Morgunblaðið - 10.06.2014, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 10.06.2014, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚNÍ 2014 3 m/s - raforkuframleiðsla hefst 15 m/s 28 m/s 34 m/s - raforkuframleiðsla stöðvastKjöraðstæður til raforkuvinnslu Það er allt í lagi að það blási svolítið Í Búrfellsstöð við Þjórsá er gagnvirk orkusýning og skammt norður af stöðinni eru fyrstu vindmyllur Landsvirkjunar. Þeim er ætlað að veita vísbendingar um framtíðarmöguleika í beislun íslenska roksins. Við vonum auðvitað að sumarið verði gott en okkur finnst líka allt í lagi þó það blási hressilega í 50 metra hæð yfir hraunsléttunni fyrir norðan Búrfell. Gagnvirk orkusýning í Búrfellsstöð er opin alla daga kl. 10-17. Einnig tekur starfsfólk á móti gestum við vindmyllurnar norðan Búrfells alla laugardaga í júlí kl. 13-17. Jarðvarmasýning í gestastofu Kröflu er skemmtilegur áfangastaður fyrir norðan. Þar er opið alla daga kl. 10-17. Við Kárahnjúkastíflu tekur leiðsögumaður á móti gestum alla miðvikudaga og laugardaga kl. 14-17. Velkomin í heimsókn í sumar! www.landsvirkjun.is/heimsoknir Una Sighvatsdóttir una@mbl.is Reykjanesbrautin, frá Hafnarfirði að Keflavík, var eitt sinn mesta slysa- gildra landsins og voru banaslys í um- ferðinni nær árlegur viðburður. Hinn 29. nóvember árið 2000 létust hjón og ungur faðir í hörðum árekstri á Reykjanesbrautinni en það hörmu- lega slys var kornið sem fyllti mælinn hjá Suðurnesjamönnum, sem beittu sér í kjölfarið af krafti fyrir vega- umbótum. Árangurinn af þeirri sam- vinnu leynir sér ekki, því í maí á þessu ári voru 10 ár liðin án þess að bana- slys yrðu á tvöfaldri Reykjanesbraut. Lokuðu veginum Þrefalda banaslysið olli bæði sorg og reiði á Suðurnesjum, en rúmri viku eftir slysið tóku um 100 manns sig til og lokuðu Reykjanesbrautinni í þrjár og hálfa klukkustund í mótmæla- skyni, með því að leggja tugum bíla þvert yfir veginn. Lögregla leit að- gerðirnar alvarlegum augum þótt valdbeiting hafi ekki átt sér stað í það sinn, en þegar leitað var til Steinþórs Jónssonar, sem fór á sínum tíma fyrir hópi áhugafólks um örugga Reykja- nesbraut, ákvað hann að beita sér í baráttunni og færði hana upp úr far- vegi reiðinnar og reyndi frekar að höfða til stjórnvalda með uppbyggi- legum hætti. Áhugahópur um örugga Reykjanesbraut var stofnaður í kjöl- farið. Hópurinn var grasrótarframtak nokkurra einstaklinga en hafði þó mikinn skriðþunga því að baki honum stóð samfélagið allt á Suðurnesjum. Hópurinn barðist fyrir tvöföldun Reykjanesbrautar og hófst sú barátta með borgarafundi í Stapa í Njarðvík í janúarbyrjun 2001, líklega einum þeim fjölmennasta innandyra á Ís- landi. Þangað mættu um 1.000 manns, ásamt sveitar- stjórnarmönnum, þingmönnum og ráðherrum. Slysatíðnin jókst á Reykjanes- brautinni eftir því sem bílum fjölgaði og umferðarhraði jókst. Sem dæmi má taka að á árunum 2000 til 2003 létu 11 manns lífið á Reykjanesbraut, að meðaltali einn á 99 daga fresti. Hefði ekkert verið gert og banaslys orðið áfram með sömu tíðni má áætla að hátt í 40 manns hefðu látist á síð- ustu árum. Hugmyndin ekki ný af nálinni Hugmyndir um tvöföldun vegarins höfðu komið til umræðu öðru hverju um margra ára skeið. Tillaga til þingsályktunar þess efnis var fyrst flutt á Alþingi árið 1988 og sambæri- legar tillögur voru reglulega lagðar fram næstu árin en ekkert gerðist. Um aldamót var tvöföldunin þó komin á vegaáætlun, en stefnt var að því að verkið yrði að mestu unnið á ár- unum 2007-2010. Það má því án nokk- urs efa þakka það baráttu Suðurnesjamanna að framkvæmdum var flýtt. Sturla Böðvarsson sam- gönguráðherra tók fyrstu skóflu- stunguna 11. janúar 2003, með árit- aðri skóflu sem honum hafði verið afhent til verksins nákvæmlega tveimur árum fyrr á borgara- fundinum í Stapa. Reykjanesbrautin er þó enn ekki fullkláruð. Á sínum tíma var talið að tvöföldun vegarins dygði til og ekki væri þörf á að setja upp víravegrið milli veghlutanna. Annað hefur komið í ljós og hefur Vegagerðin ákveðið að setja upp víravegrið milli akbraut- anna alla leið frá Hafnarfirði til Kefla- víkur. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni miðar verkinu ágæt- lega og er stefnt að verklokum árið 2015. Börðust fyrir tvöföldun vegarins  Á árunum 2000 til 2003 létu 11 manns lífið á Reykjanesbraut  Þrefalt banaslys var kornið sem fyllti mælinn Áhugahópur um örugga Reykjanesbraut var í kjölfarið stofnaður Brautin er ekki fullkláruð Ljósmynd/Árni Torfason Öryggi Svo virðist sem tvöföldun vegarins hafi bjargað mannslífum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.