Morgunblaðið - 10.06.2014, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 10.06.2014, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚNÍ 2014 Suðurver | Mjódd | Glæsibær | Húsgagnahöllin | Smáratorg | Austurver Útskriftir Brúðkaup Afmæli Erfidrykkjur Fundir Vinir okkar á Facebook geta unnið allskyns góðgæti! Nánari upplýsingar í síma 533 3000 Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Endurbættar stofur á kvennadeild Landspítalans sem Líf, styrktarfélag deildarinnar, afhenti formlega fyrir skömmu hafa gjörbreytt aðstöðunni á deildinni. Stofurnar voru gerðar upp fyrir söfnunarfé sem ævin- týrakonan Vilborg Arna Gissurar- dóttir og Kristín Guðmundsdóttir handboltakona öfluðu. Annars vegar er um að ræða að- standendaherbergi og setustofu fyrir sjúklinga sem hafa hlotið nöfnin Vil- borgarstofa og Pólstjarnan og hins vegar stofu fyrir konur sem missa barna á meðgöngu. Síðarnefnda stof- an hlaut nafnið Kristínarstofa. Vilborg Arna tileinkaði för sína á suðurpólinn starfi kvennadeildar spítalans en Kristín stóð fyrir áheita- leik í úrslitakeppni Fram og Vals til styrktar Lífi eftir að hún missti tví- bura á meðgöngu fyrir þremur árum. Hefur gjörbreytt aðstöðunni „Þetta hefur gjörbreytt aðstöð- unni. Það er ómetanlegt að eiga svona styrktaraðila. Peningar eru af skornum skammti á Landspítalanum til þess að gera eitthvað og innrétta. Við vorum með gömlu blettóttu sóf- ana en núna er búið að kaupa allt nýtt og reyna að gera stofurnar hlý- legar,“ segir Hrund Magnúsdóttir, deildarstjóri á kvenlækningadeild 21A. Kristínarstofa er nýbreytni á deildinni en með tilkomu hennar þurfa konur sem missa barn eftir tólftu viku meðgöngu ekki lengur að liggja innan um fæðandi konur og börn þeirra á deildinni eins og Krist- ín lenti í. Hrund segir að stofan sé af- drep fyrir fólk í erfiðum aðstæðum. Nú þurfi þær konur eða aðstand- endur þeirra ekki lengur að leita út fyrir herbergið um neitt meðan á dvölinni stendur. „Kristín kom á ákveðinni hug- arfarsbreytingu gagnvart þessu mál- efni innanhúss með því að vekja at- hygli á þessu. Í dag er þetta hugsað meira út frá notandanum,“ segir Þór- unn Hilda Jónasdóttir, fram- kvæmdastjóri Lífs. Alls söfnuðust þrjár milljónir króna í söfnun Kristínar en um 34 milljónir í tengslum við pólför Vil- borgar Örnu. Þórunn Hilda segir að hluti söfnunarfjár Vilborgar Örnu hafi farið í endurbæturnar nú en það sé aðeins fyrsti áfangi frekari fram- kvæmda. „Það sem Vilborg gerði er náttúr- lega stórkostlegt afrek og það er ótrúlega mikil lukka að hana rak á okkar fjörur,“ segir hún. Aðstaðan bætt á kvennadeildinni  Gert upp með stuðningi „ómetanlegra“ styrktaraðila Styrkur Vilborg Arna Gissurardóttir pólfari og Kristín Guðmundsdóttir, handboltakona, styrktu kvennadeildina. Páll Fannar Einarsson pfe@mbl.is Páll Halldórsson, formaður Félags íslenskra náttúrufræðinga, segir að meðlimir félagsins muni ekki taka boðun til vinnustöðvunar af borðinu en Félagsdómur úrskurðaði á dög- unum að fyrrum boðað verkfall nátt- úrufræðinga á Landspítalanum væri ólöglegt. Aðspurður hver næstu skref í málinu verða segir Páll: „Við- ræður eru í gangi og ég veit svo sem ekki hvernig þær þróast en maður vonar það besta. Það er alveg í spilinu að boða aftur til verkfalls ef viðræður ganga ekki upp en við verðum bara að sjá til,“ segir Páll en hann mun funda með ríkissáttasemj- ara annaðhvort í dag eða á morgun. Náttúrufræðingar á Landspítal- anum samþykktu að boða til verk- falls frá og með 4. júní síðastliðnum en ekki varð af því. Yfirgnæfandi meirihluti félagsmanna samþykkti verkfallsboðið í atkvæðagreiðslu en náttúrufræðingar á Landspítalanum eru ósáttir við kjör sín og segja þau mun lakari en laun náttúrufræðinga annars staðar hjá ríkinu. „Í spilinu að boða aftur til verkfalls“  Viðræður halda áfram næstu daga Morgunblaðið/Þórður Viðræður Náttúrufræðingar á Landspítalanum eru ósáttir við stöðu sína.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.