexandra Ósk og Sara Hrund. Barnabarnbörnin eru 17. Guðrún ólst upp í Hafnarfirði og vann þar alhliða störf þess tíma. Hún flutti til Akraness 1947 og það ár stofnuðu þau Gunnlaugur heimili og þar fæddust börnin. Hún var heima- vinnandi húsmóðir allt þar til þau hjónin fluttu til Keflavíkur 1972. Eftir það vann hún utan heimilisins, einkum í fisk- vinnslu. Eftir lát eiginmanns 1980 flutti hún á ný til Akraness og bjó þar um árabil, en fluttist að nýju til Keflavíkur 1988 og átti þar heimili allt þar til hún fór til vistar á Hrafnistu í Hafn- arfirði og dvaldi þar síðustu ár- in, nú síðast á sjúkradeild heim- ilisins. Útför Guðrúnar fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði í dag, 5. júní 2014, kl. 12. janúar 1980. For- eldar Gunnlaugs voru Jón Ágúst Gunnlaugsson verkamaður á Akranesi, f. 1988, d. 1962, og kona hans, Guðrún Steinunn Sam- úelsdóttir hús- móðir, f. 14.8. 1879, d. 1962. Guðrún og Gunnlaugur eignuðust sex börn: 1) Guðrún Jóna, f. 1948. 2) Jón Ágúst, f. 1949, maki Elín Ein- arsdóttur hjúkrunarfræðingur, börn þeirra eru tvö, Gunn- laugur og Stefán. 3) Halldór Björgvin, f. 1951, maki Borgný Samúelsdóttir, þau eiga fjögur börn, Írisi Dröfn, Þóru Kristínu, Halldór Örn og Guðrúnu Ýri. 4) Sigrún Erla, f. 1956, maki Karl Axel Guðjónsson, börn þeirra eru fimm, Guðjón Karl, Halldór Dauðinn er það eina sem öruggt er að bíður hvers mannsbarns. Hann þarf ekki að koma á óvart þegar aldurhnigið fólk á í hlut og er að því leyti rökréttur. Móðir mín hafði lifað langa ævi, en undir það síðasta þrotin kröftum og því mátti bú- ast við kallinu hvenær sem var. Mamma fæddist í Hafnar- firði og fluttist til Akraness 1947 þegar foreldrar mínir hófu búskap. Hún hugsaði alltaf vel til Hafnarfjarðar og mat for- eldra sína og systkini mikils og er síðust þeirra til að kveðja þetta líf. Blessuð sé minning þeirra allra. Þegar ég minnist móður minnar er bjart yfir þeirri minningu. Fyrst á Laugabraut- inni þar sem ég ólst upp. Þar minnist ég þrautseigju og dugnaðar hennar. Fyrsta barn foreldra minna veiktist fljót- lega eftir fæðingu og þrátt fyr- ir að allt væri gert sem hægt var fór það svo að hún varð fjölfötluð og þurfti eftir það stöðuga aðgæslu allan sólar- hringinn. Þetta var mikið áfall fyrir foreldra mína sem erfitt var að takast á við. Á næstu árum voru börnin orðin fimm talsins svo segja má að mamma hafi haft ærin verkefni, því auk þess sinnti hún tengdaforeldrum sínum frábærlega vel. Amma var á þessum tíma orðin há- öldruð og veik og þurfti oft að- stoð. Pabbi sinnti atvinnu sinni utan bæjar og var nær ein- göngu heima um helgar. Því mæddi enn meira á mömmu. Á þessum tímum var félagsleg að- stoð í sveitarfélögum lítil og vistheimili fyrir fjölfatlað fólk varla til staðar. Þetta markaði vissulega fjöl- skyldulífið, en við krakkarnir vorum heppin að eiga góða for- eldra. Ég hygg að við höfum komið sterkari frá þessari reynslu. Mamma sá til þess. Hún var svo sannarlega hvunn- dagshetja í mínum huga og akkerið í þessum hópi sem aldrei brást Foreldar mínir bjuggu á Akranesi í aldarfjórðung en fluttu þá í Reykjanesbæ og undu hag sínum þar vel. Mamma fór þá út á vinnumark- aðinn og vann utan heimilisins allt til starfsloka. Það varð henni mikið áfall þegar faðir minn veiktist og féll frá á besta aldri. Hún bar harm sinn vel og vann sig smátt og smátt upp að nýju. Hún hafði börnin nærri sér sér og svo komu barna- börnin og síðan barnabarna- börnin á síðustu árum hennar. Það gladdi hana mikið og hún getur svo sannarlega verið stolt af sínum hópi. Mamma var félagslynd kona og hafði ánægju af félagsstarfi. Á síðari árum hafði hún gaman af þátttöku í golfi meðal eldri borgara. Þar fannst mér koma vel fram keppnisskap hennar og metnaður. Hún hafði einnig gaman af að ferðast bæði inn- anlands og utan. Síðustu æviár- in bjó hún á Hrafnistu í Hafn- arfirði. Fljótlega fór að bera á auknum veikindum. Hún fékk góða umönnun og fyrir það vill fjölskyldann þakka af heilum hug. Elsku mamma. Nú er komið að leiðarlokum. Lífshlaupi þínu er lokið og nú verða fagnaðar- fundir við liðna ástvini. Þau taka vel á móti þér og leiða þig um lendur himnaríkis. Elsku mamma. Þú varst ein- stök kona, hlý, hjartagóð og vildir allt gera til að þínu fólki liði vel. Hafðu þökk fyrir allt í gegnum árin og sérstaklega það sem þú varst mér og mín- um. Hvíldu í friði. Jón Gunnlaugsson. Guðrún Sigríður Halldórsdóttir ✝ Gunnar Gísla-son fæddist í Hvammi á Barða- strönd 5. desem- ber 1921. Hann lést á hjúkr- unardeild Hrafn- istu í Reykjavík 25. maí 2014. Gunnar var næst- yngstur sjö systk- ina. Eftirlifandi er Guðmundur, en látin eru systurnar Guðrún og Hákonía og bræðurnir Gísli, Kristján Pétur og Hjalti. Föður sinn missti Gunnar þeg- ar hann var mjög ungur. Móð- ir hans stóð áfram fyrir búi næsta áratuginn. Gunnar giftist 22. júlí 1957 Sigríd Jomine Jo- ensen frá Fugla- firði í Færeyjum, f. 27. nóvember 1924, d. 2. maí 1992. Gunnar og Sigrid áttu eina dóttur, Guðrúnu Erlu, f. 27. september 1958. Hún er gift Kolbeini Sigurðs- syni. Eiga þau fjögur börn: Söru Lind, Anton, giftur Tinnu Björk Kristinsdóttur, El- ísabetu Rós og Salóme Petru. Barnabarnabörnin eru orðin fimm. Útför Gunnars fer fram frá Fossvogskirkju í dag, 5. júní 2014, kl. 15. Elsku pabbi minn, nú ertu búinn að fá hvíldina. Það var erfitt að horfa á eftir þér fyrir 10 árum hverfa inn í þinn heim og geta ekki lengur talað við þig um daginn og veginn eins og við vorum vön að gera. Þú varst alltaf duglegur að koma til okkar Kolla, og mikið var spjallað, enda áttum við alltaf gott samband og einnig varstu einstakur afi. Mér verður hugsað til laug- ardagsmorgnanna, sem var fastur liður hjá þér. Að keyra suður í Hafnarfjörð og börnin biðu eftir hvað afi kæmi með, þú komst aldrei tómhentur, alltaf að gleðja. Það var mikið spjallað og leikið við börnin og svo var alltaf stutt í stríðnina. Fjölskyldan var þér dýrmæt og þú varst alltaf til staðar fyrir okkur og börnin. Einnig varstu vinmargur og alltaf var hægt að hringja í Gunna og biðja um aðstoð við viðhald og fleira, því að það var fátt sem þú gast ekki reddað enda einstaklega handlaginn. Ljúfmennska, heiðarleiki, greiðvikni, iðjusemi og þitt létta skap er það sem lýsir þér best. Það er margt sem rennur í gegnum hugann á þessari stundu og fallegu minningarnar eru svo ótalmargar sem ég mun varðveita í mínu hjarta. Að lokum vil ég nota tæki- færið og þakka öllu hinu ynd- islega starfsfólki á deild F-2 á Hrafnistu í Reykjavík fyrir frá- bærlega vel unnin störf. Ekki bara nærgætnina og umhyggj- una fyrir heimilisfólkinu, held- ur einnig fyrir aðstandendum. Það hjálpar mikið í aðstæðum sem þessum að vita af fólkinu sínu í góðum höndum. Blessuð sé minning þín, elsku pabbi minn. Þín dóttir, Guðrún Erla (Ella). Elsku afi. Það eru ekkert nema fallegar minningar sem koma upp í hugann þegar ég hugsa til þín. Þessar minningar eru það sem mun lifa og hversu yndislegt að geta skilið svo vel við eins og þú gerir. Mér líður eins og ég hafi dottið í lukku- pottinn að hafa fengið þig sem afa. Það var alveg sama hve- nær ég þurfti á þér að halda, þú varst alltaf til staðar. Ég man aldrei eftir að þú hefðir ekki tíma fyrir okkur heldur eyddir öllum þínum tíma aflögu með okkur. Þegar farið er í gegnum myndirnar ertu með okkur í fanginu á næstum hverri mynd. Og gleðin sem þú bjóst yfir skín af þér. Það er mér svo minnisstætt þegar við vorum í litlu íbúðinni þinni í Hafnarfirði að hlusta á ABBA í vínilspilaranum sem þú áttir og sungum með. Þetta er svo dýrmæt minning sem ég mun ætíð minnast. Þrátt fyrir allar þínar raunir varstu alltaf glaður og svo ljúf- ur og misstir aldrei skopskynið. Ég gæti skrifað endalaus orð um hvað þú varst mér og hversu yndislegur þú varst. Það er erfitt að kveðja en nú getur þú hvílst og fengið frið. Takk fyrir allt afi, ég elska þig og ég sé þig svo aftur þegar minn tími kemur. Afastelpan Elísabet Rós. Elsku besti afi minn, nú kveð ég þig með sorg í hjarta þar sem ég veit að það verður ekki eins án þín hér. En mér léttir í hjarta, þar sem ég veit að þú ert kominn á mun betri stað þar sem þú færð að hvíla í friði og með fulla heilsu. En ég get ekki annað en brosað þegar ég hugsa um allar þær minningar sem við eigum saman. Allar þær ísferðir og sund- ferðir sem við áttum saman, en okkar stundir á Ytra-Leiti eru mér efst í huga. Ég elskaði að vera með þér þar, í heyskap, á hestbaki og bara að vera í sveitinni með þér. Þar kenndir þú mér að keyra bíl, smíða og veiða, nokkuð sem ég verð allt- af með í farteskinu. Er svo þakklát fyrir að hafa átt afa sem lifði fyrir barna- börnin sín og gaf svo mikið af sér til okkar og alveg sama hvert þú fórst þá fór ég með. Stuðningur þinn hefur gert mig að þeirri manneskju sem ég er í dag, og margir áfangar í mínu lífi eru þér að þakka og verð ég endalaust þakklát fyrir það. Þú varst alltaf að hvetja mig til að fara í skóla og mennta mig, og þegar ég útskrifaðist sem verk- fræðingur gat ég ekki beðið eftir að segja þér frá því að ég væri búin að útskrifast, þar sem þú áttir svo mikinn hlut í þessum áfanga. Að horfa á þig og sjá hversu stoltur þú varst af mér hafði svo mikil áhrif á mig og það skipti mig öllu máli. Þú varst stundum harður og komst með kröfur, en með barnabarn eins og mig, sem er mjög ákveðin, og þegar ég horfi ég til baka sé ég að það var nauðsynlegt. En þú gafst aldrei upp á mér og varst alltaf til staðar fyrir mig. Hemili ykkar ömmu var mitt annað heimili og að fá að kúra í fanginu þínu í hægindastólnum þínum og sjá bíómynd með þér og ömmu var gull. Minning þín er geymd í hjarta mínu og ég hlakka svo til að deila minningum mínum með Alexander og Amalie, og segja þeim frá öllu sem ég fékk að upplifa með langafa þeirra. Takk fyrir allt, elska þig, þín afastelpa, Sara Lind. Gunnar Gíslason HINSTA KVEÐJA Elsku afi, alltaf í góðu skapi og hress. Átti margar góðar stundir með afa Gunnari. Ef maður hugsar um hina fullkomnu afaí- mynd þá var það afi Gunn- ar. Hann reyndist okkur systkinunum afar vel, var alltaf til staðar fyrir okkur, þvílíkt gull af manni. Mun sakna hans sárt. Kveðja, Anton. Þegar endar mitt stríð og sú upprennur tíð að ég eilífðarströndum skal ná. Þessi sálmur hefur hljómað í huga mér frá því að ég frétti að vinur minn Óli Sveinbjörns hafi kvatt þetta jarðneska líf og spók- ar sig nú um á ströndum eilífðar. Kynni okkar Óla hófust fyrir 12 árum síðan þegar hann var í heimsókn hjá Einar syni sínum sem þá bjó í sama húsi og við fjöl- skyldan. Þessi vinabönd hafa ver- ið órjúfanleg síðan þú settist í sófann hjá okkur og fórst að ræða við okkur um Drottin okkar og frelsara. Þú fórst að segja okkur sögur frá því að þú varst með trú- boðstjald og fórst um að boða fagnaðarerindið um Jesú Krist með drengina þína í farteskinu, þannig fengu þeir að alast upp við fagnaðarerindið. En svo komu nokkur ár í lífi þínu þar sem þú varst ekki að þjóna á akri Drott- ins og drengirnir þínir ekki á Veginum sem þú hafðir frætt þá um en dag einn rættust fyrirheit Drottins. „Fræð þú sveininn um veginn sem hann á að ganga og á efri árum mun hann ekki af hon- Ólafur Sveinbjörnsson ✝ Ólafur Svein-björnsson húsasmiðameistari fæddist 4. október 1932. Hann lést 24. maí 2014. Honum varð þriggja barna auð- ið. Elstur er Davíð, búsettur í Dan- mörku, hann á fjög- ur börn; Einar, hann á eina dóttur, og yngstur Rúnar og á hann fjögur börn. Ólafur eyddi síðustu starfs- árum sínum hjá Orkuveitu Reykjavíkur sem móttökustjóri og staðarhaldari á Nesjavöllum. Útför Ólafs fer fram í Fíladel- fíukirkjunni, Hátúni, í dag, 5. júní 2014, kl. 11. um víkja.“ Dreng- irnir þínir fóru að leita Drottins og gáfu sig Guði á vald; þá var eins og þú fengir vítamín- sprautu og trúboð- inn kom aftur upp í þér, það er þá sem við kynnumst þér. Það er svo margt sem flýgur í gegn- um huga minn þeg- ar ég er að kveðja þig eins og það hver á að gefa mér hýasintusk- reytingu fyrir jólin og hringja svo reglulega í mig til að minna mig á að vökva og athuga hvort hún væri ekki farin að ilma — þú viss- ir hvað ég var léleg með blóm. Eða hvernig maður komst ekki að þegar þú og Brói tókuð flugið þegar þið voruð að ræða orð Guðs, þið náðuð svo vel saman þó svo að öll þessi ár væru á milli ykkar; hvernig þú gerðir pönnu- kökur fyrir afmæli stelpnanna og kenndir mér svo að gera það sjálf því þú vissir að þú yrðir ekki allt- af til staðar. Það væri endalaust hægt að minnast þín hér en við yljum okkur bara við þær minn- ingar sem ekki komast á blað; eitt er það þó sem stelpurnar minnast þegar þær hugsa til þín, það er hversu stríðinn þú gast verið og æst þær upp úr öllu valdi. Við söknum þín. Okkur langar að kveðja þig með orðum úr enn einum sálm- inum. Ó, er okkar vinir allir mætast þar, ganga á geislafögrum grundum eilífðar, lofa Guð og Lambið, lífið sem oss gaf, sólin skín, sorgin dvín, sjá Guðs náðarhaf. Guð geymi þig, við sjáumst, Maríubakkagengið, Guðmundur (Brói), Arndís (Eibí), Birta og Lilja. Elsku Svavar minn. Ég á ekki til orð yfir það hvað ég sakna þín, ég bíð eftir því að þú komir aftur og að ég vakni upp af þess- ari hræðilegu martröð. Þetta get- ur ekki verið satt. Þú sem fórst alltaf svo varlega í einu og öllu, og var oft gert grín að því hvað þú varst passasamur á allt. Svona lagað átti því ekki að geta komið fyrir þig, en slysin gera víst ekki boð á undan sér og í einni svipan var þér kippt úr þessu lífi á besta aldri og í frábæru formi. Þú varst alls ekki tilbúinn að hverfa úr þessu lífi, þú elskaðir lífið og gerðir allt til þess að lifa því sem lengst og best. Þú ætlaðir að verða 100 ára og gantaðist oft með það, að þú ætlaðir að verða leiðinlegt gamalmenni og setjast upp á börnin þín, það var oft hleg- ið að þessu. Elsku Svavar minn, í dag hefð- ir þú orðið 55 ára, til hamingju með daginn þinn, ástin mín. Sem betur fer áttum við dásamleg 30 ár saman og héldum upp á það í janúar síðastliðnum og þú gafst mér yndislegan hring. Ég sagði oft að það væru forréttindi að fá Svavar Sæmundur Tómasson ✝ Svavar Sæ-mundur Tóm- asson fæddist 5. júní 1959 og lést 13. apríl 2014. Svavar var jarðsunginn 25. apríl 2014. að vera gift þér, því þú varst svo traust- ur, góður, blíður og þægilegur í sambúð. Þú varst alltaf hlæj- andi þannig að það var erfitt að vera fúll í kringum þig því að þú smitaðir svo út frá þér. Það eru ansi margir sem eiga það sameiginlegt að sakna þín, allir vinirnir og stór- fjölskyldan því að það var sama hvar þú komst; þú varst hrókur alls fagnaðar. Þú varst bestur í öllu, alveg sama hvað þú tókst þér fyrir hendur. Þú gast gert allt, enda var oft hringt ef eitt- hvað bilaði eða þurfti að fá hjálp með eitthvað. Svavar minn, það verður erfitt að halda áfram, því að allt sem við gerðum það gerðum við saman. Ég var heppin að við fórum tvö til Tenerife í febrúar í tvær vikur og áttum frábæran tíma saman. Sem betur fer á ég óteljandi góð- ar minningar sem ég get hlýjað mér við, svo ekki sé nú minnst á börnin okkar þrjú og barnabörn- in sem nú eru orðin fjögur og tengdasynina. Ég er því stórkost- lega rík, en það breytir því ekki að ég sakna þín óendanlega, ástin mín. Ég elska þig óendanlega mikið og við sjáumst aftur þegar minn tími er kominn, þín eigin- kona að eilífu, Rannveig (Ransý).

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.