Morgunblaðið - 10.06.2014, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 10.06.2014, Qupperneq 2
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚNÍ 2014 2 BÍLAR BETRA START MEÐ EXIDE RAFGEYMUM Endingargóðir og sterkbyggðir rafgeymar fyrir flestar gerðir mótorhjóla. Veldu þaulreynda vöru frá gæðaframleiðanda. PI PA R\ TB W A • SÍ A • 13 18 58 Exide rafgeymarnir fást hjá: I sle of Man TT-keppnin er án efa ein hættulegasta keppni sem um getur í mótorsporti í heim- inum í dag. Í ár létust tveir keppendur og í 107 ára sögu keppninnar hafa því 242 látist. Þrátt fyrir að öryggismál hafi verið tekin í gegn á síðustu árum hafa 23 látist síðan um aldamótin, sem gerir þetta að einni hættulegustu íþróttagrein sem hægt er að stunda. 360 km á tæpum 2 tímum TT keppnin, eða Tourist Trophy eins og hún heitir á engilsaxnesku, var fyrst haldin árið 1907 og var þá 24 kílómetrar. Hinni frægu Snæ- fellsleið var bætt inn í keppnina ár- ið 1911 og varð hún þá 60 km eins og hún er í dag. Hafa ber í huga að keppnin er haldin á venjulegum vegum á eynni sem er lokað í tvær vikur á ári til að breyta þeim í keppnisbraut. Fyrir vikið er mikið af föstum hlutum nálægt brautinni svo að ekki þarf að spyrja að leiks- lokum ef einhver missir stjórn á hjóli sínu á meira en 300 km hraða, en mótorhjólin fara oft og vel yfir þá tölu á hringnum. Keppn- in er hröð í öllum fimm flokkunum, Superbike, Senior, Superstock, Supersport og Lightweight, en einnig er keppt í flokki hliðarvagna og nú á síðustu árum í flokki raf- hjóla. Stærstu flokkarnir keppa í sex hringi, sem gerir 360 km keppni sem lýkur á klukkutíma og þremur korterum. Hafa ber í huga að þetta er nánast öll leiðin milli Reykjavíkur og Akureyrar og veg- irnir ekki ósvipaðir. Sett var hraða- met í keppninni í ár þegar Bruce Anstey ók hringinn á 132,298 mílna meðalhraða, en það er í fyrsta sinn sem einhver fer hring- inn hraðar en 132 mílur. Þetta gerir hraða upp á 212,912 km á klst. að meðaltali! Bruce Anstey ók Honda CBR1000RR Fireblade-hjóli frá Padgett’s Motorcycles í Bretlandi. njall@mbl.is Hættulegasta íþróttagrein í heimi TT-keppnin á Mön nýyfirstaðin Alls eru 264 beygjur í brautinni sem er 60 km og þræðir bæði skóga, þorp og fjalllendi. Umhverfið hefur reynst ökumönnum skeinuhætt. Hjólin taka stundun flugið í brautinni enda ná þau sums staðar vel yfir 300 km á klst. Vissara er að gæta jafnvægis ef ekki á illa að fara. Bob Price lést á þriðja hring í Supersport flokki, en Bob var 65 ára gamall eigandi bílabúðar. Enn bætist í hóp þeirra sem eiga ekki afturkvæmt. Isle of Man TT keppnin er tvímælalaust hættulegasta mótorsportkeppni sem hægt er að stunda. Hefur keppnin kostað alls 242 líf á 107 ára sögu sinni. Samt vantar ekki þátttakendurna ár frá ári.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.