Morgunblaðið - 10.06.2014, Side 6

Morgunblaðið - 10.06.2014, Side 6
McLaren kynnir nýjasta ofursportbíl sinn Í 200 km/klst. á átta sekúndum Bílaframleiðandinn McLaren frumsýndi í gær nýjasta tromp sitt í sam- keppninni við Ferrari, Lamborghini og Porsche um forskot á mark- aðnum fyrir ofursportbíla. Téður bíll, McLaren 650s, er sannarlega eft- irtektarvert ökutæki sem ugglaust mun kitla þá sem leggja upp úr óbeisluðum hraðakstri. Verðið er þó í allra skaplegasta lagi fyrir of- ursportara af þessu tagi, en bíllinn kostar í Bandaríkjunum „aðeins“ 265.000 dali, eða sem nemur um 30 milljónum íslenskra króna. 641 hestur undir húddinu Sem fyrr sagði var bíllinn heimsfrumsýndur í gær, mánudag, og fór athöfnin fram í Kúala Lúmpúr. Meðal þess sem vakti athygli viðstaddra hvað helst var sú stað- reynd að bíllinn býr yfir 641 hestafli, sem knýr hann upp í 100 km/klst. hraða á innan við 3 sekúndum. Vélin er 3,8-lítra twin-túrbo V-8 og skil- ar hún togi upp á svimandi 678 Nm. Í framhaldi af áðurnefndri hröðun frá 0-100 km/klst. nær bíllinn 200 km/klst. á 8,4 sekúndum. Hámarkshraðinn er síðan gefinn upp sem 333 km/klst. jonagnar@mbl.is AFP 650s er ekki bara athygliverður á ferðinni heldur fanga vængjahurðirnar augun hikstalaust þegar þeim er svipt upp með tilþrifum í kyrrstöðu. McLaren 650s hefur talsvert voldugan framenda og verður ekki annað sagt en að útlitið gefi fyrirheit um þann ógnarhraða sem bíllinn nær. MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚNÍ 2014 6 BÍLAR Guðfinnur bíl fyrir þig! Bjóðum 100% lán í allt að 84 mánuði B ultaco, sem er með höf- uðstöðvar sínar í Barce- lona, er fornfrægt merki sem hefur að mestu legið í láginni síðan 1983. Ljóst er af nýjustu hjólum fyr- irtækisins að þar á bæ ætla menn að koma inn á markaðinn aftur með látum og stæl. Til þess hefur Bultaco nú kynnt til sög- unnar tvö spennandi rafknúin mótorhjól, Rapitán og Rapitán Sport, sem koma í sölu snemma á næsta ári. Rafknúin raketta Þar sem hjólin eru knúin af liþíumrafhlöðu er bensíntankur óþarfur og það rými hefur hag- anlega verið endurhugsað sem geymsluhólf fyrir hjálminn. Hjólið dregur um 145 kílómetra á hleðslunni og tekur um fjórar klukkustundir að fullhlaða. Aflið er vel viðunandi – alltént fyrir skynsama ökumenn – og ná hjólin um 150 km/klst. hámarks- hraða en rafmótorinn skilar 54 hestöflum og 125 Nm af togi. Er þá ótalið að hjólin líta alveg dægilega vel út, eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. jonagnar@mbl.is Bultaco Rapitán er mótorhjól sem tekið verður eftir Rafmagnaður vélfákur Hér sést hvernig rýmið sem alla jafna gegnir hlutverki bensíntanks hýsir nú hjálminn á milli þess sem hjólinu er ekið milli staða. Snilldarlausn. Tankurinn sem inniheldur ekki dropa af bensíni heldur þjónar sem hjálmageymsluhólf. Stórsnjöll hönnun sem eflaust er komin til að vera. Ekki verður annað sagt en að prófíll Bultao Rapitán sé álitlegur. Hjólið er allt hið glæsilegasta og spennandi við- bót í flóru mótorhjóla ekki síst þegar horft er til þess að það er rafknúið og er því hagkvæmt í ofanálag. Það er ákveðinn sjarmi í því fólginn að sjá svolítið af stáli í stellinu og alger óþarfi að dekka svona augnayndi með hlífum. Þegar talað er um raf- mótorhjól er hætt við því að flestir fái upp í hugann mynd af suð- andi rafmagnsvespu eða álíka saumavél. Rafhjólin frá Bultaco ættu að fá viðkomandi til að skipta um skoð- un.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.