Morgunblaðið - 10.06.2014, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 10.06.2014, Blaðsíða 11
Líf og fjör Tvíburarnir náðu að sprengja fjölda sápukúlna sem pabbi blés og kátínan leyndi sér ekki. Systurnar hafa náð góðum tökum á tungumálinu og tala mikið. Þær geta hvorki setið né gengið hjálp- arlaust og í Æfingastöðinni er markvisst unnið að því að styrkja systurnar. Rósa Guðsteinsdóttir sjúkra- þjálfari hefur umsjón með þeim þætti æfinganna og fer í hverri viku á leikskóla stelpnanna, Krikaskóla í Mosfellsbæ, auk þess að hitta þær í Æfingastöðinni. Stelpurnar eru sposkar á svip og þegar faðir þeirra, Heiðar, er spurður hvort þær séu miklir húm- oristar segir hann svo vera. „Já, þær eru alltaf eitthvað að grínast og það er mikið hlegið,“ segir hann. Flogakast með fjögurra daga millibili Ýmsir kvillar geta fylgt CP og er flogaveiki nokkuð algengur fylgi- kvilli. Í vetur fékk annar tvíburinn sitt fyrsta flogakast og fjórum dög- um síðar fékk hinn kast. Það er því ljóst að eitt og annað gengur á hjá fjölskyldunni. Hindranirnar eru margar en sem betur fer eru sigr- arnir líka sætir. „Við erum mjög þakklát fyrir þá aðstoð sem við höf- um fengið hér hjá Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra. Árangurinn er sýnilegur og mælanlegur,“ segja þau Sara og Heiðar. Þær Arnheiður og Árdís kunna ágætlega við sig framan við mynda- vélina og láta ekki trufla sig þótt blaðamaður smelli af inni á milli. Það er sennilega ástæða þess að þær prýða happdrættismiða Styrktarfélagsins sem ætti að hafa borist á flest heimili á landinu. Þrátt fyrir fötlunina sem þær glíma við taka þær ævintýri hvers dags fagnandi með bros á vör enda eru sigrarnir sætir inni á milli sem ávinnast með aðstoð góðs fólks. Samhent fjölskylda Heiðar og Sara með dætrum sínum á æfingastöðinni. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚNÍ 2014 Flestir hafa heyrt einhvernsegja að einhver annar sémeðvirkur. Þetta er oftast sagt í niðrandi og pínu skömm- unartón, eins og verið sé að ávíta barn. Þetta er álitin neikvæð hegð- un og fólk á að vita betur – eða fara á námskeið og læra að vera ekki meðvirkt. Meðvirk hegðun er ekki gagnleg né uppbyggileg, hvorki fyrir þann sem er meðvirkur né fyrir þann sem meðvirknin beinist að. Með- virkni felur í sér að ein manneskja samþykkir eða felur skaðlega hegðun annarrar manneskju. Með- virk manneskja setur ekki mörk og á erfitt með að standa með sjálfri sér af ótta við höfnun, reiði eða áfellisdóm umhverfisins eða mann- eskjunnar sem hún er meðvirk með. Lykilorðið þarna er ótti. Með- virkni er hegðun sem hefur þróast í aðstæðum sem hafa valdið ótta, meðvirkni er bjargráð manneskju í erfiðum aðstæðum og hefur hjálpað henni í gegnum þessar aðstæður. Meðvirkni var á einhverjum tíma- punkti nauðsynleg og mjög gagn- leg í lífi þessarar manneskju þegar hún hafði ekki möguleika á út- gönguleið, oftast í bernsku. Þegar hún er komin á fullorðinsár er hegðunin orðin sjálfvirk og hægara sagt en gert að brjótast út úr þessu hegðunarmynstri. Með góðum stuðningi og hjálp er hægt að breyta sjálfvirkninni, brjóta upp mynstur meðvirkrar hegðunar og öðlast frelsi, frelsi til að lifa sínu lífi á sínum forsendum, setja öðru fólki mörk og velja sjálf- ur. Fólk sem vinnur sig út úr með- virkni situr eftir með ótrúlegan styrkleika, það er einstaklega næmt á líðan annarra og umhverfið allt. Það þekkir muninn á með- virkni og hjálpsemi. Það er fært um að velja sjálft hvort það vilji vera til staðar fyrir aðra mann- eskju af einskærri góðmennsku og hjálpsemi, ekki af ótta heldur af því að það velur það sjálft. Meðvirkni er að verða eitt ofnot- aðasta hugtak samfélagsins og stundum virðist sem önnur hver manneskja sé meðvirk. Að vera fastur í sjálfvirkni meðvirkrar hegðunar er mjög sárt og erfitt og veldur miklum vandamálum og vanlíðan en varastu að rugla saman meðvirkni og hjálpsemi. Farðu var- lega í að dæma aðra manneskju sem meðvirka þegar þú þekkir ekki allar forsendur, hún hefur kannski valið sjálf að hjálpa eða vera til staðar fyrir aðra manneskju af góð- mennsku, ekki ótta, og það er ein- ungis manneskjan sjálf sem þekkir forsendurnar á bak við hegðunina. Oh, þú ert svo meðvirk! Ljósmynd/norden.org Heilsupistill Bryndís Einarsdóttir sálfræðingur  Heilsustöðin sálfræði- og ráðgjafarþjón- usta, Skeifunni 11a, Rvk. www.heilsustodin.is www.guinot.is Snyrtistofur sem bjóða Guinot sólarvörur: Dekurstofan – s. 568 0909 Snyrtistofan Garðatorgi – s. 565 9120 Snyrtistofan Gyðjan – s. 553 5044 Snyrtistofan Lind – s. 462 1700 Guinot-MC stofan – s. 568 9916 Snyrtistofan Þema – s. 555 2215 Snyrtistofa Ólafar - s. 482 1616 Veitir húðinni fullkomna vörn gegn: • UVA og UVB geislum • Öldrunaráhrifum sólar • Brúnum blettum Húðin fær fallegan langvarandi brúnan lit sólarlínan þáði hænuegg frá þessari góðu ná- grannakonu. „Hún er ævivinkona mín og konu minnar og við erum öll frá Vest- mannaeyjum. Við höfum mikinn áhuga á fuglum og finnst gaman að fylgjast með þeim. Þegar vinkona okkar var búin að fylgjast með krumma í dálítinn tíma þá fengum við hjónin að læðast með henni og skoða þennan frábæra fugl. Það liðu ekki nema nokkra sekúndur frá því að eggið var lagt niður þar til krummi kom og tók það. Hann virtist líka kannast við þann sem færði honum góðgætið,“ segir Guðmundur sem var með myndavélina með sér en hann hefur starfað sem ljósmyndari í rúm 40 ár. Þau hjón vilja vingast við krumma og nú eru þau farin að stinga einu og einu eggi út á hlað þegar þau skreppa í bústaðinn í sveitinni. Ljósmynd/Guðmundur Sigfússon Snöggur Nokkrum sekúndum eftir að eggið var sett út kom hann og sótti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.