Morgunblaðið - 05.06.2014, Page 36
36 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JÚNÍ 2014
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Forðist deilur við yfirboðara í dag.
Mundu að þolinmæðin þrautir vinnur allar.
Treystu innsæi þínu.
20. apríl - 20. maí
Naut Þótt ábyrgð þín sé mikil og krefjist
langra vinnudaga máttu ekki gleyma sjálf-
um þér í öllum önnunum. Notaðu góðar að-
stæður til þess að taka þér frí.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Þú þarft að leggja þig alla/n fram
í samskiptum þínum við samstarfsfólk þitt í
dag. Þér hættir til að hafa áhyggjur langt
fram í tímann.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Þú gerir mikið fyrir aðra. Hafðu það
að leiðarljósi að þakka fyrir það sem þú átt
og hefur. Kærleikur þinn til allra vekur at-
hygli.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Þótt þú viljir mála á striga lífsins
breiðar ögrandi línur er stundum betra að
fara fínna í hlutina. Mundu að það kemur
dagur eftir þennan.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Þú áttir kannski frekar von á dauða
þínum en óvæntum glaðningi svo þú átt
eftir að verða hissa. Vertu góð/ur við
sjálfa/n þig og elskaðu þig þrátt fyrir galla
þína.
23. sept. - 22. okt.
Vog Nú skiptir öllu að huga að heilsufarinu
og gæta hófs í mat og drykk. Láttu flokka-
deilur eiga sig, en vertu fljót/ur þegar til
þín verður leitað um miðlun mála.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Reyndu að temja þér ráð-
kænsku og háttvísi í samtölum við maka og
nána vini í dag. Byrjaðu smátt og þá vex
þér styrkur til að takast á við stærri mál.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Þú ert að leita að besta fé-
laganum, bæði í viðskiptum og afþreyingu.
Stundum verður draumur að veruleika,
stundum ekki.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Þú vilt gefa öðrum ráð eða deila
reynslu þinni með þér yngra fólki. Gleymdu
þó ekki í allri gleðinni þeim sem standa þér
næst og þurfa stuðning.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Þú hefur góðan byr í seglin en
þarft að gæta þess að fara ekki fram úr
sjálfum/sjálfri þér. Hlustaðu og taktu eftir
svip fólks þegar þú segir því nýjustu fréttir,
það segir þér ýmislegt.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Þú þarft á aðstoð að halda til þess
að hrinda áhugamáli þínu í framkvæmd.
Reyndu að velja úr en ekki bara láta berast
með straumnum.
Eftir að það lá fyrir á sunnu-dagsmorgun að meirihlutinn
var fallinn í Reykjavík en Dagur B.
Eggertsson hafði boðað til „leyni-
funda“ um myndun nýs meirihluta
með Bjartri framtíð, Vinstri-
grænum og Pírötum sendi Haf-
steinn Reykjalín mér þessar vísur
með þeim ummælum að margt væri
sér til gamans gert. En bætti síðan
við: „Allt uppi á borðum var eitt-
hvað sem var slagorð hinna ýmsu
manna fyrir kosningar, svo falla
þeir á fyrsta prófi, – dapurlegt.
Á leynifundum Dagsmenn dvelja
dularfullir brugga ráð.
Aðalmálin allir selja
aumum sýna bara háð.
Féllu þeir á fyrsta prófi,
fundust bak við luktar dyr.
Leyndin er svo langt úr hófi
laumuspilið enn sem fyr.
„Á bak við luktar dyr“ er ekki
nýtt hugtak í pólitík. Það var talað
um að fundað hefði verið „á bak við
luktar dyr“ í Þjóðviljanum, þegar
Steingrímur Hermannsson mynd-
aði ríkisstjórn sína haustið 1988
með þeim Ólafi Ragnari Grímssyni
og Jóni B. Hannibalssyni. En orða-
sambandið „á bak við luktar dyr“
getur líka haft annan og geðfelld-
ari blæ. Í Menntaskólanum á Ak-
ureyri árið 1965 orti Gunnar Stef-
ánsson fallega sonnettu um vorið
og ástina og byrjar svo:
Ég bíð þín einn á bak við luktar dyr;
brátt kliðar frjósamt regn við gættir all-
ar
og til mín vorið vinarrómi kallar
og vekur hugans söngva líkt og fyr.
Og úr annarri átt. Gísli Jónsson
menntaskólakennari orti:
Ég held að limrurnar siðprúða svekki
(sumar eru þó lausar við hrekki)
en býsna fásénar
eru barasta penar –
enda betra að þær séu það ekki.
Og enn orti Gísli:
Mælti Hannes í Hlésvíkurporti,
þegar hagmælska verður að sporti
margra ágætra manna,
þá er erfitt að sanna
hverja limruna hver maður orti.
Halldór Blöndal.
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Á bak við luktar
dyr og tvær limrur
Í klípu
„ÞVÍ MIÐUR, LENGRA KEMSTU EKKI Á
FERÐAPUNKTUNUM ÞÍNUM.“
eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„GAT HANN EKKI HALDIÐ Í SÉR?“
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að vera alltaf jafn
ungleg hvort í annars
augum.
STUNDUM DREYMIR MIG UM AÐ RIDDARI Á HVÍTUM HESTI
KOMI OG BJÓÐI MÉR AÐ KOMA OG BÚA HAMINGJUSÖM Í
RISASTÓRUM KASTALA MEÐ HONUM TIL ÆVILOKA!
VERTU BARA VISS UM AÐ ÞAÐ SÉ EKKI
VERÐTRYGGT LÁN Á KASTALANUM, OG AÐ HANN
SÉ Í SKILUM MEÐ FASTEIGNAGJÖLDIN.
VOFF! OFHÁTT.
VOFF. OF
LÁGT.
ERTU ALDREI
ÁNÆGÐUR?
OF MIKIÐ
NÖLDUR.Megi Mátturinn vera með okkur,“sagði oddviti Bjartrar fram-
tíðar við Morgunblaðið um meiri-
hlutaviðræðurnar. Víkverji verður að
játa að hann renndi ekki grun í það
að oddvitinn aðhylltist trú á hinn
æðri Mátt sem sagt er frá í Stjörnu-
stríðsmyndunum. Kannski sem betur
fer, því að annars hefði Víkverji
hugsanlega freistast til þess að kjósa
hann, enda mikill áhugamaður sjálf-
ur um Stjörnustríð.
x x x
Áhugi Víkverja á Stjörnustríðs-myndunum dvínaði þó nokkuð
þegar George Lucas, höfundur
þeirra, ákvað að búa til nýjar myndir
í upphafi aldarinnar. Þar voru kynnt-
ar til sögunnar alls kyns kynjaverur,
sem áttu það helst sameiginlegt að
vera nokkuð leiðinlegar, og mynd-
irnar sjálfar voru þess eðlis að Vík-
verja langaði helst til þess að ferðast
aftur í tímann til þess að hindra sjálf-
an sig í að fara á þær í bíó.
x x x
Á sama tíma ákvað Lucas að faraaftur yfir gömlu myndirnar og
búa til svona „sérstaka“ útgáfu af
þeim. Og vissulega voru þær sér-
stakar, þar sem búið var að hnika til
hinu og þessu, og þótti mörgum af
gömlum aðdáendum myndanna það
nálgast guðlast. Sjálfum stóð Vík-
verja á sama að mestu leyti um
breytingarnar, eða þar til hann
keypti sér myndirnar á DVD-diski
fyrir áratug eða svo. Vildi þá svo til,
að Lucas hafði troðið einum af leik-
urunum í nýju myndunum inn í eina
af þekktustu senum síðustu mynd-
arinnar. „Ófyrirgefanlegt!“ stundi
Víkverji mæðulega, og hefur hann
ekki horft á myndirnar síðan.
x x x
Nú hefur Víkverji enga sérstakaskoðun á úthlutun lóða til trú-
félaga, en víða í útlöndum þekkjast
dæmi þess að menn segi að þeir trúi
á Máttinn, sem er alltumlykjandi í
Stjörnustríðsmyndunum, og er það
mikil friðsemdartrú. Víkverji veltir
því fyrir sér hvort ekki væri ráð að
koma hér upp eins og einu Jedi-hofi,
þar sem iðkendur þessara trúar-
bragða gætu hugleitt, og tengst
Mættinum? víkverji@mbl.is
Víkverji
Orð dagsins: Hver, sem gjörir vilja
Guðs, sá er bróðir minn, systir og móðir.
(Mk. 3, 35.)
GÆÐI – ÞEKKING – ÞJÓNUSTA
Frá okkur færðu
skyrturnar þínar
tandurhreinar og
nýstraujaðar
Háaleitisbraut 58-60 • 108 Reykjavík www.bjorg.is • Sími 553 1380
ÞVOTTAHÚS
EFNALAUG
DÚKALEIGA
mbl.is
alltaf - allstaðar