Morgunblaðið - 05.06.2014, Síða 28

Morgunblaðið - 05.06.2014, Síða 28
28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JÚNÍ 2014 ✝ Sigurlaug ErlaJóhannes- dóttir fæddist að Gauksstöðum í Garði 4. mars 1933. Foreldrar hennar voru Jó- hannes Jónsson, útvegsmaður og bóndi, f. 4. apríl 1888 og d. 26. júlí 1975, og Helga Þorsteinsdóttir frá Meiðastöðum, f. 22. júlí 1892 og d. 14. október 1968. Sig- urlaug var tólfta barn þeirra af fjórtán. Eru þau öll látin, nema Gísli Steinar, f. 1924. Sigurlaug ólst upp í Garð- inum, lauk þaðan skyldunámi auk þess að vinna við marg- vísleg heimilisstörf og störf tengd starfsemi foreldra henn- ar. Hugur hennar stefndi snemma á nám í hjúkrun. Hún lauk gagnfræðaprófi frá Hér- aðsskólanum á Laugarvatni og útskrifaðist frá Hjúkr- unarskóla Íslands á afmæl- isdegi sínum 4. mars 1955. Eft- ir að hafa starfað við Sjúkrahúsið á Akureyri og Landspítalann fram á vor 1956 fór hún, ásamt vinkonu sinni, til starfa við Massachusetts Memorial-sjúkrahúsið í Bost- on. Eftir heimkomu ári síðar mars 1981. Börn Rafns og stjúpbörn Helgu eru Pétur Benedikt, f. 14. maí 1982 og Hjördís Perla, f. 15. febrúar 1986. 2) Tómas, f. 9. apríl 1962, lögmaður. Eiginkona hans er Áslaug Briem, f. 3. júlí 1965, ferðamálafræðingur. Dætur þeirra eru Hjördís Maríanna, f. 31. maí 1992, Sara Hildur, f. 8. maí 1996 og Anna Rakel, f. 7. maí 2001. 3) Sigríður María, f. 10. desem- ber 1970, lögfræðingur. Eig- inmaður hennar er Björn Bjartmarz, f. 23. apríl 1962, rannsóknarlögreglumaður. Börn Sigríðar og stjúpbörn Björns eru Jóhann Gunnar, f. 8. október 1995, Tómas Ingi, f. 16. desember 1999 og Eva María, f. 17. ágúst 2004. Barn Björns og stjúpdóttir Sigríðar er Elsa Hrund, f. 29. júní 1993. Áhugamál Sigurlaugar voru fjölmörg. Hún stundaði og lagði mikla áherslu á heilsu- rækt, sund, jóga og leikfimi og féll fyrir golfíþróttinni á seinni árum. Hún sinnti gróð- urrækt á yndisfögrum stað við Álftavatn í Grímsnesi, þar sem hjónin reistu sér sumarhús fyrir aldarfjórðungi. Sig- urlaug var alltaf málsvari þeirra sem minna máttu sín og starfaði m.a. fyrir Mæðra- styrksnefnd hin síðari ár. Hún var hvarvetna metin fyrir dugnað, jákvæðni og hrein- skiptni. Útför Sigurlaugar verður frá Neskirkju, fimmtudaginn 5. júní 2014, kl. 13. vann Sigurlaug m. a. við Sjúkrahúsið í Keflavík, hand- lækningadeild Landspítalans og Blóðbankann og síðan við Sa- hlgrenska sjuk- huset í Gautaborg um hálfs árs skeið 1959, en hóf þá aftur störf við Blóðbankann. Eft- ir nokkurt hlé á hjúkr- unarstörfum hóf hún aftur haustið 1966 hlutastörf á ýms- um deildum Landspítalans, síð- ustu árin á móttökudeild fyrir aldraða í Hátúni, þar til hún hætti árið 1997. Sigurlaug giftist Jóni G. Tómassyni, f. 7. desember 1931, fyrrv. borgarritara og ríkislögmanni, 4. júní 1960. Börn þeirra eru: 1) Helga Matthildur, f. 14. desem- ber.1960, hjúkrunarfræðingur. Maður hennar er Rafn B. Rafnsson, f. 9. apríl 1959, rekstrarhagfræðingur. Dóttir Helgu og stjúpdóttir Rafns er Sigurlaug Helga, f. 28. nóv- ember 1988. Dóttir Helgu og Rafns er Matthildur María, f. 4. október 1997. Sambýlis- maður Sigurlaugar er Heimir Fannar Hallgrímsson, f. 25. Móðir mín var stolt af upp- runa sínum úr Garðinum, suður með sjó, og þótti forréttindi að fá að alast þar upp í stórum systkinahópi og fjörugu fé- lagslífi. Lífið þar snerist um fiskverkun og bústörf og flest systkini hennar völdu sér far- veg í samræmi við það. Eldri systur hennar fóru í hússtjórn- arskóla og bræður í sjómanna- skóla. Það þótti róttækt í Garð- inum þegar mamma ákvað 18 ára að fara að heiman að læra og vinna við hjúkrun. Það var ekki samkvæmt vilja föður hennar en mamma sýndi sjálf- stæði sem ávallt einkenndi hana. Mamma var ákveðin á sinn ljúfa og hógværa hátt. Það var mjög erfitt að telja henni hug- arhvarf, til dæmis um hvort ætti að mála sumarbústaðinn hvítan eða grænan, hvaða tré ætti að grisja og jafnvel hvað þau ættu að heita. Hún náði ekki sínu fram með mörgum orðum heldur gekk fram með góðu fordæmi og kenndi okkur góða siði. Hún var trúuð og kenndi okkar fallegar bænir. Passíusálmarnir voru í uppá- haldi hjá henni. Hún kenndi okkur að bjarga okkur sjálf, líkt og hún þurfti að gera. Á ástríku æskuheimili okkar ákvað mamma snemma að inn- leiða verkaskiptingu og jafn- rétti. Þar voru bæði kynin látin taka til hendinni við húsverkin, sem þótti nýlunda. Einkum gagnvart virðulegum embætt- ismönnum, sem pabbi var, en ég fékk aldrei að kynnast neinu öðru. Mamma var líka á undan sinni samtíð í matargerð og hollu mataræði. Hún var líklega meðal fyrstu húsmæðra hér á landi að gefa bónda sínum úti- grill og senda hann út að grilla, þar sem hann undi sér reyndar ágætlega. Stundum fannst mér að hreinlætið og skipulagið hjá mömmu hefði mátt njóta minni forgangs en ég skildi betur sjónarmið hennar þegar ég sjálfur eignaðist börn. Tók þá upp sömu siði gagnvart þeim og auðvitað var aginn líka nauð- synlegur. Verst að börnin vita það ekki á meðan þau eru bara börn. Mamma átti auðvelt með að skilja þarfir annarra, sem gagnaðist henni vel við hjúkr- unarstörfin sem hún gegndi af lífi og sál. Hún náði einnig frá- bæru sambandi við barnabörnin sín og hún lék sér oft fallega við þau. Átti auðvelt með að hverfa inn í þeirra heim. Mamma hafði gott skopskyn og skemmtilega sýn á tilveruna. Átti það jafnvel til að búa til nýyrði og málshætti. Hvert sem hún fór bætti hún umhverfi sitt með glaðværð, hlýju og hisp- ursleysi og eignaðist fyrir vikið marga vini. Í tvígang þurfti mamma að berjast við krabbamein og þurfti að lokum að lúta í lægra haldi eftir hetjulega baráttu. Í bæði skiptin stóð hún þó uppi sem sigurvegari því hún kenndi okkur að glíma við vandamálin með æðruleysi, viljastyrk og bjartsýni að vopni. Mamma naut lífsins og stundaði golf, jóga, sund og önnur áhugamál af fullum krafti á meðan hún gat. Hún átti ástríkan eiginmann, börn og barnabörn sem elskuðu hana og dáðu. Hún var ennþá ung í anda og að vissu leyti í blóma lífsins þegar hún féll frá. Það er sárt að hún fékk ekki að njóta þess aðeins lengur með okkur og það fannst henni líka. Ég kveð móður mína með söknuði, blessuð sé minning hennar. Tómas Jónsson. Elsku hjartans mamma mín, ég sit hér við kertaljós og hug- urinn reikar og ég finn hve sárt ég sakna þín. Það eru svo ótal ljúfar minningar um yndislegar stundir okkar saman og mun ég ætíð geyma þær í hjarta mínu. Þú varst ástkær móðir, dásam- leg amma og yndisleg tengda- mamma. Þú varst svo heil- steypt og traust manneskja, dugleg, réttsýn, ljúf og ætíð ung í anda. Þú varst því elskuð og dáð af öllum sem kynntust þér. Þú varst snemma fyrir- mynd okkar allra varðandi mik- ilvægi hreyfingar og hollra lífs- hátta og það var aðdáunarvert að fylgjast með þér stunda öll þín áhugamál og líkamsrækt fram á síðustu stundu. Það voru mikil forréttindi að fá að alast upp við ástríkt hjónaband ykkar pabba og yndislegt að horfa á ykkur jafnástfangin sem fyrr þegar aldurinn færðist yfir. Missir okkar er mikill og þín verður sárt saknað en við munum halda áfram og passa fyrir þig hann pabba okkar sem hefur misst svo mikið og stóð sig svo hetjulega í veikindum þínum. Ég kveð þig með þessu ljóði sem góð kona sendi mér á þessum erfiðu tímum, það huggar. Vertu ekki grátinn við gröfina mína góði, ég sef ekki þar. Ég er í leikandi ljúfum vindum, ég leiftra sem snjórinn á tindum. Ég er haustsins regn sem fellur á fold og fræið í hlýrri mold. Í morgunsins kyrrð er vakna þú vilt, ég er vængjatak fuglanna hljótt og stillt. Ég er árblik dags um óttubil og alstirndur himinn að nóttu til. Gráttu ekki við gröfina hér – gáðu – ég dó ei – ég lifi í þér. (Höf. ókunnur.) Takk fyrir allt elsku mamma mín, blessuð sé minning þín. Sigríður María (Sigga Maja). Sigurlaug tengdamóðir mín hafði mikla útgeislun og góða nærveru. Bros hennar og fas var einlægt og frá henni stafaði lífskraftur og reisn sem við fengum að njóta sem nutum ná- vistar við hana. Góður golfari hefur ávallt verið í mínum huga sá sem er skemmtilegt að spila golf með. Sigurlaug var í þeim skilningi frábær golfari. Hún fann þetta rétta jafnvægi milli þess að virða golfsiði og reglur, slá á létta strengi og hrósa því sem vel var gert. Kríurnar geta verið mjög ágengar á golfvell- inum á Seltjarnarnesi og það var einstakt að fylgjast með Laugu tala til þeirra í vinaleg- um tón til að róa þær, greiða götu andafjölskyldna sem áttu leið um völlinn og þannig smit- aði hún frá sér jákvæðni og skemmtilegri stemningu til meðspilara sinna. Helga, móðir Laugu, fæddist að Melbæ þar sem nú er fjórða brautin á Hólmsvelli á Suðurnesjum. Það var sérstök upplifun að spila þá braut með Laugu og finna þau tengsl sem hún hafði til for- feðra sinna. Hún þekkti vel lífs- baráttu þessa fólks og deildi með okkur skemmtilegum hug- leiðingum sínum um tímana tvenna. Á haustin á golfvell- inum í Öndverðarnesi var alltaf jafn ánægjulegt að finna gott bláberjalyng, tína ber í lófann og færa Laugu. Hún dásamaði berin, ljómaði öll og frá henni stafaði þessi einstaka fegurð sem hún bjó yfir. Fyrir hvatn- ingu hennar fyrir nokkrum ár- um þá lögðum við á fótinn og klifum Ingólfsfjall með Laugu í fararbroddi. Markmið hennar var að ná á fjallstopp sem blasti við frá sumarbústað þeirra á Sporði áður en það yrði of seint. Það var okkur sem vor- um með í för mikið ánægjuefni þegar við stóðum við hlið ömmu Laugu og horfðum á Sporð af toppi Ingólfsfjalls. Lauga var leikhússunnandi, las mikið og áttum við Helga ótal ánægju- legar stundir þar sem við rædd- um við hana og Nóna um leik- húsverk og bækur. Sem amma var hún einstök, las fyrir barnabörn sín, fór með þau í leikhús, prjónaði á þau og dúkkurnar þeirra, lék við þau, fylgdist af áhuga með náms- árangri þeirra og hvatti þau áfram. Stundaði líkamsrækt, iðkaði jóga, fór á skíði og spil- aði golf með börnum og barna- börnum sínum. Hún hafði áhuga á hollu mataræði en sá þó til þess að elda fyrir mig á hverju ári saltkjöt og baunir sem var í miklu uppáhaldi hjá okkur báðum. Lauga var mjög myndarleg húsmóðir, gestrisin og þau hjón höfðingjar heim að sækja. Hjónaband Laugu og Nóna einkenndist af gagn- kvæmri ást og virðingu sem stóð í tæp fimmtíu og fjögur ár. Milli þeirra var djúp ást og var hjónaband þeirra okkur öllum góð fyrirmynd. Eins og Lauga sinnti af alúð börnum sínum og barnabörnum og studdi þau á lífsgöngu þeirra þá sinntu þau henni af mikilli umhyggjusemi þegar hún gekk sín síðustu spor. Það var aðdáunarvert að fylgjast með dugnaði hennar og þolinmæði við að takast á við þverrandi lífskraft sinn, sem hún gerði af mikilli reisn með Nóna sér við hlið allt þar til yf- ir lauk. Þó að Lauga sé ekki lengur á meðal okkar þá finn- um við áfram sterkt fyrir návist hennar og minningin um hana mun lifa með okkur alla tíð. Rafn Benedikt Rafnsson. Mig langar með nokkrum orðum að minnast elskulegrar tengdamóður minnar, Sigur- laugar Erlu Jóhannesdóttur. Hún kvaddi þennan heim á fal- legum sumardegi umvafin ást og umhyggju fjölskyldu sinnar. Hetjuleg barátta við illvígan sjúkdóm er á enda og hvíld frá þjáningum kærkomin. Við sem eftir erum upplifum sorg og sáran söknuð en um leið erum við innilega þakklát fyrir það að Lauga var hluti af lífi okkar. Það er stundum sagt í gamni og kannski smá alvöru að það sé ekki auðvelt hlutskipti að vera eiginkona einkasonar og gamansögur um kröfuharðar tengdamæður eru margar, flestar í þeim dúr að engin kona sé nógu góð fyrir einka- soninn. Þetta átti sannarlega ekki við í tilfelli okkar Laugu og aldrei bar nokkurn skugga á okkar samband sem hefur ávallt einkennst af gagnkvæmri virðingu og væntumþykju. Allt frá því að ég hitti Laugu í fyrsta sinn hef ég dáðst að mörgu í fari hennar. Ég dáðist að henni fyrir einstaka smekk- vísi í öllu því sem hún tók sér fyrir hendur. Ég dáðist að því hversu góður kokkur hún var og hvað hún skreytti allt fal- lega. Ég dáðist að því hvað hún var dugleg að sinna heilsunni og gera það sem henni þótti hvað skemmtilegast, að spila golf. Ég dáðist líka að því hvað hún klæddi sig fallega og hvað hún var oft hnyttin í tilsvörum og skemmtileg. Hún var skemmtileg amma og umhyggja hennar gagnvart barnabörnun- um var mikil. Hún var amma sem settist á gólfið og lék sér með börnunum. Hún málaði og föndraði og spilaði kubb og púkk með mikilli leikgleði. Hún prjónaði dúkkuföt og hlýja sokka. Ef einhver dætra okkar Tómasar var lasin fylgdist Lauga ávallt grannt með og sýndi ástúð og umhyggju. Lauga var mjög stolt af upp- runa sínum, að vera sjómanns- dóttir úr Garðinum. Henni þótti afar vænt um Garðinn sinn og vildi fara þangað reglulega, helst með börnum og barna- börnum. Hún sagði okkur stundum skemmtilegar sögur af æskuárum sínum eins og þegar hún fór á skautum til kirkju. Lauga vildi þó síður tala um sjálfa sig og vildi frekar heyra hvað aðrir hefðu að segja og hvernig þeim vegnaði. Það var henni ekki auðvelt hlutskipti að vera í hlutverki sjúklingsins þegar hún veiktist og aðspurð um líðan og heilsufar var hún skjót til svars og vildi frekar fá að heyra hvernig við hin hefð- um það. Lauga og Jón áttu sér sælu- reit við Álftavatn þar sem ávallt var gott að koma. Þar ræddum við Lauga gjarnan um gróðurinn sem þau voru búin að rækta upp með einstakri natni. Sum trén kallaði Lauga með nafni eins og Nesdrottninguna og er það gott dæmi um skemmtilega nálgun hennar og sýn á ýmsa hluti. Ég er þakklát fyrir allar þær góðu stundir sem við áttum saman á Sporði. Samband tengdaforeldra minna var einstakt og sú ást og umhyggja sem þau sýndu ávallt hvort öðru var og verður okkur börnum, tengdabörnum og barnabörnum fyrirmynd og dýrmætt veganesti til framtíð- ar. Missir Jóns tengdaföður míns er mikill. Elsku Nóni, megi góðar og dýrmætar minningar hjálpa þér að takast á við sorgina og þinn mikla missi. Guð blessi minningu Sigur- laugar Erlu Jóhannesdóttur. Áslaug. Amma okkar var einstök. Hún var ávallt lífsglöð, bros- mild og létt á fæti. Mikið sem við eigum eftir að sakna ömmu, heyra hlátur hennar og sjá hennar bros. Við eigum ótrú- lega fallegar og margar minn- ingar um ömmu sem við mun- um geyma á hlýjum stað í hjarta okkar. Pönnukökubakst- ur, prjónaðir kjólar á dúkkurn- ar okkar, saumaskapur á okkur barnabörnin, alls konar föndur eins og mála steina á Sporði og jólasveinastyttur heima á Þorragötunni fyrir jólin ásamt kökubakstri, sögulestri, bæna- lestri, ófáar ferðirnar í sund, golf, skíðaferðir, spilakennsla og svo margt margt fleira. Fram eftir aldri fór amma dag- lega í sund, jóga, leikfimi og spilaði golf þegar veður leyfði. Allir sem ömmu þekktu vita hvað mikinn áhuga hún hafði á golfíþróttinni en aðeins þeir sem spiluðu með henni vita hversu fjörug hún var á vell- inum. Hún talaði ekki aðeins við stokka, steina og fugla held- ur einnig golffélaga á næstu brautum. Við systur fengum báðar að njóta þess að spila með ömmu golf og það er góð minning að hafa staðið á teig með ömmu og mömmu, þrjár kynslóðir. Amma kenndi okkur svo ótal margt. Eitt af því sem hún kenndi okkur er að vera duglegar og láta aldrei deigan síga. Hún er fyrirmynd allra þegar að því kemur að takast á við erfið veikindi með sínu já- kvæða hugarfari. Elsku amma okkar, það eru forréttindi að hafa átt þig sem ömmu, vin og félaga. Við kveðjum þig með söknuði elsku amma. Þín verður sárt saknað og alls hins góða sem kom frá þér. Góðu stundanna munum við minnast með gleði í hjarta og miklu þakklæti fyrir þann tíma sem við áttum með þér. Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll börnin þín, svo blundi rótt. (Matthías Jochumsson) Sigurlaug Helga Pétursdóttir, Matthildur María Rafnsdóttir. Elsku amma okkar. Við erum svo ótrúlega þakklát fyrir að hafa átt þig sem ömmu og mun- um aldrei gleyma þér. Við eig- um svo margar góðar og skemmtilegar minningar um ykkur afa og við erum svo þakklát fyrir að hafa getað kvatt þig. Þú varst alveg frá- bær amma, hress og ungleg og alltaf svo góð og hlý við okkur. Svo bakaðir þú bestu pönns- urnar, prjónaðir svo vel, eldaðir svo góðan mat og varst alltaf til í að spila og leika við okkur. Það hefur alltaf verið svo gott að heimsækja þig og afa, bæði á Þorragötuna og á Sporð, og þið voruð alltaf til staðar fyrir okkur. Gaman væri að gleðja hana ömmu og gleðibros á vanga hennar sjá, því amma hún er mamma hennar mömmu og mamma er það besta sem ég á. Í rökkrinu hún segir mér oft sögur, svæfir mig er dimma tekur nótt, syngur við mig kvæði fögur, þá sofna ég bæði sætt og vært og rótt. (Björgvin Jörgensson) Við kveðjum þig með sorg í hjarta en um leið með þakklæti fyrir að vera besta og skemmti- legasta amma í heimi. Takk fyrir að vera til, við vitum að þú vakir yfir okkur. Við elskum þig og afa og viljum kveðja þig með bæninni sem þú kenndir okkur: Vertu, Guð faðir, faðir minn, í frelsarans Jesú nafni, hönd þín leiði mig út og inn, svo allri synd ég hafni. (Hallgrímur Pétursson) Þín ömmubörn Jóhann Gunnar, Tómas Ingi og Eva María. Hvert sem leiðin þín liggur um lönd eða höf; berðu sérhverjum sumar og sólskin að gjöf. (Stephan G. Stephansson) Elsku amma okkar var ynd- isleg, jákvæð og hjartahlý kona. Hún var einstök amma, alltaf í góðu skapi og til í að leika við okkur í ýmsum leikjum og spil- um. Aldrei var neitt ómögulegt fyrir henni og hugmyndir að nýjum leikjum og uppátækjum spruttu fram. Við komum oft og heimsóttum afa og ömmu að sumri til í sumarhúsið þeirra. Þar málaði hún með okkur steina, kenndi okkur að hugsa um gróðurinn, fór með okkur í sund og spilaði á spil langt fram á kvöld. Þetta voru ynd- islegir dagar sem við munum aldrei gleyma. Amma fylgdist alltaf vel með okkur og vildi vita hvernig okk- ur gengi í öllu sem við tókum okkur fyrir hendur. Þegar hún kom í heimsókn kom hún alltaf með glaðning handa okkur, jarðarber í eftirrétt, hlýja sokka eða fallega prjónaðar flíkur á dúkkurnar okkar. Hún vildi gera allt fyrir alla og sér- staklega fyrir þá sem minna máttu sín. Okkur þótti mjög vænt um hvað hún lét sér annt um hundana okkar og sýndi þeim mikinn áhuga. Sigurlaug Erla Jóhannesdóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.